Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 5
Fimintudagur 26. marz 1964 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 5 Innanfélagssundmót Vestra á Ísafiríi Sunddeild Vestra hélt innan- félagssundmót í Sundhöll Isa- fjarðar, föstudaginn 20. marz, keppt var í 9 sundgreinum karla og kvenna. 'Orslit urðu sem hér segir: 50 m. skriðsund karla 1. Fylkir Ágústsson V. 29.2 2. Björn Egilsson H. 30.0 3. Björn Gunnarsson H. 38.2 50 m. bringusund karla 1. Fylkir Ágústsson V. 33.8 (Vestfj. met). 2. Tryggvi Tryggvason 43.7 3. Kristinn Hrólfsson 45.8 4. Albert Guðmundsson 45.9 5. Eiríkur Ellertsson 48.8 ----------------------------<?> fslandsglím- an 10. maí íslandsglíman 1964 verður háð í Iþróttahúsinu á Háloga- landi sunnudaginn 10. maí n.k. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til Harðar Gunnarssonar. Múla við Suðurlandsbraut, R- vík, eigi síðar en 1. maí n.k. Glímudeild Ármanns sér um mótið að þessu sinni. 50 flugsund sveina 1. Einar Einarsson 39.6 (Vestfj. met). 50 m. baksund sveina 1. Tryggvi Tryggvason 39.9 2. Einar Einarsson 40.0 50 m. skriðsund sveina 1. Tryggvi Tryggvason 33.8 2. Björn Birgisson 35.0 50 m. bringusund telpna 1. Kolbrún Leifsdóttir 39.2 (Vestfj. met). 2. Sigr. Níelsdóttir 43.9 3. Sigrún Halldórsdóttir 44.8 4. Bjargey Kristínsdóttir 49.1 50 m. skriðsund telpna 1. Margrét óskarsdóttir 33.6 2. Sigrún Halldórsdóttir 33.9 3. Margrét Jónsdóttir 36.3 4. Stefanía Finnbogad. 36.5 5. Guðmunda Jónasd. 37.3 50 flugsund telpna 1. Elin Jóhannsdóttir 46.0 (Vestfj. met). 2. Sigrún Viggósdóttir 51.5 50 m. baksund telpna 1. Margrét Óskarsdóttir 42.7 2. Guðmunda Jónasdóttir 43.3 3. Sigrún Halldórsdóttir 44.2. IvAVXvXv iWíSftvíí: Þetta er mcistaraflokkur Vais, sem sigraði í hraðkeppnimótinu, og skákaði þar 1. deildar liðunum. Handknattleiksmót KR Lið úr 2. deild vann hraðkeppnina Það var 2. deildarlið Vals, sem sigraði í hraðkeppnismótinu íy handknattleik, sem KR efndi til vegna 65 ára mjög er vinsælt í skákkeppni. Það er áreiðanlega misheppn- að að beita Monrad-kerfinu í Frá ársþingi ÍBK keppni sem þessari. Þegar tap- liðin leiddu saman hesta sína, var öll alvara horfin úr leikn- um, og leikimir voru yfirleitt leiðinlegir. Útsláttarkeppni hefði eflaust reynzt betur. 1 úrslitum mættust þau lið, sem fæstir hefðu spáð í úr- slitaleikinn fyrirfram. Það voru semsé 2. deildar lið Vals og lið Víkings, sem er niður und- ir botni í 1. deild. Enginn landsliðsmaður er innan raða þessara liða. Þeir voru allir úr leik ásamt liðum sínum. Valur sigraði 7:6. 1 hléi var staðan 5:4. Lykillinn að þessum óvænta sigri Vals er tvímælalaust Pét- ur Antonsson, sem áður hefur leikið með FH. Sigurður Dags- son og Bjami Guðnason áttu líka góðan hlut í sigri Vals, sem var vissulega verðskuld- aður. Vals-menn léku af al- vöru og oftast með góðum hraða og baráttuvilja. en það er meira en hægt er að segja um flest hin liðin. Leikir seinna leikkvöldið þ.e. á þriðjudagskvöld, fóru sem hér segir: Valur—Ármann 8:6, Víkingur—FH 7:6 eftir fram- lengdan leik, ÍR—Þróttur 12:8, Fram—KR 7:6, FH—Ármann 