Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 1 Þeir loka ekki augunum í mörgum löndum vestursins bregöast rnenn held- ur leiðinlega viö þegar bókmenntir og þjóöfélag eru nefnd í sömu andrá. Ýmsir vilja enga aöild eiga að slíkri samsetningu; aörir hugsa um þaö meö töluverð- um dapurleika hve menningin, bókmenntirnar séu van- máttugar í köldum og lágkúrulegum heimi peninga. Mitt í öllum þessum vandræöum er einstaklega fróðlegt aö heyra til manna sem hafa önnur viðhorf — veruleikinn sjálfur hefur leyst fyrir þá vandamáliö bók- menntir og þjóðfélag. Hér er um aö ræða flesta ágæt- ustu rithöfunda Suður-Ameríku — fátækt þessa mikla lands getur ekki verið þeim óviðkomandi. í viötali, sem hér veröur sagt frá, rekur einn þeirra, Miguel Angel Asturias, skoöanir sínar á hlutverki rit- höfundar andspænis grimmum veruleika, Bókmenntir og hagfræði Einn af þekktustu rithöfund- um þessarar miklu álfu er Miguel Angel Asturias, ættað- ur frá Guatemala. Hann er kall- aður lýrískur skáldsagnahöf- undur, ástríðufullur, innblás- inn af anda sem er að mest.u glataður Evrópu; þeirri frönsku blaðakonu frá L’Express, sem átti það viðtal við hann, er nú verður rakið, finnst það und- arlegt að enn skuli vera til menn sem nota orð eins og ,,frelsi“ og „réttlæti", og ráðast í nafni þeirra gegn vélbyss- um „vopnaðir aðeins nöglum sínum“. Nýlega er komin út í Frakk- landi skáldsaga hans „Augu hinna gröfnu“, sem er verk- fallssaga frá Guatemala, ger- ist á stórri bananaekru í eign amerísks auðfélags. Saga verk- falls og um leið heillar kyn- slóðar — nokkir ungir menn og örvæntingarfullir ákveða að rísa upp gegn kúgun, en það þarf áralangt starf áður en þeim tekst að sannfæra burð- arkarla um, að einnig er afl, sern hið volduga auðfélag get- ur ekki staðið gegn. Saga um klassiska stéttabaráttu, sem er samt engri annarri lík, vegna þróttmikils samruna við nátt- úruna, vegna skapgerðar og hugsunarháttar Indíánanna, vegna eftirstöðva af töfratrú sem blandast orðfæri bylting- arinnar, vegna stórbrotinnar ástar. Frægasta verk hans er „Herra forsetinn", beizk, lýr- ísk og snjöll lýsing á lífi Guat.e- _ mala undir stjórn harðstjóra. — Honum hefur verið líkt bæði við Hemingway og kvikmynda- meistarann Eisenstein. Hann hefur verið kallaður mesti núlifandi skáldsagnahöfundar byltingarinnar. Stjórnarfar Asturias er fæddur 1899 og er af spænskum og indíönskum ættum. 1924 fór hann til Par- ísar og lagði stund á trúar- brögð Ameríkuþjóða við Sor- bonne. Þegar hann kom aftur heim fékkst hann við bók- menntagagnrýni og orti. En Guatemala er eins og öll Suð- urAmeríka jörð byltingarinn- ar — aðstæður eru svipaðar og annarsstaðar: Indíánar og Mest- isár yrkja jörðina en eiga hana ekki, hún tilheyrir örfáunt fjölskyldum af spönskum upp- runa, sem hafa samvinnu við amerísk auðfélög, ef þau þá eiga ekki jörðina sjálf. Jörðin Það er ekki hægt að tala við frjálslyndan mann frá Suður- Ameríku í fimrn mínútur án þess að komið sé að „könunV. — Það er aðeins eitt sem við krefjumst, segir Asturias, það er að okkur sé leyft að hag- nj ta auðlindir okkar sjálfum og að afurðirnar séu keyptar á réttlátu verði. Þetta er mjög einfalt — hráefni eru keypt af okkur ódýrt, og okkur eru seld- ar dýrár iðnaðarvörur. Verð- ið á Guatemalakaffi, ágætu kaffi, er að lækka, það var 68 dollarar en er . . — Þér kunnið þetta utan að? — Allir Guatemalabúoi' þekkja kaffiverðið og banana- verðið — þetta er okkar