Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 4
1 4 SlÐA ÞIÓÐVILIINN Fimmtudagur 26. marz 1964 Ctgefandi: Samedningarflokkur alþýðu — Sdsíallstaflokk- trrinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jdnsson, Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófseon. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust 19 Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Lífskjörin VTér í blaðinu hefur það margsinnis verið rakið með tölum og línuritum hvernig kaupmáttur tímakaups verkamanna he'fur breytzt á undan- förnum árum. Hefur þar komið í Ijós að kaup- máttur tímakaupsins lækkaði þegar mjög veru- lega 1947, og síðan hefur kaupmátturinn yfirleift verið lægri en hann var í styrjaldarlok og oft miklu lægri, en leiðréttingar hafa yfirleitt aðeins fengizt eftir erfið verkföll. rjri T nýútkomnu he'fti af tímaritinu „Úr þjóðarbú- skapnum" er birt ýtarleg ritgerð um „atvinnu- fekjur alþýðusfétta" á tímabilinu eftir styrjöld- ina, og atvinnutekjur m.a. bornar saman við verð- lagsþróuninni 'til þess að finna kaupmátt þeirra. Er í þessari ritgerð margvíslegan og athyglis- verðan fróðleik að finna, þótt sumt beri að no’ta með varúð, þar sem forsendan er úrtak úr ska'tta- framtölum manna, en býsna margir aðilar í þjóð- félaginu ha’fa aðstöðu til að felja rangf fram eins og alkunnugf er. En það sem fakmarkar mesf gildi þessarar ritgerðar í umræðum um k'jaramál er sú aðferð höfundar að bera saman heildar- 'fekjur og kaupmátt þeirra, en ekki tímakaup eða aðra hliðsíæða einingu. Lífskjör manna verða ekki einvörðungu mæld með því Hver'já peningafúlgu þeir beri úr býtum á ári hverju, Heldur skip'tir það einnig meginmáli hversu mikið og langf er'f- íði menn verða á sig að legg'já til þess að vinna fyr- ir kaupinu. Nægilegur 'tími til Hvíldar, aðstaða til að sinna hugðare'fnum og skemmfunum, er velga- mikill þáftur í lífskjörum manna. Það er Hæpið að halda því fram að lífskjör manna ha'fi bafnað þótt þeir ha'fi 'fengið aðsföðu til þess að hækka raunverulegt árskaup sitt' með því að bæfa við sig eíns og fveggja tíma sfrit’i á degi Hverjum, eða með því að fórna flesfum sunnudögum ársins í erfiðisvinnu. Vinnutíminn er einn mikilvægasti þátfurinn í þessu reikningsdæmi — og það er Hæpin Hagfræði að láta eins og sá þáttur sé alls ekki til. Rétfur mælikvarði á lífskjörin ’fæsf ein- mitf með hinu, að bera saman kaupmátt tíma- kaups eða annarrar hliðstæðrar einingar, og er sá samanburður þungur áfellisdómur um sfjórn- arstefnuna að undan'förnu. T^n þótt þessir alvarlegu annmarkar séu á grein tímaritsins „Úr þjóðarbúskapnum“ eru ýms- ar niðurstöður hennar mjög hörð gagnrýni á stjórnar'farið á íslandi. Þar er meðal annars greinf frá því að á tímabilinu 1948-1962 hafi kaupmáff- ur verkamannatekna í Reykjavík aðeins h’ækkað um 3%, eða tvo þúsundusfu á ári að meðaltali, enda þótt vinnutíminn hafi á þessu árabili lengzt til mikilla muna. Á þessu tímabili hafa þ'jóðar- tekjur á mann hins vegar hækkað um því sem næst fjórðung. Misskipting þjóðarteknanna he'f- ur þannig magnaz'f stórlega á þessu fímabili, og er það gróflegt blygðunarleysi þegar valdHa'farnir boða þá kenningu að óðaverðbólga og annar e'fna- Hagsg’lundroði í þióðfélaginu sta'fi a'f því að verka fólk hafi heimtað of mikið í sinn hlut. — m. í I ! I ! TAWA Þar ríkir gleðin í hásæti Spjallað um smósyndara þessa bœjar Hér stcndur kempan Jónas Fr. Guðmundsson og vinnur við uppskipun úr Selíossi. •— (Ljósm. G. M.). Þeir sem eru komnir af léttasta skeiði og enu svo- lítið upp á heiminn hér i bæ kannast við Jónas Fr. Guðmundsson og frú. Hver er Jónas Fr. Guð- mundsson og frú? Mörgum gáskafuglinum af eldri kynslóðinni hitnar í hamsi er hann heyrir um þessi sómahjón og leiðir hug- ann að heldur lævísu orða- lagi á dansauglýsingum und- anfarin ár frá Alþýðuhúsinu, Þórscafé eða Breiðfirðinga- búð, þar sem gömlu dansam. ir eru iðkaðir og þeim stýrir Jónas Fr. Guðmundsson og frú. Glaður og reifur hefur Jón- as þeyst um dansgólfin hér í bæ með seinni konu sinni hart nær tvo áratugi og eru þau ennþá létt og kát í spori og mörgum hafa þau miðlað af kátínu sinni og gáska. Nú er Jónas sjötugur 31. marz næstkomandi. Hverjir eru ekki smásynd- arar í þessum bæ? segir Jón- as Fr. Guðmundsson og frú. Þetta mætti kannski hugleiða yfir bænadagana, þegar hin þunga andakt páskahátíðar- innar leggst á lífsglatt fólk, þó að komið sé