Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 11
Flmmtudagur 26. marz 1964 ÞlðÐVILIINN SIÐA J J Skuli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um utvarpsdagskrána KCMUR SPABSKÁl CNH Mér verður alltaf dálítið hverft við, þegar fréttalestur hefst með þessum orðum: í innlendum fréttum er þetta helzt. Hlustendur geta átt von á þvi, að einhver válcg tíð- imdi hafi gerzt, því að venjan er að lesa erlendu fréttirnar á undan, og þegar út af þvi bregður búast hlustendur við einhverjum stórtiðindum inn- lendum og þeim vanaiega af verri endanum. Sem betur fer iéttir mönn- umum oft fljótlega fyrir brjósti. Ekkert slys hefur átt sér stað. Ef til vill ekkert gerzt annað en að menntamála- ráðherrann hefur birt á blaða- mannafundi hugleiðingar sínar ■um fyrirhugað sjónvarp, eða einhver stjómarathöfn hafi átt sér stað eða mumi verða fram- jrvaemd einhvemtima i fram- Itiðirmi. Hinsvegar verður að teljast eðlilegt, að fréttin um komu hertogans af Edinborg sé sögð fyrst frétta. Að vísu er ekki hægt að telja slíkt slysafrétt, en eiginlega hálf- gert óhapp fyrir efnahagskerfi þjóðarinnar og er þó ekki á bætandi ömurlegt ástand þess, að þvi sérfróðir menn telja. PÝrir npkkru flutti útvarp- ið þá frétt, að sextíu þjóð- kunnir menn hefðu sent Al- þingi plagg nokkurt, hvar i þeir frábáðu þjóðinni sjón- varpið frá Keflavíkurflugvelli. ‘Hefði sú fregn gjarna mátt vera örlítið ýtarlegri, þvi að margan útvarpshlustanda myndi hafa fýst að heyra nöfn hinna sextíu, og varla munu þau hafa verið neitt hemaðarleyndarmál og engu minni fréttamatur en listar yf- Tf•"’illöfu "þtíirra, sem stjórna kirkjukórum. og kvenfélögum safnaða í Reykjavílk, og önnur ’upptalning *svipaðrar tegundar sem heyrist svo að segja dag- lega í fréttum. Skemmtiþáttur Kemur spaðskál enn, segir ;máltækið. Enn einum skemmtiþætti hefur verið hleypt af stokk- 'unum og nefnist sá Jónas Jón- • asson fer i geitarhús að leita ullar. í Er það út af fyrir sig virð- ingarvert, að þátturinn skuli jekki hafa uppi tilburði í þá íátt að fela takmarkanir sínar undir yfirlætismiklu nafni. ■i f>etta er spurningaþáttur af ifrékar ódýrri gerð. Spuming- amar, ekki allar sem gáfuleg- astar og svörin og rökræð- urnar stundum í samræmi við spu'rningarnar. Þó ber ekki þéí að neita, að stundum go'ppuðust uppúr snillingum þeim, er fyrir svörum stóðu, dálítið hnittin svör. Fannst mér Sigurður Sigurðsson, íþróttafréttamaður, vera einna nótalegastur þeirra fjórmenn- inga. Hann leyndi á sér og lét híustandann ekki finna, að hann teldi sig vera að fara : méð fyndni. Hið versta við þátt þennan var þó hinn ótímabæri hlátur hlustendanna i útvarpssal. Er ! það raunar sami annmarkinn ’ sem og fylgir öllum skemmti- : þáttum, þar sem áheyrendur eru viðstaddir. Fólk getur aldrei áttað sig á því hvenær það á að hlæja og hvenær það á að þegja, né hvernig það á að hlæja. X hlátri áheyrenda ■ greinir hlustandinn við út- vgrpstækið hinar ólíkustu kenndir, eins og t.d, aðdá- 'un, illkvittni( og jafnvel tak- márkalausa förheimskan. Þeir sem hlæja að því, er þeir heyra 1 taláð úm að menn hafi verið hengdir, hafa áreiðan- lega ekki gatt hjartalag. Og þeir sem gettí hlesið að þeirri endemisvitlevsu, sem valt upp úr Thorolf Smit.h, þega • hann var að lýsa því, hvernig hann fór að ala sitt fyrsta barn, geta tæpiega stigið í vitið. Hinn ótímabæri hlátur kemur alltaf eins og