Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. marz 1964 ÞJÖÐVILJINN SlÐA 1 LEIKFÖNG LEIÐANS Guöbergur Bergsson. — Leikföng leiðans. — Heimskringla. 216 bls. □ Bók Guðbergs Bergssonar hefst á skoplegri skyndimynd úr pólitísku lífi landsins — fyrsti þingmaður kjördæmisins kemur út af framboðsfundi í litlu plássi og biður fulltrúa kjósenda kurteislega um leyfi til að létta á sér og þeir eru að sjálfsögðu mjög hrifnir af þjóðlegheitum mannsins: hann er bara eins og ég og þú. Þannig opnar höfundur það svið sem sögur hans (eða atriði eins og hann kallar þær sjálf- ur, enda eru þær tengdar inn- byrðis á smekklegan hátt) ger- ast á með fullkominni and- stæðu við hátíðlegan formála. Slíkt háttalag höfundar ein- kennir öll atriðin — Guðberg- ur Bergsson er mjög fljótur að komast að efninu, við erum umsvifalaust stödd á einhverri Óseyri nútímans og virðum fyr- ir okkur nokkrar stundir úr mannlífi þar um slóðir. Og eins og menn kvarta gjama um eru ekki mörg stórtíðindi að gerast í þessu plássi. Ein sagan greinir frá nöldri hjóna um hund og hæsnastiu. önnur lýs- ir því að jafnvel hinn ein- kennilegasti og ofstopafyllsti trúboði getur með engu móti orðið sér úti um smáknossfest- ingu á staðnum vegna afskap- legs kæruleysis mannfólksins. Máske verður sú skrýtla mest tíðinda í langan tíma að ung- ur og stæltur sportidjót kom í plássið að kenna sund og lenti í nokkru klandri vegna nektarsunds. En vissulega skiptir það ekki máli hvort atburðir megi telj- ast stórir eða smáir. öllu máli skiptir það, hve Guðbergur Bergsson hefur náð öruggum tökum á sfnu verkefni. Hann gengur, sem fyrr segir, mjög skilmerkilega til verks. Hann lætur það oftast vera að leyfa sjálfum sér mikil umsvif innan þáttanna og hlaða utan um það mannlíf sem hann lýsir strembnum alhæfingum eða gáfulegum athugasemdum frá sjálfum sér. Nei, tilgerðarlaust opnar hann sitt leiksvið og segir: gjörið þið svo vel. hér er mitt fólk. Og þekkir það mjög bokmenntir vel: Barnakennarann sem vildi gjarna „láta gott af sér leiða“ í félagsmálum en er of smár til að hafa nokkurt vald á eða yfirburði yfir þá tregðu og heimsku, sem hann formælir á augnablikum vanmáttugrar reiði („Leik þú á þinn gítar og sláðu hljóm af streng”). Tengdaföður hans, skopstæl- ingu á þeim sjálfstæða landa vorum sem „hugsar sitt“ hvað sem hver segir. Stráka á verk- stæði. grimma í heimskulegum mótþróa sínum gegn leiðindum mánudagsmorgnanna („Stimpl- að“). Og við gætum líka minnzt á þá ísmeygilegu þekkingu á heimildum sem kemur fram í bráðskemmtilegri úttekt Guð- bergs á ástríðulausu pólitísku og hálfpólitísku rausi kaffitím- anna, fullu af fáfræði og remb- ingi („Kaffihlé"). — „Hún er svo einkennilega flókin. skal ég segja ykkur, þessi heims- pólutík, að fólk skilur hana alls ekki .... Við höfum Kan- ann hér til að verja okkur gegn Rússum, en samt selja Rússar okkur oliu til þess við getum selt hana Kananum til að verja okkur gegn þeim. Allt er þetta hagfræði frá rót- um. Þess vegna segi ég: Stjórnmál eru það flókin, að fólk hér í Víkinni ætti ekki að koma nálægt þeim, sízt heimspólutíkinni” — og þessi skemmtilegheit blandast ein- kennilega sjálfsánægðum sög- um og gamalkunnum um þá „ægilegu fátækt þama suður frá“ þar sem ,,hægt er að fá hvaða kvenmann sem er fyrir einn helvítis saltfisk" og spurt „hvers vegna fólkið er þar þá svona fátækt .... ef allt er svo ódýrt“. Og þar fram eftir göt- unum. Og sjálfsagi höfundarins (sumir vildu máske segja kald- ur sjálfsagi) og nákvæmni og alúð við smíði samtala og fund- vísi á smáatriði til fyllingar gerir þetta fólk og lif þess á- kaflega sannfærandi. Og það eflir enn áþreifanleik mynd- anna að i hverju atriði sýnir höfundurinn persónur sínar <s>- innan mjög takmarkaðs ramma í tíma og rúmi og innan þess ramma sleppir hann engu úr sem gæti skipt máli. Það er fátt skrifað í þessari bók sem ekki mætti sjá og heyra, og einmitt þessi leik- ræna hlutlægni, afskiptaleysi höfundarins ætti vonandi að duga okkur, sem lesum, bezt til þátttöku og áhuga á þessu verki. Vonandi. Því þessi snjalla bók Guðbergs Bergs- sonar er ekki sjálfánægt glott að heimsku og fáránleika mannlífsins í litlu plássi, í litlu landi. öðru nær — réttast væri líklega að segja hana vandaða túlkun á vandkvæðum manna sem hafa misst ■ sjónir hver á öðrum. Á harmleik þeirra, þegar allt kemur til alls. Fólk í þessu litla þorpi — það á ekki annað sameiginlegt en fiskinn og sjóinn og götumar Borgarráð samþykkir út- hiutun iðnaðarlóða Guðbergur Bergsson sem menn spígspora um á sunnudögum. Samskipti þess eru stirð. afskipti þess af ann- arra lífi takmarkast af ekki sérlega virkri forvitni, venju- lega fjandsamlegri. Og það er ekki einu sinni reisn yfir sjálf- hverfni þess, eigingimi. einnig þar er það þróttlítið og smátt. Þetta er gönn bók um ís- lenzkar dauðar sálir, fersk bók og tímabær. Árni Bergmann. Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt úthlutun á eftirtöldum lóðum til iðnaðar- húsabygginga: Skeifan nr. 7: Jón Pétursson húsgagnasmíða- vinnustofa. Skeifan nr. 5: Niels Svane, bifreiðaverkstæði, Marinó Óskarsson o.fl. bifreiða- þjónusta, Simon Melsteð bif- reiðaverkstæði. Litla bifre'ða- verkstæðið (Halldór Sigurðsson), Egill Óskarsson bifreiðaverk- stæði og Andrés Pétursson járn- smiður. Skeifan nr. 3: Gunnlaugur S. Jónsson móta- smiður, Reyplast h.f., Rafver h.í. rafmagnsverkstæði, Listvinahús- ið, J. S. Helgason s.f. Grensásvegur 3—5: Húsgagnavinnustofa Ingvars og Gylfa, Karl Þorfinnsson heildverzlun, Vestfirzka harð- fisksalan og Plastpokar s.f. Frestur til greiðslu gatnagerð- argjalds er til 1. maí n.k. en byggingarfrestur til 15. ágúst n.k. Fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi ef framangreindir frestir em ekki haldnir. Sveit Einars Þorfínnssonar R-víkurmeistari í bridge Sveitakeppni Reykjavíkurmóts- ins lauk s.l. miðvikudagskvöld með sigri sveitar Einars Þor- finnssonar. Auk hans em í Úrslit í fjórðu umferð í Skákkeppni stofnana Lokið er 4. umferð i Skák- keppni stofnana 1964 Qg urðu úrslit í einstökum flokkum sem hér segir: A-FLOKKUR: Alm. byggingarfélagið 3% — Pósturinn V2. Stjórnarráðið, 1. sv., 3% —• Ötvegsbankinn V2. Búnaðarbankinn, 1. sv., 3% — Landsbankinn, 1. sv„ V2. Veðurstofan sat hjá. Staðan eftir 4. umferð: — 1. Stjórnarráðið 10 (af 12), 2. Útvegsbankinn 9V2, 3. Búnað- arbankinn 7 af (12), 4. Veð- urstofan 6V2 (af 12), 5. Lands- bankinn 5V2. 6. Alm. bygginga- félagið (5 af 12), 7. Pósturinn 4 %. B-FLOKKUR: Raforkumálaskrifstofan 3 — Hreyfill, 1. sv„ 1. Miðbæjar- skólinn 3 — Gútenberg 1. Samvinnutryggingar 2 — Hótel Keflavíkurflugvelli 2. Útvarpið sat hjá. Staðan eftir 4. umferð: — 1. Hreyfill 11, 2. Samvinnutrygg- ingar 10, 3. Hótel Keflavíkur- flugvelli 71/2 (af 12), 4. Raf- orkumálaskrifstofan 6 (af 12), 5.