til ára sinna. Smásyndir veita mörgum ynd- isauka í lífinu og að geta sprett úr spori eina kvöld- stund er lifsins lind. 1 fyrradag sá ég Jónas á reiðhjóli á Vesturgötunni og brunaði hann þar 1 bílaös- inni fimur eins og köttur enda hefur hann ianga og holia æfingu úr gömlu döns- unum hér í bæ. Hvernig hefur frúin það, kallaði ég til hans. Hún er létt og kát, elsk- an mín. kallaði hann á móti. Lengra var nú ekki við- talið þann daginn. '*> Jónas Fr. Guðmundsson er fæddur hér i Reykjavík og hefur að mestu verið viðloð- andi þennan bæ. Hann man fyrst eftir sér á Bergstaða- stígnum og var hann þá að hoppa parís með lítilli leik- systur. Þetta var fyrir alda- mót. Snemma beygist krókur- inn og hann er búinn að hoppa með mörgum leiksystr- um síðan. Ég hitti Jónas nið- ur við höfn einn daginn og hefur hann unnið þar sem eyrarvinnukarl á föstu gengi hjá Eimskip síðan árið 1921. Þetta er hóglátur og hvers- dagsgæfur maður og lét ekki mikið yfir sér þama á bryggj- unni. Hann hefur þó marga hildi háð í stéttarbaráttunni og er einstaklega traustur og góður félagi f hópi hafnar- verkamanna. En á laugardagskvöldum er hann kominn út á dansgólfið og þá fær þessi hógláti mað- ur yfir sig einkennilega reisn og hann svífur með reykvískar frúr léttur á bár- unni. Svona hefur þetta vax- ið upp í listræna íþrótt með árunum. Ég kom í heiminn utan- veltu hjónabandsins og hef- ur verið hægt að misstíga sig á gömlu dönsunum f þann tíð, sagði Jónas spotzkur á svip. Ég var hinsvegar svo heppinn að eignast traustan og góðan frændgarð beggja megin og væsti aldrei um mig í uppvexti. Foreldrar mínir hétu Guð- mundur Jónasson og Ragn- heiður Vigfúsdóttir. Móðir mín var ekkja hér í bænum og faðir minn ungur sjómað- ur húnvetnskur að kyni. Nokkur aldursmunur var á þeim. Móðir mín flutti til Ameriku um aldamótin og átti ég fimm hálfsystkini þeim megin. Þar má geta Odds Jónssonar í Ráðagerði og gerði hann út kúttera um skeið. Faðir minn flutti hinsvegar norður í Axarfjörð og " kvæntist þar Sigmundu Jónsdóttur frá Vestralandi og bjó þar lengi ágætu búi. Þau eignuðust níu böm og ég níu hálfsystkini og dvaldi ég þar um skeið og reyndist Sigmunda ágæt stjúpa mín. Einn hálfbróðir minn er Sigurjón Guðmundsson í Freyju og gjaldkeri Fram- sóknarflokksins um árabil. Hann þykir peningaglöggur maður, Sigurjón bróðir. Kom það snemma fram í föður- garði. Aður en ég réðist til Eim- skips var ég meira og minna á sjónum frá fermingaraldri, og var ég til dæmis f fyrri heimsstyrjöldinni á kútter Seagull og kútter Ihó og átti hálfbróðir minn, Oddur Jóns- son í Ráðagerði, hlut að þessari útgerð. Ég gekk snemma í Sjó- mannafélagið og gamla Jafn- aðarmannafélagið og slóst með Ólafi Friðrikssyni á þeim árum. Síðar gékk ég í Jafn- aðarmannafélag íslands og slóst með Héðni Valdemars- syni. Það var mikill heillakarl á sínum tíma. Á þessum ár- um lærðist mér að taka hlut- ina ekki of hátíðlega og sproksetja alla hræsni á rétt- um stöðum. Þá réri ég. um skeið á Austfjörðum og kynntist þar fyrri konu minni. Hét hún Guðbjörg Jónsdóttir og var ættuð frá Norðfirði. Hún ól mér þrjá syni og eina dóttur og eru þrjú böm mín uppkomin, Jón Jónasson búsettur hér i Reykjavík. Guðmundur Jónas- son búsettur í Keflavík og Ragnheiður Jónasdóttir bú- sett skammt frá New York. Þessa konu mína missti ég árið 1938. Skömmu síðar kvæntist ég seinni konu minni og heitir hún Ólafía Kristjánsdóttir og höfum við alið upp eina sonardóttur mína Kolbrúnu að nafni. Það hefur verið okkar ellisól. Margir hugsa hlýlega heim til Jónasar Fr. Guðmundsson- ar og frú á þessum tímamót- um. Þau eiga heima að Hring- braut 80. Þau hafa miðlað ríkulega lífs- gleði og kátinu til samferða- fólks síns hér í bæ og eiga þakkir skildar. Skammt frá glugganum þeirra rís mynda- stytta Héðins Valdemarssonar og er reisn yfir þessum braut- ryðjanda verkalýðhreyfingar- innar á Islandi. I-Iéðinn var líka gleöimaður. — g.m. ! i ! I I I Auglýsing: Sementsverksmiðja ríkisins vill ráða starfsmann í rannsóknarstofu og við birgðavörzlu á Akranesi. Laun samkvæmt kjarakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist skrifstofu verksmiðjunn- ar fyrir 15. apríl n.k. ALLIR PÁSKAGUÐS- ÞJÖNUSTUR 1 AÐVENT- kirkjunni Föstudaginn langa klukkan 5. Páskadaqinn. kl. 5. P’iölbreyttur söngur undir stjórn Jóns Hj. Jónssonar. VELKOMNIR. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.