Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 12
Súgfirðingar eru harð~
sæknir
Súgandafirði í gær — Sex
bátar stunda róðra hér í vetur
og voru gæftir fremur góðar
í janúar og róið á hverjum
degi þessa viku.
Aflahasstur í janúar var
Draupnir með 137 tonn í 18
róðrum. Þá kemur Friðbert
Guðmundsson með 130 tonn í
18 róðrum, Freyja með 122
tonn í 20 róðrum, Gylfi með
116 tonn í 19 róðrum, Stefnir
lítill bátur með 62 tonn í 14
róðrum og Hávarður með 53
tonn í 9 róðrum.
Hávarður lenti í vélarbilun
um skeið.
Þessa viku var róið á hverj-
um degi og var Draupnir með
17 tonn einn daginn og eru
Súgfirðingar harðsæknir að
venju.
Tv^er fiskvinnslustöðvar eru
hér og heita Fiskiðjan Freyja
og Isver. Er unnið fram eftir
kvöldi á hverjum degi.
Fremur langróið er héðan
og tíðar skiptingar á miðum,
þó mest farið vestur fyrir og
suður með.
Snjór er hér ekki að ráði og
bílfært innan fjarðarins, en
heiðin er ekki fær.
Menn skilja syndina
betur í Stykkishólmi
StyMdshóiknii í gær.
Þau tíðindi hafa nú gerzt
hér á staðnum. að annar bát-
trr Sigurðar Ágústssonar hef-
ur hafið róðra og er það
Svanur og er langt síðan sá
bátur hefur klofið öldur
Breiðafjarðar til fiskveiða.
Tveir bátar á vegum kaup-
félagsins hafa aflað sæmiiega
og fengið að meðaltali 5 tonn
I róðri Þeir heita Straumnes-
ið og Þórsnesið. Þórsnesið er
nýr bátur og virðist ætla að
taka upp nýja hætti líkt og
Vestfjarðarbátarnir, að binda
sig ekki við ákveðna tíma-
lengd í róðri eins og dag-
róður hingað til en fara
þangað sem fisk er að fá og
víkka þannig möguleikana.
Þannig má búast við aukinni
vinnu 1 frystihúsunum.
Mönnum þótti vænt um
eina lesningu, seim barst hing-
að fyrir jóiin í bókarformd
og fjallaði um einn son þessa
byggðarlags og hart lífs-
stríð hans1 og þekktur er
undir nafninu Jón Kristófer
kadett. Tvær bókaverzanir
hér á staðnum fengu þrjár
sendingar, sem seldust jafn-
harðan og var engri bók skil-
að aftur. Aukinn skiiningur
er á syndinni hér í þorpinu
að vonum. RJO.
Tapaði átta lóðum
Þingeyri í gær.
Fjórir bátar stunda róðra
héðan í vetur og var afli
sæmilegur í janúar. en lítill
afli síðustu daga. Fremur
langsótt er fyrir þessa báta
sem stendur. Aflahæstur er
HrafnkeU með 128 tonn í 19
róðum, Þorgríimur með 106
tonn, Fjölnir með 98 og Þor-
björn með 40, hóf róðra um
miðjan mánuðinn. Þrír þess-
ara báta eru á vegum kaup-
félagsins og leggja upp í
frystihúsið en saltfiskverkun
staðarins tekur á móti afla
frá Fjölni.
Hafís hrjáði nokkuð báta
framan af vikunni og var
hann næst um 15 sjómílur út
af Barðanum og missti Þor-
grímur 8 lóðir undir hann og
frétzt hefur úr næstu þorpum
um línutap frá öðrum bátum.
ísinn er nú ekki iengur til ó-
þurftar og hefur færzt aftur
frá með austanáttinni.
Þorrablót var haidið hér
fyrsta laugardag í þorra með
borðhaldi og dansá og sóttu
það um 80 manns og skemmtu
menn sér ágætlega.
