Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. febrúar 1963 ÞJOÐVILJINN SIÐA g Úrs'litaíkeppni skákþin-gs Reykj avíkur hófst sunnudaginn 3. febniar s.l. Sem kunnugt er tefla 8 menn til úrslita um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1963, og eru þeir þessi, taldir í töfluröð: 1. Júlíus Loftsson, 2. Jón Kristinsson, 3. Sigurður Jónsson, 4. Jón Hálfdánarson. 5. Ingi R. Jóhannsson, 6. Friðriik Ólafsson, 7. Jónas Þorvaldsson, 8. Björn Þorsteinsson. Varla þarf að fara í graf- götur með það, að Friðrik Ól- afsson muni vinna keppni þessa. Þótt hann hafi ekki hlotið mikla æfingu síðustu mánuðina, þá er hann svo gró- inn í reynslu og tækm, að þar kemst enginn hinna keppend- anna nálægt honum. Að vílsu gæti honum orðið hált á því, ef hann vanmæti hina ungu and- stæðiinga sína. því þeir eru fjarri þvíl að vera nokkur lömb að leika sér við. En Friðrik mun það mikill raunsæismað- ur, að hann geri sér ljóst, að hann má ekki mi'kið slaka á til komast á hættusvæði. Langsennilegast er að Ingi R. hreppi annað sætið. Þó er það hvergi nærri öruggt. Ingi er ekki í mikilli æfingu, en teflir hinsvegar stíl, sem krefst yfir- leitt góðrar þjálfunar. Sjálf- sagt hefur þó Ingi undirbúið sig eitthvað t. d. með tilliti til skákbyrjana, áður en hann lagði í keppnina, því honum er tamt að gefa sig af alúð að þeim viðfangsefnum. er hann leggur hönd á. Slíkur undir- búningur getur þó aldrei að fullu komið í stað raunhæfrar æfingar á orustuvellinum sjálf- um. Hver væri þá líklegur til að hreppa annað sætið. ef stríðs- gæfan brygðist Inga? Kannske Sigurður Jónsson? Eins og get- ið var í síðasta þætti, þá er hann mjög hættulegur skák- maður, sem fáir eru óhultir fyrir. Að Inga fráteknum væri hann því mjög sigurstrangleg- ur kandídat í keppni um ann- að sætið. Ekki má þó gleyma Birni Þorsteinssyni. Hann býr yfir mjög mikilli tækni, eins og fram kom á Skákþingi ís- lands í fyrra, og sjáifsagt hef- Jón Kristinsson. ur hún fremur aukizt en hitt síðan þá. Nái Björn öðru sæti nú eins og þá, þá verður Ingi R. að fara að taka þann „ung- ling“ alvarlega í gegn, ef hann vill njóta áfram þeirrar viður kenningar að vera krónprins íslenzkra skákmanna. Ef tiil vill kemur Jónas Þor valdsson einnig til greina í baráttu um annað sætið. Eins og getið var hér í þættinum árla vetrar, þá hefur hann ýmsa mjög góða keppniseigin- leika, sem notadrjúgir geta reynzt þegar hart er barizt. Þó kann að vera, að hann skorti enn það öryggi og þá vandvirkni, sem slík afrek gera að jafnaði kröfur tiil. Ekki er sennilegt. að Jón Hálfdánarson. Jón KristinSson eða Júlíus Loftsson verði hættulegir efstu sætunum á móti þessu. Til þess hafa þeir varla nægilega keppnisreynslu. Júlíus mun að vísu hafa teflt talsvert vestur í Ameríku og með nokkuð góðum árangri, og er mér þó ekki kunnugt um, hve sterkri andspyrnu hann hefur átt að mæta þar En ísland er orðið það mikið stóinfeldi í skákheiminum, að jafnvel Amerikulærðir menn fljúga ekki viðnámslaust i gegnum hérlend skákmót. En engum vafa er það und’irorpið. að Júlíus er mjög efnilegur skákmaður. Jón Hálfdánarson er í striðri framför. Hann þræðir allná- kvæmt slóð Friðriks og er það fróðra manna mál. að hann búi yfir m.iög svipuðum styrk- leika