Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.04.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. apríl 1963 ÞIÖÐVILHNN SÍÐA 2 Frá Hornbjargi til Dalatanga ^ • . . •■ % ' jjj; ■>; '• ••• s.,v/ 'v' > ■’J ••••• '• . •yv<W'"‘'\ vitavörður segir frá Það var 12 stunda gangur til næsta bæjar — en þéim varð ekki misdægurt í 3 ár. Það gat liði* furðu langt milli póstferða, og kirkjuferð hefði tekið 3 daga; kirkjugöngum var því sleppt — og presturinn kom heldur ekki í húsvitjun, svo þau urðu að láta „guð í sjálfum sér“ nægja — og gafst það vel. Veturinn gat komið í október og orðið lang- ur — en svo var líka nóttlaus voraldarveröld 1 hálfan þriðja mánuð. Fyrir skömrr'i gengum við um rústir þriggja Grundar- baeja í Dalakálki með góðri leiðsögn Sigurðar Helgasonar, þar sem óðal aettar hans var í hartnær hálfa aðra öld og fræddumst af honum um vit- ann, sem fyrst var reistur á Dalatanga fyrir nær 70 árum. Nú skulum við hafa tal af núverandi vitaverði á Dalatanga, Halldóri Víglundssyni, en hér höfum við verið gestir hans og konu hans, Gróu Salvarsdóttur, og hjá þeim er gott að gista. — Hve lengi hefur þú verið vitavörður, Halldór? — Það er komið á áttunda ár. — Hvar varstu vitavörður áður en þú komst hingað? — Ég var á Horni i 3 ár. — Er ekki þreytandi að búa norður í Hornbjargsvita. — Mér fannst ágætt að vera á Homi, að undanteknu því hve það er afskekkt, en meðan Við vorum þar nutum við alltaf ágætrar fyrirgreiðslu Landhelg- isgæzlunnar bæði við að koma bömum okkar í skóla og ann- að, þeir sýndu okkur alltáf framúrskarandi lipurð. — Hvert senduð þið börnin i skóla frá Horni? — Við sendum þau í skóla í Reykjafirði í Isafjarðardjúpi, ; en foreldrar konu minnar, Gróu Salvarsdóttur, bjuggu þar á næsta bæ við skólann. — Hvernig var aðkoman að Homi? - Ég kom í Hombjargsvit- ann 24. maí 1955. Þá var mikill snjór þar, en ákaflega lítill gróður; rétt að það sást votta fyrir grænku við húsveggina, en þá var kominn ágætur gróð- ur við Isafjarðardjúp. — Hver var þá næsta byggð við ykkur? — Næsta byggð við okkur þessi 3 ár var í Reykjarfirði á Ströndum. Það er talinn vera 12 stunda gangur milli bæj- anna — um torsóttá leið. Strandirnar fyrir norðan vom þá komnar í eyði allt til Grannavíkur. — ég tel ekki byggð þótt bandaríski herinn væri barna í Aðalvík. — Er ekki fallegt á Homi? — Jú, það er ljómandi fal- legt, og alveg sérstaklega sum- arfallegt. Það lifnaði ákaflega mikið þégar fuglinn kom og settist að í bjarginu. — Já, þarna er nægur fugl — én er nokkur fiskur? — Þama gengur fiskur svo að segja í lendinguna. Það kom fyrir að ekki þurfti að fara nema 10 mínútna róður til að vera kominn í fisk. Það er iðu- lega hægt að róa þarna að sumrinu, en ekki að vetrinum. Hvorttveggja er að svo mikinn snjó setur í sjávarbakkann að ógemingur er að setja bátinn upp eða niður og svo er vart fiskur nærri þá. — Kemur ekki veturinn snemma á Hornbjargi? — Jú, það má gera ráð fyrir að hann geti setzt að strax í Hornbjarg. — Hér hóf Haiidór Víglundsson varðstöðu sína. o X.. ís Frá Dalatanga. Lltla byggingln fjarst á miðri mynd: gamli vitinn er Wathnc lét byggja 1895, bá radióvitinn og lengst til h. ljósvitinn. október með byljum og frost- um. — Er ekki veturinn langur og leiðinlegur þama? — Ojú, veturinn er náttúrlega langur. En okkur leiddist aldrei, við höfðum nóg að starfa, því auk þess að sinna vitanum höfðum við þarna inn- an við 20 kindur, 3 hesta og 2 kýr, og að sjálfsögðu naut, því þama er ekki hægt að skreppa til næsta bæjar eftir slíkri hjálp. Daiatangavitinn cr byggður var sem tum 1908, stækkaður 1917 og síðar, séður austan frá sjó. Dalafjall ofan vitans, Akurfellið, tindarnir bak við hann. Maðurinn: Halldór Víglundss. vitavörður. — Hvað .vorað þið að gera með hesta norður á Hombjargi? — Hestana notuðum við þeg- ar við fóram út í Hornvíkina til kinda, og eins til að flytja þaðan þegar þurfti að lenda þar, en oft er það að ládautt er í Homvíkinni þegar ólend- andi er í Látravík. — Voru þá ekki eyðibýli uppistandandi? — Það mátti segja að uppi stæðu bæði íbúðarhús og pen- ingshús á Horni og á Höfn í Homvík var íbúðarhús, er Slysavarnafél. Isl. gerði að skip- brotsmannaskýli. — Við