Tíðarfar hefur verið gott
síðan um áramót og Mtið um
snjó og hefur verið fært yfir
Gemiufellsheiði fyrir jeppa.
Hafnarframkvæmdir á
Reyðarfirði
Reyðarfirði í gær.
Einn bátur er gerður héðan
út og heitir hann Gunnar og
hefur aflað rúmlega 180 tonn
silðan hann byrjaði fyrstu
dagana eftir áramót. Þessi
bátur hefur sérstaka fiskverk-
unarstöð fyrir sjálfan sig og
vinnur úr aflannm og. leggur
líka upp í frystihús staðarins.
Hann má þannig hafa sig ail-
an við tjl sjósóloiar enda eru
þetta harðduglegir menn.
Hér eru að hefjast hafnar-
framkvæmdir á vegum hafn-
amefndar og Vitamálaskrif-
stofunnar og kom hér á dög-
unum krani til uppmoksturs
frá Dalvík og fleiri tæki
væntanleg tii þess að setja
niður stálþil og flejra til
þessara framkvæmda H.S.
400 þus. kr. framleíðslu-
verðmæt: á fjölskyldu
Bíldudal, 7/2. — Héðan hafa
tveir bátar róið á liímu í janúar
og fjórir bátar stunda rækju-
veiðar og er mikil vinna við
nýtingu aflans. Afli línubáta
var samtals 293 tonn í 35 róðr-
um og hlaut Andri 146 tonn í 16
sjóferðum og Pétur Thorsteins-
son 176 tonn í 10 sjóferðum
Hæstan afla í róðri í mánuðin-
tim hlaut Pétur Thorstoinsson og
fékk hann þá 19 tonn. Langróið
er hjá bátunum og er það djúpt
í Vikurál og jafnvel suður í
Kolluál, og ná bátarnir fimm
róðrurn á viku.
Rækjuveiðar stunda fjórir bát-
ar og veiðist rækjan ágætlega,
en hver bátur má aðeins veiða
500 kg. daglega.
Bílddælingar hafa reiknað út
hlut sinn í þjóðarbúskapnum og
komust að raun um, að þeir
höfðu framleitt fyrir kr. 400.000
á meðalfjölskyldu í þorpjnu og
lláta þeir ekki sinn hlut eftir
lliggja í lífsbaráttunni. Minna fá
þeir þó í sinn hlut en skyldi.
Sólin birtist Bílddælingum 3.
febrúar og sést ekki til sólar í
þrjá mánuði og voru mikil há-
tíðahöld í heimahúsum, en sól-
arkaffi verður sennilega ekki fyrr
en 20. febrúar og verður reynt
að baga því svo til, að það verði
um líkt leyti og sólarhátíð Bíld-
dælingafélagsins hér í höfuð-
staðnum, og verður þá skipzt á
skeytum og orðsendingum.
Þorrablót var haldið 26. jan.
og stóð fyrir þeirri hátíð Slysa-
varnardeild karla, sem nefnist
Sæbjörg og er formaður hennar
Gunnar Ólafsson. Sóttu þessa
hátíð um 130 manns og skemmtu
menn sér prýðilega. Ágóði renn-
ur til fyrirhugaðrar lagfæringar
Félagsheimilis. Næsta laugardag
heldur íþróttafélag Bílddælinga
skemmtun og rennur ágóði af
henni til píanókaupa fyrir Fé-
lagsheimiilið.
Félagsheimilið hefur verið í
mikiilli niðumíðslu undanfarin
ár og er svo illa farið. að leik-
flokkar sem þeysa um landið
neita að hafa þar viðkomu og
er illa farið merkilegu húsi, sem
er einskonar lýðveldistákn Bíld-
dælinga, en fyrsta skóflustungan
var stungin 17. júní 1944. Ein-
hvernveginn varð þó endaslepp-
ur allur frágangur og lítils skiln-
ings hefur þótt gæta í höfuð-
borginni um fjárstyrk til frekari
framkvæmda og hafa ýmsir
máttarstólpar hér fyrir sunnan
orðið uppvísir að lygum og
hverskonar undanbrögðum, þeg-
ar leitað hefur verið til þeirra.