og Friðrik á hans aldri. KROSSCÁTA 3-1963 Ilaukur Angantýsson. Ekki er leiðum að líkjast, og ef Jón missir ekki af slóðinni í púðurreik orustuvallanna. þá æti hann sem sagt að geta orðið íslandsmeistari á því herrans ári 1965. Jón Kristinsson er óútredkn- anlegur skákmaður og erfitt að meta og vega styrkleika hans og draga upp skýra mynd af stíl hans. Seiglu í erfiðum stöðum telija margir mest einkennandi fyrir hann. Kæmi mér ekki á óvart þó hann yrði aflasælli á þessu móti en rnenn gera al- mennt ráð fyrir Hver sem verða úrslit Rykja- víkurþingsins. þá er eitt víst, að það dregur að sér athygli skákmanna um allt land. Það er eatt af athyglisverðustu mótum, sem haldin hafa verið hér á landi á seinni árum. Sem kunnugt er. þá urðu þeir jafnir í 2—4 sæti í B-riðli undanrásanna Jón Kristinsson, Haukur Angantýsson og Magn- ús Sólmundarson. Tefldu þeir einfalda umferð til úrslita. Jón vann þar Hauk og gerði jafn- tefli við Magnús. en Magnús tapaði fyrir Hauki. Komst Jón þanmg í úrslita- keppnina, sem fyrr greinir. Hér fer á eftir skákin milli. Jóns og Hauks í keppni þess- ari. Hún er hvergi nærn galla- laus, en tefld af fjöri og hug- kvæmni á báða bógá LÁRÉTT: 1 riss 4 pörupiltar; 8 gusa; 9 saka; 24 gryfju; 25 þrír sérhljóðar eins hver einasti; 10 vatnsleiðsla; 11, á norð- og tveir samhljóðar; 26 allir eins. lægum slóðum; 13 dugleg; 15 durg; 17 hefur misst konu sína; 19 suð; 21 hall- andi; 23 unna; 26 niðurandlitið; 27 unn- ustuna; 28 nágrannabæjar Reykjavíkur. LÓÐRÉTT: 1 ýldir; 2 í Egyptalandi: 3 mý; 4 klaki; 5 kæra; 6 hrópaði; 7 sneið- ið af (d:ð); 12 hulstur; 14 mana 16 útl. skammstöfun; 18 kramda; 20 RF; 22 rann- Lausn á krossgátu 2/1963. Lárétt: 1 krots; 4 vornótt; 8 lögtaks; 9 Ink- ar; 10 aurar, llUlfarsá, 13 arða, 15 skárra, 17 falast; 19 USAL; 21 klukkna; 23 viska; traðk: 27 dáðlaus: 28 Knjfreyitistað. ■óðrétt: 1 kalla; 2 orgar, 3 staurar, 4 vos- búð; 5 Reiff; 6 óskarpa; 7 terta; 12 lafa; 14 raun; 16 átuna; 18 Alviðru: 20 Sandey; 22 kíkir, 24 svart, 25 ausið, 26 tök. Hvítt: Jón Kristinsson. Svart: Haukur Angantýsson. NIEMZO-INDVERSK VÖRN 1. d4. Rf6 2. c4, e6 3. Rc3, i Bb4 4. a3, (Sámischafbrigðið). 1 4. — — Bxc3f 5. bxc3, c5 j 6. e3, 0—0 (Pachmann skákfræðingur telur betra fyrir svartan að leika 6. — — b6) 7. Re2, (Talið sterkar en 7. Bd3). 7. — — d6 8. Rg3. e5 (Sennilega var bet.ra að leika 8. — — Rc6. til þess að geta síðar svarað d5 með Ra5 og þrýst á peðið á c4). 9. d5. e4 (Hauki var nokkur vandi á höndum. Hann mátti illa leyfa hvítum að leika e4). 10. Be2, Rb—d7 11. 0—0, He8 12, Dc2, Rf8 13. f3. exf3 (Þarna kom til athugunar fyrir Hauk að gefa peðið á e4 a. m. k. í bili og leika 13. — — Rg6. Drepi hvitur þá á e4, þá kæmist svarti riddarmn síðar til e5 og stendur þar eins og foldgnátt fjall). 14. gxf3 (Sterkast. Hvítur fær nú geisisterkt peðamiðborð). 14. ----li5 (Þessi og næstu leikir svarts eru óhnitmiðaðir og vafasam- ir, veikja meðal annars kóngs- stöðu hans mjög. En virða verður honum það til málsbóta. að hann á ekki hægt um vik að móta skynsamlega hernaðará- ætlun, vegna þess hve þröngt er um hann). 15. Khl, Dd7 16. Bd3. g6 17. e4, Dh3 18. Bf4. Dd7 19. Hgl, (Hér virðist 19. Rf5 fremur fljótvirk vinningsleið fyrir hvitan. Eftir 19. — — gxf5 20. Hglt. Kh8 21. Dg2 verður svartur að fórna manni til baka í heldur óyndis'legri stöðu). 