Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - íaOÐYILJINN Surinudagur 10. febrúar 1963 stór og ötuð fjallaryki. í beltun- um voru þeir með óhugnanlegar skammbyssur. Gamet sá einn mann eða tvo með ljóst hár og rauðleit skegg, hún gerði ráð fyr- ir, að það væru Bandaríkjamenn, en annars sá hún engan mun á þeim. Allir hrópuðu — á múl- dýrin, hver á annan, til fólks- ins á götunni — og þeir hlógu og hnykluðu sterklega vöðvana, og þeir beygðu sig niður af múl- dýrunum til að taka í hendumar á fallegu stúlkunum. Sumir þeirra sungu, og þótt þeir væru svona óhreinir, skeggjaðir og villimannlegir, þá ljómuðu þeir af fögnuði og sigurgleði og hvað »tvo sem þeir hrópuðu eða sungu, & lét það í eyrum eins og sam- feílt og máttugt húrrahróp. „Hér erum við. Okkur tókst það enn einu sinni!“ Gamet þrýsti sér upp að veggn- , um til að verða ekki í vegi fyr- ir neinum. Hún fann þennan sama fiðring í bakinu og ævin- lega, þegar eitthvað skemmtilegt var að gerast. Þessir Califomíu- kaupmenn fylltu hana einhverri kennd, sem hún þekkti engin orð yfir. Hún var hreykin af því að eiga að fylgjast með þeim til Califomíu. Hún kom auga á Florindu ekki langt undan. Florinda var með sjalið yfir hárinu, en aldrei þessu vant þurfti hún ekki á því að halda, því að fólk hafði svo mik- inn áhuga á komumönnum að það tók ekki eftir neinu öðru. Garn- et þokaði sér áfram mecVram veggnum og ávarpaði hana. — Góðíwi dag, sagði Florinda. '— Er þetta ekki sirkus í lagi? Þau heyrðu talað reiðilega á spænsku — einn af kaupmönn- unum hrópaði tfi eins essrekans. Gamet brosti: — Þeir em giæsi- legir, finnst þér ekki? — Glæsilegir! Fjandinn fjarri mér, ég heí aldrei séð slíkt sam- ansafn af leppalúðum í einu. Kannski verða þeir eins og menn, þegar þeir eru búnir að þvo sér og greiða, ef þeir leggja sig þá niður við slíkt. — En Florinda brosti líka, þegar hún bætti við: — En það verður kannski skemmtilegt að kynnast þeim. — Af hverju geturðu ekki kom- ið og borðað hádegisverð með mér? sagði Garnet. — Senora Silva fór út til að horfa á til- standið, en hún hlýtur að koma bráðum aftur. — Ég vildi það gjaman, en ég þori það ekki. Bartlett er ekki kominn á fætur enn. Ég verð að fara aftur heim og stjana við hann. Hann var draug- fullur í gærkvöldi, svo að höfuð- ið á honum er eins og vatns- melóna. En verðurðu heima á eftir? — Já, já. Oliver er í Taos eins og þú veizt. Ég fer sjaldan út nema með honum. — Ég lít inn. Florinda fitlaði við kögrið á sjalinu. — Mig langar til að tala um dáh’tið við þig. — Geturðu ekki sagt mér það núna? — Nei, ég má ekki vera að því. Florinda var alvarleg á svip, en hún kom ekki með nánari skýr- ingar. Ég verð að flýta mér heim áður en hann vaknar. Sjá- umst aftur. Þær skildu og Gamet fór heim til sín. Eftir morgunverð'inn tók hún upp hannyrðir sínar, hún var að sauma út kraga handa Florindu — og sat við það sem eftir var morgunsins. Það var talsverð háreysti í bænum. Hún gerði sér í hugarlund að Cali- fomíukaupmennimir væru að halda daginn hátíðlegan. Eftir hádegið kom senora Silva inn með hlaða af þvotti. Gam- et lagði frá sér