Þjóðviljinn - 05.10.1965, Page 12

Þjóðviljinn - 05.10.1965, Page 12
Kvikmyndasýning fyrir blaðburðar- börn Þjóðviljans ★ Þessi mynd er tekin sl. föstudag í MlR-salnum í Þingholtsstræti en þá bauð Þjóðviljinn blað- burðarfólki sínu á kvik- myndasýningu þar. ★ Eins og þið sjáið á myndinni eru það mest börn sem að útburði blaðsins starfa og er þetta fallegur hópur og mannvænlegur þótt mörg þeirra séu ekki há í loft- inu. ★ Nú eru skólarnir byrjað- ir og erfitt að fá börn til blaðburðar og þyrfti Þjóðviljinn að fá fleiri rösk böm til starfa næstu daga. Hvar er unnið að lausn deilunnar um sjúkratryggingar? Er deilan týnd í skrifstofu- Þriðjudagur 5. október 1965 — 30. árgangur — 224. tölublað. Dómsrannsókn húfín á starfsemi Þyts í ágúst sl. var skipuð þriggja manna nefn,d til þess að rann- saka orsakir hinna tiðu flugslysa sem orðið hafa hér á landi í sumar, en eins og kunnugt er fórust á þrem mánuðum fjórar flugvélar sem Flugfélagið Þytur átti. Skilaði nefndin áliti fyrir skömmu og eftir að hafa kynnt sér niðurstöður hennar óskaði flugmálastjóri, Agnar Kofoed- Hansen, eftir því við saksóknara ríkisins að fram yrði látin fara ðómsrannsókn á starfsemi Þyts. Flugmálastjóri sagði í viðtali við Þjóðviljann. í gær að hann hefði óskað eftir dómsrannsókn til þess, að unnt yrði, að finna orsakir þessara óeðlilega tíðu flugslysa. Sagði hann að rann- sóknin hefði hafizt í gær. 1 nefndinni sem framkvæmdi frumrannsóknina áttu sæti Skúli Sigurðsson fulltrúi hjá loftferða- eftirlitinu, Sigurjón Einarsson, flugumferðarstjóri og Marinó Jó- hannsson flugumsjónarmaður. bákni ríkisvaldsins? [~| Það er nú koniið á daginn, að landslög um sjúkratrygg- ingar hafa brostið í fram- kvæmd. Hefur fjöldi fólks þurft á undanförnum vikum að greiða úr eigin vasa hluta af heildarkostnaði eftir vist á einkasjúkrahúsum. n Þetta ástand er sprottið af deilu milli Tryggingastofn- unar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um greiðslu á læknisverkum á einkasjúkra- húsum, — þá hafa einka- sjúkrahús talið sig þurfa að hækka daggjöld í allt að fimm hundruð krónur fyrir sjúkling. [[] Allar líkur benda til þess, að deilan hafi týnzt I skrif- stofubákni ríkisvaldsins, — við hringdum í ótal áttir í gærdag til þess að uppgötva hvar væri un.nið að Iausn deilunnar — en sá staður er ófundinn ennþá. H Þannig cr engin Iausn á þessu máli á næsta leiti og haldið verður áfram að mis- Umendasamband Mennta- skólans á Laugarvatni Stofnað hefur verið Nemenda- j samband Menntaskólans að Laugarvatni. Ákvörðun um það var tekin á fjölmennum fundi nýstúdenta og eldri nemenda skólans á Hótel Sögu hin 16. júní s.l. Sambandinu va,r kosin þriggja manna stjórn og skipa hana þeir Jóhann Gunnarsson, I vélfræðingur. Þórir Ólafsson ( menntaskólakennari og Eiríkur Guðnason. nýstúdent. Á stofnfundinum var gerð eft- irfarandi ályktun: „Stofnfundur Nemendasam- band^ Mennt.askólans að Laug- arvatni vekur athygli á því mik- ilsverða hjutverki, sem Mennta-1 skólinn að Laugarvatni hefur gegnt frá . bvf að hann ar stofnaður Skólann hafa sótt; fjölmargír nemendur. sem ella' hefðu ekki haft efnj eðs ást.æð- ur til að stunda framhaldsnám Stofnfundurinn lýsir ánægju sinn; með þá áætlun sem gerð \ hefur verið um stækkun skól-; ans og bendir á nauðsyn þess. að honum verði hið allra fyrsta | komið i þá stærð. sem teljast verður lágmark um slíka menntastqfnun Jafnframt bend- ir fundurinn á, að brýn þörf er á að sjá skólanum fyrir kennslutækjum, svo að nemend- um séu eigi búin lakari skilvrði til námsiðkana þar en í öðrum hliðstæðum skólum. Nemendasambandið lætur í l.iós þá skoðun sína. afi mennta- skóli sé vel í sveit settur á skólasetrinu að Laugarvatni og minnir í þvj sambandj á það hlutverk. sem skólanum var í upphafj ætlað Nemendur hafa verið úr öllum landshlutum, og hafa nær allir haft þörf fyrir heimavist. Fundurinn lýsir yfir þeirrj