10:9. afmælis síns. Öll fyrstu deildar liðin tóku þátt í mó-tinu. Leikir á þessu móti voru ær- ið misjafnir, og úrslit ýmissa leikja koma mjög á óvart. Leiktími var 2x10 mín. Keppt var eftir Monrad-kerfi, sem KEFLYIKINGAR SIGUR- SÆLIR Á SÍÐASTA ÁRI Knattspyrna innanhúss Þróttur sigraði Fram í úrslitum Á mánudagskvöldið Iauk inn- anhússmóti í kuattspyrnu, *em KR efndi til í tilefni 65 ára afmælis félagsins. Þróttur sigr- aði í þessu móti, sem 8 lið tóku þátt í. 1 slíkri keppni á Hálogalandi eru aðeins þrír menn úr hverju liði á vellinum í einu, enda ekki svigrúm fyrir fleiri en 6 menn f slíkum leik i þröngum sal. I undankeppninni á mánu- dagskvöld sigraði KR (a-lið) Hauka — 7:3, Fram og Valur gerðu jafntefli — 6:6, KR (b- lið) vann Víking — 11:5, og Þróttur vann ÍBK — 8:7. Síðan fóru fram undanúrslit. og vann Víkingur Hauka — 6:3, Valur vann KR (b-) — 9:8, og KR (a) vann IBK — 6:1. Þá var aðeins eftir að keppa um fyrsta sætið, og bættust þar Þróttur og Fram, en hvorugt liðið hafði tapað leik í keppn- inni. Úrslitaleikurinn var nokkuð skemmtilegur, og sáust stund- um talsverð tilþrif og góð knattmeðferð. Þróttur var vel að sigrinum kominn. Beztir í liðinu voru Ömar Magnússon, Axel Axelsson og Haukur Þor- valdsson. Úrslitin urðu 9:5. Birgir Þorvaldsson afhenti sig- urvegurunum verðlaun að keppni lokinni. Stökkinu frestað Keppni í skíðastökki á Skíða- landsmótinu á ísafirði, var frestað í gær sökum hvassviðr- is og skafrennings. Verður stökkkeppnin látin fara fram þegar viðrar til slíkrar keppni mótsdagana. 1 dag. fimmtudag, er gert ráð fyrir að keppnin fari fram samkvæmt dagskrá. Keppni í skíðagöngu pilta 14—16 ára fellur sennilega niður, þar sem Siglfirðingamir sem taka ætl- uðu þátt í þeirri grein hafa ekki komizt til mótsins. Lið Þróítar, sem sigraöi í iimanhússkeppninni i nnaitspyrmí á mánudagskvöld. Frá vinstri: úlafur, Jón, Axel, Ómar Jens og Haukur. Íþróttalíf er öflugt í Keflavík, og eru knatt- spyrna, sund og handknattleikur þær íþrótta- greinar sem mest eru í hávegum hafðar þar í bæ. Þetta kom m.a. fram á ársþingi íþróttasam- bands Keflavíkur, sem haldið var 1. marz s.l. Formaður ÍBK, Hafsteirm Guðmundsson flutti skýrslu stjómarinnar og gjaldkeri, Hörður Guðmundsson, las upp reikninga ÍBK. Þá voru flutt- ar skýrslur og reikningar sér- ráða. f skýrslum stjórnar og sérráða segir m.a.: KNATTSPYRNAN Áhugi fyrir knattspyrnu var mikill á árinu og árangur góð- ur. ÍBK tók þátt í öllum flokkum í landsmóti í knatt- spyrnu, einnig í Bikarkeppni KSÍ og „Litlu bikarkeppninni“. Þá var og haldið Keflavikur- mót í knattspyrnu og bæjar- keppni háðu Keflvíkingar við Hafnarfjörð. Fyrsta knattspyrnumót sum- arsins var „Litla bikarkeppn- in“, en í henni taka þátt Akra- nes, Hafnarfjörður og Kefla- vík. Keflvíkingar sigruðu i keppninni og hlutu 6 stig. í I. deildarkeppninni hlaut ÍBK 7 stig og varð nr. 5 og leik- ur því aftur næsta ár í I. deild í bikarkeppni KSÍ komst ÍBK í undanúrslit, lék við KR en tapaði 3:2. f landsmóti 2. fl. komst ÍBK i úrslit, lék gegn KR. Lauk leiknum með jafntefli 