líf. — Ég ætlaði að tala við yð- ur um bókmenntir, en við töl- um ekki um annað en hag- fræði. — Og það myndi hvaða rit- höfundur suðuramerískur sem er einnig gera. Vid erum skyld- ugir til að fylgjast nákvæm- lega með hagfræði og stjórn- málum. Bækur okkar fjalla um náttúruauðævi okkar eigm lands: í Chile tala Pablo Ner- uda og Manuel Rojas um nám- ur; 1 Boliviu hefur Arcuedas skrifað skáldsögu um „Málm djöfulsins", þ.e. tinið; í Venezti- eia talar Miguel Otero Silva um olíu; í Kolúmbíu talar Ca- ballero Calderon um banana; i Argentínu talar David Vinas um kýr Patagóníu . . . — Þið eruð þá svonefndir rit- Höfundar-þátttakendur? — Hjá okkur er rithöfundur skyldugur til að standa nálægl fólki sínu, annað eru svik skrifstofumanna. Það er miklu einfaldara þar en hér. I Guatemala hefur verið einræðjsstjórn siðan 1898, en eftir byltinguna 1944 komst á Miguel Angel Asturias. frjálslynd stjóm, og i tíu ár urðu allmiklar framfarir. Rík- isstjórnin reyndi jafnvel að endurskoða samningana við „United Fruit“, ávaxtahringinn ameríska. en þá réðst inn í landið ner leiguliða frá Hond- uras og kollvarpaði stjórninni. Síðan hefur hei'inn stjórnað meö aðstoð Bandaríkjanna. — Og hvað gerðuð þér? — Ég fór í útlegð til Argen- tínu. Á árum ..byltingarstjórn- arinnar" eins og við köllum hana, tólc ég að mér störí ) utani'íkisþjónustunni. Ég hefði heldur kosið að skx'ifa, en ég vissi, að þessari stjórn þyrfti ég að hjálpa. En síðan henni var kollvarpað hef ég mest bú- ið í Buenos Aires .... Asturias var spurður hvernig honum geðjaðist að argentísku stjórnarfari. Svar hans: Þér vit- ið, að í Buenos Aires eru úí- gáfufyrirtæki sem gefa út all- ar bækur sem bannaðar eru á Spáni eða annarsstaðar (í spænskumælandi löndum). Hungrið Aðspurður um Kúbu sagði Asturias að langflestir suður- amerískir rithöfundar hefðu tekið afstöðu með kúbönsku býltingunni í ræðu og riti. Og fólkið? Fidel Castro er átrún- aðargoð fólksins, allir þekkja nafn hans, allra augu beinast að honum. Kúba hefur vakið vonir hinna arflausu. — Þekkið þér sjálfur hlT) hræðilegu verföll sem þér lýs- ið í „Augu grafinna". — Já, sem stúdent aðstoðaði ég í nokkrum verkföllum, og 1944 kynntist ég náið því alls- herjarverkfalli sem batt endi á harðstjórnina. Ég skai segja yður, að við, hinir gömlu, vild- um gjarna hallast að friðsam- legi’i lausn, en hinir ungu eru svo örvæntingafullir að þeir trúa ekki á annað en ofbeldi. — Álítið þér að bækur yðar geti veitt byltingunni lið? — Ég vildi bera vitni. Og svo er það. jqi!'öin, Suðurainer- íka er mikið land, og þar er náttúran ofsafullt afl. Náttúran veldur ótta, hún ríkir. Alla- staðar skógur, þessi óendanlegi skógur sem er skelfilegri en hafið. Og svo er þetta land lítið byggt, maður getur gengið dögum saman án þess að hitta neinn — og finnur til tak- markalausrar einveru. Og svo þessi sérstæði heimur Indíán- anna ólæsu, sem lifa enn ( fnimstæðri menningu, í galdri. Frelsi og vélbyssur — Er ekki að myndast verka- lýðsstétt? — Allstaðar rísa upp stórar borgir. Vel á minnzt: næsta bók mín mun að líkindum f jalla um millistétt borgarinnar, um þetta foim einverunnar sem við finnum í borginni: maðurinn er einn meðal annarra manna. En ég spyr sjálfan mig að því, hvort kvikmyndin sé ekki bet- ur íallin til að sýna borgina en bókmenntirnar . . — Hvað álítið þér, sem skrif- ið um mikil efni. miklar tíl- finningar, um rannsóknarstofu- bókmenntir okkar? Asturias sagði