—6. Útvarpið og Miðbæjar- skólinn 5% (af 12), 7. Gúten- berg 2%. C-FLOKKUR: Hreyfill, 2. sv„ 2% — Stjómarráðið 2. sv„ 1%. Eimskip, 1. sv„ 3 — Borgar- bílastöðin, 1. sv„ 1. Verð- gæzlan 3 — Landssiminn, 1. sv„ 1. Rafmagnsveitan, 1. sv„ sat hjá. Staðan eftir 4. umfcrð: — 1 Hreyfill 10, 2. Rafmagnsveitan 7% (af 12), 3. Landssíminn 71/2, 4. Verðgæzlan 7 (af 12), 5 Stjórnarráðið 6 (af 12), 6. Eimskip 5’A (af 12), 7. Borg- arbílastöðin 4V2. D-FLOKKUR: Búnaðarbankinn, 2. sv„ 4 — Héðinn 0. Þjóðviljinn 3 — Landssíminn, 2. sv„ 1. Lands- bankinn, 2. sv., 2% — Morg- unblaðið 1%. Hreyfill, 3. sv„ sat hjá. Staðan eftir 4. umferð: 1.—2. Búnaðarbankinn og Lands- bankinn 10, 3 Þjóðviljinn 9 (af 12), 4. Morgunblaðið 8 (af 12),. 5. Hreyfill 5 (af 12), 6. Landssiminn 4V2, 7. Héðinn IV2. Framhald á 14. síðu sveitinni Ásmundur Pálsson, Gunnar Guðmundsson, Hjalti Elíasson. Kristinn Bergþórsson og Lárus Karlsson. Átta sveitir kepptu í meistaraflokki og varð röð þeirra og stig þeirra eft- irfarandi: 1. Sveit Einars Þorfinnssonar, BR, 40 stig. 2. sveit Þóris Sigurðssonar, BR, 34 stig. 3. sv. Ólafs Þorsteinssonar, BR, 20 stig. 4. sv. Ingibjargar Halldórsd., BDB, 20 stig. 5. sv. Jóns Stef- ánssonar, BDB, 16 stig. 6—7. sv. Vigdísar Guðjónsdóttur, BK, 14 stig. 6—7. sv. Ragnars Þor- steinssonar TBK, 14 stig. 8. sv. Aðalsteins Snæbjörnssonar, BDB, 10 stig. Tvær neðstu sveitimar falla niður í 1. flokk. en þar eð sveit- ir Vigdísar og Ragnars eru jafn- ar munu þær spila 80 spila ein- vígi um það, hvorri þeirra ber sæti í meistaraflokki næsta ár. 1 I. flokki sigraði sveit Jóns Asbjömssonar. Borgarráð hefur fyrir skömmu tilnefndt í þjóð- hátíðamefnd sömu menn og í fyrra, þá Ólaf Jóns- son fulltrúa lögreglu- stjóra, Valgarð Briem forstjóra Innkaupastofn- unr Reykjavikurborgar, Jóhann Möller og Böðvar Pétursson verzlunarmann. Ungverskt höfuðskáld — Ólík hlutverk skálda í ólíkum löndum — Becket í Búdapest — Hörmuleg þjóðremba — Leikrit um bölvun valdsins. r “ yula Illyés er mjög fjöl- hæfur og viðurkenndur höf- undur og ásamt Tibor Dery talinn merkilegastur fulltrúi ungverskra bókmennta í dag. Nafn hans hefur komið á dagskrá i sambandi við Nó- belsverðlaun. Hann hefur átt vináttu margra franskra skálda (Eluard, Cocteau, Tzara) og þýtt þá og þeir hann og nýlega var hann á ferðalagi um Frakkland og komst f hendur blaðamanna og fer nokkuð af ummælum hans hér á eftir í endursögn. Aðspurður kvaðst 111 yés á- líta að þjóðfélagslegt hlut- verk rithöfundar hefði orðið allt annað í Ungverjalandi en í Frakklandi. Hið franska skáld hefði ákveðnu hlutverki ferli í viðureign sinni við hið óþekkta, hið ókunnn eðn inni- lokað í rannsóknarstofu tung- onnar. Jafnvel þegar franskt skáld hefði ákveðnu hlutverki eða starfi að gegna í opin- berum málum, þá hafi það aðeins óbeint komið fram i sjálfum verkum þeirra. Þessu hafi verið öðruvísi farið í landi eins og Ungverjalandi, þar sem hinar sögulegu kringumstæður hefðu vanið fólkið að snúa sér til skálda sinna og rithöfunda og þó einkum þegar voði var á ferðum. Þegar þjóðmálaskörungar hafa beðið ósigur eru skáldin oft neydd til að hafa afskipti af almennum hagsmunamál- um, nð berjast fyrir skoðun- um sínum. Tvö af mestu skáldum okkar segir Tllyés, hnfa fallið á vígvelli með vopn i hönd — Petöfi í frels- isstríðinu 1849 og Batassi, merkur fulltrúi Endurreisnar- timanna. Fjölmargir aðrir höfundar hafa hlotið sorgleg- nn danðdaga, þolað útlegð og fangelsi. Ungvers'kar bókmenntir hafa oft verið kallaðar bók- menntir andspyrnunnar sagði