Þjóðviljinn - 26.03.1964, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Síða 1
KENNARAR SVIKNIR UM KAUPGREIÐSLUR í allan vetur hafa kennarar við gagnfræðaskól- ana verið sviknir um kaup fyrir heimavinnu sína, en margir kennarar hafa sem kunnugt er verulega heimavinnu við leiðréttingar á stílum og öðrum úrlausnum. Heimavinna var áður greidd samkvæmt reglugerð, en hún féll úr gildi með kjarasamning- um og kjaradómi á sl. ári. Átti eftir það að semja sérstaklega um greiðslu fyrir heimavinn- una. Hafa fulltrúar kennara átt í viðrasðum við fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu i vetur, en samningar hafa gengið dræmt og ekki borið neinn árangur. Var að lokum ákveðið á við- ræðufundi á mánudagskvöldið var að vísa málinu til sátta- semjara, en takist honum ekki að ná samkomulagi fer málið til kjaradóms. Gettrr svo farið að úrskurður hans falli ekki fyrr en í sumar! Við menntaskólann og verzl- unarskólann munu kennarar hafa fengið bráðabrigðagreiðslu fyrir heimavinnu sína í samræmi við reglugerð þá sem gilti í fyrra, en endanlega verður gert upp eftir að niðurstaða er fengin. Hins vegar háfa gagnfræðaskóla- kennarar ekki fengið einn eyri eins og áður er sagt, og hefur það auðvitað komið sér mjög illa fyrir marga þeirra. Virðist hér bæði um að ræða slæleg vinnubrögð og þvermóðsku hjá stjórnarvöldunum. Yfirmaður Atlanzhafsflota NATO væntanlegur 31. þm. ■ N.k. þriðjudag, 31. marz, er Smith aðmíráll, y'f- irmaður Atlanzhafsflota NATO, væntanlegur mun hann ræða við fréttamenn. Flotaforinginn hefur boð inni í Hótel Sögu um kvöldið. Btmdaríkin veita aðstoð í Suður- Vietnam Myndín hér að ofan var send nt af bandarískn fréttastafumti AP. Þessi texti fylgdi með mynditmi frá frétiastofnnni: ,,r,ítill drengur reynir bvað hann getur til að hjálpa móður síimi sem suðnr- vietnamskur hermaður heldur fastri t3 að hún h laupi ddd á eftir maimí sínum, sem tekinn var höndum í þorpinn Cai Cai, einn af nm 300 þorpsbúnm sem handteknir vorn þar, sakaðir mn að vera í skæruliðasveitum Vietcongs*. Um sama leyti og myndin var tekin lýsti Johnson Banda- ríkjaforseti því hátfðlega yfir í Washington að það væri „skylda Bandartkjanna að veita Suftur- Vietnam alla aðstoð". Myndin hér að ofan og önnur á tólftu *íöu blaðsins gefa nokkra hngmynd um eðlís sú aöstoð cr ie*n ibúar Suður-Vietnams geta vænzt frá Bandaríkjumtm. hingað til lands í stutta heimsókn. Mun hann eiga viðræður við forsetann, forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra. Smith aðmíráll er bandarískur og fyrir tiltölulega skömmu tekinn við stöðu sinni sem yf- irmaður flota Atlanzhafsbanda- lagsins hér í norðurhöfum. I fylgd með honum hingað verður kona hans. Póskahretið Aldrei fór það þó svo að ekki kæmi páskahret. 1 fyrradag og gær snjóaði víðast hvar á land- inu og hér í Reykjavík var hríð annað slagið í gær og snjóföl á götum. Samkvæmt veðurspánni á veðrið að ganga niður í dag og aftur að fara að hlýna. Myndin éar tckin í einu élinu i gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Viðræðufundur í Reykjavík Flotaforinginn kemur til her- stöðvarinnar á KeflavíkurfLug- velli n.k. þriðjudagsmorgun, en eftir hádegi leggur hann leið sína til Reykjavíkur og ræðir þá sem fyrr segir við forseta íslands, Bjama Benediktsson forsætisráðherra og Guðmund 1. Guðmundsson utanríkisráð- herra. Síðdegis hefur bandaríski am- bassadorinn, James K. Penfield, móttöku í sendiráðsbústaðnum, en um kvöldið situr aðmírálinn veizlu utanríkisráðherra. Miðvikrudaginn 1. apríl situr Smith aðmíráll hádegisverðarboð Varðbergs en að honum loknum omuSag í fargjaida- deilu SAS og Loftleiða? ■ í gær birtu Vísir og útvarpið þá frétt að náðst hefði samkomulag á fundi flugmálastjóra Norð- urlanda sem haldinn var í Ósló 23.—25. þ.m. um tillögu varðandi lausn á fargjaldadeilu Loftleiða og SAS og yrði samkomulag þetta lagt fyrir rík- isstjórnir viðkomandi landa. Staðfesti Kristján Guðlaugsson, formaður stjómar Loftleiða, í viðtali við Þjóðviljann í gær að rétt væri frá hermt. Kristján Guðlaugsson sagði að þessi frétt hefði komið sér mjög á óvart. í fyrrakvöld hefði Agn- ar Koefoed-Hansen flugmála- stjóri borið fram tillögu á fund- inum til lausnar deilunni en flugmálastjórar hinna . landanna hefðu hafnað henni algerlega og hefði almennt verið álitið að þar með væri fundurinn farinn út um þúfur. Svo virtist hins vegar sem flugmálastjórum h.inna Norðurlandanna hefði snúizt hugur þvi fund- ur var aftur boðaður i gænnorgun og þá hefði sam- komulag náðst, væntanlega á grundvelli tillagna Agnars Koe- foed. Annars kvaðst Krstján engar upplýsingar geta gefið um I málinu frá sér til rlkisstjóro- efni samkomulagsins á þessu anna og verður samkomulag stigi málsins. það sem þeir hafa gert með Það sem hér hefur gerzt, sagði sér lagt fyrir þær svo og deilu- Kristján er eingöngu það að aðila, Loftleiðir og SAS, tfl flugmálastjóramir hafa vísað samþykkis eða synjunar. Harðnandi keppni í lands- liðsflokki á Skókþinginu I 5. umferft f landsliðsflokki á Skákþingi íslands 1964 urðu úrslit þau að Bjöm Þorsteins- son vann Magnús Gunnarsson, Trausti Björnsson vann Halldór Jónsson, Jón Kristinsson vann Hilmar Viggósson, Helgi Ólafs- son vann Þórð Þórðarson. Skák- ir Freysteins Þorbergssonar og Jónasar Þorvaldssonar. Braga Kristjánssonar og Gísla Péturs- sonar fóru í bið. A Jónas unna stöðu gegn Freysteini og Bragi betra gegn Gísla. Staðan cftir 5 umferðir er þá þessi: 1. Freysteinn 4 v. og 1 þið. 2. Helgi 4. 3. —4. Bjöm ZVz, Trausti 3V2- 5. Bragi 3 og 1 bið. 6. Hilmar 21/,. 7. Jón 2. 8. Þórður 1%. 9. Jónas 1 og 2 bið. 10. Magnús 1. 11. Gísli y2 og 2 bið. 12. Halldór %. I meistaraflokki eru 17 kepp- endur og er Benedikt Halldórs- son efstur með 3 vinninga og Haukur Angatýsson nætur með 2‘/2 vinning. 1 1. og 2. flokki sem tefla sameiginlega er Andrés Fjeldsted efstur með 3 vinninga. Þjóðviliinn er í dag, skírdag. 16 síður. Nœsta blað kemur út miðvikudaginn eftir póska, 1. apríl.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.