Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. apríj 1963 ÞIÚÐVILIINN SÍÐA Mikil list Það hefur mikiö verið unnið að því að safna saman þeirri mósaík sem endurspeglar sögu Mexíkó fyrir innrás Spánverja. Allt það starf hefur verið unn- ið á síðustu 50 árum. Og það gengur fi^ðulega hratt — þekk- ing raanna vex með mikium hraða. Þegar mexíkanska sýn- ingin vaí sett upp í Stokk- hólmi fyrir tíú árum var öll- um fomminjum, sem voru eldri en hið eiginlega sam- félagsskeið, safnað saman í einn hóp, sem kallaður var „fomöldin" — í dag hafa menn orðið að skipta þessum hóp nið- ur í þrjár deildir. Áður var menning Zapotekanna talið eitt tímaskeið; i dag tala menn um sjö mismunandi Zapotek- tímabiL Fyrir mörgum árþúsundum var Asía föst við Ameríku um Beringskaga. Þessa leið komu Indíánamir fyrir 25 þúsund ár- um frá einhverjum stað í Mið-Asíu og dreifðust yfir meginlöndin tvö. Fyrir 3500 ár- um bjó landbúnaðarþjóð í Mexíkódalnum og frá henni eru elztu hlutimir komnir. Helgidómur þeirra var Cuicu- iloo. Eldgos lagði þetta þjóðfé- lag í rúst. Pýramíði þeirra var næstum því hulinn ösku og íbúamir hlutu að flýja í skynd- ingu, en við Copilco gleypti glóandi hraunflóðið nokkra. 1 holum í storknuðu hrauninu finna menn, eins og í Pompej, afsteypur af mönnum í dauða- teygjum. Og það er á búsá- höldum og smálíkneskjum þess- arra manna að sýningin hefur göngu sína um ólíkar aldir og menningar. Það er erfitt að henda reiður á hinum mörgu ólíku þjóðum og enn erfiðara að kunna skil á hinum mörgu og flóknu guða- og staðanefn- um. En manni er jafnan Ijóst að það var í Mexíkó sem þetta allt varð til. Landið var um- brotasvæði á sama hátt og ná- lægari Austurlönd hafa verið. Og landið getur fyllilega bor- ið sig saman við hina aust- urlenzku menningu. Stórfurðú- legur er hinn skapandi kraftur þessarra þjóða sem landið hafa byggt, ímyndunarafl þeirra, glæsileg vísindaleg þekking þeirra, sem kemur fram í trú- arbrðgðunum, almanakinu, rit- málinu, tölusetningu þeirra, hinni þróuðu stjömufræði, sem var grundvöllur, tímatals, sem var nákvæmari en það 6em Evrópumenn þekktu, hinni yf- irgripsmiklu þekkingu þeirra á plöntulyfjafræði og verkfræði- kunnátta þeirra, sem vekur að- dáun nútíma vísindamanna. í Ústinnl voru þeir raun- sæisrnenn áður en þeir^ urðu nátúralistar. Þeir skópu sýn yfir trúarbragðaheim, sem endur- speglaði baráttuna milli ljóss og myrkurs, kosmískt stríð rriillí sólar og myrkurs, sem studdist við nákvæma stjömu- fræðilega þekkingu. Allt stjóm- ast af þessari hugmynd um jörðina eða alheiminn á hreyf- ingu, á háttbundinni hreyfingu. Tíminn fórst til þess að fæð- ast aftur, tíminn verður ekki aðskilinn frá rúmi. Alheimur- inn og lögin eru eitt og hið sama. Maðurinn er ekki mið- depill alls, en án mannsins ferst heimyrinn, því stöðugt skal sknpað jafnvægi milli dauða og aífs, hreyfingar _ og stöðnunar, §§myrkurs og sólar — hinnar (hjörtu, heitu sólar Mexíkó. hluti fræðir hin | sýning okkur. Og möguleika á að n'líka stórþjóð hinir ídrpningjar tróðu und- n sér með útrýmingar- fypr meir en 400 ár- av Mikill og hættu- legur samdráttur í íbú&abyggingum Risahöfuð af basalti gert. Mönnum bcr ekki saman um hvað það táknar: guö jaröar, striðsmann, pelote-leikara cða jagúarmann. Hjáimur úr jagúarskinni. Olemekar voru þeir fyrstu sem hjuggu myndir úr steini, og við getnm ekki annað en viðurkennt að sú byrjun var stórtæk. La Venta- menningin fiá 800 f. Kr. tíl 880 e. Kr. Guðir og tfýr — úr steini Á þessum steini er sýndur jagúar, sem er að rífa í sig mar.nshjarta scm hann heldur milU lappa sór. Kalkstcinn frá tímiun Maya á Yucatan. Frá því um 1000. Eins og frá var sagt hér í blaðinu í gær urðu miklar um- ræður í borgarstjórn í fyrrdag um byggingarmál er tillaga Guð- mundar Vigfússonar um þau mál, sem frestað var 17. janúar sl., kom aftur fyrir borgarstjórn. Fullgerðum íbúðum fækkar á fjórða hundrað 1 framsöguræðu fyrir tillög- unni en aðalatriði hennar voru birt hér í blaðinu í gær, sagði Guðmundur, að hún hefði ver- ið flutt m.a. vegna þess, að fram hefði komið í skýrslu bygg- ingafulltrúa borgarinnar um i- búðabyggingar 1962, að það ár hefðu aðeins verið fullgerðar 598 íbúðir í Reykjavík eða 112 íbúðum færra en talið