að suðuramer- ískir ríthöfundar hefðu miklar mætur á „Nýju skáldsögunni“< þar væri um fróðlegar tilraunir að ræða — og svo væru vanda- mál byltingar alltaf á næstu Framhald ó 10. síðu Enn um gagnrýni Siðastliðinn sunnudag tekui Sigurður A. Magnússon til umræðu í Lesbók Morgun- blaðsins pistil minn um „póli- tíska gagnrýni" sem birtist hér i blaðinu fyrir réttum hálfum mánuði, Hann er ber- sýnilega mjög óánægður með þetta greinarkom: „Kenning- in um bókmenntamat og gagnrýni sem prédikað er í nefndum pistli er í senn ann- arleg og beinlínis „hættuleg1' að svo miklu leyti sem hún kafnar ekki í mótsögnum höi- undar síns“, — segir í grein Sigurðar. Það sem hann telur hættulegt, er að hans áliti ekki látið beinlínis í ljós í pistlinum, hinsvegar megi lesa það milli línanna: og milli línanna -es Sigurður — eftir því sem næst verður komizi — að Á.B. vilji láta skoðan- ir og viðhorf höfunda" sitja í fyrirrúmi þegar verk þeirra eru metin „sem slík“, en mat á listrænu gildi þeirra sé Iátið sitja á hakanum. Þetta geti svo ýtt undir Þau við- horf, að bókmenntir verði taldar góðar eða lélegar eftir því hvort þær eru „rétt.ar eða rangar“. Það er mjög ieiðinlegt að þurfa að endurtaka svo sjálf- sagða staðreynd og þá, að engin skoðun, engin heimspeki tryggir gæði bókmenntalegs verks — þó neyðist ég til að gera það bæði vegna var- kórrar greinar S.A.M, í Les- bók Morgunblaðsins og oí- stopafulls leiðara Morgun- blaðsins um sama efni. Það getur ekkert komið í start- inn fyrir hæfileika höfundar og tök á viðfangsefninu — það er útrætt mál. Hafi ég hinsvegar ekki gert sæmilega grein fyrir því hvað ég étti við með orðun- um „pólitísk gagnrýni" þó er ekki nema sjálfsagt að reyna að bæta úr þvi. I grein sinni segir Sigurðui m.a.: „1 víðustu merkingu eru allar alvarlegar bókmenntir „pólitískar" að því leyti sem þær fjalla um manninn í fé- lagslegu samhengi með ein- hverjum hætti“. Þetta er að sjálfsögðu rétt. Við skulum bæta því hér við, að túlkun höfundar á mann- legum kjörum er að sjálfsögðu sprottin af lífs- sýn, lífsskoðun höfundarins — hún ákveður samhengi lífsmyndanna, hvaða atriði mannlífsins eru dregin fram. hvaða stöðu þau fá innan verksins — og hún ákveðu: einnig um hvað er þagað ■ verkinu. Gagnrýnandi getur brugðiz; með ýmsu móti við: hann get- ur sökkt sér niður f rannsókn á byggingu verksins og leit- azt við að einangra það fra hinum tímanlegu, sögulegu skilyrðum tilveru þess. Hann getur hinvegar haft félagsleg sjónarmið — reynt að draga verkið út úr „sjálfu-sér-nóg‘ tilveru þess og tengja það lifandi mönnum og menn- ingu. Bóðar aðferðir geta veitt okkur ýmsan sannleika um bókmenntaverk (og lík- lega eru fremur fáir gagn- rýnendur sjólfum sér sam kvæmir í að fylgja annarrx hvorri út í æsar). En með „pólitísk gagnrýni“ átti ég fyrst og fremst við hið félags- lega sjónarmið, sem leggur sérstaka áherzlu n rannsókn, skýringu og gagn- rýni þeirrar túlkunar á mann- legum kjörum sem við kynn- umst í tilteknu verki og þar með lífsviðhorfi höfundarius eins og það birtist í verk- inu sjálfu. Slík pólitísk gagnrýni getur haft sína galla, einkum ef hún vanrækir það sem er sérkennilegt fyrir bókmenntir meðal annarra félágslegra fyrirbæra. En hún hefur þano kost að hún tengir bókmennt- ir lifandi mönnuin og vanda- málum þeirra. Hún getur hjálpað til að rjúfa þá ein- angrun sem sérhæfni nútímo þjóðfélags hefur búið bók- menntunum. Og það er ekki úr vegi að benda