Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 1
Þjóðviljinn er 16 síður / dag. J Næsta blað kemur út miðvikudag- j inn 17. april — Gleðilega páskal j i 16 SJOMENN HAFA FARIZT SÍÐUSTU 2 SÓLARHRINGA Fullvíst var orðið í gærkvöld, að 11 sjómenn hafa farizt í ofviðrinu fyrir Norðurlandi í fyrradag, 5 með Hafþóri frá Dalvík, 2 með Val frá sama stað, 2 með Magna frá Þórshöfn og tvo tók út af Hring frá Siglufirði. Auk þess fórust tveir bátar aðrir frá Dalvík en mannbjög varð af þeim einsog sagt var frá i blaðinu í gær. Þá varð enn eitt hörmulegt sjóslys undan Garðskaga í gærdag um kl. 2.30 er Súlan frá Akureyri fórst og með henni 5 menn, en 6 mönnum af áhöfninni var bjargað af Sigurkarfa frá Njarðvík. Hafa þannig farizt 16 sjómenn á tveim dögum. „Sáum allt í einu Ijós á bakborða" -100% Súlan EA 300 var byggð í Gausvík 1902 og umbyggð 1944 og var þannig eitt elzta skipið í flot- anum eða 61 árs gömul. Hún var 127 Iestir að stærð með 360 hestafla Listcrvél. Eigandi hennar Við áttum stutt viðtal í gær- , kvöld við Grim Karlsson, skip- stjóra á Sigurkarfa en hann er ungur maður um 27 ára gamall og einn af yngri skipstjórum á flotanum. Honum sagðist meðal annars svo frá. „Klukkan korter yfir fjögur í dag vorum við staddir þrjár mil- ur norðvestur af Garðskaga og taldi hásetinn við stýrið sig sjá Ijós á bakborða út um hliðar- glugga og snerum við þegar bátn- um í stefnu á þetta Ijós. Við nánari athugun reyndist þetta vera gúmmíbátur á hvolfi. Rétt á eftir sáum við annan gúmmí- bát og reyndust sex menn i honum. Það gekk ágætlega að koma mönnunum um borð og voru þeir hressir að sjá, en skip- stjórinn reyndist þó eitthvað meiddur á fæti. Við snerum síð- an aftur að gúmmíbátnum, sem var á hvolfi og innbyrtum hann. Við sigldum síðan um þetta svæði í hálfa aðra klukkustund og urð- um einskis varir. Skömmu síðar komu tvö varðskip á vettvang og fundu þau staðinn þar sem Súlan sökk og eitthvað af braki úr henni í nánd. Varðskipin leit- uðu fram í myrkur. Við lentum hinsvegar í erfiðleikum vegna ísingar og urðum að standa í klakahöggi, en vonzkuveður var á þessum slóðum.. Við vorum að koma frá Vestmannaeyjum og vorum með 400 tunnur af síld og náðuin til Keflavíkur kl. 8 í kvöld.“ Við óskum skipstjóranum til hamingju með þessa gifturíku björgun. Grímur Karlsson, skipstjóri á Sigurkarfa Við slóum að vísu ekki öll met í gær, en þrátt fyr- Ir vonzkuveður færðu vel- unnarar Þjóðviljans honum kr. 36.000.00. Þar með nem- ur söfnunin alls 151 þúsund krónum á fimm dögum. Við þökkum öllum þeim, sem réttu Þjóðviljanum hjálparhönd í gær. Nú vantar kr. 74.000.00 á þá upphæð, sem Þjóðviljanum ber að skíla fyrir hádegi á laugardag. Þegar hin fræki- iega frammistaða vina Þjóðviljans undanfarna daga er höfð í huga er enginn vafi á því að hægt er að ná markinu enda þótt miklir hátiðisdagar fari í hönd. er Leó Sigurðsson, útgerðarmaður á Akureyri. M.s. SÚLAN fórst í gær og með henni 5 skipverjar VélskSpið Súlan frá Akureyri fórst undan Garðskaga kl. hálf þrjú I gærdag. Skipið var að koma af sildveiðum við Vest- mannaeyjar og var með 500 tunnur af síld og hefur senni- lega fengið á sig brotsjó og sokk- ið þegar. Vélskipið Sigurkarfi frá Njarðvík var einnig að koma með síld frá Vestmannaeyjum og var statt á þessum slóðum klukkan korter yflir fjögur, þeg- ar skipverjar á Sigurkarfa upp- götvuðu tvo gúmmíbáta, annan á hvolfi og hinn með sex mönn- um af ellefu manna áhöfn Súl- unnar og tókst björgun giftusam- lega um borð í Sigurkarfa. Þann- ig dukknuðu 5 menn af áhöfn Súlunnar, fyrsti vélstjóri og fjór- ir hásetar. Fjórir af þessum mönnum eru frá Akureyri og einn héðan að sunnan. Tvö varð- skip komu á vettvang og fundu staðinn þar sem Súlan sökk og eitthvað af braki úr bátnum. Varðskipin leituðu fram í myrk- ur. Hvasst var á þessum slóðum og þungur sjór og áttu bátar í erfiðleikum vegna ísincrar '->>00 ís á skipin. 11 fórust af þrem bátum frá höfnum norðanlands Hrísey í gær. — Nú er ljóst orðið að vélbáturinn Hafþór frá Dalvík hafi farizt, sennilega skammt fyrir utan Hrísey, og fimm menn með bátnum er allir Við treystum því einmitt, að þeir sem enn hafa ekki komið því við að sinna þessu verkefni fái nú tíma og ráðrúm til þess að lið- sinna blaðinu. I dag verður skrifstofa söfnunarinnar, Þórsgötu 1, sími 17514 opin frá kl. 2 til 5 og á laugar- dag frá kl. 10 til 12 og kl. 1 til 4. Stöndum vörð um blaðið okkar. Náum settu marki. Gleðllega páska. voru búsettir á Dalvík. Fjórir af skipsmönnum voru kvæntir og lætur þessi skipshöfn tíu ung böm eftir sig. Nöfn skipsmanna eru eftirfar- andi: Tómas Pétursson, skipstjóri, kvæntur og lætur eftir sig 3 böm. Hann var 32 ára gamall. Jóhann Helgason, háseti kvænt,- og lætur eftir sig 4 börn. Hann var 43 ára gamall. Óli Jónsson, háseti, kvæntur og lætur eftir sig 2 börn. Hann var 48 ára gamall. Bjarmar Baldvinsson, háseti, kvæntur or lætur eftir sig 1 bam. Hann var 24 ára. Sólberg Jóhannesson, háseti, ókvæntur og 18 ára gamall. Loitarflokkar fóru í birtingu í morgun af stað og leituðu báð- um megin við þorpið og fannst lík Bjarmars Baldvinssonar á Hólsfjörum utan við Dalvík. Þá hefur fundizt á Böggvinsstaða- sandi lestarlúga og gummíbátur af Hafþóri og einnig brak úr bátnum Helga frá Dalvík, en Ármann frá Ölafsfirði bjargaði tveim mönnum af þeim bát í fyrradag. — H.K. Þórshöfn í gær. — Talið er nú víst að Magni frá Þórshöfn hafi farizt en tveir. menn voru á bátnum. Leitarflokkar frá Þórshöfn hafa leitað í allan dag og hefur fundizt brak úr bátn- um. Þessir menn vom á bátn- um: Þórhallur Jóhannesson frá Flögu i Þistilfirði, búsettur á Þórshöfn og kvæntur færeyskri Framhald á 2. síðu t r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.