Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA ÞJÓÐVILIINN Fimmtudagur 11. april 1963 Guð tónlistar og dans, Xochipilli, og gyðja glcði og frjóscmi — gerð úr brenndum Ieir. Ei Tajin- menningin. Gripirnir eru frá því um 300 e. Kr. MEXÍKÖNSK MENNING í 3000 ÁR Um alllangt skeið hefur mikil sýning á mexíkanskri list í 3000 ár farið um mörg þjóðlönd og vakið mikla athygli og aðdáun, bæði í höfuðborgum vesturs og austurs. Nýlega var hún opnuð í Dan- mörku og hefur Per Ulrich skrifað í LAND OG FOLK meðfylgj- andi grein um þennan menningarviðburð. Tímatal Sýningin „Mexíkó í 3000 ár“ er svo yfirgripsmikil að hana verður að sýna í tvennu lagi. Fyrri deild nær yfir allar ald- ir frá hinum fyrstu indíána- þjóðfélögum til Aztekanna. Það er ekki eðlileg skipting, því að Aztekamir eiga heima á fyrstu deild. Það voru Aztekamir sem ríktu yfir Mexíkó allt að þvi að Ameríka fannst og Spán- verjar brutu undir sig landið um 1520. Það voru þeir, sem urðu að berjast hinni vonlausu baráttu gegn útrýmingarvopn- um hinna hvítu hemámsmanna. Indíánamir þekktu boga og örvar — en þeir álitu þetta vopn of grimmdarlegt, og því var það ekki notað í stríði. Með kylfum, spjótum og tré- skjöldum tóku þeir upp baráttu við brynklædda herflokka og eld- og jámspúandi fallbyssur. Yfirráð Spánverja gerðu út af við þjóðfélag Xndíána og þvi eru hin eðlilegu vatnaskil í mexikanskri menningu og list samfara innrásinni. Skuggaleg saga Hertaka Mexíkó er alveg eins skuggalegur kafli í sögu hvítra þjóða og allt annað imperialistískt hemám. Við- burðimir virðast aðeins sárs- aukafyllri vegna þess að bar- áttan var svo örvæntingarfull og vegna þess að hið mexí- kanska þjóðfélag stóð á svo háum menningargrundvelli. A ýmsum sviðum stóðu þeir hærra en Evrópumenn, á öðr- um sviðum höfðu þeir eðlilega dregizt aftur úr, vegna þess að þeir þekktu ekki jám, ekki hjólið og ekki dráttardýr. En hin índíönsku þjóðfélög hafa sannað okkur það að glæsileg menning getur verið til án tækni, — við höfum aftur á móti sannað að háþróuð tækni hefur ekki menningu í fór með sér. Jafnvel hinir hrjúfu spán- versku sveitamenn voru gripnir aðdáun á mikilleik Indíánanna — aðdáun sem fær einn af þátttakendunum, Bemal Diaz, til að hrópauppyfirsig: „Aldrei munu í heiminum verða fundn- ar svo glæsilegar og fagrar borgir sem þessar. Dýrð þeirra er jafnvel meiri en Sevillu." — En hvað sem þessari hrifn- ingu líður mótaðist framkoma hinna hvítu af ofstæki, mis- skilningi, græðgi og grimmd. Hvar sem þeir hvítu hafa tyllt niður fæti visnar menningin Það er sem hún geti ekki þrif- izt við snertingu við hina köldu tækni vesturlandabúa og kaup- mannssálir þeirra. Það er eins og fögur blóm sem visna við að verða fyrir útstreymi gas- tegunda. Borgir, listaverk, helgi- dómar breytast í brunarústir og steinahrúgur. Haugar af líkum varða þann veg sem genginn hefur verið. Og þeir sem eftir lifa mæta tilverunni með ótta og skelfingu sem þrælar, sviptir einföldustu mannréttindum, þekkingu og menntun. Hinar brenndu borgir Indíánanna verða ekki byggðar upp á ný, hin brotnu listaverk eru glötuð fyrir fullt og allt og gullgripimir hafa verið bræddir upp, og hin miklu bókasöfn með verkum um stjömufræði, sögu og læknis- list, sem þeir hvítu gátu ekki lesið, voru brennd vegna þess að — eins og Landa biskup skrifar árið 1566 — „þau inni- héldu aðeins ósannar frásagn- ir um djöfulinn". Og með þeim hvarf skilningur manna á táknletri Maya, sem verður ef til vill aldrei ráðið. Maður getur skammazt sín fyrir að vera hvftur maður. Frjósemisgyðjan, Chalchiuhci- huatl, úr brenndum ieir. Toto- nak menningin við Mexíkóflóa. Frá því um 300. Þolinmæði En samt — Mexíkó er merki- legt land. Hafi Spánverjar trú- að því, að þeir hafi eyðilagt öll musteri og ölturu sem sett höfðu verið upp djöflinum til dýrðar og reist í staðinn kirkjur og merki krossins á rústunum og þannig sært verk andskotans í jörð niður — þá hafa þeir haft rangt fyrir sér. Áreiðanlega. Tilbáðu þessir vesalings villuráfandi heið- ingjar ekki höfuðpaurinn sjáfan, höfðu guðir þeirra ekki dauðs manns höfuð, voru kyrtlar þeirra og skartgripir máske ekki ofnir af slöngum — tákni syndarinnar? En