Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 6
0 SlÐA HðÐVIUINN FimxQÍudagwx 26. marz 1064 Páskamyndir kvikmyndahúsanna □ Nú um páskana munu kvikmyndahús Reykjavíkur og nágrennis að vanda taka nýjar kvikmyndir á sýningarskrá. — Kennir þar margra grasa; við birtum hér stutt yfirlit um það, sem á boðstólum er. Kevin Corcoran og Fred MacMurray í Bon Voyage, sem er páska- myndin I Gamla bíó í þetta sinn. í Austurbæjarbíói verður um páskana sýnd myndin Elmer Ganfry og er gerð eftir samnefndri skáldsögu Sinclair Lewis. Hér sjáum við Burt Lancaster og Jean Simmons. Hafnarbíó sýnir um páskana myndina Frumskógalæknirinn. Héi sjáum við þá Burl Yves og en myndin gcrist í Batavíu. Rock Iludson i hlutverkum sínnm. Gamla bíó I Gamla bíói verður sýnd myndin Bon Voyage! Hér er um bandaríska gamanmynd að ræða, auðvitað í litum og gerða af Walt Disney. Myndin fjallar um bandariska fjöl- skyldu, sem fer í ferðalag til Parísarborgar og ratar þar í ýmis ævintýr. Fred MacMurray o g Jane Wyman leika aðal- hlutverkin, en börn þeirra Deborah Walley, Tommy Kirk og Kevin Corcooran, en þeir sið- astnefndu hafa áður leikið í vinsælum Disney-myndum, svo sem Robinson-fjölskyldunni. Stjörnubíó Stjömubió sýnir að þessu sinni eina frægustu hernaðar- mynd síðari tíma, Byssurnar i Navarone. Myndin fjallar um sex manna hóp skemmdar- verkamanna í enska hernum, sem taka að sér að því er virðist vonlaust verk — nefni- lega að eyðileggja fyrir Þjóð- verjum tvær fallbyssur og bjarga þannig lífi tvö þúsund manna. Aðalleikararnir eru allir vel þekktir, þeir Greg- ory Peck, David Niven. Ant- hony Quinn, Stanley Baker. Anthony Quayle og James Darren. Austurbæjarbíó Austurbæjarbíó býður um páskana upp á bandarísku kvikmyndina Elmer Gantry. sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu nóbelsverðlauna- skáldsins Sinclair Lewis. Er kvikmjmdin með íslenzkum skýringartexta, sem Guðjón Guðjónsson hefur gert. Saga Sinclair Lewis er bitur ádeila á hræsni og skinhelgi, og ætti kvikmyndin að eiga erindi nú ekki síður en sagan fyrir þrjá- tíu árum Burt Lancaster og Jean Simmons fara með aðal- hlutverkin. Nýja bíó Nýja bíó sýnir um páskana bandariska stórmynd í litum og CinemaScope er nefnist Ljúf er nóttin. Myndin er gerð eft- ir skáldsögunni „Tender is the Night“. eftir hinn þekkta bandaríska höfund F. Scott Fitzgerald. Jennifer Jones, sem flestum mun kunn úr fyrri bandarískum myndum, fer með eitt aðalhlutverkið, en með veigamikil hlutverk íara Jason Robards jr. og Joan Fontaine. Hafnarbíó Hafnarbíó sýnir okkur Frumskógalækninn um pásk- ana, og er myndin byggð á skáldsögu eftir Jan de Hartog, en á ensku nefnist hún The Spiral Road Myndin fjallar um ungan lækni. Rock Hudson, sem hefur starf í frumskósum Batavíu hjá öðrum lækni, sem leikinn er af Burl Yves. Lækn- irinn ungi trúir á mátt sinn og megin en hirðir lítt eða ekki um guð og kærieikann. Myndin lýsir svo mannraunum hans og viðbrögðum við þeim. Háskólabíó John Wayne þarf