Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 8
0 SlÐA HOÐVILIINN Fimrntudagur 36. marz 1964 SANNLEIKURINN UM MORÐIÐ Á KENNEDY Thomas Buchanan hefur veríð í Bandaríkjunum og skrífar þaðan: JACK RUBY MUN EKKIENDA ÆVI SÍNA í RAFMAGNSSTÓL í DALLAS Thomas Buchanan, höfundur skýrslunn- ar um morðið á Kennedy forseta sem við höfum birt kafla úr undanfarið, er búsettur í París. Undanfarið hefur hann verið heima í Bandaríkjunum, sumpart til að fylgjast með réttarhöldunum yfir Jack Ruby í Dall- as, en einkum þó til að kynnast nánar öllum staðháttum þar sem morðið var framið. Hann kom einnig við í Washington og ræddi þar við fulltrúa rannsóknamefndar þeirrar, sem Earl Warren hæstaréttarforseti er for- maður fyrir og falið hefur verið að reyna að komast til botns í þessu margslungna máli. Við höfum enn ekki lokið að fullu að birta skýrslu Buchanans, en gerum hlé á því til að koma að grein sem hann hefur skrifað um dvöl sína vestra. Síðustu kaflar skýrsl- unnar verða birtir í blaðinu eftir páska. Samsærið er tekið að éta sín eigin böm, ef svo má kom- ast að orði. Þeim sem lesið hafa skýrslu mína setti ekki að hafa komið á óvart líflátsdómurinn yfir Ruby, þó að flestir fréttamenn hafi talið hann óvæntan. Þvi að ef Ruby var viðriðinn samsær- ið ásamt Oswald og hinum vit- orðsmðnnunum, þá varð hann einnig að hverfa af sjónarsvið- inu, alveg eins og Oswald á undan honum. En Ruby mun ekki láta lífið í rafmagnsstólnum. Hann mun ekki lifa nógu lengi til þess. Hann verður allur áður en að aftökustundinni kemur. Allt hefur verið búið i haginn: Það er búið að gera svo mikið úr geðbilun hans, að hún mun talin líkleg skýring á sjálfs- morðstilrauninni. Og ég er sannfærður ima að honum mun takast að fyrirfara sér. Sjálfsmorð Hefur ekki sjálfur lögmaður Rubys reynt að færa sönnur á, að skjólstæðingur sinn sé svo bilaður á geðsmunum, að hann viti ekki hvað hann geri? Hvað væri þá eðlilegra en að i næsta geðveikikasti, sem sjálfsagt laet- ur ekki á sér standa, muni Ruby, niðurbrotinn eftir dauða- dóminn í Dallas, reyna að stytta sér aldur? Með honum myndi úr sögunni sfðasta hætt- an á uppljóstrunum um morð- ið á Kennedy. Ég tel því að rannsóknar- nefndin sem skipuð var tíl að kanna öll atvik málsins og Earl Warren hæstaréttarfor- seti er formaður fyrir, verði umfram allt að neyta réttar síns að taka Ruby í sína vörzlu þar til mál hans verður tekið fyrir áfrýjunardómstói, Það væri ekki ednungis ó- mannúðlegt að skilja hann eft- ir í höndum lögregiu þar sem einn eða fleiri vilja ráða hon- um bana, heldur mjmdi það einnig torvelda enn rannsókn máisins, sem dauði Oswalds hefur þegar gert erfitt að kom- ast til botns í. Við skulum vona að Ruby verði forðað frá örlögum Os- walds. En mönnum skjátlast, ef þeir halda að Jack Ruby muni vilja kaupa sér grið með því að leysa frá skjóðunni og koma upp um vitorðsmenn sína. Það væri honum ekki til fram- dráttar nema hann væri aðeins sekur um morðið á Oswald og algerlega saklaus af morðinu á Kennedy. Honum væri það ekki til framdráttar nema lög- reglan hefði neytt hann til að drepa Oswald — og auðveldað honum það verk —. en heitið honum í staðinn fullum grið- Rannsóknaxnefndin sem kennd er við Warren hæstaréttarforseta, Þessa