Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.03.1964, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. marz 1964 hitti báru hina mestu virðingu fyrir reynslu og starfshasfni Dudmans, en fullyrtu þó, alveg eins og hinir opinberu rann- sóknarmenn, að Dudman og Cormier hafi getað skjátlazt. að þeir hafi ekki komizt nægi- lega nálægt bílnum — sem lög- reglan bannaði þeim að skoða gaumgæfilega — til þess að ganga úr skugga um að gat hafði ekki komið á vindhlífina, heldur hefði hún aðeins sprung- ið af völdum endurkastaðrar kúlu. Það er nú staðhæft að þessi endurkastaða kúla hafi verið sú sem særði Connally ríkisstjóra. Enda þótt ég geti aUs ekki komið auga á, hvemig þetta atriði geti ógnað öryggi ríkis- ins, hefur engum blaðamanni enn gefizt kostur á að skoða þessa dularfullu vindhlíf, nærri f jórum mánuðum"' eftir morðið. Vindhlífin var send rannsókn- amefnd Warrens, en ábreiðu sveipað um hana svo að blaða- menn gætu ekki séð hana. og hún var flutt aftur úr húsa- kynnum nefndarinnar með sömu leynd. Formælendur nefndarinnar hafa ekkert látið uppi um niðurstöðumar af at- hugun hennar á vindhlífirmi. Fjórar kúlur En bæði er það að ástæða er til að efast um gildi sönn- unaxgagns, sem lagt er fram eftir svo langan tíma, og hitt að ég tel nú að vindhlífin og þær spumingar sem hún vakti skipti ekki lengur höfuðmáli. Nú þegar ég hef kynnt mér alla staðhætti, tel ég að kúla sem skotið hefði verið ofan af jámbrautarbrúnni hefði farið yfir vindhlífina. Þegar fyxsta skotinu var hleypt af, var for- setabíllinn á leið niður slakka, 60 metra frá brúnni. Frampart- ur bílsins var þvi neðar en aftursætin. Kúla sem stefndi í átt að barka forsetans, á ör- lítið lækkandi braut, hefði þvi átt að fara rétt yfir vindhlíf- ina. Kúla sem farið hefði gegn- um vindhHfina hefði þvi ekki hæft í mark. Engu að síður er vitnisburð- ur þeirra Dudmans og Cormiers mikilvægur. Standist hann, þá verður að draga þá ályktun að fjórum kúlum hafi verið skotið og að sú fjórða gersamlega misst marks. Hins vegar hefur einn af hinum opinberu rann- sóknarmönnum. sem mér er ó- heimilt að nefna með nafni, fullvissað mig um að hafi fjór- um kúlum verið skotið, þá hlytu morðingjamir að hafa verið tveir. Að sögn hans hefur það verið algerlega sannprófað að enginn maður sé fær um að skjóta á jafnskömmum tíma fjórum skotum úr hálfsjálf- hlaðningi með sjónaukamiði. Púðrið Háttsettur embættismaður sem vinnur að rannsókn málsins staðfesti við mig annað mikil- vægt atriði: A því er engin við- unandi skýring að engar púður- leifar voru á vöngum Oswalds, þegar lögreglan gerði á honum parafínpróf skömmu eftirhand- tökuna. Embættismaðurinn viður- kenndi að hér væri um að ræða veikan hlekk í atburða- rásinni: Hann sagði að Oswald hefði ekki getað náð öllu púðr- inu úr svitaholum andlitsins nema með þvi að þvosérvendi- lega með sápu og bursta, eins og læknar gera fyrir skurðað- gerð. En hafa yrði í huga, sagði hann, „að slíklr veikir hlekkir eru í öllum glænamál- um.