ekki að kynna kvikmyndahú=s'?e^tum, hann er enn í fullu fjnri og brátt fyrir ærinn a1dur enn “inn geðfelldasti slar,smáip'-all handarískra skemmtim v-da. Við hittum hann i vfpoi-nla- h'ó os nefnist 01'' Ji 'r'áin á Kyrrahafscy iurn: ’-’ettp er ævintýramynd í li/jum, og að sjálfsögðu tekin á Kyrrahafs- eyjunum sjálfum. Myndin er gerð eftir sögu bandaríska rit- höfundarins James Michener. Tjarnarbær Miljónarán í Mílanó, heitir páskamyndin í Tjarnarbæ. Er hér þjófagrín á ferðinni og tekur þátt i því fjöldi þekktra leikara. Hinn kunnasti þeirra mun vera Vittorio Gassman, en auk hans má nefna leikkon- una yndisfögru Claudia Car- dinale og gamanleikarann Carlo Pisacane. Bæjarbíó Páskamyndin í Bæjarbíó í Hafnarfirði verður að þessu sinni kvikmyndin Via, mala hefur henni enn ekki verið valinn íslenzkur titill þegar þetta er ritað. Hér er um fjöl- skyldudrama að ræða og er myndin tekin í Sviss og er í litum Kvikmyndin er gerð eftir skáldsögu John Knittel, en af leikurum má nefna Gert Fröbe og Joachim Hansen. Tónabíó 1 Tónabíói liggur Leíðin til Hong Kong. Er þetta ný, bandarísk gamanmynd, gerð af leikstjóranum Norman Pan- ama Aðalhlutverkin leika hvorki meira né minna en þeir Bob Hope og Bing Cros- by, en af kvenhlutverkunum má nefna þær Joan Collins og Dorothy Lamour. Þá eru gesta- hlutverk ekki síðri, en í þeim fyrirhittast David Niven, Dean Martin, Peter Sellers og Frank Sinatra Hafnarfjarðarbíó Hafnarfjarðarbíó hefur á- kveðið að taka ekki af sýn- ingarskrá mynd Ingimars Berg- mans, Að leiðarlokum, og verður húri því sýnd um pásk- ana Við vekjum athygli les- enda á þessari snilldarmynd, hún er eina myndin enn sem komið er sem fengið hefur sex stjörnur í kvikmyndagagnrýni Þjóðviljans. Kópavogsbíó f Kópavogsbíói hittum við fyrir Dáleidda bankagjaldker- ann. Myndin gerist þó ekki í Landsbankanum, eins og ein- hverjum kynni að koma til hugar, heldur er hún ensk að uppruna og er í Teehnicolor. Er myndin gerð eftir sam- nefndu leikriti Vemons Syl- vaine, en á hlutverkaskrá sjá- J|r Qm við George Cole og Vero- nicu Hurst. Laugarásbíó Laugarásbíó sýnir að þessu sinni hina heimsfrægu mynd Hundalíf eða Mondo cane eins og hún heitir á ítölsku. Er þetta mynd sem sýnd hefur verið við mikla aðsókn um heim allan, en í henni er brugðið upp ýmsum furðuleg- um myndum af mannlífinu eins og það getur orðið á öld vísindanna. 30. sýning á Hamlet A annan í páskum verður þrítugasta sýningin á Hamlet I Þjoðleikhúsínu. Það má teljast mjög góður gangur á „drama- tísku“ verki og hefur húsið oftast verið þéttsctið á sýningum. En nú mun sýningum fara að fækka á leiknum úr þessu. — A myndinni sést Róbert Arnfinnsson í hlutverki kóngsins. Ályktanir aðalfundar Fé- lags Sandbúnaðarkandidata Aðalfundur Félags íslenzkra búfræðikandidata var haldinn í marz 1964. Að Ioknum aðal- fundarstörfum var rætt um landbúnaðarstefnuna hér á landi. Frummælcndur voru þeir Gunn- ar Bjarnason, kcnnari, og Jónas Jónsson. kcnnari. Miklar um- ræður