kalt vatn yfir hlustandann. Hinu ber svo ekki að neita, að áheyrendum tekst oft að hitta naglann á höfuðið, hlæja á réttu augna- bliki af léttleik og græsku- leysi, án allrar illkvittni og forheimskunar. Minnzt Davíðs Tveggja merkra manna hef- ur verið minnzt í útvarpinu fyrri hluta þessa mánaðar. Skáldið Davíð Stefánsson dó og var grafið. Og Haligrímur Pétursson á 350 ára afmæli á þessu ári, og var þess minnzt um og eft.ir miðjan mánuðinn. Þeir Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestur Akureyringa, og biskupinn mæltu eftir Davíð réttlæti hafi verið fullnaegt, og minningu skáldsins gerð þau skil, sem verðugt var og þjóð hans má vel við una. Séra Hallgrímur Það var vel til fundið að láta leikmenn að mestu fjalla um minningu Hallgríms Pét- urssonar. Kennimenn myndu frekar hafa fallið í þá freistni að gjöra Hallgrími skrín af guð- fræðilegum vangaveltum og bænagjörð, leggja hann í það og byrgja hann þannig sjón- um fólksins. Leikmennimir, er um Hall- grím fjölluðu, fóru þveröfugt að. Þeir drógu hann fram úr myrkviði aldanna, dustuðu af honum rykið og sýndu hann þjóðinni, eins og hann var, að grím en hið iðrandi sálma- skáld, en mikið myndi þó Hallgrímur hafa orðið fyrir- ferðarminni í vitund þjóðar sinnar, hefði hún enga mynd af honum átt aðra en þá er Passíusálmarnir geyma. En hvort sem Hallgrímur hefur verið eitthvað i ætt við það er þjóðtrúin segir, eða ein- hvern veginn öðruvísi, er hitt víst, að fólkið vildi hafa hann svo. Jafnvel á tímum rétttrún- aðar og helvítisótta, gat þjóð- in ekki sætt sig við þá hugs- un, að menn ættu að vera heilagir, allt ofanfrá og nið- ur í tær. Siðar i vikunni flutti Sig- urður Nordal erindi um Hall- grim og Passíusálmana og glímdi lengstan tímann við þá gátu, sem seint mun ráðin verða, hversvegna Hallgrímur Þetta mun verða til þess, að Hallgrímur verður að fullu og öllu klofinn í tvennt. Skáldið og maðurinn Hall- grímur Pétursson mun lifa á- fram með þjóð sinni, svo sem hann hefur gjört undanfarnar aldir. Hinsvegar mun dýrð- lingurinn Hallgrimur liggja í skríní því hinu mikla á Skóla- vörðuholti, gleymdur og ó- þekktur allri alþýðu. Á sama tima og útvarpið minntist þeirra Davíðs og Hall- gríms af mikilli rausn, svo. sem verðugt var, gerðist annar at- burður, eigi ómerkur, en af þeim atburði fengu útvarps- hlustendur minna að frétta en efni stóðu til og verðugt var. Mesti snillingur óbundins ís- lenzks máls, á þessari öld, Þórbergur Þórðarson, átti nefnilega 75 ára afrnæli, þann 12. marz. Þess var að visu get- ið í fréttum, svona með líkum hætti og þegar skýrt er frá „Það er ætlan mín, að fáar ræður hafi hin síðari ár verið fluttar í vígðu húsi jafngóðar og þessi ræða forsetans . . .“ Ásgeir Ásgeirsson forseti í p rédikunarstóli Hallgrímskirkju. — Ljósm. A. K. við minningarathöfn í Akur- eyrarkirkju, er útvarpað var. Voru ræður þeirra að vísu góðar, og minningu skáldsins fyllilega samboðnar. Þó verð- ur þeirri hugsun ekki vikið á bug, að mynd sú er þeir gerðu af skáldinu við þetta tæki- færi, hafi verið ærið einhliða. Af ræðum þeirra varð ekki önnur ályktun dregin en sú, að Davið hafi fyrst o;g fremst verið trúarskáld. Gekk þessi viðleitni þeirra svo langt, að ekki varð annað álitið en þeir, og þó einkum biskup, vildu gera skáldið að dýrlingi. og helgum manni þá þegar eða að nokkurs konnr innistæðu kúgildi í búi heilagrar kirkju. Að