saumana og fór f rósóttan músselínskjól með bleikri slaufu í hálsinn. Eftir all- ar þessar vikur í óstroknum og rykugum fötum, þótti henni á- nægjulegt að fara í hreina og strokna kjóla. Florinda gat kom- ið á hverri stundu, og þegar Gamet var búin að skipta um föt, fór hún að raða ávöxtum í skál. Hún velti fyrir sér, hvað það væri sem Florinda vildi ræða við hana. Það var barið að dyrum. Garn- et la«ði frá sér þrúguklasann og gekk fram til að opna. En það var ekki Florinda sem komin var, heldur ókunnugur maður. Maðurinn var búinn eins og mexíkanskur yfirstéttarmaður í litskrúðugum fötum. Hann stóð fyrir neðan tröppurnar og var glæsilegur í sólskininu; hann var klæddur hárauðum jakka, brydd- uðum svörtu silki, silfursnúrar vora meðfram saumunum á blá- um buxunum og stígvéhn vora úr fínasta leðri með silfurspor um. Hatturinn var úr svörtum flóka, börðin breið og silfur snúra um kollinn. Þegar Gamet opnaði dymar tók hann ofan hattinn og hneigði sig. Sólin féll á svart hárið. — Buenos dias, senorita, sagði hann. — Perdone usted esta in- trasion. Hann talaði mjög kurt- eislega. Hann sneri baki í birt- una, en þegar hann tók ofan hattinn, sá hún að hann var með há kollvik og andlit hans lang- leitt og kinnfiskasogið. Munnur- inn var alvarlegur og hann brosti ekki þegar hann talaði. Hann virtist ekki vera sérlega bros- mildur. Skákþing Reykjavíkur Framhald af 5. síðu. (Líklega var betra að leika 21. Re2. Staðan er þess eðlis, að hvítum liggur elcki svo mikið á). 21.-----Bxf5 22. exf5, Dxel (Svartur faer báða hrókana fyrir drottninguna og talsvert spil. Það er hreint ekki slæm- ur buisness). 23. Hxel, Hxelt 24. Kg2 Ha—e8 25. Bxd6, Rf8—d7 26. fxg6, fxg6 27. Df2, g5 28. Dd2, Kf7 29. Kf2, Hal 30. Db2 He8—el 31. Dxb7, h3 (Þóitt Haukur sé í tímahraki, þá er hann furðu fundvís á skæðustu leikina. Skákin fær nú mjög æsandi blæ). 32. Bxc5, Hgl 33. Dd6, Hg2f 34. Ke3, Helt 35. Kd4, g4! (Ljóst er, að þetta peð má bvítur ekki drepa). 36. c5, gxf3, 37. Kc4, f2 (Nú hótar Haukiur — — Hg4t og síðan Hblt). 38. Dxa7 38.-----Hbl? („MenJilngen er god nok“, og þó er þetta tapleikur. Svartur hótar 39.------Hg4t. en hvit- ur á einfalt svar við þeirri hót- un. Eftir 38.-----Hdl 39. Be2, Hel 40. Bd3, Hdl á hvitur varla annað betra en taka jafntefli með þráleikjum). 39. Be5 (Þennan einfalda vamar- lei'k hefur Hauki liiklega sézt yfir í tímahrakinu). 39.------Hg4t 40. Bd4, Hf8 (Hótar máti á e5!). 41. Df7 (Nú á svartur fátt um fína drætti. 41. — — Hdl svarar hvítur með 42. Be2, Hel 43. Kd3. Hdlt 44. Ke3 o. s. frv.). 41. -----He4! (Maður hlýtur að dást að hugkvæmni Hauks. Jón er neyddur til að láta drottningu sína, en þann missi þolir hann nú raunar ágæta vel). 42. c6, Re5t 43. Dxe5, Hxe5 44. Bxe5, Rd7 (Örvæntingarleikur. Svartur er glataður). 