En öll félagsstarfsemi og ágóði
af skemmtunum rennur nú til
þess takmarks að geta veifað
þessu lýðveldistákni sómasamlega
framan í gesti og gangandi í
framtíðinni og ekki sízt til þrifa
fyrir þorpsbúa sjálfa.
Draumvitrun ræður
Draumspeki og vitr-
anir hafa ætíð verið of-
arlega í hugum íslend-
inga og það allar götur
aftur á landnámstíð.
Það kemur kannski á
óvart, að þessi átrún-
aður lifir góðu lífi enn-
þá í hugum lands-
manna og dregur sízt
úr háskaleg veðrátta
og harðsækni á sjó.
Nú er yfirstandandi hættuleg-
asti slysamánuður ársins sam-
kvæmt reynslu liðinna ára og er
ekki úr vegi að víkja litilsháttar
að litlu dæmi síðustu daga.
1 hugum landsmanna, sem
fylgjast með aflafréttum, er
glæsilegur ljómi í kringum Víð-
isnafnið og eru þar að verki
tveir kunnir aflaskipstjórar, ann-
ar austan af landi og hinn suður
með sjó.
Hver kannast ekki við Víði SU
frá Eskifirði og Víði XI frá Garði
og dugnaðarforkana Sigurð
Magnússon og Eggert Gíslason.
Guðmundur á Rafnkelsstöðum er
að láta smíða nýjan bát undir
þann síðarnefnda og það er á
margra vitorði, að Eggerti þykir
mikið við 1‘ggja að halda Víðis-
nafninu og telur að veiðigleði og
happasæld haldist óskert, ef svo
lánlega tækist.
Sigurður Magnússon hefur ;
hinsvegar einkarétt á nafninu og !
vill ekki gefa það eftir á nýjan
bát.
Þar stendur hnífurinn í kúnni.
Blaðið náði sambandi við Guð-
mund á Rafnkelsstöðum í gær og
leitaði nánari frétta af þessari
misklíð.
Sigurður dró okkur fyrst á
svarinu, sagði Guðmundur,
en hefur nú neitað algerlega og
kom það svar einmitt daginn áð-
ur en Eggert fór út.
Eggert er núna staddur í Svi-
þjóð og fylgist með smíði nýja
bátsins. Hinsvegar fór þetta nú
betur en á horfðist og fékk Egg-
ert vitrun í draumi um nýtt nafn
og á það án efa eftir að hljóma
í eyrum landsmanna sem sigur-
sælt aflaskip á næstunni og hef-
ur þegar verið ákveðið að nefna
skipið þessu nafni.
Það á að heita Sigurpáll og
finnst mér nafnið boða gott,
sagði Guðmundur og kumraði
við.
Það var ekki allur vandi leyst-
ur með nafngiftinni og þótti ekki
síður mikið við liggja með vali
á númeri og skipa jafnvel tölur
hærri sess en nöfn í gömlum
fræðum, það er sagt, að þessi
veðurbarði Suðumesjakappi hafi
klórað sér í höfðinu. þegar sex
númer lágu á borðinu fyrir fram-
an hann hjá sýslumanni.
Þetta fór þó betur en á horfð-
ist og valdi kappinn GK 375 á
þeim forsendum, að Víðir II.
hefur númerið GK 275.
Annars fékk Guðmundur á
Rafnkelsstöðum bréf í fyrradag
frá Eggerti sínum er tjáði hon-
um, að báturinn yrði ekki til
íyrr en um miðjan marz og
nafngift
seinkar smíðinni um tvær vikur.
Báturinn vaggar sasum á höfn-
inni fyrir framan skipasmiða-
stöðina og er þannig kominn á
flot, en frosthörkur eru miklar
í Marstad í Svíþjóð og lágu
skipasmiðir í rúminu alla síðustu
viku, þjáðir af kvefsótt og háls-
bólgu.
