Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 4
4 SfiÐA ÞIÓÐVILIINN ÚtKCfandi: Bitstjórar: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, SigurS- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm auplýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 65 á mánuði Jl/lesta tjónið ll'annskaðaveðrið yfir íslandi kom svo óvænt *■” að margir bátar voru á sjó, líka litlu bát- amir sem erfiðast eiga í slíkum veðraham um vetur. Bæði menn 'og fré voru farin að vona að yeturinn, svo mildur og stilltur, ætlaði að yerða góður óslitið til vors. Það varð þó ekki og um- skiptin urðu svo snögg og ofsaleg, norðans't'orm- ur, bylur og hörkufrost, að stórtjón varð, mesta tjónið sem fámenn þjóð getur beðið, mannslíf ’tapast. Ofviðrið minnir enn á hætturnar á sjón- um og skyldu allra íslendinga að stuðla að því að allt í mannlegu valdi sé gert til að draga úr slysahættunni og afstýra manntjóni. Hér var fyrir skömmu minnt á tillögu sem legið hefur fyrir Alþingi í allan vetur, um nákvæma rann- sókn sjóslysa á undanförnum árum og ráðstaf- anir sem gerá mætfi vegna vitneskjunnar sem slík rannsókn gæfi. Tillaga þessi, flutt af Karli Guðjónssyni og Gunnari Jóhannssyni, var í gær afgreidd sem ályktun Alþingis, og þarf að ganga vel eftir því að hún verði framkvæmd heiðar- lega og rösklega. Einskis má láta ófreistað til að afsfýra mannfallinu á íslenzka fiskiflotantim. Dómur verSur ekki umfíúinn Ojómannastéttin er ekki stór hluti af þjóðinni. ^ Raunar svo lítill hluti að það virðist óskilj- anlegf útlendingum, sem hafa einhverja hug- mynd um hve mikils virði sjávaraflinn er fyrir allt atvinnulíf og þjóðlíf íslendinga, hve lítill hluti þjóðarinnar sækir sjó og aflar fisks. Þann- ig er það ekki efamál, að allt sem núverandi ríkisstjóm telur sér helzt fil gildis, svo sem að tekizt hefur að viðhalda nægri atvinnu, er vegna hins stóraukna sjávarafla á undanförn- um árum. Sú staðreynd er meira að segja við- urkennd af þeim sem til þess eru settir að mála sem hagstæðasta mynd af afkomu þjóðarinnar núna rétt fyrir kosningar. jPn Hvernig hefur stjórnin og úfgerðarmenn þakkað sjómönnum? Ríkisstjórnin hefur haft forgöngu um árásir á sjómannakjörin, beinlínis gerzt aðili að hinum ósvífnu og fárán- legu kjaraskerðingarherferðum sem íhaldsklík- urnar í Landssambandi íslenzkra útvegsmanna og Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda hafa lagt í einmitf þessi ár, þegar vinna sjómanna hefur fært þeim gróða meiri en dæmi eru til á íslandi.’Tímum saman hefur flotinn verið stöðv- aður. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin svo skipu- lagf óðaverðbólgu með tvennum gengislækkun- um og óhemjulegri skatta- og tollheimtu og heytt menn til sívaxandi vinnuþrælkunar. Stjórnarflokkarnir virðast ætla að þeir geti með smáv-egis lagfæringum á lögum og með því að sýna hina margumtöluðu „framkvæmdaáætl- un“ síðustu daga síðasta þings kjörtímabilsins aflað sér fyrirgefningar á fjögurra ára mis- gjörðum og vanrækslu. En svo fátækleg iðrun- armerki, svo vesöl áætlun, rétt fyrir andlát ríkiss’tjórnarinnar, verða tæpast áhrifamikil. s. Komið verði upp Tunnu- verksmiiju á Skagaströnd ÞINCSjA Þ|ÓÐVIL|ANS Gunnar Jó- hannsson flytur eftir- farandi þingsálykt- unartillögu um byggingu tunnuverk- smiðju á Skagaströnd. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að láta gera kostnaðaráætlun um bygg- ingu tunnuverksmiðju á Skagaströnd með sömu af- kastamöguleikum og tunnu- verksmiðjan á Siglufirði. Kostnaðaráætluh þessari verði lokið fyrir næstu árarnót.1* Tillögunni fylgir svo- hljóðandi greinargerð: s,Á fundi, sem haldinn var i veykafólksdeild Verkalýðsfélags Skagastrandar 17. marz 1963, var samþykkt áskorun á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir því, að byggð verði tunnu- verksmiðja þar til starfrækslu þann tíma, sem staðbundið at- vinnuleysi er þar á staðnum. sem er 3—5 mánuði ár hvert. 