Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 16
Seðlabankinn hefur í hótunum: ,Fjármálalegar aðgerðir til að skerða líf skjörin f skýrslu Seðlabankans sem birt var í fyrradag er greint frá því að á síðasta ári hafi aukning þjóðarframleiðslunnar numið 5% máðað við árið áður, en árið 1961 var hún talin hafa num- Ið 3%. Á þessum tveimur ár- um er þannig um 8% fram- leiðsluaukningu að ræða. Á þessum tvemur árum hefur vísi- tala vöru og þjónustu hækkað mun örar en kaupgjaldið, þannig að kaupmáttur timakaupsins hef- ur rýmað — raunverulegt kaup hefur Iækkað. Verkafólk hefur þannig ekki fengið sinn hlut af aukningu þjóðarframleiðsiunnar, nema að því leyti sem menn hafa lagt á sig aukið erfiði, enn lengri vinnutíma en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir það þótt raunveru- legt kaup hafi þannig lækkað er í skýrslu Seðlabankans talað um að launahækkanir séu „nú orðnar svo miklar, að óhjá- kvæmilegt er að varpa fram þeirri spumingu, hvort þjóðar- búið geti borið þær án alvar- legra áfalia“. Og síðan koma Ægir laskast af brotsió Er varðsikipið Ægir var við leit og aðstoð í mynni Eyja- fjarðar í gærdag, fékk hann á sjg 2 brotsjói. Ekki var í gær gott að gera sér grejn fyrjr skemmdunum, en álitið er að skemmdir hafi orðið á böndum í síðunni. Þá bilaði ratsjáin við seinni sjóinn, en hún komst fljótlega í lag aftur. Skipið var enn í gær að leita að Hafþóri frá Dalvík og gafst ekki tækifæri til að huga nán- ar að skemmdunum. hótanir þær sem ævinlega er}> að finna í þessu árlega plaggi Scðlabankans. Þar segir svo: „Það þarf að miða stefn- una í peninga- og fjármál- um við það að hamla á móti þeirri miklu þenslu í eftir- spum, sem nú ríkir. Enda þótt nokkur greiðslujöfnuður hafi orðið í fjármálum rík- isins síðastliðin ár, hefur rík- issjóður ekki með fjármála- legum aðgerðum hamlað neitt, sem heitið getur, á móti vax- andi þenslu. Eins og útilitið er nú í efnahagsmálum, má fastlega búast við þvf, að þörf verði öflugra ráðstafana af hálfu ríkisins í því skyni að draga úr umframeftirspurn í þjóðarbúinu. Við þær aðstæð- ur, sem ríkja hér á landi nú, eru fjármálalegar aðgerðir ríkisins áhrifaríkasta meðalið til þess að koma í veg fyrir örari aukningu eftirspumar en’ framleiðslugeta þjóðarbús- ins leyfir". ir „Þensla“ og „umfram- eftirspum" eru aðeins fín orð um lífskjör og kaupgetu almenn- ings; á því sviði þarf að „hamla á móti“ og „draga úr“. if Til þess þarf að beita fjár- málalegum aðgerðum“, en hin mikjlvirkasta þeirra er gengis- lækkun, og Seðlabankinn hefur sem kunnugt er vald til að fram- kvæma hana þegar honum sýnist í samráði við ríkisstjómina. Fróðlegt er að bera þessar grímulausu hótanir Seðlabank- ans saman við hegðun stjómar- flokkanna um þessar mundir,, en þeir þykjast vera önnum kafn- ir við það að úthluta fé í allar áttir til þess að bæta lífskjörin og auka kaupgetuna — öðm nafni „þensluna" og umframeft- irspumina" — fyrir kosningar!! Fimmtudagur 11. april 1963 — 28. árgangur — 85. tölublað. Hrakningar á Siglu- íjaríarskarSi Siglufirði í gær. — Siglufjarð-| arskarð lokaðist um hádegi í gær og er skrattanum skemmt með þeirri lokun. Skarðið hafði opn- azt um morguninn og náðu nokkrir bílar að komast yfir skarðið og fór síðasti