19.-----De7 20. Ha—el, h4 21. Rf5 Framh, á 10. síðu. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjórn -farí'ifSslr auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 ó mánuði Ihaldið þekkir sína JJefði allt iðnverkafólkið í Reykjavík, sem er svo óforsjált að hafa kosið sér íhaldsstjórn fengið hina sjálfsögðu leiðréttingu á kaupi sínu sem í 5% hækkuninni felst, ef Þjóðviljinn og fólkið sjálft hefðu ekki gert málið að stórmáli í vitund Reykvíkinga, gert Sjálfstæðisflokkinn hræddan? pólkið í Iðju. sem lesið hefur fagurgala Morgun- blaðsins ár eftir ár í sambandi við stjórnar- kosningar og aðrar kosningar í félaginu, hefur eflaust hugsað sitt þegar ljóst var að íhaldið, sálufélag Guðjóns Sigurðssonar, hafði forgöngu um að neita ákvæðisvinnufólkinu um þessa sjálf- sögðu leiðréttingu á kjörum þess. Og ekki væri óeðlilegt eftir það sem á undan er gengið þó ein- hver saklaus sál í Iðju hefði farið að leita í Morgunblaðinu, málgagni Guðjóns Sigurðsson- ar og Iðjustjórnarinnar. eftir stuðningi við sann- s[irniskröfur fólksis og jafvel baráttu fyrir þessu hagsmunamáli þeirra. En sú hin sama saklausa sál hefur orðið fyrir algjörum vonbrigðum. Þeg- ar kemur að kjaramálum er nefnilega komið við eina hjarta gróðahítanna sem eiga Morgunblaðið og Siiólfstaaðisfiokkinn, peninginn. Og þá gleym- ist sú hugmynd að íhaldið þykist vera verkalýðs- flokkur' annað veifið. Þá fær gróðasjónarmið eigenda bessara fyrirtækja íslenzka auðvaldsins að koma fram blvgðunarlaust. Iðiufólkið fékk ekki fremur en áður stuðning frá Morgunblað- inu, málgagni Guðjóns Sigurðssonar og gróða- hítanna í Sjálfstæðisflokknum. við sanngirnis- kröfur sínar um kjarabætur. Og Iðjufólkinu hefði verið neitað um þessa sjálfsögðu leiðrétt,- ingu ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki orðð logandi hræddur við afleiðingar þess. í Iðju, í næstu þingkosningum. |Jent var á það hér fyrir nokkrum dögum að bæði þessi þrjózka íhaldsins gagnvart Iðju- fólki og þá ekki síður margendurteknar árásir íhaldsins í Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda og Landssambandi íslenzkra útvegsmanna á sjómannakjörin og réttindi sjómanna á sl. ári sýndi, hvar afturhaldið telur vænlegast að ráð- ast á garð verkalýðshreyfingarinnar. thaldið virðist einmitt hugsa sér til hreyfings gegn þeim félögum sem hafa verið svo andvaralaus að láta það ná tökum á félagsstjórn og trúnaðarstörf- um. Skyldi það vera tilviljun, að það er þá fyrst að íhaldið hefur komið einum alþingismanna sinna í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. að Kjartan Thórs og kumpánar telja rétta tímann kominn til að ráðast á vökulögin, rétta tímann til að halda togarasjómönnum i 131 dags verk- falli, rétta tímann til hinnar svívirðilegu herferð- ar íhaldsins til skerðingar skiptakjara bátasjó- mannanna á síldveiðunum? Og skyldj framkom- an sem áformuð var gagnvart Iðju nú þessa dag- ana, vera án samhengis við völd íhaldsins i fé- laginu? Væri ekki ólíklegt að menn veltu þessu fyrir sér og drægju af því nauðsynlegar álykt- anir. — " I 4 k i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.