1 bréfi, sem flm. barst frá Skagaströnd, er frá því skýrt, að lítil sem engin atvinna hafi verið þar síðan snemma í fe- brúar. Stærri bátamir hafa all- ir farið suður á vertíð, enda var afli bátanna mjög tregur þann tíma, sem þeir reru frá Skagaströnd, sérstaklega þó í febrúar. Bátamir eru að mestu leyti mannaðir mönnum úr plássinu. Á vertíð suður hafa farið allmargir menn. Eftir er þó stór hópur verkafólks, sem hefur ekkert að gera. Litlar lík- ur eru fyrir því, að úr rætist með atvinnu fyrr en kemur fram á vor. Á Skagaströnd eru íbúar yfir 600 manns. Er þvi auðséð, að á þessum stað er allmikið vinnuafl ónotað, sem gæti skapað mikil verðmæti i þjóðarbúið, ef réttilega væri á haldið, auk þess sem það er þjóðarhneyksli, að íólk sku’i búa við landlægt atvinnuleysi ár eftir ár, án þess að það op- inbera geri minnstu tilraun til þess að bæta úr slíku vand- ræðaástandi. 1 lögum um tunnuverksmiðj- ur ríkisins, frá 29. maí 1957, segir svo í 3. gr.: ,Stefnt skai að því, að allar tunnur, sem síldarframleiðslan þarfnast, séu smiðaðar í tunnuverksmiöjum ríkisins, að svo miklu leyti sem það brýtur ekki í bága við milliríkjasamninga.“ Eins og þessum málum er háttað, vantar mjög mikið á, að tunnuverksmiðjur ríkisins fram- leiöi nægjanlegt 'magn af tóm- tunnum undir þá síld, sem seld er á erlendan markað. Árlega eru keyptar til landsins tugir og jafnvel hundruð þúsunda tóm- tunna. Innflutningur á tóm- tunnum krefst mikils gjaldeyr- is umfram það, sem þyrfti, ef tunnumar væru smíðaðar hér innanlands. Ég fæ því ekki bet- ur séð en allt mæli með því, að tunnusmíði hér innanlands verði stóraukin frá þvi, sem nú er. Það skiptir ekki öllu máli. hvar slíkar verksmiðjur yrðJ reistar. upp á flutningskostna* - Fimmtudagur 11. apríl 1963 til að gera, ef á annað borð þarf að flytja tunnur á milil söltunarstöðvanna. Á Skagaströnd er til staðar stórt geymsluhús sem byggt var í sambandi við síldarverk- smiðju ríkisins. Þetta mikla geymsluhús er mjög .lítið notað Það virðist þvi auðsætt, að það mundi nást samningar við síld- arverksmiðju ríkisins um leigu 'á þessu húsnæði undir tunnu- efni og tómtunnur. .( Þar sem hér er um að ræða allstórt fyrirtæki, sem kosta mun nokkrar milljónir króna. tel ég rétt, að ríkisstjóm sé fal- ið aö láta gera kostnaðaráætl- un um byggingu tunnuverk- smiðju á Skagaströnd af líkri stærð og tunnuverksmiðja rfkis- ins á Siglufirði. Að lokintii þeirri rannsókn verði málið lagt fyrir Alþingi“. Verður unnt að brúa helztu farartálmana? Á fundi í sameinuðu Þingi s.l. laugardag fylgdi Karl Guð- jónsson úr hlaði tillögu til þingsályktunar um opnun vega- sambands mijli Fljótshverfis í Vestur- S Skafta- fells- sýslu og Suður- sveitar í Austur- Skafta- fells- sýslu, en Karl flyt- ur þessa tillögu- á samt Lúð- vík Jós- efssyni. Er þar gert ráð fyrir að fram verði látin fara nákvæm rann- sókn á mögulelkum þess að koma á öruggu vegarsambandi milli þessara byggðarlaga og gera brýr úr varanlegu efni á helztu vatnsföll á þessari leið, eða staurabrýr sem e.t.v. þyrfti að endumýja öðru hvoru. Karl minnti á það í fram- söguræðu sinni, að vatnasvæði Skeiðarársands má nú heita eini raunverulegi farartálminn, sem kemur í veg fyrir opnun vegarsambands milli þessara byggðarlaga og þar með um leið opnun hringvegar um- hverfis landið. En á þessu svæði falla Skeiðará og Núps- vötn til sjávar og hafa oft komið í þau allmikil jökul- hlaup. Á síðari árum hafa hlaupin þó ekki verið eins stórkostleg og áður. enda hafa jöklar minnkað til mikilla muna undanfarið. Mætti því telja tímabært að fram fari gagnger rannsókn á því hvort ekki væri unnt að brúa þessi vatnsföll varanlega, en að öðr- um kosti kæmi mjög til greina að setja á þau staura- brýr, sem e.t.v. þyrfti þá að endurnýja að meira eöa minna leyti’eftjr jökulhlaup. Opnun vegasambands þama myndi hafa geysimikla þýð- ingu fyrir samgöngukerfi landsins í heild. Eins, og nú er háttað eru samgöngur á landi við Austurland t.d. mjög erfiðar einkum, þó yfir vetrar- mánuðina, auk þess sem leið- in er geysilega löng. Ef unnt væri að opna leiðina sunnan jökla myndi Austfjarðaleiðin styttast