Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 16
Andúð á Bandaríkjamönnum magnast í Asíu Forseti fífípseyja ráðleggur þeim að fara frá $- Vietnám MANILA 25/3 — Óvinsældir Bandaríkjamanna í Asíu fara dagvaxandi og er glöggt dæmi um það ummæli sem Macapagal, forseti Filipseyja, viðhafði í Manila í dag, en hann sagði að öllum myndi vera fyrir beztu að Banda- ríkjamenn hættu að skipta sér af málefnum þjóðanna í Asíu sem væru einfærar um að ráða fram úr eigin vanda- málum. Macapagal forseti Bandaríkin við frekari afskipt- um af málum Asíu. Asíuríkin Vöruskiptajöfn- u&urinn hagstæð- ur um 313 miij. krcnur Samkvæmt bráðab rgðayfirliti Hagstofu Islands um verðmæti inn- og útflutnings f febrúar- mánuði sl. var vöruskiptajöfnuð- urinn hagstæður um 28 milljón- ir króna en var í sama mánuði 1 fyrra hagstæður um 15.5 millj. kr. Út var flutt fyrir 340.7 milj. kr. en inn fyrir 312.6 milj. krónur. Vöruskiptajöfnuðurinn frá ára- mótum til febrúarloka var hag- stæður um 32.3 milj. (84.7 milj. í fyrra). Útflutningurinn hefur samtals numið 654.6 milj. kr. (630.8 milj. kr.) en innflutning- urinn 622.2 milj. kr. (546.1 milj. kr.). varaði þyrftu ekki á aðstoð þeirra að halda til að leysa deilumál sín og nefndi hann sérstaklega í því sambandi deilu Indónesíu og Filipseyja við sambandsríkið Malasíu, en fyrir nokkru var Robert Kennedy, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, gerður út af örkinni til að miðla málum í þeirri deilu. Burt frá Suður-Vietnam Þá sagði Macapagal að Banda- ríkin ættu að flytja burt allan her sinn frá Suður-Víetnam, en þar hafa þau nú um 16.000 manna her, auk þess sem þau halda uppi 200.000 manna herliði stjómarinnar í Saigon og leggja því til öll vopn. Það vekur sérstaka athygli að forseti Filips- eyja skuli snúast svo eindregið gegn Bandaríkjunum, því að landið hefur til skamms tíma verið talið þeim einna leiðitam- ast allra Asíurikja. Hafna aðstoð Súkamo Indónesíuforseti sagði í dag að Indónesar mættu brátt eiga von á því að allri erlendri efnahagsaðstoð við þá lyki, og 4 þykir víst að þar hafi hann átt við þá aðstoð sem þeir hafa fengið frá Bandaríkjunum. Sú- karno kvað þetta ekki mundu koma að sök; tndónesía væri auðugt land ef landsmenn gætu einir setið að auðlindum þess. Stjómin í Kambodja sem hlot- ið hefur á undanfömum árum hundruð milljón dollara í efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum hafnaði slíkri aðstoð nýlega í mót- mælaskyni við íhlutun Banda- ríkjanna í innanlandsmál og stuðning þeirra við fjandmenn landsins. Kína lofar aðstoð Síhanúk, forsætisráðherra Kambodja, skýrði frá því í Pnompenh í dag að kínverska stjómin hefði fullvissað hann formlega um að Kínverjar myndu veita Kambodja alla þá aðstoð sem óskað væri eftir til að verja landið fyrir árásum, en hvað eftir annað upp á síð- kastið hafa sveitir úr her Suð- ur-Víetnams, búnar bandarískum vopnum og kostaðar af banda- rísku fé, ráðizt inn yfir landa- mærin og stráfellt varnarlaust fólk. De Gaulle heitir aðstoð De Gaulle, forseti Frakklands, hefur einnig heitið stjórn Kam- bodia aðstoð sinni við að koma saman alþjóðaráðstefnu í því skyni að tryggja hlutleysi lands- ins. Skýrt var frá því í París í dag að franska stjómin hefði sent stjómum Bretlands og Bandaríkjanna áskorun um að taka þátt í slíkri ráðsteínu, enda væri tilgangur hennar í fullu samræmi við þá stefnu de Gaulle að friða löndin í Suð- austur-Asíu og gera þau hlut- laus. Fimmtudagur 26. marz 1964 — 29. árgangur — 72. tölublað. Póskaferð Fylkingarinnar ■ Parið verður í skála ÆFR um páskana. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu ÆFR sem er opin kl. 5—7. Sími 17513. ■ Undanfarin ár hefur ávallt verið farin páskaferð í skálann og hafa þær tekizt með ágætum. Fylkingarfélag- ar eru hvattir til að f jölmenna 1 skálann og taka með sér gesti. REIKNIVÉLIN liilli hefur sannar áhyggjur af óútskýranlegri ljósakrónu framfaranna i loftinu en Dídí minn- ir hann á raunhæfari viðfangsefni: Komum við ekki hingað til að skemmta okkur? — Dídí (Brynja Bencdiktsdóttir), Lilli (Þorleifur Pá’sson), Emanúel (Erlingur Gíslason). ÞesSí mynd er einnig frá AP-fréttastofunni sem lét fylgja með hcnni eftiríarandi skýringu: ,,öldruð vietnömsk bóndakona fleygir sér í örvinglan fyrir fætur hcrmannanna til að rcyna að koma í veg fyrir að þeir hafi á brott mcð sér son h’nnar, sem tekínn var höndum nálægt Cai Ca-. fyrir að vcra í skæruliðasveitum Vietcongs. Hermennírni orðu að ryðja buri fjölmennum skyldmennahópi eftir að stjórnarherinn hafði handtckð hundruð skæruliða'. fcví miður voru þau sorg- legu mistök gerð einmitt í þessu dagblaði, að þess var getið að sá ágæti leikflokk- ur Gríma hefði orðið skamm- lífur. Þetta er sem betur fer bull og vitleysa. Síðan í febrúar hefur Gríma æft nýtt íslenzkt leikrit. Að vísu voru æfingar strjálar framan af vegna anna nokk- urra leikaranna, en nú er kominn fullur skriður á flokkinn og hefjast sýning- ar eftir páska. Gríma hefur áður sýnt leikrit eftir Sartre, Max Frisch og Jean Genet, flutt af sviði ieikrit eftir Hall- dór Þorsteinsson og i fyrra- vor sýndi leikflokkurinn þrjá einþáttunga eftir Odd Björns- scn. Leikritið sem nú er æft er Reiknivélin eftir Erling E. Halldórsson, sem kom út í bókarformi hjá Heims- kringlu í desember síðast- liðnum. eikrit Erlings er einbeitt ádeila á þjóðfélag nú og hér. einkar nýstárlegt að formi, eins og sagt er. Á bak við óákveðinn bar sitja tveir fulltrúar samtímans, af- skaplega fáránlegrí en um leið sannir, og ræða af miklum fyrirgangi og yfir- gnæfandi skilningsleysi um fjármálaástandið og frelsið og framfarimar og önnur gagnmerk vandamál. Og bíða árangurslaust eftir þýðingar- miklum manni sem af öllu að dæma hlýtur að hafa þjóðarskútuna í vasanum. Þama era einnig á sveimi sálir og ákaflega vamarlitl- ar gagnvart reiknivél þjóð- lífsns sem ekki fæst með nokkru móti til að skila réttri útkomu jafnvel þótt menn kunni allar reglur reikningsins. Og sér þetta unga par, Lilli og Dídí heita þau, sér að lokum þann kost vænstan að leita athvarfs í öflugum skemmtanaiðnaði landsins. Önefnd er þá ein persóna leiksins, Þormóður. sem amstrar eitthvað niðrí kjallara lengstaf, en gegnir þó merkilegu hlutverki áð- ur en lýkur. Aðalhlutverkin, stjórn- og fjármálaskörungana Emanú- el og Natan B. leika þeir Erlingur Gíslason og Valdi- mar Lárusson. Lilla og Dídí leika þau Brynja Benedikts- dóttir og Þorleifur Pálsson — og er Þorleifur enn við leik- listarnám og hefur ekki leik- ið áður nema i skólaleikjum. Þormóð ieikur Bjarni Stein- grímsson, ★ Iðyrsta sýning á leikritinu verður 31. apríl. Hún mun ekki kölluð frumsýn- ing — Grímumenn ætla að hafa þann hátt á að halda fyrst tvær forsýningar en hin þriðja verður frumsýn- ing og þangað stefnt gagn- rýnendum og styrktarmönn- um félagsins. Grímumenn segja þetta gert vegna þess, að fyrsta sýning hafi venju- lega galla, sem síðar má flæma í burtu, og gefi því ekki gefið sanna mynd af starfi leikara og leikstjóra. Það sé þvf fremur óæskilegt að leikdómarar skrái leikhús- annála sína eftir sýningu sem þeir sjá áður en leikendur hafa náð fullum árangri. Höfundur leiksins, Erlingur E. Halldórsson stjórnar hon- um sjálfur, en hann mun áður hafa fengizt nokkuð við leikstjóm og ennfremur kynnt sér starfshætti eins ágætasta leikhúss heimsins, Berliner Ensemble. Leiktjöld gerir Benedikt Gunnarsson listmálari og tónlist er eft- ir Jón Ásgeirsson. — Á.B. Natan B. (Valdimar Lárusson) og Emanúcl (Erlíngur Gísla- son) ræða ástandið. Emanúel: Þcir taka þá spiliinguna fram yfir gjaldþrotið! Natan B.: Það gera þægindin. . . . t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.