Þjóðviljinn - 22.12.1963, Page 7

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Page 7
Sunnudagur 22. desember 1963 ÞIOÐVILJINN SlÐA ’l í góðu föruneyti Bók Hallgríras Jónassonar, Á öræfum, sem út kom 1960, seldist upp fyrir þau jól, og margir vildu fá meira að lesa. Nú hefur Hallgrímur orðið við þem óslkum, bók hans, Við fjöll og sæ, kom út á þessu hausti. Meginefni þessarar bókar, sem hinnar fyrmefndu, eru þættir frá ferðum hans um landið, byggðir þess og ó- byggðir. Hallgrímur er mað- ur sögufróður, og liklega er þar að finna lykilinn að hin- um miklu vinsældum hans sem fararstjóra. Land og saga verða eitt þar sem Hallgrímur fer. 1 stað þess að þylja upp dauð staðaheiti og metra- fjölda fjalla yfir sjó, sem venjulegur ferðamaður hefur gleymt handan næstu vegar- bugðu. þá segir Hallgrímur Jónasson sögu, ekki ævinlega langa, en nægjanlega til þess að landið verður lifandi, hlust- andinn verður þátttakandi í örlögum, sem bundin voru þeim stað, er hann fer um. Þessa kosts nýtur einnig við í hinum rituðu ferðaþátt- um hans. Þótt lesandinn geti ekki haft sér ókunna staði fyrir augum þegar hann les glæðir saga oft og einatt frá- sögnina því lifi sem iandlýsing ein megnar ekki. Eða hver mun ekki líta þróna og rúst- irnar við Laugafellsskálann (norðan Hofsjökuls) öðrum augum eftir að hafa lesið frá- sögn Hallgríms, þar sem hann raðar hálfgleymdum sagna- brotum saman — og opnar liverjum lesanda að geta í, eyðurnar. 1 13 ferðaþáttum, sem er miðkafli bókarinnar, fer Hall- grímur með lesandann um Suður-, Vestur og Norðurland^ Pyrsti kafli bókarinnar, Gesti ber að garði, hefur að geyma endurminningar frá uppvaxtarárum höfundar. Þar bregður hann upp skemmtilega lifandi mynd af Einari Bene- diktssyni. Frásögnin: Skamm- astu upp í skotið þitt, mun kannski setja hroll að lesand- anum. en seint gleymast. í hina fáorðu frásögn: Vinir tvímenna, kemur hann furðu- mikilli mannlýsingu, vináttu og sálarstríði lítils drengs og gamals olnbogabarns — og liklega verða ekki aðrir til þess að reisa Áma Slompi minnisvarða. Sagan af því er flytja átti hann dreng á kviktrjám um langa „vegu“ til þess að taka af honum fótinn er annað og meira en vel sögð örlagasaga höfundar, hún er athygliverð mynd fyrir þá sem aðeins þekkja landið okkar eins og það er nú, mynd af lífi þjóð- arinnar í veglausu og sjúkra- húsalausu landi. Síðasti kafli bókarinnar er að mestu frásagnir af atvik- um sem ekki verða skýrð að svo komnu máli. En þar eiu einnig tvær ilmandi þjóðsög- ur: ,,draugasaga“ frá Silfra- stöðum og útilegumannasaga er Hallgrímur skráir eftir ömmu sinni, og segir með þeim þætti, að eigi var betur gert á dögum meistara Jóns Árnasonar. Lesendur og samferðamenn Hallgríms munu fagna þessari bók. Jafnvel þeim sem annars lifa og hrærast í talnadálkum er hún aðgengileg hressing. 1 formálsorðum getur Hall- grímur þess að 40 ára kennslu- vertíð sinni muni Ijúka senn, og e.tv. muni hann þá verða við óskum vina sinna um frá- sagnir af þeim vettvangi. Það mun mörgum þykja gott fyr- irheit. J. B. Mistök í veiðiskap Gengið á land í Surtsey 16712 — Skömmu eftir há- degið ganga þeir dr. Sigurð- ur Þórarinsson og Þorbjörn Sig- urbjörnsson, prófessor, á Surts- ey, Gosey, Séstey, Vesturey eða hvað sem menn vilja nú kalla eylandið. Þeir félagar sigla að eynni á varðskipi. ganga síð- an á land ásamt tveim skip- verjum og staldra við um stund- arfjórðung. Þeir félagar fara að öllu með gát, enda ekki van- þörf á. Erindið er aðalilega að safna steinum, en með gos- mekkinum þeytist grjót úr hin- um foma hafsbotni, og þykir jarðfræðingum og steinafræðing- um þetta tilvalið tækifæri að kynna sér þannig jarðlög á þessu svæði. Dr. Sigurður telur það. er hann kemur úr ferð- inni, að ef svo haldi fram sem nú stefnir. sé líklegast að eyj- ar, hverfi hið fyrsta. Óskar Aðalsteinn. Von- glaðir veiðimenn. Ið- unn. 128 bls. Óskar Aðalsteinn sedir frá ,ér skáldsögu í ár. Þetta er stutt skemmtisaga og mjög ein- föld í sniðum. Hún fjallar um fjóra náunga, miðlungi gæfu- lega, sem snara sér burt úr borginni á glöðum sumardegi til að freista gæfunnar í hált- gleymdri silungsá í eyðivík norður í landi. Þeir ætla sér að stórgræða á þessum veiði- skap, það vantar ekki. En það mistekst að sjálfsögu, annars hefði sagan ekki oröið til. Hinsvegar fá þeir sól og sumar og hverskonar gæfu aðra i