Þjóðviljinn - 26.10.1965, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Qupperneq 4
4 SlÐA — WÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. ofctöber 1965 Otgeíandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokfc- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust 10. Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuöi. Dómur um viðreisninu A* undanförnu hefur mikið verið um það rætt af kaupsýslumönnum og stjórnarvöldum að tor- velda þurfi íslendingum utanlandsferðir. Heild- salar og smásalar hafa lýst yfir því að þeir séu stöðugt að missa viðskipti, því æ fleira fólk kaupi varning handa sér og fjölskyldu sinni erlendis. Hefur Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra tekið undir þetta sjónarmið og talið það mikið á- hyggjuefni að smásalan sé að verulegu íeyti að flytjas'f út úr landinu. Hefur verið lagt til að tollaeftirlit verði hert til mikilla muna, og ef það sannist við athugun að ferðalangur komi í nýrri spjör til landsins skuli honum gert að greiða af henni toll og söluskatt og gott ef ekki álagningu íslenzkra smásala og heildsala. Reglugerð um þet't'a efni hefur ekki enn séð dagsins ljós; hins vegar var það boðað í fjárlagafrumvarpinu að nú yrðu mönnum torveldaðar utanlandsferðir með sérstöku farmiðagjaldi. Rökstuddi fjármálaráð- herrann þá ráðstöfun í framsöguræðu sinni með því að ferðalangar högnuðust stórlega á því að kaupa sér nauðsynjar erlendis í samanburði við þá sem neyddust til að skipta við íslenzka kaup-: sýslumenn. í þessum umræðum hafa orðið úti hin fornu kjörorð kaupsýslumanna og stjórnarvalda* um hverskyns frelsi, ferðafrelsi, viðskiptafrelsi og frjálsa samkeppni, og bíða menn þess nú með ó- þreyju að stjómarblöðin taki að birta lofgreinar um Berlínarmúrinn. J gn hvað sem blessuðu frelsinu líður og því kynlega sjónarmiði að utanlandsferðir séu tóm kaup- sýsla eru þessar umræður hinn þyngsti áfellisdóm- ur um áhrif viðreisnarinnar. Ekki eru ýkjamörg ár síðan stjórnarblöðin hældust um yfir því að ís- land væri að verða eitthvert ódýrasta land í Evr- ópu, og gætu erlendir ferðamenn þyrpzt hingað til að gera góð kaup. Gerði Gylfi Þ. Gíslason þetta atriði að uppistöðu í framboðsræðu fyrir síðustu kosningar, er hann birtist kjósendum í húsmóður- gervi, og Alþýðublaðið gerði það þá að miklu á- róðursmáli að svokallaðir kaldir búðingar væru ódýrari í Reykjavík en í Kaupmannahöfn! En á ör- fáum árum hefur viðreisninni tekizt að breyta ís- landi í eitthvert dýrasta land í Evrópu, ef ekki það allra dýrasta, svo að útlendingar hrökkva frá þegar þeir kynnast verðlaginu. Tollheimtan er svo gegndarlaus og verzlunarokrið svo ófyrirleitið, að sjálfir áróðursmenn stjórnarflokkanna telja það svara kostnaði í beinhörðum peningum að fara yfir sjálft Atlanzhafið í kaupstaðarferð í leit að heimilisnauðsynjum, Það hefði einhverntíma þótt ótrúleg saga að setja yrði sérstök höft og viðskipta- f jötra -til þess að vernda íslenzka einokunarverzl- un fyrir frjálsri samkeppni við danska kaupmenn, en viðreisninni er fátt ómáttugt. Vonandi kemur þó ekki til þess að settar verði reglur um húð- strýkingu og nýjan Brimarhólm. — m. Erlagagildi skatthækkunar vafasamt? I tilefni aE framkomnu frum- varpi til laga um breytingar á lögum nr. 19 frá 10. maí 1965 um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins, þar sem lagt er til í 2. gr. frumvarpsins að miða sfculi eignarskatt við fasteignamat ,sexfaldað“j í stað þrefaldaðs áður, leyfir stjóm félagsins sér að benda á að lögboðin fyrir- heit eru um hið gagnstæða, þvi að í lokaákvæðum laga nr. 28 frá 29. apríl 1963. um fasteigna- mat og fasteignaskráningu, seg- ir svo: j,Áður en nýtt aðalmat fasteigna samkvæmt lögum þessum gengur í gildi, skal fara fram endurskoðun á gildandi ákvæðum laga, sem fasteigna- mat hefur áhrif á, og miðast endurskoðunin við, að skattar á fasteignum hækki ekki al- mennt vegna hækkunar fast- eignamatsins“. Verður því að telja eignar- skattshækkun þá, sem varð á gjaldárinu 1965 vegna þreföld- unar fasteignamatsins harla vafasama að lagagildi og bó ennþá fremur tillöguna um sex- földun matsins. 