bíllinn skömmu eftir hádegi héðan. Þetta var jeppabifreið með hjónum og tveimum börnum og náði hún loks kl. 4 í morgun að Hraunum, sem er fyrsti bærinn £ Fljótum. Hafði bíllinn fest sig skömmu eftir að hann náði vestur yfir háskarðið og var sendur hjálparleiðangur úr Fljótunum er aðstoðaði bílinn í áfangastað. Hafði fjölskyldan setið í bílnum nálægt fimmtán klukkustundum og var orðin þrekuð af kulda. Enn er lands- móti skíðamanna frestað og ó- víst um áframhald þess. Það er líka hægt að fá of mikinn snjó. — H.B. Hörkufrost í gær- dag um ailt iand Guðir og dýr - úr steini Farandsýning á mexíkanskri Iist i 3000 ár hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli og aðdáun í fjöimörgum höfuðborgum í austri og vestri. Myndin er af einum sýningargripanna: Pafagauks- höfði úr basalti. Þessi gripur er talinn vera frá því um 900 og var notaður sem mark við knattleik heilagan, sem táknaði bar- áttuna milli sólar og myrkurs. Höfuðið var hcngt upp í fimm metra hæð og áttu Icikmenn að henda boltanum gegnum þann hring sem nafnið myndar. — Sjá fleiri myndir og grcin í opnu — 8. og 9. síðu. Þjóðviljjnn átti tal við Pál Bergþórsson veðurfræðjng síð- degis í gær og spurði hann frétta af veðurfari og veður- horfum um páskana. Páll sagði, að heldur hefði dregið úr ill- viðrinu fyrir norðan í gær, einkum vestantil. Gekk meira á með éljum í gær en í fyrradag og rofaði nokkuð til á millL í gær var hvassast á Austurlandi, 10 vindstig á Hólum i Horna- firði, en annars staðar fór veð- urhæðin ekki upp fyrir 8 vind- stig. Sunnanlands, frá Öræfa- jökli vestur undir Reykjanes- fjallgarð, var léttskýjað, en annars staðar á landinu var skýjað og víðast hvar snjóél. Frost herti hins vegar í gær og var það frá 6 stigum á Loft- i sölum og Kirkjubæjarklaustri og alit upp í 13 stig í Möðrudal, Grímsey og Æðey. í Reykjavík var 9 stiga frost kl. 3 síðdegis. Páll taldi að von væri á að heldur drægi úr veðrinu á næst- unni, en þó væru horfur á norð- anátt enn um sinn og erfitt að segja fyrir um páskaveðrið. Bifrsiðasvning í dag verður opnuð í Há- skóiabíój sýning á bifreiðum frá hinum heimskunnu verk- smiðjum, Citroen og Panhard. Sýningin er haldin á vegum ís- lenzka umboðsins, Sólfell h.f., og stendur næstu daga. Þarna verða sýndar þrjár tegundir. Citroen ID 19. Pan- hard PL 17 og Citroen 2CL. Jríma sýnir þrjá mþáttunga eítir Odd Björnsson Leikflokkurinn Gríma er að æfa, þrjá einþáttunga eftir Odd Öjörnsson, sem hefur þegar getið sér nokkurn orð- stír fyrir leikskáldskap og hefur sömuleiðis látið til sín taka á sviði leiklistargagn- rýni. Frumsýningin verður skömmu eftir páska. Þegar við gengum inn í Tjarnarbæ sátu þeir upp á senu Valdimar Lárusson og Sveinbjöm Matthíasson og æfðu „Framhaldssöguna". Þeir voru frámunalega vesældar- legir kyndarar á einhverjum óákveðnum nökkva og styttu sér stundir við að hugsa um Valdimar Lárusson og Sveinbjöm Matthíasson ieika þá ves- ælu kyndara í „Framhaldssögunnii". Máske er spurt: hefur þú étiö kexkökuna? — máske er spurt: hvað var ég kominn iangt í sögunni? — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). kvenfólkið í framhaldssög- unni sem annar þeirra les upp, ef þeir þá ekki rifust út af einhverri andskotans kexköku. Það var