er í á- liti hagfræðings borgarinnar að byggja þurfi að meðaltali á ári hér í Reykjavík næsta ára- tug. Á síðustu árum hefur orðið mikill og hættulegur samdrátt- ur í íbúðabyggingum hér í Reykjavík, sagði Guðmundur, þannig voru fullgeröar íbúðir í árinu 1962 á fjórða hundrað færri en árið 1957 er vintsri stjómin sat að völdum. Undarlegt að þurfa Iangan umhugsunarfrest Guðmundur ræddi síðan ein- staka liði tiUögunnar og kvað það undarlegt að borgarstjómar- meirihlutinn skyldi þuria langan umhugsunarfest til þess að af- greiða jafn sjálfsagða hluti og þar var farið fram á að borg- arstjóm ályktaði, en það var: Að hraða eftir föngum undir- búningi að úthlutun íbúðabygg- ingalóða, að skora á stjómar- völdin að leita allra ráða til að lækka byggingakostnað íbúða, svo sem með lækkun innflutnings- gjalda á bygginarefni að skora á ríkisstjómina og Alþingi að útvega aukið lánsfé til íbúða- bygginga og jafnframt að hækka lán til þeirra, svo þau næðu a.m.k. 50% byggingarkostnaðar af meðalíbúð, og lækka vexti af lánunum. Lóðaúthlutun í öngþveiti Guðmundur minnti á, að er lóðamálin hefðu verið rædd í borganstjóm 8. febrúar hefði borgarstjóri sagt að á næstu þrem mánuðum myndu verða til- búnar lóðir undir 6009 íbúðir, nú væru liðnir 2 mán. og enn hefði engum lóðum verið úthlutað og allar horiur væru á, að ekki yrðu tílbúnar lóðir fyrir nema 450—490 íbúðir á þessu ári, enda væri undirbúningur lóðanna í al- geru öngþveiti. Líklega yrðu engar lóðir tilbúnar til úthlut- unar fyrr en í júní og þannig færi góður típni forgörðum. Benti hann á til samanburðar að næsti kaupstaður Kópavogur, hefði þegar úthlutað lóðum und- ir um 150 íbúðir í ár. Óhæfilcg hækkun byggingarkostnaðar Þá benti Guðmundur á, að byggingakostnaður hefði hækkað óhæfilega þrjú síðustu ár væri nú svo komið, að byggingar- kostnaðaur vísitöluhússins hefði hækkað um 160 þús. kr. frá 1953, úr kr. 350 þús. í 510 þús. Þetta væri afleiðing „viðreisnarstjóm- unnar". Þótt lán til íbúðabygg- inga hefðu hækkað að krónu- tölu frá 1958 næmu hámarks- lánin, 150 þús. kr., ekki einu sinni hækkun byggingarkostnað- arins á sama tíma, 160 þús. kr., og væru lánin aðeins l'/5 til 1/4 af^ öllum byggingarkostnaðinum. Nágrannaþjóðir okkar veittu hins vegar lán fyrir 70% og allt upp í 90% byggingarkostnaðarins og með miklu lægri vöxtum, eða 2—3% í stað 8—10% hér á landi. Þá benti Guðmundur og á, að aldrei hefði verið nœgilegt fjár- magn fyrir hendi til þess að standa undir þessum lágu lán- um og hefði það orðið til þess að byggingar hér eru yfirleitt óeðlilega lengi í smíðum. Taldi Guðmundur að það væri skyida borgarstjómar að láta þessi mál til sín taka á þann veg sem ráð væri fyrir gert í tillögunni og gera þannig sitt til þess að létta undir með almenningi við að koma sér upp þaki yfir höf- uðið. Of mikið byggt ! Mjög íangar umræður urðu í borgarstjóminni um tillögu Guðmundar og er þess ekki kostur að rekja þær hér að neinu ráði. Gísli Halldórsson hélt enn fram þeirri kenningu sinni, að á síðasta ári hefði verið byggt umfram þörf hér í Reykjavik. Þá taldi hann að bæði lóða- málin og lánamálin stæðu raun- verulega mjög vel og ennfrem- ur taldi hann tollalækkun á byggingarefni mjög vafasama. Flutti hann síðan frávísunartil- lögu við tillögu Guðmundar þar sem hún væri af fyrrgreindum ástæðum algerlega óþöri! Dásemdir „viðrcisnarlnnar" Einar Ágústsson lýsti stuðningi við tillögu Guðmundar og tók undir röksemdir hans í öllum aðalatriðum. Öskar Hallgríms- son Ðutti hins vegar tvær lang- ar ræður er fjölluðu að mestu um það, hve vinstri stjómin hefði verið hábölvuð en viðreisnar- stjómin að sama skapi ágæt. Taldi hann allt í þessu fína lagi með byggingarmálin í tíð núver- andi ríkisstjómar en gat þó enga skýringu gefið á því, hvemig á þessum samdrætti stæði í íbúða- byggingum frá timum hinnar vondu vinstri stjómar. Að umræðum loknum var frá- vísunartillaga Gísla samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 10 at- kvæðum íhaldsins og hjáleig- unnar gegn 5 atkvæðum Al- þýðubandalagsmanna og Fram- sóknariulltrúanna. FERMINGARFÖT KARLMANNAFÖT Stakir Tweed-jakkar Terelyn-buxur Allar stærðir. RÚDOLF Laugavegi 95.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.