“ Skotfimin Ég fékk það staðfest að þriðja atriðið í hinni opinberu skýringu fær ekki staðizt. Þegar ég ræddi við reyndan blaðamann í Washington. fannst mér sem það væri enn skoðun opinberra aðila þar, að jafn léleg skytta og Oswald hefð) getað skotið í mark tveimur skotum af þremur frá sjöttu hæð bókageymslunnar. — „Kannski hann hafi haft. heppn ina með sér þennan dae“ haf'' blaðamaðurinn sagt við mig. HÖÐVILJINN - siða 9 Þessi mynd er tekin gegnum raufina á brúarstó lpanum, en billinn sem nálgast brúna er á sama stað og forsetabíHinn var þegar fyrsta skotið reið af. Myndin sýnir glögglcga hversu ákjósan- Iegt skotmark billinn var frá brúnni. En þetta var ekki skoðun rannsóknarmannsins, sem ég ræddi við síðar. Sá embættis- maður sagði mér afdráttarlaust, að maður sá sem skaut frá bókagejrmslunni — sé gert ráð fyrir að hann hafi verið eini morðinginn — hafi hlotið að vera „frábær“ skytta. Og hann viðurkenndi að einkunnir þær sem Oswald fékk fyrir skot- fimi í landgöngusveitunum væru slíkar að ástæða væri til að efast um frábæra skotfimi hans. Máltíðin Ég vakti athygli á fjórða hæpna atriðinu í hinni opin- beru skýringu: Oswald hefði ekki getað neytt máltíðarinnar og reykt sígarettumar sem leifar fundust eftir í herberg- inu á sjöttu hæð bókageymsl- unnar. Hann hefði ekki getað það. í fyrsta lagi vegna þess að hann hefði ekki haft tíma til þess og í öðru lagi vegna þess að hann hefði aldrei reykt áður. Opinber heimildarmaður stað- festi mat mitt á þessu atriði. Mér var sagt að rannsóknamefndin vissi að Oswald hefði ekki neytt þessarar máltíðar né reykt sígarettumar: Það hefði ekki verið Oswald, heldur einn af starfsfélögum hans. Hann myndi eflaust verða yfirheyrð- ur um ástæðumar fyrir því að hann skyldi velja þennan ein- kennilega stað til að snæða á, einmitt þann dag þegar Kenne- dy var myrtur. Ég var annars fullvissaður um að allir starfsmenn bóka- geymslunnar myndu verða yf- irheyrðir af rannsóknamefnd- inni. Það er þess vegna að enn er erfitt að segja fyrir um hve- nær nefndin lýkur störfum. Sumir telja að það verði ekki fyrr en á miðju sumri. Nýtt um Ruby Þegar ég kom til Dallas, var langt komið að velja i kvið- dóminn. Enda þótt sækjendur málsins jafnt og verjendur dönsuðu eftir kynlegu hljóð- falli úr pípum „sérfræðinga“ sinna, tókst þeim ekki að hindra að við yrðum enn nokkurs vísari um Jack Huby. 1. Starfsmönnum „Dallas Moming News“ virtist hann vera í „miklu uppnámi“, þegar þeir komu aftur á skrifstofur sínar eftir að hafa fylgzt með morðinu á forsetanum. Þeim fannst sem Ruby — sem hafði ekki farið að þeirra dæmi að horfa á forsetann þrátt fyrir þá miklu aðdáun sem hann segist hafa haft á honum — hlýddi af meiri ákefð en hann átti vanda til á frásögn þeirra af þvi sem gerzt hafði. 2. Ruby var fært það til máls- bóta, að hann hafi ekki getað ákveðið morðið á Oswald fyrir- fram, vegna þess að tilkynnt hefði verið að hann yxði flutt- ur á milli fangelsa klukkan tíu um morguninn 24. nóvember, en á þeirri stundu var Ruby marga kílómetra frá fangelsinu. Sjónarvottar báru að hann hefði ekki komið þangað fyrr en klukkan 11.19. En einmitt á þeirri stundu var farið með Oswald i lyftuna og banaskot- ið reið af klukkan 11.21, tveim- ur mínútum eftir að Ruby kom á vettvang. Lögmaður Rubys hefði þvi getað haldið þvi fram með ó- hrekjandi rökum, að enginn hefði getað um það vitað nema lögreglan í Dallas ein að Os- wald var enn í fangelsinu þegar Ruby kom þangað. 