Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. íebrúar 1963 Beinflísar í hnénu Tvisthné er í raun og veru mjög alvarlegt mein, álíta margir útlendir læknar, og segja ljótar sögur af því. í einu sjúkdómstilfellinu er sagt frá 21 árs gamalli stúlku sem skyndilega heyrði bresta í hnénu þegar hún var að dansa tvist. Hún datt á gólf- ið og gat síðan ekki stigið i fótinn. Hnéð bólgnaði og blán- aði og hún gat ekki stjómað hnjáliðnum. Við uppskurð síðar kom það í ljós að teygzt hafði á vöðv- unum kringum hnéð og þeir slitnað að nokkru leyti. í lið- pokanum fundust tvær bein- flisar sem voru teknar burt. Miðalda pyndingar Margar sögur fara einnig af meiðslum í hrygg af völdurn tvistsins. Brezkur læknir líkir áreynslu líkamans í tvistinu við miðalda pyndingar á teygi- bekknum. Til að komast að því hvernig sjúkdómurinn lýsir sér, verður maður að skilja hvað tvist er í raun og veru, segir franskt læknablað og reynir að lýsa því. Orðið tvist kemur úr ensku, twist, og þýðir að snúa eða vinda. Hreyfingin í dansinum er eins og verið sé að þurrka sér á bakinu með handklæði og troða með tánni á sígar- ettustubbi til að slökkva í hon- um um leið. Við þetta verður tvöföld vinda á mjaðmagrindinni og leggjunum og beygð hnén verða fasti punkturinn. Urvalstvistarinn er svona: hann beygir sig vel í hnján- um og hreyfir mjaðmimar kringum punkt, sem liggur of- an við lífbeinið, langt er á milli fótanna og gerðar snún- ingshreyfingar með þeim. Þetta hljóðar eins og sex- ual helgiathöfn, en ekki er hugsanleg nokkur betri aðferð til að fá innri meinsemdir f hnén, segir læknablaðið. Farsótt 1 Sovétríkjunum er líka litið á tvistið eins og sjúdóm, en frá öðru sjónarhomi. Tvistið hefur breiðzt út um heiminn eins og farsótt, sagði Moskvu- útvarpið nýlega. Hvað á þessi hættulegi dans að vera lengi í tízku? spyrja frönsku og ensku læknamir. Aðvörun franskra og enskra lœkna Tvist er stórhættu- legt fyrir hnén... Það er stórhæ’ttulegt að tvista! Það er margt í þessu lífi sem er álitið hættu- legt, einkum og sérílagi það sem er skemmtilegt. Um þessar mundir er mikið hneykslazt í brezkum og frönskum blöðum. Hve lengi verður tvistið 1 tízku? er spurt. Og það eru ekki siða- prédikarar heldur alvarlega þenkjandi læknar sem fárast vfir þessu. Og á sama tíma fréttist að meira að segja madison sé nú farinn að valda skemmdum a beinagrindinni . . . Ekki höfum við heyrt um nein meiðsl af tvisti hér á Islandi. En margir hafa verið örþreyttir og með beinverki daginn eftir að hafa tvistað lengi. Kannski Islendingar séu þetta miklu liprari en dans- arar i öðrum löndum fyrst enginn hér hefur meiðzt alvar- lega? nóg að læra það. til að verða íeikinn í listinni þarf að æfa sig oft og _mikið. Og nú fer að verða va'fasamt, hvort bað borgar sig, bæði frá heilsufars- legu sjónarmiði. nú og ef limbó ætlar að fara að slá það út hvort sem er .... ...og fer eirnig iiia með hrygginn... Tvistíð vinsælt Tvistið er afar vinsælt hér á landi og spilað og dansað á flestum veitingahúsum og böll- um og kannski allra mest á dansæfingum skólanna. Eldra fólk leggur það þó yfirleitt ekki á sig að læra það, en það gild- ir nú líka um fleiri nýja dansa. Flestir dansskólárnir í bæn- um kenna tvist, en það er ekki Tvis’tið á sök á fjölda meina í beinum og liða- mótum segja læknarnir, bæði í hryggjarliðunum og fótleggjunum og þó fyrst og fremst hnjánum. Það er ekki aðeins eldra fólk sem skemmtir sér meira en aldurinn leyfir sem verður fyrir þessu, heldur fyrst og fremst unglingar, einkum ungar stúlkur. Óskar Óskarsson fer undir slána og hin fylgjast með. Krakkarnir á myndunum eru í 3. bekk K í Vogaskólanum. Á forsíðunni er ein inynd til viðbótar, sem sýnir enn betur stöðu líkamans í limbó. Myndirnar af beinagrindunum sem sýna stöðu beinanna í tvist, eru úr frönsku læknatímariti. Tvistið fer ilia mcð hnén og hrygginn, scgja frönsku og brezku læknarnir, en krakkarnir hér á myndinni eiga bágt með að trúa þvi. Þau sem dansa eru frá vinstri: Þórunn Oddsdóttir, Bald- vin Jónsson, Lára Arnórsdóttir og Óskar Einarsson. Bekkjarsystkinin horfa á. (Ari Kárason, Ijósmyndari Þjóðviljans tók myndirnar á síðunni og á forsíðunni). ...þó dansa ung?.::g- arnir það-og iimbó Limbó er dans frá Vestur-Indíum, sem þar er dansaður eftir eggjandi, suðuramerískum takti. Dansarinn gengur áfram með beygð hné og bakið og höfuðið sveigt afturá bak. Þeir sem hafa farið á heims- mót æskunnar og félagar > Æskulýðsfylkingunni þekkja limbó vel, því oft hefur ver- ið farið í þann leik á heims- mótunum og á samkomum Fylkingarinnar. En þótt við höfum lært limbóið fyrir 10 ár- um í Búkarest er það fyrst nú sem það hefur slegið í gegn. eins og sagt er. Þetta er nú vinsæll dans, íþrótt eða leikur, allt eftir því hvað fó’.k vill kalla það, meðal ungling- anna um allan heim og það sem mest er í tízku hjá þeim. í limbó er gengið eða dans- að í áðurnefndum stellingum undir slá og er sá mestur sem lægst kemst. Ekki vitum við hver á Islandsmetið í þessu né, hve lágt það er, en met- ið í Vestur-Indíum er 33 cm. Þeir innfæddu dansa þangað til rennur á þá einskonar æöi og verða þá ótrúlega mjúkir í öllum hreyfingum. Nemendur i 3. bekk R, verzl- unardeild, í Vogaskólanum leyfðu okkur að taka af sár myndir í tvist og limbó til að sýna lesendum Þjóðviljans hvemig íslenzkir unglingar dansa þetta. Þau álíta ekki að þessir dansar séu skaðlegir heilsunnii né brjóti í þeim beinin. ! r r r' U T S A L A U T S A L A Á teppabútum»Góö vara Idgt verö AXMINSTER Skipholtí71 sími 14676 4 i 1 i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.