kroppinn, sem betur fer. Óskar Aðalsteinn er lipur frásögumaður. hefur líklega ýmsa þá eiginleika til að bera sem gott er að grípa til þegar sett er saman skemmtisaga. Hann fer líka bærilega af stað. En því miður flettast síðan blaðsíðurnar án þess að vonir lesarans rætist. Þessi lipra frá- ögn verður ákaflega hversdags- Óskar Aðalsteinn leg, við söknum í henni merki- legra og sérkennilegra sitúa- sjóna, hugvitsamilegra tilsvara, heppiilegra ærsla í stíl. og annað það sem gamansögu mætti prýða. I>ví verða Von- glaðir veiðimenn fremur dauf- ur réttur. A.B. ■ 12 NÝJAR BÆKUR FRÁ ÆGISÚTGÁFUNNI í yy^"**"* ... - - - — Skemmtilegasta og vandáð- asta úrval bókámárkáðsins UNDIR FÖNN endurminningar Ragnhildar Jónsdóttur, skráðar af Jón- asi Árnasyni. Hugljúf saga ástríkar konu, sem ann hrjóstrugu og stórbrotnu umhverfi sinu af þeirri hugar- hlýju og alúð, að ósvikna aðdáun vekur. Bækur Jónas- ar hafa jafnan verið í röð vinsælustu bókanna á hverju ári. ÞÉR AÐ SEGJA veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar, Stefán Jónsson íréttamaður skráði. Þetta er bókin, sem ungir og aldnir hafa ánægju af að lesa, um svaðilfarir og ber- serksgang víkingsins íslenzka, sem hvergi hopaði, þótt við harðsnúið lið væri að etja — en hlóð valkesti. :■ '*■ ■' '■‘V V i í BJÖRTU BÁLI er frásögn Guðmundar Karlssonar, blaðamanns og fyrr- um slökkviliðsmanns, af brunanum mikla í Reykjavik, árið 1915. Bókin er í stóru broti og prýdd fjölda mynda frá atburðinum og af mönnum þeim, _sem helzt koma við þessa sögu af mesta eldsvoða á íslandi. — Guðmundur tileinkar þessa fallegu bók minningu föður ’ síns, Karls Ó. Bjamasonar, varaslökkviliðsstjóra. DÆTUR FJALLKONUNNAR nefnist bók eftir skáldkonuna Hugrúnu og hefur að geyma æviminningar tveggja kvenna, Sigríðar Sveins- dóttur, sem hefur lagt gjörva hönd á margt og er list- feng kona, m.a. hefur hún smíðað hin fegurstu líkön af ýmsum munum og fleira mætti telja. Saga hinnar konunnar, Önnu Margrétar, er baráttusaga fátækrar alþýðukonu, eins og hún gerðist hörðust um og upp úr síðustu aldamótum. UNDIR GARÐSKAGAVITA V eftir Gunnar M. Magnúss. Þessi bók hefur að geyma sögu byggðarlaganna tveggja, Garðs og Leiru, allt frá landnámsöld. í þessari miklu bók Gunnars M. Magnúss er að finna nokkra skýringu á því þreki og þeirri at- orku, sem gerði þeim Suðurnesjamönnum fært að sækja sjóinn jafn fast og um var kveðið. ALLTAF MÁ FÁ ANNAÐ SKIP heitir fyrsta bók Sigurðar Hreiðars, h'-ðrsmanns. og geymir farmennskuminningar Rikka í Höfnum, sem segir sína sjóarasögu af þvi æðruleysi og þeirri hrein- skilni, sem slíkum frásögnum hæfir bezt, og Sigurður Hreiðar hefur fært hana í skemmtilegan búning. EINFALDIR OG TVÖFALDIR ný bók eftir Gísla J. Ástþórsson, safn smásagna í léttum dúr með lítilsháttar ívafi af alvöru, sem Gísla lætur afar vel. Höfundur hefur sjálfur gert nokkrar spaugi- legar teikningar sem prýða bókina. Gísli J. Ástþórs- son hefur öðlazt slíkan sess í hugsko.ti íslenzkra les- enda að mönnum heíur jafnan þótt líða of langt á milli bóka hans. GENGIS KHAN hershöfðinginn ósigrandi eftir Harold Lamb, i þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. — Þessi ævisag.i Mongóla- höfðingjans mikla, sem hóf baráttu sína í örbirgð en lagði undir sig meginhluta Asíu og Evrópu, hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna þótt bæði merki- lega fróðleg og ákaflega skemmtileg aflestrar. TÖFRAR ÍSS OG AUÐNA eftir danska landkönnuðinn og ævintýramann- inn Ebbe Munck, en Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Por- mála að þessari bók skrifar Ejnar Mikkelsen skipherra, sá er Peter Freuchen dásamar sem mest í bókum sín- um, enda fjallar bók þessi að mestu um mannraunir höfundar og félaga hans á auðnum Grænlands. ÁST OG ÖRLÖG Þetta er íslenzk skáldsaga eftir höfund, sem nefnir sig Jón Vagn Jónsson. Eins og nafnið bendir til er hér á ferðinni ástarasaga í hefðbundnum stíl og gerist hún á dögum dönsku verzlananna. HJÚKRUNARNEMINN eftir Renée Shann er ein þeirra bóka, sem Gissur Ó. Erlingsson hefur þýtt fyrir Ægisútgáfuna. BRIMGNÝR OG BOÐAFÖLL heitir bók sem Jónas St. Lúðvíksson hefur tekið sam- an um stórorustur á sjó og aðra hrikaleiki á höfunum. ’ Segir þar frá mönnum, sem horfðust í augu við hætt- una og brugðust ekki á hverju sem gekk. 4 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.