45. Bd4, flD 36. Bxfl, Hxfl 47. c7 gefið. SKOTTA Kæmi yður það illa að bíða eftir dóttur tninni í stofunni? Minning látinna heiðurshjóna Hjónin Ingi Jónsson, verzl- unarstjórii, og Unnur Benedikts- dóttir, Hofteigi 18, voru kvödd hinztu kveðju af ættingjum og vinum í Fossvogskapellu 4. febrúar síðastliðinn. Þau létust með aðeins sólarhrings milli- bili, 27. og 28. fyrra mánaðar. Er ég frétti lát þessara vina mirrna, komu mér í hug hin ljúfsára orð listaskáldsins: „En anda sem unnast fær aldregi eih'fð að skilið“. Sambúð þeirra hjóna var slík, að manni virt- ist ósjálfrátt, að þau hlytu að fylgjast að gegnum líf og hel. Heimilislíf þeirra og dagleg umgengni hvort við annað mót- aðist af svo kærleiksríkum skilningi, samhug og eindrægni, að fá munu dæmi. Húsmóðir þessa fágæta heim- ilis gekk aldrei heil til skógar. Hún bar dauðann í brjósti í tugi ára glöð og reif, ef svo mætti að orði komast, og æðr- aðist aldrei, þótt syrti í lofti og sjúkleiki hennar elnaði. Líf- ið lék því ekki við Unni á mælikvarða líkamlegs heil- brigðis. En sambúðin við ást- ríkan eiginmann lýsti upp skuggahliðar lífsins og átti rík- an þátt í lífsgleði hennar og h'fsnautn. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm — lömunarveiki — heyrðist Unnur aldrei kvarta, enda ekki um það gefið að ræða sjúkdóm sinn. Hún vann öll sín heimilis- störf hjálparlaust, að heita mátti, meðan kraftar leyfðu, nema hvað hjálpfús eiginmaður lagði henni lið í frístundum sínum. Unnur bjó yfir ótrúleg- um lífsþrótti og lífsvilja, er gerði henni kleift að leysa af hendi fullkomið dagsverk heil- brigðrar húsmóður. Henni féll vart verk úr hendi, meðan heilsa entist, enda var heimiii þeirra hjóna ætið fágað og prýtt svo til fyrirmyndar var. Hér réð mestu um heilbrigð lífsskoðun samfara traustri skaphöfn — að ógleymdum skilningsríkum lífsföranaut. Unnur var greind kona með ákveðnar hugmyndir um fram- vindu tilverannar. Hún var talsvert pólitísk og lét sér ekk- ert óviðkomandi er snerti hag og velferð alþýðunnar, og ein- dreginn fylgismaður Sósíalista- flokksins var hún alla tíð. Mér virtist Ingi heitinn aldr- ei eins strangtrúaður sameign- arsinni, en hann mun þó oftast hafa fylgt konu sinni að málum í þeim efnum. Unnur var fædd 5 júní 1912 að Kambshóli í Víðidal. For- og söngkær með afbrigðum, Minnist ég margra ógleyman- legra ánægjustunda á heimili þessara góðu vina við söng og vín, er aldrei var notið úr hófi fram. Er ég rifja upp kynni mín af þessum ágætishjónum, en ég naut vináttu þeirra um 15 ára skeið, verður mér sérstaklega staldrað við og minnisstætt, er ég hugsa um alla þá hjálpfýsi eldrar hennar voru hjónin Mar- grét Friðriksdóttir og Benedikt Benónýsson, er þar bjuggu. Hún dvaldi í foreldrahúsum fram um tvítugsaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur og dvaldist þar til dauðadags, 28. jan. s.l. ★ Með Inga Jónssyni er genginn sannur drengskaparmaður, sem Ijúft er að minnast. Hann Var vel af guði gerður, andlega og líkamlega, bjartur yfirlitum, fríður sínum og frjáls og létt- ur í hreyfingum sem ungur væri, þótt Elli kerling væri far- in að sækja hann heim, eins og hann orðaði það oft sjálfur í góðra vina hópi. Munu fáir hafa trúað því að dagar hans væra allir, er þeir fréttu lát hans. En enginn má sköpum renna. Ingi var hrókur alls fagnað- ar í glöðum hópi, létt um mál Með þessari súrefnisgrímu getið þér komizt af án lofts f klukkustunA. Einmitt