á það, að til að sigrast á þeim skeifi- legu „leiöindum" okkar ynd- islega peningaþjóðfélags, sem Sigurður A. Magnússon hefur lýst svo átakanlega, er — meðal annars — nauðsynlegt að rífa niður þessa einangr- un. Og þó erum við aftur komnir að Thomasi Mann (en S.A.M. telur að ég notx þann ágæta höfund til að sla ryki í augu lesandans) — van- mat ó „pólitískri gagnrýni" getur eínmitt verið ein hlið ó þeirri hættulegu vanrækslu á póiitiskum og félagslegum þáttum liúmanismans og menningarinnar sem hann varar við. •k Sigurður A. Magnússon ger- ir sér all tíðrætt um það at- riði í þess umáli, hvort ó- kveðnar koðanir geti skaðað listrænt gildi verka þeirra. eða bætt þau. Hann kemst helzt að þeirri niðurstöðu, að það sé undir hælinn lagt hvaða hlutverki skoðanir gegni í skáldskap. Vissulega er þetta ekki ein- falt mál: við getum t.d. nefnt dæmi um, að pólitísk lífs- skoðun hafi veitt. verki „kjöl- festu og dramatíska reisn“ — við gætum líka nefnt dæna um að bók einhvers sósíalista eða kommúnlsta hafi orðið lé- iegri en efni stóðu til vegna þess að hann tróð inn í hana slæmri sósíalistískri „nytsemi“ Og svo mætti lengi telja. Engu að síður er ekki óstæða til að kasta þessu vandamáli frá sér: það er full óstæða til að gera sér í hverju til- viki grein fyrir þeim afleið- ingum sem átök persónulegs lifsvjðhorfs höfundar við við- fangsefni hans úr mannlífi hafa — og hvað af listræn- um sigrum hans og ósigrum má til þeirra rekja. Einmitt þessvegna tók ég svo til orða áðan að með pólitískri gagn- rýni vildi ég m.a. eiga við rannsókn á „lífsviðhorfi höf- undarins eins og það birtist í verkinu sjálfu". Ég skal ekkert um það segja að hvaða niðurstöðum slíkar rannsóknir kunna að leiða — en þær ættu að lok- um að geta leitt í Ijós hvaða heimspeki, hvaða lífsskoðun dugir rithöfundum bezt á hverjum tíma til djúps skiln- ings á manninum — og öfugt: hvað getur meinað honum að túlka sannleikann um mann- inn. ★ Það er heldur engin goðgá að snúast gegn viðhorfum sem birtast í verkum — eí gagnrýnandi gætir fulls heið- areika gagnvart þeim. Og það er áreiðanlega miklu nauð- synlegra fyrir virkan menn- ingarháuga og velferð menn ingarinnar en að yppa öxlum og láta sem viðhorf höfundar skipti ekki máli, komi okkur ekkj við. Sigurður A. Magnú-s- son minntist á Dostoéfskí. Það er margra hluta vegná ekki óskemmtilegt að rifja hér upp gagnrýni Thomasar Mann á þessum ágæta höfundi. Mann dáði Dotoéfskí, snilld hans, dýpt, fullyrti að hver sá sem hefði f heiðri allan sannleikann um manninn gæti ekki og mætti ekki leiða hjá sér hinar hræðilegu upp- götvanir hans. Engu að síð- ur fannst honum ástæða til að vara jafnframt við Dosto- éfskí, mæla með „viturlegri takmörkun" hans. Hann kemst svo að orði um þann boðskap sem má lesa af „Athugasemdir úr undirheim- um“; „Þessar athuganir eru mjög vafasamar og geta haft alvarlegustu afleiðingar, rugi- að einfaldar sálir í ríminu . . . þar eð þeim er með of- stopa trúníðings beint gegn menningu og lýðræði, gegn postulum mannkynsins, gegn baróttumönnum fyrir þjóðfé- lagslegu réttlæti .... Allt þetta ber keim af afturhalds samri illkvittni, getur hrætt frá góðviljaða menn sem á vorum dögum álíta að til- gangur þróunarinnar sé að brúa það bil sem er staðfest milli hinnar andlegu hugsjón- ar og raunveruleikans, sem hefur orðið svo hræðilega afturúr í félagslegu og hag- rænu tilliti“.Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.