fullvissu, að Menntaskólinn að Laugarvatni muni um langa framtíð skipa veigamikinn sess i fræðslukerfj þjóðarinnar, og heitir á forráðamenn mennta- mála og fjárveitingavald að veita skólanum brautargengi Til nemenda skólans fyrr og nú beinir fundurinn þeirri á- skorun afs þeir leitist í hvívetna við að gera veg skólans sem mestan“.' muna þegnunum í fram- kvæmd sjúkrahjálpar. Það er helber tiiviljun, hverj- ir lenda í þessum hópi vegna nkjandi skorts á sjúkrarúmum á bæjar- eða ríkisspítölum, — er til dæmis slysavöktum skipt hér á milli sjúkrahúsa í borg- inni og á Landakotsspítali þar hlut að máli eins og Landspítal- inn eða Hvítabandið. Hvað verður um fólk úr Kópavogi, Seltjarnarnesi eða Mosfellssveit, sem lendir í bif- reiðaslysi og slysavakt er á Landakoti þá vikuna? Við skulum segja, að fólk það- an lendi í bílslysi og hljóti til dæmis fótbrot, handleggsbrot eða brotna hnéskel eins og al- gengt mun vera í bílslysum. Fróðlegt er að rekja kostnað- arhliðina á slíkum aðgerðum á Landakoti. Þannig kostar til dæmis að- gerð á brotinni hnéskel og stund- un læknis kr. 2.915,00 og sex daga lega kr. 2160,00, — sam- tals kr. 5.075,00. Þar af borg- ar sjúkrasamlagið kr. 2.808,00, en sjúklingurinn þarf að greiða úr eigin vasa kr. 2.267,00. Þá kostar skurðaðgerð vegna brots á löngum beinum kr. 4.445,00 á Landakoti og lega í fjórtán daga kr. 5.040,00 — samtals kr. 9.485,00. Þar af borgar sjúkrasamiagið krónur 6.552,00 en sjúklingurinn þarf í þessu tilfelli að greiða úr eig- in vasa kr. 2.933,00. Nú skulum við hinsvegar rek]a dæmin, hvernig farið hefði fyrir þessu fólki, ef slysa- vakt hefði verið á Landspítalan- um eða Hvítabandinu. Maðurinn með brotnu hnéskel- ina hefði fengið sömu meðferð á Landspítalanum og þá hefði aðgerð og lega kostað 6x360,00 eða samtals kr. 2160,00 og hefði viðkomandi sjúkrasamlag borgað þann reikning þegjandi og hljóðalaust. Frumsýning í Lindarbæ á fimmtudag: Ef maðurinn með brotnu hné- skelina hefði verið lagður inn á Hvítabandið og hefði fengið þar sömu aðbúð og meðferð, þá hefði reikningurinn hljóðað upp á 6x468,00 eða samtals kr. 2.808,00 og hefðu engin vandræði hlotizt af þeim reikningi hjá viðkomandi sjúkrasamlagi. Þannig er þegnum þjóðfélags- ins mismunað í sjúkratrygging- um og er furðulegur seinagang- ur á lausn þessara mála hjá rikisvaldinu. Einna verst eru þó Hafnfirð- ingar settir í þessum málum, en þeir eiga ekki í önnur hús að venda en St. Jósepsspítalann í Hafnarfirði. Hafa þeir þó átt til skamms tíma tvo ráðherra í ríkisstjórninni en líkur benda lil þess að mesta brotalömin við lausn þessara mála hafi einmitt í Framhald á 2. síðu. Fá íslenzkan dómara í ÞESSARI VIKU lieldur Hann- es Þ. Sigurðsson utan til þess aá dæma í knattspymuleik milli skozka liðsins ,,Celtic“ og hollenzka liðsins „Go ahcad'* á heimavelli Celtic í Glasgow. VERÐUR LEIKURINN næst- komandi fimmtudagskvöld og er liður í keppni bikarmeist- ara Evrópu 1965 til 1966. CELTIC KEPPTI við Go ahead í fyrri viku á heimavelli hol- lcnzka liðsins og unnu Skotar þá með 6:0 í spennandi leik. ÞETTA ER í fyrsta skipti, sem íslenzkur dómari dæmir í leikjum bikarmeistara Evrópu. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu þá hyggst ÆskuJýðsfylkingin í Reykjavík gangast fyrir tónlistarkynningum í vet- ur. N.k. miðvikudagskvöld kl. 8,30 kynnir Friðrik Þor- leifsson sígilda tónlist og mun að þessu sinni fjalla um hinn gamla og góða meistara Mozart. S.l. viku kynnti Vernharður Linnet jazz á vegum ÆFR og er innan skamms fyrirhuguð önnur jazzkynning. — Sem fyrr segir kynnir Friðrik Þorleifsson Mozart n.k. miðvikudagskvöld í félags- heimili ÆFR, Tjarnargötu 20 og eru félagar hvattir til að koma stundvíslega og taka með sér gesti. ----— Mikii mannfall Saigonhers I orustu um Phu Cu-skari Þriðja sinn á hálfum mánuði sem barizt er við Phu Cu, hörð orusta einnig háð í gær á óshólmum Mekongfljóts