post- ular græðginnar höfðu ekki gert ráð fyrir því að þess- konar fólk gæti haldið trúnaði við uppruna sinn, eða að það byggi yfir þolinmæði sem ætti sér engin takmörk. Þvi hvað var orðið af nokkr- um hinna indíönsku borga og nokkrum þeirra musterispíra- míða, sem Bemal Diaz hafði sagt frá? Þeir voru horfnir af yfirborði jarðar. Mexíkó er merkilegt land vegna þess að Indíánarnir eru merkilegir — það er að segja öðruvísi. Þeir gátu fundið upp á því að yf- irgefa borgir sínar skyndilega án þess að taka neitt með sér. Slikar borgir hafa menn fund- ið í þéttum frumskógum þeg- ar leiðangrar hafa höggvið sig í gegnum þá í leit að olíu og mahóní. En það stórkostleg- asta er að nokkrar borgir — til dæmis Tula í Mexíkódalnum — voru allar ausnar moldu svo að aðeins kúpt hæð gaf til kynna að hér hefði einu sinni verið stórborg. En það skeði á byltingarárunum í byrjun okkar aldar, þegar upp- reisnarmenn stilltu fallbyssum sfnum upp á hæð til að skjóta þaðan á hersveitlr ríkisstjórn- arinnar, að þeir — með púð- urreyk í vitum og jörðina titr- andi og skjálfandi undir sér — sáu allt í einu hvemig jörð- in skreið af stað og gamaii musterispýramíði (eins og tii dæmis Teopancolco við Gu- emavaca) bókstaflega steig upp úr jörðinni og sýndi þannig á tákrænan hátt þau bönd sem treyst voru milli hins nýja mexíkanska manns og hinna sömlu menningarríkja. Auðlegð Jörð Mexíkó er furðulega auðug að fornleifum. Það eru til miklu meira en ellefu þús- und fundarstaðir. Mexíkanskir fornleifafræðingar liggja ekki á jörðinni með fína bursta til að mjaka einu krukkubroti út úr myrkri fortíðarinnar. Það hefur verið sagt — af hæfi- legri alvöru — að þeir líti ekki á fundinn fomgrip nema hann vegi yfir tonn. Það er rétt að það liggja mörg tonn af menn- ingarminjum í jörð í Mexíkó. og þar eð það efni sem menn kusu voru Harðar steintegund- ir eins og granít, basalt, obsídí- an, bergkrystall, onyx, jade o.s.frv. þá hefur jörðin að sjálf-- sögðu varðveitt mest af þvi handa framtíðinni. Furðulegt er að sjá það á þessari sýn- ingu að jafnvel gripir sem voru gerðir úr óbrenndum leir skuli hafa varðveitzt óskemmdir. Og þegar til er svo mikið af efni. að það væri — eins og for- stjóri sýningarinnar Femando Gamboa telur — mögulegt að skipuleggja sex jafnyfirgrips- miklar sýningar án þess að gríípa nokkru sinni til endur- tekninga, þá skilja menn að hér er um að ræða eitt rík- asta fomleifasvæði í heimi. Á sýningunni er aðeins I mjög litlum mæli stillt upp saman- límdum gripum. Það er af svo miklu að taka, að menn hafa getað valið úr ósködduðum gripum. Hringrás Þetta er vitanlega tengt þvi, að Indíánamir hugsuðu sér til- veru sína í 52 ára tímabilum. Eftir hvert tímabil fórst jörð- in. Menn bjuggu sig undir það, að heimurinn færist og los- uðu sig við húsbúnað, vasa. krukkur og aðra gripi í brennd- um leií, magískar fígúrur o.fl. og menn fómuðu því bezta sem þeir áttu á heilögum stöðum Prestamir hófust á meðan handa um að bjarga málinu og þeim tókst með seremón- íum, yfirsöngvum og fómum að; endurskapa sólina og mán- ann hverju sinni, svo að menn gætu byrjað hringinn á nýj- an leik. Það voru búnar til nýjar myndir, ný búsáhöld. ménn byggðu nýtt musteri ut- ap um bað gamla — stærra og hærra. Þegar Spánverjar kómu til Mexíkó höfðu Aztek- ar nýlega haldið mikla hátíð og endurskapað Hina Fimmtu Sól. Við fommenjagröft I hinni gömlu indíánaborg Tacuba hef ég séð krukkubrot £ þykkum lögum, bað hefði verið hægt að koma sér upp fomminjasafni á stuttri stund, en mokstrarvélin rótaði upp þessum lögum án þess að menn veittu þessu dóti hina minnstu athygli. Stríðsmaður gerður úr lituðum brenndum ieir og hcldur á bjöllum sem hafa hauskúpu- form. Totonak-menningin. Um áriö 300. /.y .r.f k _,úSrri ■Jli Reykelsisket ui oreundum leir mcð túrkis-djásni, jadc-perlum og sólskífu úr giilli,,-. Og er þar sjálfur rcgnguðinn kominn. Skrautið á álmununi eru slöng- ur, scm tákna regnvatn. Aztcka- tíminn (1324—1520). Cnac-mol-stytta úr basalti og sýnir regnguðhin. Á skálina sem hann heldur á voru fórnir lagð- ar. Taraskan-ínenningin við Kyrrahafsströndina. Frá því um 900.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.