það sem ég þaali 1 augnablikánu. Engar blöðkur? Hver ætlar að synda? og nærgætni, sem þau auðsýndu mér og heimili mínu, er erfið- leikar steðjuðu að. Þau hjón vildu hvers manns vandræði leysa, en Ingi var af eðlilegum ástæðum driffjöðrin í hjálp- semi þeirra og góðvild. Mun fleirum en mér renna hlýir straumar í brjéwti, er þeir mionast óínetanlegrar greiða-3> semi, hjálpar og hollra ráða fnga, ef í nauðir rak. Ingi og Unnur vora gestris- in og hlý heim að sækja. Var því oft gestkvæmt og glatt á hjalla í heimkynnum þeirra. Gistivináttu var oft notið leng- ur en eina kvöldstund, og tjald- að lengur en til einnar nætur. Minnist ég þess frá þeim ár- um, er ég bjó undir þaki Inga, að frændsystur Unnar bjuggu þar stundum langdvölum. Ekki er mér grunlaust um, að þær systur og systkini, sem ég hef í huga muni minnast Inga með söknuði og hlýju þakklæti fyr- ir alla hans umhyggju og góð- hug um þeirra hag. Ingi Jónsson fæddist 3. júní 1894 að Úlfsstöðum í Loðmund- arfirði. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Jón Jónsson, er þar bjuggu. Um tvítugsaldur hóf Ingi bú- skap á Dallandsparti í Húsa- vík eystra ásamt móður sinni og öldruðum föður, er farinn var að heilsu og kröftum. Þrítugur að aldri kvæntist hann fyrri konu sinni, Gyð- ríði Hannesdóttur og býr með henni í Brúnuvík og Bakka- gerði um sex ára skeið, eða allt til þess að hann ílytur að austan með fjölskyldu sína. Þau hjón eignuðust tvö böm. Guðrúnu, húsfreyju að Hrapps- stöðum í Víðidal, og Sigmar, verkstjóra í Ytri-Njarðvík. — Ingi missti Gyðríði eftir lang- varandi vanheilsu árið 1935. Á öndverðum kreppuárunum flytzt hann hingað til Reykja- víkur og stundar framan af alla almenna verkamannavinnu, er til gefst. Árið 1933 hefst höfuðþáttur- inn í ævistarfi Inga Jónsson- ar, er hann leysti af hendi með mikilli prýði, að sögn nánustu samstarfsmanna. Hann kynnist þjóðkunnum gæðadreng, E.J. Fossberg, sem látinn er fyrir nokkram áram. Réð hann Inga til afgreiðslu- og utanbúðar- starfa við vélaverzlun sina. Hann ávann sér brátt hylli og vináttu húsbænda og samstarfs- manna fyrir frábæra hollustu og lipurmennsku, og var innan fárra ára ráðinn verzlunarstjóri fyrirtækisins. Þjónaði Ingi vandasömu starfi af trú og dyggð í rúm tuttugu ár, allt til banadægurs, en hann varð bráðkvaddur 27. fyrra mánaðar. Hann var vel látinn af við» skiptamönnum og elskaður og virtur af húsbændum og ssan- starfsmönnum. Ingi kvæntist síða*# konu sinni, Unni B en ediadsdóttur, árið 1945, sem hér er kvöídd á- samt honum með hjartans kveðju og þökk fyrir trausta og einlæga vináttu. Blessuð sé minning þeirra. Ágúst Guðmundsson. ÆÐARDÚNS- SÆNGUR hólfaðar 1. fl. efni Vöggusængur 110x90 cm. Æðardúnn — Hálfdúnn Sængurver (hvítt damask) Koddar — litlir og stórir. Fermingarföt — Fermingar- skyrtur Drengjabuxur frá 3—14 ára. Buxnaefni frá kl. 150 pr. m. PATANS ULLARGARNH) heimsfræga 5 grófleikar — Litaúrval Litekta — Hleypur ekki Nylonsokkar án lykkjufalla Margt með gömlu verði, t.d. pelsefni á kr. 80.00. Vesturg. 12 — Sími 13570 i i 1 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.