Ingi R. efstur
á Skákþinginu
1 fyrrakvöld voru tefldar bið-
skákir á Skáþingi Reykjavíkur
og fóru leikar svo að Jón Háif-
dánarson vann Jónas Þorvalds-
son en Friðrik og Ingi gerðu
jafntefli og sömuleiðis Sigurður
Jónsson og Júlíus Loftsson.
Að loknum þrem umferðum er
staðan þessi: 1. Ingi 2% vinn-
ing, 2.—3. Friðrik og Jón Krist-
insson 2. 4. Bjöm Þorsteinsson
1%, 5.—8. Sigurður, Jón Hálf-
dánarson, Jónas og Júlíus 1.
Fjórða umferð verður tefld í
dag kl. 2 í Snorrasal og tefla
þá saman Björn og Friðrik, Jón-
as og Ingi, Júlíus og Jón Hálf-
dánarson og Jón Kristinsson og
S’gurður. Þeir fyrrtöldu haía
hvítt.
sprækasti
En Eggert er hinn
og heldur sig vel.
Annars verður þetta tvö
hundruð tonna bátur með sex
hundruð hestafla vél með hvers-
kyns nútímatækni, svo að hann
lofar góðu í harðri og tvísýnni
keppni til fiskjar.
1 gær steig skipshöfn Egg-
erts á land af Víði II. og hyggst
hvíla sjg og bíða komu nýja
bátsins.
Sumir fara jafnvel út til Mar-
stad um næstu mánaðamót til
þess að sækja bátinn og eru þar
tilnefndir stýrimaður, tveir vél-
stjórar og kokkurinn, en hinir
vilja gjaman líta framan í konu
og krakka um skeið og er það
að vonum.
Víðir Sveinsson hefur verið
stýrimaður hjá Eggerti í fjögur
ár og mætti ætla, að hann fylgdi
sínum aflasæla skipstjóra og
kæmi til styrktar nafngiftinni.
Það tjóar ekki fyrir Eskifjarð-
ar-Sigurð að berjast við kjrkju-
bækur og presta, þó að knár sé
í ólgusjó lífsbaráttunnar. Víðir
hefur þegar yfirtekið nafna sinn
númer tvö og verður með hann
framvegis og var ráðin ný skips-
höfn í gær og getur lærisveinn-
inn orðið meistara sinum skeinu-
hættur eins og hann á kyn til.
Eggert
Gíslason — fékk draum-
vitrun.
Sigurður
Magnússon
neitar.
isæmlleg framkoma trunaöarmanna
ijómannafélags Reykjavíkur
I bréfum sem formaður og rit-
ari Sjómannafélags Reykjavíkur,
Jón Sigurðsson og Pétur Sig-
urðsson undrriita ásamt tveimur
öðrum stjórnarmönnum og starfs-
mönnum félagsins, Hilmari Jóns-
syni og Sigfúsi Bjarnasyni er
a hinn lúalegasta hátt logið tii
um innihald lagabreytingatil-
Iagna, sem lágu fyrir aðalfundi
Sjómannafélagsins, og hafður í
frammi hinn ótrúlcgasti áróður
og æsingar til að hvetja félags-
menn að mæta á aðalfundinum
og styðja völd þcssara manna
og með því það þokkalega ástand
að af 1450 manns á kjörskrá
skuli vera um 700 manns sem
ckki ættu að vera með full íé-
lagsréttindi í félaginu vegna
starfa síns. Samt fcngu þeir ekki
nema rösklega 60 atkvæði með
sér á fundinum, og treystu sér
ekki til að fella hinar sjálfsögðu
lagabreytingar, heldur létu vísa
þeim til stjórnarinnar. Virðist
henni að vísu ekki veita af þvi
að hugleiða breytingatillögur
þessar enn um skeið, þó sjó-
mönnum sé löngu orðið ljóst um
hvað þær fjalla og nauðsyn
þeirra!