0:0. í aukaúrslitaleik skömmu síðar sigraði KR 1:0. Þá tók ÍBK þátt í innanhúss- knattspyrnumóti sem Knatt- spyrnufél. Fram stóð fyrir. Sigruðu Keflvíkingar í þessu móti. Yngri flokkar ÍBK náðu ekki eins góðum árangri i sumar og oft áður, og þarf að athuga það mál frekar og nauðsynlegt er að skapa þess- um flokkum næg verkefni m. a fleiri leiki. Þjálfarar i knattspyrnu s.l. ár voru: Guðbjörn Jónsson, sem þjálfaði meistara- og annan flokk. Hörður Guð- mundsson, Jón Ól. Jónsson, Kjartan Sigtryggsson, Rúnar Júlíusson, Jón Jóhannsson og Árni Árnason. UTANFERÐ ÍBK Síðastliðið sumar fór meist- araflokkur ÍBK í keppnisferð til Danmerkur. Var ferðin far- in á vegum vinabæjar Kefla- víkur í Danmörku, Hjörring, og Söborg Boldklub i Kaup- mannahöfn. í ferðinni tóku þátt 18 manns og stóð hún yf- ir frá 18. ágúst til 29. ágúst. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og eru líkur fyrir áfram- haldandi samstarfi þessara að- ila. Úrslit leikja í ferðinni urðu þessi: Hjörring — ÍBK 1:5 Brönderslev — ÍBK 3:5 Söborg Boldkl. — ÍBK 4:1 SUND Sundæfingar voru vel sótt- ar sl. starfsár. Er stór hópur unglinga sem æfir og hafa nokkrir þeirra þegar náð mjög góðum árangri. eins og t.d. Davíð Valgarðsson sem er að- eins 16 ára og hefur sett s.l. ár eitt fslandsmet i sundi og 11 drengjamet. Tveir Keflvik- ingar hafa verið valdir til landsliðsæfinga, þau Auður Guðjónsdóttir og Davið Val- garðsson. IBK tók þátt i öllum meiri- háttar sundmótum sem haldin voru í Reykjavík og nágrenni. Sundmeistaramót Keflavikur var haldið í des. sl. og var þar meðal annars keppt um afmælisbikar karla og kvenna. Davíð Valgarðsson vann af- reksbikar karla, hlaut 15 stlg, en Auður Guðjónsdóttir af- reksbikar kvenna, hlaut 10 stig. Bæjarkeppni í sundi milli Keflvíkinga og Hafnfirðinga fór fram á árinu og siigruðu Keflvíkingar með 48% stigi gegn 38% stigi. Bæjarkeppnin við Akranes féll niður vegna forfalla Akurnesinga. Hinn kunni sundkappi Guð- mundur Gíslason þ’jálfaði sundfólk f.B.K. Einnig þjálf- aði Guðm. Ingólfsson og Bjöm Helgason sem tók við þjálfun- inni um sl. áramót. Handknattleikur Handknattleiksæfingar hafa verið vel sóttar sl. starfsár. Tekið var þátt í íslandsmóti í handknattleik í fjórum flokk- um og náðu 2. og 3. flokkur ágætum árangri í mótinu. hinu árlega móti utanbæjarfe- laga á Akranesi og náði sæmi- legum árangri. Að venju var haldið páskamót í handknatt- leik 2. fl. í Keflavík, sigraði F.H. í mótinu en f.B.K. varð nr. 2. Einn Keflvíkingur var val- inn í unglingaland’slið í hand- knattleik var það Sigurður Haraldsson. Þjálfarar í handknattleik voru Matthías Ásgeirsson, Jón Jóhannsson og Sigurður Stein- dórsson. Stjórnarkosning f stjóm Í.B.K. næsta starfs- ár voru kosnir: Formaður Hafsteinn Guð- mundsson, Hörður Guðmunds- son, Þórhallur Guðjónsson, Helgi Hólm, Sigurður Stein- dórsson. í varastjórn voru kosnir: Gunnar Albertsson, Jón Ól. Jónsson, Högni Gunnlaugsson og Magnús Halldórsson. Endurskoðendur voru kosn- ir: Gunnar Sveinsson og Þór- hallur Stígsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.