voram áðan að tala um fisk og svo ég spyrji áfram um mat, höfðuð þið aldrei ný- meti nema á sumrin? — Við ólum kindur til slátr- unar 'að vetrinum. Fisk höfðum við nýjan á sumrin og söltuð- um hann til vetrarins. Ég býst við að það sé þaðan komið hvað við erum orðin vandlát á nýjan fisk. Við veiddum tölu- vert af fugli og Gróa sauð hann niður; langvía er t.d. ágætis matur. En það er lítið um fugl á vetram. Múkinn (fíllinn) hverfur aldrei, en svartfugl hverfur alveg, má heita að hann hverfi í ágúst, og kemur ekki aftur fyrr en í apríl á vorin. — Voru engin frystitæki þama til að geyma frystan mat? Þyrftu þau eklji að vera á slíkum stöðum? — Nei, það vóru engin frysti- tæki á Homi, en raunar þyrftu þau að vera á þessum af- skekktu stöðum. — Ekki ætti þjóðin að fara á hausinn þótt hún legði til frystitæki fyrir vitaverðina á stöðum eins ’ og'' Homi, Galtar- vita, Dalatanga og víðar. — Svo máður sé sanngjarn þá hafa þeir í mörg hom að líta og starfið fyrst og fremst beinzt að því að fjölga vitun- um, en manni skilst að nú sé langt komið með vitakerfið. svo nú ætti, að . fara að mega sinna ýmsu öðru í því sam- bandi. — Það er sagt að síðan byggðin á homströndum lagðist niður sé orðið þar Gósenland fyrir tófur. — Það er rétt, það er mikið um tófur. Ég skaut 28 meðan ég var þama, — langflestar heima á túni eða við túnið — stund- um komu þær alveg heim að íbúðarhúsi. — Skauztu þá aldrei sæ- skrímsli eða drauga? Er ekki fullt af draugasögum þama norður frá — og þá líka draug- um? — Það gerði minnst til þótt draugasögur væru einhverjar frá þessum byggðum, en haíi nokkuð verið þama á sveimi þá hafa það verið góðviljaðir and- ar sem ekki vildu vinna okkur mein. Við urðum aldrei vör við neitt yfimáttúrlegt þama. — Var ekki hafísrek þama við Hom? — Það var aldrei samfelldur ís, en oft síðari hluta vetrar sáum við borgarísjaka á reki norður af vitanum, stundum urðu þeir landfastir og moln- uðu niður í fjörunni hjá okkur. — Komu ekki sjaldan gestir í Hombjargsvita? — Það var sjaldan, og það var eingöngu á sumrin. Það fólk sem helzt kom voru menn í bjargsigi á vorin, og svo Reykfirðingar sem færðu okk- ur póstinn. — Fenguð þið ekki sjaldan póst? — Jú, stundum á vetuma gat orðið nokkuð langt milli póst- ferða. Veturinn 1957—1958 fengum við ekki póst frá því í nóvember og þangað tii um •piíska; það var aldrei f erl ;á milli. — Þið höfðuð talstöð? — Já, og það var furðugott að ná sambandi við Siglufjörð og Isafjörð líka. Þannig náðum við símasambandi áfram. — Hve mörg voruð þið barna? — Við vorum 7, þar af 5 böm. Bjöm litli fæddist eftir að við komum þangað, og hann kom þangað heim tæplega 3ja vikna gamall. — Það hefur ekki verið hlaupið að því að ná í lækni — hvernig var heilsufarið? — Heilsufarið var ágætt; við fengum ekki einu sinni kvef öll árin sem við vorum þarna. — Hvemig var að ná prests- fundj? Hvert áttuð þið kirkju- sókn? Við áttum kirkjusókn að Grunnavík. Þangað er 5 stunda gangur á landi og síðan tekur við 1—2ja stunda sjóferð. Ein kirkjuferð hlaut því að taka 3 daga — og það var ekki hægt að yfirgefa vitann. Við urðum, þvi að láta guðsblessunina í: útvarpinu nægja .... Nei,! presturinn húsvitjaði ékki. Það ■var ekki auðvelt fyrir hann. En í kosningum buðu þrír' flokkar að sendá bát eftír okk- ur, þótt flutningskostnaður, hefði orðið 1500,00 kr. á at-| kvæði. — Og eftir hinn langa vetur, kom vorið — og bjartar nætur. — Já, það má segja að þarna sé bjart allan sólarhringinn frá: 15. maí til 1. ágúst. Kannski er aðeins skuggsýnt fyrsta og síð-j asta hluta þessa tímabils, en má teljast albjart þegar heið-S skírt er. — Var ekki töluvert að gera við vitagæzluna á;. Homi? — Þarna voru ‘tveir vitar, radíoViti og ljósviti og auk þess' veðurþj ónusta. Ég vann þama líka töluvert við viðhald og endurbætur úti og inni. Það voru töluverðir snúningar við betta og vélgæzluna í sambandi við vitana. — Svo hafið þið flutt burt við fyrsta tækifæri? — Við ætluðum raunar að vera lengur, en vorið sem viðj fórum sagði ég við eftirlits-i manninn hvort ekki losnaði einhver staður nær umheimin-í Framhald á 12. síðu. -« * f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.