1 bréfi þessu bera fjórmenn-
ingarnir upp kveinstafi sína
vegna þess að Þjóðviljinn hefur
undanfarna mánuði rækilega
bent á framferði landliðsstjóm-
arinnar í Sjómannafélaginu og
túlkað málstað starfandi sjó-
manna, sem reynt hafa að ná
rétti sínum í félaginu. En laga-
breytingar þær sem fyrir að-
alfundinum lágu, miðuðu
að því að settar yrðu
reglur um full félagaréttindi
sem teljast verða sjálfsagðar og
eðlilegar, í hvaða verkalýðsfélagi
sem væru. 1 bréfinu kveina
fjórmenningarnir undan Þjóð-
viljanum á þessa leið:
„Eins og ykkur er kunnugt
hefur áróður kommúnista nú
verið mun meiri en oft áður
og skrif Þjóðviljans, málgagns
kommúnista á B-Iistanum. harð-
vítugri en nokkru sinni áður
hin síðari ár“.
Síðan er minnzt á þá hættu
að lagabreytingamar kynnu að
verða samþykktar á aðalfundin-
um, og er þannig frá þeim sagt:
„Þær lagabreytingar miða að
því að skipta félaginu í deildir
með sérstjómum sem óhjá-
kvæmilega yrði til þess að veikja
íélagið sem heild“. „Þá miða
breytingatillögur kommúnistanna
einnig að því að reka úr fé-
laginu alla þá gömlu sjómenn,
scm eru að vísu hættir á sjó,
en halda tryggð við félagið og
vilja vera áfram í því“. (letur-
breyting Þjóðv.).
Hefði nú verið eðlilegra að
þessir trúnaðarmenn i Sjómanna-
félagi Reykjavíkur segðu félags-
mönnum hreint út um hvað Iaga-
brcytingatillögurnar voru, í stað
þess að flytja slíkan áróður
gegn þeim, á lognum forsend-
um? Breytingatillögurnar sem
fyrir fundinum lágu eru engar
um það né „miða að því“ að
reka úr félaginu þá gömlu sjó-
Sósía/istar!
Fundir í öllum deildum annað
k völd.
Sósíalistafélag Reykjavíkur.
menn sem vilja vera áfram i
félaginu! í lagabreytingartillög-
unum er þvert á móti beinlín-
is tekið fram að gamlir sjó-
menn sem viilji vera áfram I
félaginu hafi heimild til þess
að vera aukafélagar án at-
kvæðisréttar. Það er að segja,
þeir nytu allra réttinda annarra
en þeirra að verða sístækkandi
hópur landliðsmanna, sem far-
inn er að ráða úrslitum allra
kosninga, landlið sem nú þegar
er nærri helmingur þeirra
manna sem á kjörskrá voru við
síðasta stjórnarkjör.
Mennirnir sem skrifa þetta
bréf, Jón Sigurðsson, Pétur
Sigurðsson, Hilmar Jónsson og
Sigfús Bjamason, höfðu haft
lagabreytingatillögumar sem þeir
em þarna að rægja, á borðinu
hjá sér í tæpan mánuð þegar
bréfið er skrifað, svo þeir geta
ekki borið fyrir sig ókunnug-
leika.
En hvað vilja menn í verka-
lýðshreyfingunni kalla svona
framkomu trúnaðarmanna
í verkalýðsfélagi? Telja
menn það frambæri-
legt að formaður og ritari
Sjómannafélagsins, ásamt báðum
starfsmönnum þess, iðki þess
háttar „kynningarstarfsemi" á
jafn vandasömu máli og laga-
breytingum sem lagðar eru fyr-
ir aðalfund félagsins? Á hverjtl
stigi er sjálfsvirðing manna sem
þannig koma fram?
Hvað segja sjómennimir f
Sjómannafélagi Reykjavíkur um
slika framkomu?
Og að lokum: Á hverra kostn-
að var þetta þokkalega dreifi-
bréf sent til meðlima Sjómanna-
félags Reykjavíkur?
*