SAIGON 4/10 — í dag stóð yfir hörð orusta í fjöllunum í nágrenni við skarðið Phu Cu í norðurhluta Suður-Viet- nams og er viðurkennt að mikið mannfall hafi orðið í liði Saigonstjórnarinnar. Einnig í suðurhluta landsins, á ós- hólmum Mekongfljóts, stóð í dag harður bardagi milli skæruliða Þjóðfrelsisfylkingarinnar og Saigonhersins. Því er haldið fram í Saigon að herdeild úr her Norður-Víet- nams berjist við hlið skæruliða í orustunni um Phu Cu. Fjallaskarðið við Phu Ou er mikilvægt þar sem þjóðvegur- inn sem tengir saman norður- og suðurhluta landsins liggur um það. Orustan í dag hófst þegar skæi*uliðar gerðu áhlaup á Phu Cu-brúna í grennd við skarðið. Um 500 hermenn úr Saigonhernum voru þar fyrirtil varnar, og voru þeir að vinna að viðgerð á brúnni sem skæru- liðar höfðu sprengt í síðustu viku þegar einnig var barizt um yfirráðin yfir fjallaskarðinu. Þetta er í þriðja sinn á hálf- um mánuði sem barizt er á þessum slóðum, en samtals hafa fimrn orustur verið háðar um Phu Cu-skarðið og hefur mann- fall verið mikið í l'iði beggja. Saigonstjórnin hefur sent hinni alþjóðlegu eftirlitsnefnd í Indó- kína bréf þar sem þvf er haldið fram að 325. herdeild hers N- Víetnams taki þátt í viðureign- inni við Phu Cu. Hún er sögð búin fullkomnustu vopnum, sovézkum, kínverskum, tékkn- eskum og austur-þýzkum. Einnig við Mekong Barizt var einnig í súðurhluta landsins í dag, bæði við Saigon og enn sunnar, á óshólmum Mekongfljóts. Bandaríkjamenn lögðu til atlögu gegn skærulið- um um 40 km fyrir norðaustan Saigon, en höfðu varla komizt í tæri við þá þegar síðast fréttist. Um 150 km fyrir suðvestan Saigon réðst Saigonherinn gegn stöðvum skæruliða, "en þeir veittu mikið viðnám. Orustan stóð enn í kvöld, þegar sfðast fréttist. SíSasta segulband Krapps og Jóðlíf N.k. fimmtudag þann 7. þ. m- hefjast sýningar hjá Þjóð- leikhúsinu á litla sviðinu í Lindarbæ og verður þá frumsýning á einþáttungnum „Síðasta segulband Krapps“ eftir Samuel Beckett, í þýð- ingu Indriða G. Þorsteinsson- ar rithöfundar. Leikstjórj er Baldvin Halldórsson. í þessum sérstæða og merkilega einþáttungj er að- eins eitt hlutverk, Krapp og er það leikið af Áma Tryggvasyni. Æfingar á leiknum hófust s.l. vor. Þetta mun vera annað leikritið eft- ir Beckett, Sf>m sýnt er hér á landi, en hitt var sem kunnugt er „Beðið eftir Godot'*. sem sýnt var hió Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum undir leik stjórn Baldvins Halldórsson- ar. Ámi Tryggvason lék þar annað aðalhlutverkig og hlaut mikig lof fyrir ágæta t.úlkun á hlutverki sínu. Með „Síðasta segulbandi Krapps“ verður sýndur "ýr einþáttungur eftir Odd Bjömsson er nefnist „Jóðlíf“ en þessi einþáttungur var sýndur einu sinnj í Lindar- bæ á s.l. vori. Leikstjóri er Erlingur Gíslason en leikend- ur, sem eru aðeirjs tveir. eru Þqrsteinn Ö. Stephensen og Baldvin Halldórsson. ☆ ☆ ☆ Leikfélagið Gríma hefur sýnt fjóra einþáttunga eftir Odd Bjömsson en þeir eru: Köngulóin, Party. Framhalds- saga og Ameiía. Sýningar í Lindarbæ hefj- ast kl. 8,30. Helgi Th AuderseR «n4«rkiSrl«n fornaður Verkalýðsfél. Grindavíkur Aðalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur var haldinn fimmíu- daginn 30. september sl. Helgi Th. Andersen var endurkjörinn formaður félagsins en aðrir í stjórn eru Angantýr Jónsson rit- axi og Magnús Magnússon gjald- keri. 1 varastjórn voru kjörnir Þórður Magnússon varaformað- ur, Agnar Guðmundsson vara- ritari og Pétur Vilbergsson vara- gjaldkeri. Á fundinum var samþykkt að félagið gerðist aðili að byggingu íélagsheimilis í Grindavík á- samt Grindavíkurhreppi, Ung- mennafélagi Grindavíkur og Kvenfélagi Grindávíkur. Tekur V erkalýðsf élagið að sér að greiða 3,5% byggingarkostnaðar- ins. Þá var samþykkt á fundinum að hækka félagsgjaldið úr kr. 200 í k- 400 fyrir karla og , úr kr. 150 í kr. 250 fyrir konur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.