um nær 500 km., eða fullan helming, og einnig er líklegt. að sú leið yrði tiltölu- lega örugg að vetrarlagi. Þá mætti einnig telja það öruggt, að þessi leið yrði mjög vin- sæl ferðamannaleið þar sem hún kæmi til með að liggja i gegnum einhver sérstæðustu og fegurstu héruð landsins. Og síðast en ekki sízt myndu blómleg héruð, sem nú eru mjög einangruð, komast i þjóð- braut, ef unnt reyndist að opna vegarsamband milli nefndra héraða, og kynni það að hafa gagnger áhrif á þróun viðkom- andi byggðarlaga. Lagði flutn- ingsmaður áherzlu á, að hér væri því um svo stórt mál að ræða, að einskis mætti láta ó- freistað til þess að hrinda þvi í framkvæmd, ef á því teld- ust tæknilegir möguleikar. Tollskráin drifin í gegnum Alþingi Tollskrármálið var tekið fyr- ir á kvöldfundi efri deildar s.l. fimmtud. og var frumvarpið þá afgreitt til 3. umræðu. Stjórn- arflokkámir felldu allar breyt- ingartillögur Alþýðubandalags- ins um lækkun tolla á algeng- ustu neyzluvörum, búsáhöldum og heimilistækjum svo og bygg- ingarefni. Breytingartillögur Alþýðu- bandalagsins náðu til þeirra vöruflokka, sem mestu máli skipta fyrir afkomu almennings en þingmenn stjörnarflokkanna felldu þær allar sem fyrr segir. Rannsókn á orsökum sjóslysa síðustu ára í fyrrad. var tollskráiri síðan , afgreidd frá efri deild, og var málið tekið til fyrstu umræðu á síðdegisfundi í n.d. i fyrra- dag. Virðast stjómarflokkamir því ráðnir í að afgreiðsla þessa'; stórmáls verði sa,m a,llra , yfir-, borðskenndust“ á Alþingi, eins Og einn þingmanna stjórnarliðs-. ins, Ólafur Bjömsson komst að: orði við umræðu málsinsí i fyrradag. .. p ;.4, Þingfundir í gær* Fundur var í gær í samem- uðu þingi og voru allmörg mát. afgreidd til nefnda. Samþ'ykkt‘ var sem ályktun alþingis þings- ályktunartillaga um lausn íiaka af jörðum og þált. um , rannc sókn á sjóslysum. Þá 1 vár og' kosið í úthlutunamefnd ilfsta mannalauna. ■-,../jíJzOV Að loknum fundi í samein uðu þingi var þoðaður fundur f neðri deild. !0' ------------h--------— Geir Gunilársson (Alþ.banda- lag) mælti fyrir áliti allsherj- amefmdar, sem lagði til að tll- lagan yrði samþykkt, með smávægilegum breytingum. Til- lagan felur í sér að fram- kvæmd verði nákvæm rahn- sókn á orsök- um hinna tíðu sjóslysa sem orðið hafa hér við land und- anfarin ár og jafnvel stundum að því er virðist í sæmilegu sjóveðri. Verði síðan eftirlit með breytingum skipa, stað- setningu veiðarfæra o. þ. u. 1. ef ástæðá þýkTr til að rann- sókn iokinni. Allsherjarnefnd hafði sent frumvarpið til Slysavarnarfélagsins. Far- marma- og fiskimannasam- bands íslands, Alþýðusam- bandsins og skipaskoðunar- stjóra. Skipaskoðunarstjóri tók ekki beina afstöðu til málsins, en allir hinir aðilarnir mæltu eindregið með samþykkt tillög- unnar. Framsögumaður minnti á það, að tillaga þessi væri ekki flutt að ófyrirsynju. Und- anfarin ár hefðu orðið margir skiptapar hér við land, án þess að unnt væri að gera sér fyllilega grein fyrir orsökum þeirra. Þetta gerðist á sama tíma og skip væru yfirleitt mun stærri en áður og búin fullkomnari öryggistækjum. Sú skýring væri engan veginn fulinægjandi að „öll skip gætu sokkið". Rannsaka þyrfti m.a. hvort breytt veiðarfæri gætu stefnt sjóhæfni skipa í hættu. Á það mætti einnig benda, að af 6—7 skipum af sömu gerð sem byggð voru skömmu eftir stríð væri nú aðeins tvö ofan- sjávar. Þegar þanriig atburðir gerðust væri fyllsta ástæða til að láta fara fram nákvæma rannsókn á sjóhæfni skipa af þessari gerð, ef unnt væri að koma með því í veg fyrir skip- 4apa og manntjón. ^ Gunnar Jóhannsson (Alþ- bandal.) þakkáði allshefjar- nefnd fyrir afgreiðslu á mál- inu. Ljóst væri að hér væri mikið vandamál á ferðinni, en Jþestu skípti, að allir aðilar, sem hlut ættu að máli, leggðust á eitt um að rnnnsókn sem þessi nái tilgang, sínum. )0 )ÍP IX,. Sængurfstnaður — hvítur og mislitur Rest bezt koddár. Dúnsængur. Gæsadúnsængur. Koddar. Vöggusængur og svæflar. úði* Skólavörðusiiu 41.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.