mynd tók Buchanan ofan af Jámbrautarbrúnni sem hann heldur fram að annar morðing" Kennedys hafi skotið frá og hæft forsetann f barkann Efri örin vísar á gluggann á sjöttu hæð bókageymsluhússins, sem hinum skotunum var skotið úr, þeim sem hæfðu íorsetann að aftanverðu og Connally rikisstjóra. Neðri örin bendir á rauf í brúarstólpa sem auðvelt var ajð skjóta gegnum. myrt Oswald, heldur hefði hann einnig verið einn af morðingjum eða ráðbönum for- setans. Hann væri ekkert bet- ur staddur. Það er þess vegna að vitorðs- menn Rubys geta treyst hon- um til að þegja, a.m.k. fram að þeirri stundu að allar leiðir hafa lokazt honum. En þegar þar kemur, þá munu þeir hafa ástæðu til að óttast að Ruby kiomi upp um þá, annaðhvort af hefnigimi eða í örvæntingu. Það er þess vegna að svo mikið ríður á, að Ruby sé komið í vörzlu einhvers aðila. eins og rannsóknamefndar Warrens, sem hafin er yfir grun. Skýrsla mín um morðið á Kennedy sem hér hafa verið birtir kaflar úr er nú í góðum höndum í Washington eftír að einn af fulltrúum i rannsókn- arnefr.d Warrens fór fram á að fá hana. Ég ræddi þetta mál við hann eftir meira en klukkustundar fund með aðstoðardómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, Nic- holas De B. Katzenbach, sem Robert Kennedy dómsmálaráð- herra hefur fengið æ meiri völd í hendur síðustu mánuð- ina. Það var Katzenbach sem kom mér í samband við rann- sóknamefnd Warrens. Í Dallas Þessar viðræður í Washing- ton áttu sér stað eftir hálfs- mánaðar dvöl í Bandaríkjun- um, fyrst í Dallas, síðan í Mi- ami og New York. Það var ekki megintilgang- ur minn með förinni til Dall- as að fylgjast með skrípaleik þeim sem réttarhöldin yfir Jack Ruby voru. Ég hafði fremur í huga að skoða mig um á þeim slóðum þar sem Kennedy var myrtur, virða fyr- ir mér jámbrautarbrúna og húsin þama í grenndinni; ég ætlaði, eftir því sem unnt væri, að reyna að gera mér fyllri grein fyrir atburðarásinni, sem morðingjamir höfðu ákveðið fyrirfram köldu blóði. Lesendur skýrslu minnar hafa kynnzt niðurstöðum mín- um og hér birtast ljósmyndlr sem ég tók þegar ég var í Dall- as. Þær sýna, að miklu auð- veldara var að hæfa Kenne- dy forseta gegnum raufamar á múrstólpum brúarinnar en frá sjöttu hæð bókageymslu- hússins, sem forsetabíllinn var þegar kominn framhjá þegar skotið var á hann. Skotmaður á brúnni var ekki aðeins í minnstu fjarlægð frá skotmark- inu, heldur var það í beinni stefnu frá honum. Vindhlífin I Washington, þar sem menn halda til streitu kenning- unni um að Oswald hafi verið einn að verki, varð ég var við að fátt var mönnum ofar í huga en að vefengja með öll- um réðum vitnisburð þann sem Richard Dudman birti fyrst í „St. Louis Dispatch" (en síðar var staðfestur af Frank Corm- ier frá Associated Press). Dud- man bar að hann hafði séð á vindhlíf forsetabílsins „lítið og kringlótt“ skotgat. Allir þeir blaðamenn sem ég um fyrir hinn glæpinn, sem dauðarefsing lægi ekki við, hversu alvarlegur sem hann hefði verið. Við skulum gera ráð fyrir að Ruby hafi verið viðriðinn morðið á Kennedy. Með þvi að koma upp um vitorðsmenn sína, yrði hann neyddur til að játa að hann hefði ekki aðeins — hann er fyrjjr miðju boroi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.