urðu um málið, og var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundur I félagi íslenzkra bú- fraeðikandidata haldinn í Reykja- vík dagana 21. og 22. marz 1964 gerir eftirfarandi ályktun: Vegna uramæla, sem fram hafa komið í ræðu og riti und- anfarna mánuði, um gildi ís- lenzka landbúnaðarins og fram- tíðarstefnu í landbúnaðarmálum skal eftir farandi tekið fram: 1. Fundurinn mótmælir því, sem algjörri fjarstæðu, að land- búnaðurinn sé og hafi verið hemill á hagvöxt þjóðarinnr. 2. Fundurinn telur. að á und- anfönrum árum hafi framleiðni landbúnaðarins stóraukizt og í vissum greinum landbúnaðarins (sauðfjárrækt. heyframleiðslu og gróðurhúsarækt) hafi nú þegar náðst iafnfætisstaða við land- búnað grannþjóðanna. 3 Fundurinn telur mjög að- kallandi að stórauka fóðuröflun ]anHhi'inaaarins með aukinni og fiölh-eytta”i ræktun og að auka og bæta beitar- og afréttarlönd landsins. 4. Fundurinn telur mjög að- kallandi, að aukin verði mark- aðskönnun ísl. landbúnaðarvara og m.. leitð eftir samningum um sölu umfram-afurða til langs tíma. 5. Aðkallandi er að auka og bæta aðstöðu til tæknibúnaðar í landbúnaðinum, sem grund- vallist á auknum tilraunum og rannsóknum. Sérstaklega bendir fundurinn á nauðsyn rannsókna, er lúta að byggingu gripahúsa og tæknibúnaði þeirra. 6. Það er mikilvægt' fyrir ís- lenzkan landbúnað, að gerð verði athugun á skipulagningu byggðarinnar, og hvort hugsan- legt væri að taka upp í til- raunaskyni stærri búrekstur með Samkvæmt tilkynningu frá sænska sendiráðinu í Reykja- vík hafa sænsk stjómarvöld ákveðið að veita fslendingi styrk til náms í Svíþjóð skóla- árið 1964—’65. Styrkurinn mið- ast við 8 mánaða námsdvöl og nemur 5.600 sænskum krón- um, þ.e. 700.00 krónur á mán- uði. Ef styrkþegi stundar nám sítt í Stokkhólmi, getur hann fengið sérstaka staðaruppbót á styrkinn. Ætlazt er til, að styrknum sé varið til frekara náms í sambandi við eða að frjálsu samreksturssniði. 7. Að lokum vill fundurinn færa hinum ýmsu stofnunum landbúnaðarins þakkir fyrir öt- ula baráttu fyrir velgegni land- búnaðarins, en jafnframt sköfar fundurinn á þessar stofnanir ?að hvika hvergi f áframhaldatidi baráttu fyrir bættum hag' land- búnaðarins og um leið betn' og ódýrari búvöruframleiðslu. Það er eitt stærsta sjálfstæðisniál þjóðarinnar". Stjóm félagsins skipa: For- maður Hjalti Gestsson. ráðunaut- ur, Selfossi. Ritari Ölafur Guð- mundsson, framkvæmdast., Hvanneyri. Gjaldkeri Stefán H. Sigfússon, búfræðikandidat, Reykjavík. afloknu háskólanámi á fs- landi. Til greina kemur að skiPta styrknum milli .tveggja eða fleiri umsækjendaj ef henta þykir. 6‘ Umsóknir sendist mennta- málaráðuneytinu, istjórnarráðs- húsinu við Lækjartórg, fyrir 20. apríl n.k.. og fyjgi staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð n fást í menntamálaváðuneytinu og hjá sendiráðum fsland^ erlendis. (Frá menntamálaráðuneytinu). Svíar bjóða íslendingi námsstyrk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.