mikil auðn og tóm yfir þessu mannlífi káetunnar. Engin póesía hefði Matti sagt. Leikstjórinn Helgi Skúla- son var mjög á ferð og flugi og hafði nokkrar áhyggjur af því, hvemig stjóma ætti hreyfingum leikaranna í þessu litla rúmi, sem persónunum er markað. Já, Helgi stjómaði tveim þessara einþáttunga Odds, og var vel ánægður með þetta verkefni, væru þessi verk mjög vandlega og alvarlega unnin. Hann stjómar semsagt , þessum þætti um kyndara tvo, sem em reyndar þessháttar pérsónur að þeir gætu alveg eins verið oní öskutunnum. Ennfremur stjómar hann þætti sem heitir Kóngulóin. Þar er dregin fram úr end- urreisnartímum einhver stór- fenglegasta glæpafjölskylda þess atburðarríka og ástríðu- fulla tímabils — Alexander páfi Borgia svo og Lúkretsía og Sesar. og ennfremur Don Juan. Það er óþarfi að rifja líf þessarar fjölskyldu upp sér- staklega — hún lifði sem- sagt á tíma þegar glæpir vom persónulegir ög með nokkmm hætti glæsilegir, — f saman- burði við þá fjarstýrðu skrif- stofuglæpi sem nú tíðkast f þeim stóra heimi og hafa auð- vitað margfalt djöfullegri af- leiðingar en eiturbyrlanir og hnífsstungur. Og er familían vitaskuld freistandi efni — segir ekki Eliot að hann muni ekki skorta félagsskap og skemmtun f himnarfki þvf Lúkretsía Borgía verði brúð- ur sín. Aðspurður um þennan þátt segir Helgi að hann hefjist i sönnum renessansstíl en síðan er sá stíll brotinn upp inn- anfrá og lýkur öUu með mikl- um skelfingum. Oddur fellst sjáfur á þessa athugasemd. Og hann bætir því við, að í þessu leikriti styðjist hann ekki við nein ákveðin söguleg atvik — þetta fólk hafi blátt áfram verið sú heppilegasta holdtekja hugmyndar sinnar. Og hug- myndin beinist að rannsókn á valdi eðli valds. Það er farið aftur í miðaldir, það er byrjað í raunsæjum stíl, blekkingunni er stillt upp — síðan er þessi stíU brotinn upp, og um leið er verið að þrengja að þeim hlutum sem skipta höfundinn máli, koma nær eðli þeirra. Þriðji þátturinn heitir og er Partí, segir Oddur, og ger- ist á 17. hæð í skýjakljúf hér í bænum. Það verður áreiðanlega talið absúrd. En sjálfum finnst mér það mjög raunsætt. Ég myndi ekki kalla þessi leikrit mín ádeiluleikrit. Það er um að ræða eitthvað á- kveðið í umhverfinu sem sækir á mann — þau eru sprottin af tilfinningu, til- finningu sem verður auðvitað að vera einhvers virði — og svo er vakið kompósisjón um hana inn í þanh kassa sem við köllum leikhús. Og aðferð- in: að reyna að sýna hug- mynd eða tilfinningu leiksins á sem markvissastan og ein- faldastan hátt . Já, frumsýningin verður skömmu eftir páska og um sama leyti koma þessir þætt- ir út í bókarformi. Þar verð- ur einnig fjórði þátturinn — Amalía — þar yrði aðeins Þar eru þeir Haraldur Björnsson og Erlingur Gíslason f hlut- verkum sínum í „Kóngulónni“ en þar Ieika þeir tvo alræmda feðga — Alcxander og Sesar Borgia. f öðrum hlutvcrkum eru þau Helga Bachmann og Pétur Einarsson. ein persóna á sviðinu og snýr baki við áhorfendum allan tímann. Þeir fengju samt að sjá hana frá ýmsum hliðum og myndi speglaverk sjá fyrir því .Þetta mætti kalla hryll- ingsleikrit — skilgreiningu S einlífisveru sem er kynlaus orðin. hvorki karlmaður né kvenmaður. . . í y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.