3. Ruby hafði viðhaft athygl- isverð ummæli þegar rann- sóknarlögreglumaðurinn Thom- as McMillon og undirforinginn Patrick Dean og aðrir lög- reglumenn yfirheyrðu hann eft- ir handtökuna. Þegar hann skýrði fyrir þeim hvers vegna hann hefði skotið Oswald til bana sagði hann m.a.: „Einhver varð að gera það. Þið hinir gátuð ekki gert það. En þið hélduð þá ekki að ég myndi láta hann sleppa?“ Í Miami Þegar „sérfræðingamir“ byrj- uðu á göldrum sínum í réttar- salnum i Dallas, fór ég til Miami. Þar hafði sá kvittur komið upp að Johnson forseti hefði með naumindum sloppið undan banatilræði sem undir- búið hefði verið í Havana. En enginn ábyrgur blaðamaður sem ég hitti, hvorki í Miami, né síðar i New York og Wash- ington, trúði þeim sögum sem birtust í æsifréttablöðum í Miami. Þau sögðu frá þvi að ein- um flugmanni Castros hefði verið falið að fljúga flugvél Johnsons. en tilræðið hefði farið út um þúfur vegna var- úðarráðstafana sem gerðar hefðu verið til að vemda líf forsetans. Það var einkum athyglisvert að kvittur af þessu tagi skyldi koma upp í Miami, því að í engri borg Bandaríkjanna mun forsetinn vera í meiri hættu en þar. Miami er í ríki þar sem kynþáttaólgan hefur jafn- an verið mikil og félagsskapur á borð við Ku-Klux-Klan lætur að sér kveða, en þar hafa auk þess verið síðustu árin aðal- stöðvar andstæðinga stjómar Castros á Kúbu. Kúbanskir flóttamenn halda þar stöðugt áfram undirbúningi sínum að nýrri innrás á eyna og blöð sem gefin eru þar útáspænsku fullvissa þá um að slíkrar inn- rásar sé ekki langt að bíða. Meðal þessara flóttamanna eru þeir margir sem telja að Kennedy og Johnson hafi svik- ið þá í tryggðum og þeir láta sig dreyma um að hægt verði að myrða Jöhnson og kenna Kúbustjórn um morðið. Slíkt banatilræði myndi að þeirra áliti réttlæta hemaðar- árás Bandaríkjanna á Kúbu, og það því fremur sem hin meintu tengsl Oswalds við ,,Fair PLay for Cuba“ voru að áliti banda- rískra ofstækismanna nægilegt tilefni til innrásar á Kúbu. í Washington Frá Miami fór ég til Wash- ington. Ég ræddi þar við herra Katzenbach og embættismann í afbrotadeild dómsmálaráðu- neytisins, og hitti síðan fyrir þeirra tilstiUi Howard P. Will- ens, einn af fulltrúum í rann- sóknamefnd Warrens og helzta sambandsmann milli nefndar- innar og dómsmálaráðuneytis- ins. Herra Willens hafnaði sum- um atriðum sem vakið er máls á í skýrslu minni. Hann var að minnsta kosti þeirrar skoð- unar að nefndin hefði fengið fuUnægjandi skýringar á þeim. En varðandi flest þau atriði sem vakin er athygli á í skýrslu minni skrifaði hann hjá sér sundurliðaðar athuga- semdir. Mér hefur ekki verið heimilaö að nefna þessi at- riði. Sama daginn hlýddi rann- sóknamefndin á vitnisburð James Richard Worrell, borgara Framhald á 10, síðu. Buchanan heldur fcví fram að hægðarleikur hafi veriö fyrir morðingjann á brúnni að komast undan eftir að hafa skotið fyrsta skotinu og félagi hans » bóka- geymslunni lcidd'- athyglina að sér með því að halda áfram skothríðinni, Buchanan hljóp sjálfur ofan a brúnni þá undankoniulcið sem hann taldi auðveldasta en hún iá um þcssa skiptistöð á járnbrautinni sem á myndinni sést Þaðan liggur ieiðin út f Houston Strtet og er þá aðeins steinsnar í byggingu blaðsins „Dallas Morning News“, þar sem Ruby var staddur um það Ieyti sem morðið var framið. Buchanan var aðeins hálfu þriðju mínútu að komast þessa Ieið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.