vísu er það á allra vitorði, að Davíð var trúhneigður mað- ur og orti ýms ágæt kvæði trú- arlegs efnis. En hann átti fleiri strengi á hörpu sihni. Og það voru ekki trúarljóð, sem hann söng inn í hjörtu okkar, sem ungir vorum fyrir fjörutíu árum. Við elskuðum þetta unga skáld og okkur fannst sem mikill spámaður væri upprisinn, boðberi nýrra og batnandi tima. En kenni- mennirnir, sem eftir Davíð mæltu, hafa reyndar þá miklu afsökun, að þeir þekkja ekki af eigin raun þann eld, sem Davíð kveikti með fyrstu ljóð- um sínum. Pétur Sigurgeirsson hefur sennilega verið ófæddur og biskupinn hefur verið svo ungur, að engar rómantiskar kenndir hafa verið teknar að þróast í sál hans. En um þetta tjáir ekki að sakast og það því síður sem Sigurður Nordal prófessor rétti við hlut skáldsins í ágætu er- indi, sem flutt var nokkru síð- ar, svo að segja má, að öllu. svo miklu leyti sem vitað varð, bæði sem mann og sem skáld. Meira að segja í kirkjunni, þar sem aðaiminningarathöfnin fór fram, flutti forsetinn, að visu guðfræðingur en óvigður þó, aðalræðuna. Það er ætlan mín, að fáar ræður hafi hin síðari ár, ver- ið fluttar i vígðu húsi jafngóð- ar og þessi ræða forseta. Hún var yfirlætislaus, mannleg og hlý, án allrar tilgerðar, og til- vitnanirnar í kveðskap Hall- gríms smekklega valdar og undirbúnar með gagnorðum, stundum jafnvel hnyttilegum athugasemdum, eins og t.d.: Þá þykknar í séra Hallgrími, þegar hann var að lýsa því, hvernig Hallgrimur tekur Gyð- inga' á orðinu og hrópar út yf- ir alheiminn: Víst ertu, Jesús, kóngur klár. Og það er ekki að orðlengja, að forseti skildist ekki við Hallgrim fyrr en hann hafði fært hann alskapaðan og i heilu líki, manninn, skáldið og trúarhetjuna í einni persónu. heim i hlað hlustandans og var það vel af sér vikið. Um kvöldið var svo fluttur ágætur þáttur um Hallgrim. sem mann og skáld, og þá að- allega fjallað um hann sem skáld af veraldlegum toga. Þetta tókst allt saman mjög vel, undir forystu útvarps- stjóra. Hallgrímur Pétursson hefur hlotið þau sérkennilegu örlög, að þjóðtrúin hefur klofið hann í tvennt. Annarsvegar hin holdsveika, örbjarga, iðrandi syndara, en hinsvegar léttlynd- an, munnhvatan og glettinn náunga. Það er kannski ofmik- ið sagt, að þjóðinni hafi þótt vænna um prakkarann Hall- hafi eiginlega tekið upp á því að yrkja Passíusálma. Helzt virðist hann hallast að því, að til þess hefðu legið tvær or- sakir. Að efnahagur hans hefði vænkazt svo eftir að hann kom að Saurbæ, að hæfileikar hans hefðu notið sín betur en áður, og hann hafi orðið fyrir andlegri vakn- ingu og tekið að efast um sál- arheill sína. Þetta gæti hvorttveggja ver- ið rétt. Það má aðeins bæta þvi við, að forsenda þess, að maðurinn fari að hafa áhyggj- ur í sambandi við sálarheill sína, hlýtur allt af og æfin- lega að vera sú, að hann hafi ekki allt of miklar áhyggjur af líkamlegum nauðþurftum sínum. Hungraður maður hugs- ar fyrst og fremst um það, hvernig hann fái satt hungur sitt. Hann getur ekki farið að hugsa um sálarheill sína, fyrr en hann hefur borðað sig saddan, og jafnvel ekki á öld Hallgríms Péturssonar. Sá sem kvað: Þraut er að vera þurfamaður brælanna i Hraununum, hefur ekki verið í skapi til að yrkja Passiusálma. Leikmenn þeir, er minntust Hallgríms á 350 ára afmæli hans, hafa sem sagt leyst verk sitt af hendi með mikilli prýði. Þeir hafa fært manninn Hall- grím nær