skáldið ennfremur, og þnð er næsta eðlilegt að svo fari þar eð sjálfri tilveru þjóðarinnar hefur oft verið stefnt i voða — af Býsanzmönnum, Tört- urum, Tyrkjum, Austurríkis- mönnum, af Hitler. Við slík skilyrði koma oft fram á- hrifamikil verk en jafnoft verk sem ekki fer mikið fyr- ir þá er lngt er heildarmat á höfundinn, Illyés var einnig spurður að þvi hvað landar hans læsu og svaraði að þótt undarlegt mætti virðast hefðu hinir beztu ungversku lesendur á- huga á sömu höfundum og menn dást að á vesturlöndum — þótt slíkur áhugi sé að vísu stundum nok'kuð seinna á ferðum þar en fyrir vestan. I listamannakaffihúsum í Búdapest hafa menn af sama kappi rætt þau vandamál sem mest eru sett fram í verkum „reiðra ungra manna" og að- dáenda „nýju skáldsögunn- ar“. Og þótt ýms verk hafi ver- ið gngnrýnd af ráðamönnum í ungverskum menningarmál- málum frá hugmyndafræði- legum sjónarmiðum þá eru þau prentuð — ef ekki í bók- arformi þá í tímariti sem nefnist „Nagyvilag“, sem hef- ur prentað verk Kafka, Ion- esco, Beckets, Capotes o. s. frv. Þetta timarit hefur 10.000 eintaka upplag og það er því að þakka að tiltölulega fjölmennur hópur getur kynnt sér á ungversku ýmis verk sem í eina tíð voru ekki birt. Ekki kemst allt „í gegn“, en á þessu sviði hafa orðið ómótmælanlegar fram- farir. Illyés hefur víða ferðazt, og það kvað hann hafa fengið mest á sig á flakki sínu hve þjóðremba hefur reynzt lifseig 1 æsku minni. segir hann, vonuðu menn að áhrif frönsku stjórnarbylting- arinnar og margra rökvísra hugsuða nítjándu aldar myndu nægja til að koma á sannri alþjóðahyggju. Því miður hefur það ekki tekizt. Að visu er Hitler dauður, en þjóðrembumenn, kynþátta- hatarar, apartheidmenn og tungumálaerjur halda enn fyrir mönnum vöku. Og róttækustu þjóðfélags- breytingar hafa ekki leyst öll þessi mál. I Rúmeníu er til dæmis hérað, Transyl- vanía, sem um aldir hefur verið sannur vettvangur ung- verskrar menningar. 1 þessu héraði hefur nýlega verið lokað eina ungverska háskól- anum — en hann þjónaði þjóðarbroti sem telur tvær milljónir manna. Og eru ung- verskir rithöfundar og menntamenn þar í mjög erf- iðri aðstöðu. að kom í ljós að síðasta verk, sem Illyés hefur látið frá sér fara er sögulegt leik- rit og er keisarinn Valentíní- an ein aðalpersónan. Þessi merki maður er í upphafi lei'ks á mnrgan hátt fremur aðlaðandi persóna og ekki sneyddur góðum vilja. En allt versnar eftir því sem ein- valdurinn, sem enn er með nokkrum hætti aðeins um- boðsmaður guðanna, færist nær bví að verða guð siálf- ur. Semsagt: valdið spillir. Einn af æðstu stjórnendum keisprp^'■'•nisins kemst í að- stcðu við hann — en sá mað- ur hafði að sínu leyti reynt að verða svo algjör þjónn sem keisarinn var algjör ein- valdur, og bar reyndar til herra síns einlægan vinarhug. En það kemur að svo djöful- Gyula Illyés legri réttamíðslu að jafnvel hinir fullkomnustu þjónar geta ekki sætt sig við .... F ■■■ leiri ungverskir höfundar hafa látið til sín heyra í Vestur-Evrópu, að undan- förnu og meðal þeirra tveir af þeim sem settir voru í fangelsi 1956 en hleypt út síðan. Annar er tölutölulega litt þekktur, Gyula Hay, og hélt hann fyrrlestra í London fyrir skömmu, — hinn er sá sem nefndur var í upphafi þessa spjalls, Tibor Dery. Ný- útkomin er skáldsaga sú er hann s'krifaði í fangelsinu og hefur hún verið þýdd á ensku af Ungverjum sjálfum. Á. B. (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.