okkur nútíðarmönn- um, en hann áður var og þar með gefið okkur ný. og betri tækifæri, en við áður höfðum til að njóta verka haps. En nú er veirið að stofna al- menningshlutafélag, samkvæmt amerískri fyrir.my'nd, í þeim tilgangi, að gjöra Hallgrími skrín eitt mikið á Skólavörðr holti. afmælum sóknarnefndarmanna, hreppstjóra og forstjóra, en lítið þar fram yfir, enda mun Þórbergur aldrei hafa komizt í sóknarnefnd, enn síður verið hreppstjóri eða forstjóri. Þetta tómlæti er að vísu furðulegra en svo, að orðum verði að komið. En óneitanlega hefði það verið skemmtileg tilbreyting, mitt í sorginni eft- ir Davíð og rétt ókominni fæð- ingarhátíð Hallgríms, að eiga eina notalega kvöldstund með Þórbergi og verkum hans i til- efni þessa afmælis. Það er svo sjálfsagður hlutur, að Þór- bergur muni lifa með þjóð sinni um ár og aldir, að þess þarf naumast að óska. En þá afmælisósk vildi ég fram bera, þótt seint sé, að guð forði hon- um frá því um alla framtíð, að einhver hluti hans verði skrínlagður á sama hátt og ráðgert er um Hallgrím Pét- ursso.n. Skúli Guðjónsson. ÁcBtlanir um bygg• ingarkostnað við Hallgrímskirkiu Frá verkfræðiskrifstofu Sig- urðar Thoroddsen hefur Þjóð- viljanum borizt eftirfarandi: „f blaðaskrifum um Hall- grímskirkju, hefur verið vitn- að í kostnaðaráætlanir þær, sem gerðar hafa verið um kostnað við kirkjubygginguna á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í samráði við skrifstofu húsameistara rikis- ins. Nokkur ruglíngur hefur orð- ið sums staðar í notkun þess- ara áætlana, og því telur Verk- fræðistofa Sigurðar Thorodd- sen rétt að taka fram eftir- farandi: 1) — f nóvember 1962 var gerð áætlun um heildarkostn- að við byggingu Hallgríms- kirkju, bæði þann hluta, sem þá var lokið, og þann, sem eftir var að reisa. í þessari kostnaðaráætlun er meðtalinn kostnaður vegna uppsteyping- ar kirkjunnar, einangrunar, múrhúðunar, málningar, raf- lagna, rafbúnaðar, hitalagna, innréttinga (kirkjubekkir, alt- ari o.fl,), orgelkaupa, frágangs lóðar o.fl. Þessi áætlun leiddi í ljós, að samkvæmt þáverandi verðlagi kostaði kirkjan full- búin 50 millj. kr. 2) — f febrúar 1963 var gerð áætlun um byggingu neðsta hluta kirkjuturnsins upp í 17,00 m. hæð ásamt með hliðarálmum tumsins. í þess- ari áætlun var gert ráð fyrir að fullgera samkomusal o.fl. í syðri turnálmu (bekkir o.fl. meðtalið) og skrifstofur presta, kennslustofu o.fl. í nyrðri tum- álmu. Allur frágangur utan og innan var innifalinn. Heildar- kostnaður við byggingu þessa áfanga var áætlaður 7,8 millj. kr. Nú er unnið að framkvæmd þessa áfanga. 3) — í sömu mund og ofan- skráð áætlun var gerð, var gerð önnur um að ljúka við að steypa upp og ganga end- anlega frá kirkjuskipi og kór ásamt turni upp í 27 m. hæð. Hliðarálmum tums var sleppt og eins kostnaði við þann hluta, sem þegar var byggður. Samkvæmt þeirri áætlun hefði kostnaður við að ljúka þessum áfanga orðið 25 millj. krónur. 4) — í apríl 1963 voru gerð drög að áfangaskiptingu við byggingarframkvæmdir, þann- ig að ljúka mætti við kirkju- smíðina árið 1974. Jafnframt var gerð áætlun um fjármagns- þörf vegna þessara fram- kvæmda. Samkvæmt þessari áætlun var fjármagnsiþörf vegna áframhaldandi bygging- arframkvæmda 41,6 millj. kr. 5) — Allar ofanskráðar kostnaðartölur eru miðaðar við verðlag í nóvember 1962“. Á veiðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.