1 tílefni þessa skorar stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur á flytjendur frumvarpsins að unar og afturköllunar og leyfir sér jafnframt að benda á. að þróunin í nágrannalöndunum hnígur í þá átt, að íbúðaihús- næði til eigin afnota sé ekki skattstofn til eignarskatts og eignarútsvars. , Reykjavík 19. október 1965. Stjórn Húseigandafélags Reykjavíkur“ Félag háskóla- menntaóra _ kennara Hin ævafoma borg Samar- kand er næststærsta borgin í sovétlýðveldinu Uzebekistan og teiur eitthvað um 350.000 íbúa. Borgin getur með sanni talizt einhver ævintýralegasta borg heims. Innan borgarmúranna gefur að Iíta fjölmargar bygg- ingar frá 14. og 15. öld. Timur Lenk,' eða Tamerlane eins og hann er stundum nefndur á vesturlöndum, hugðist gera borgina að miðdepli veraldar. . Ximur,., réði xíkjum frá 1370 til 1405 og enn gnæfa viö him- in hallir þær, er hann reisti yfir ættingja sína og vinL í dag er morð fjár varið til þess að halda við þessum höllum öllum; þannig þurfti nýlega að rétta af skakkan turn, ekki óáþekkan þeim I Pisa. Turn- inn, sem er 32 m hár, var að falli kominn, en á nú að vera óhætt. Annars dregur turninn nafn sitt af Ulugbek, sem var einn af frændum Timurs. ★ Samarkand er í dag mikil- vægt menntasetur og iðnaðar- borg. Þar eru smíðaðar vélar, framleidd silkiefni og matvæli allskonar. Háskóli er að sjálf- sögðu í borginni og hefur hann sjö háskóiadeildir. Svo eru tækniskólar allskonar í borg- inni og ýmislegar þær stofn- anir, sem nú heyra til í nú- tímaborg. En samt verður Sam- arkand alltaf í hugum manna borg þeirra ógnvaldanna Tim- ur Links og Alexanders mikla. — Myndín hér að ofan er frá einu af nýtízkulegri hverfum borgarinnar. Hin ævaforna keisaraborg verður nú æ nýtíikuiegri Sigurhuns Hunnesson eirsmiður áttræður Einn brautryðjendanna í jámiðn og stéttarsamtökum jlámiA'iadarrríanna, Sigurhan* Hannesson, er áttræður í dag, en hann er fæddur 26. október 1885 að Önundarholti í Vill- ingaholtshreppi. Á slíkum tímamótum er fé- lögum og samferðamönnum hollt að meta og þakka áhrif og störf þess sem í hlut á. Sigurhans Hannesson er reykvískum jámiðnaðarmönn- um og öðrum er til þekkja í ís- lenzkum jám- og málmiðnaði að góðu kunnur. Kunnastur er hann sem frábærlega hagur málmsmiður. sem undirbjó og hugsaði smíðina áður en haf- izt var handa. og unni sér ekkí hvíldar fyrr en hann taldi verkinu lokið á þann veg að ekki yrði betur gert. Þannig hefur Sigurhans rækt sitt ævi- starf. sigrað hið vandasamasta með gleði smiðsins. Sigurhans Hannesson hefur á löngum vinnudegi alltaf munað það að hann er ekki einn í heiminum. Sterk stétt- arkennd og samúð með vinnu- félögum og samferðamönnum er honum í blóð. borin. Þetta einkenni hans var eflaust or- sök þess að hann var einn af hvatamönnum að stofnun og stofnandi Félags jámiðnaðar- manna 11. apríl 1920. og sat hann í stjórn þess fyrstu ár- in sem gjaldkeri og ritari. Honum hefur síðan verið það metnaðarmál að Félag jám- iðnaðarmanna vær; sverð og skjöldur járniðnaðarmanna í baráttu þeirra fyrir mannsæm- 1 andi lífskjörum. Félag jámiðn- aðarmanna hefur metið áhuga Og starf Sigurhans mikils og I tjáð honum þakkir með því að gera hann að heiðursfélaga fé- lagsins, ásamt öðrum stofnend- um sem enn ern í félaginu. Undirritaður vill einnig nú á þessum timamótum þakka hon- um fyrir hönd Félags járniðn- aðarmanna hvatningu og vak- andi áhuga á starfsemi og vel- ferð félagsins. Margir jámiðnaðarmenn og vélstjórar hafa á námsárum sínum kynnzt Sigurhans og notið tilsagnar hans við nám sitt og þá ekki sízt kynnzt ein- örðum og einlægum verkalýðs- sinna. Lífslogi Sigurhans Hann- essonar hefur logað lengj og skært og mörgum omað hin síðari ár hefur loginn logað hægar, en hefur áreiðanlega yljað skyldfólki ctg þá ekki sízt barnabömum hans. Fyrir hönd Félags jámiðn- aðarmanna, samherja og fyrri Sigurlians Hannesson vinnufélaga Sigurhans Hann- essonar óska ég honum heilla á áttræðisafmælinu og jafn- framt óskum við honum og hans mætu konu birtu og hlýju á ævikvöldi. Guðjón Jónsson járnsmiður. Sigurhans tekur á móti gest- um og kveðjum á heimili sínu og Bolla sonar síns að Rauða- læk 24 kl. 5—8 í dag. Nýlega var haldinn aðalfund- ur Félags háskólamenntaðra kennara í 2. kennslustofu Há- skólans. Var funduriinn fjölsótt- ur og mikill einhugur ríkjandi. Formaður félagsins var kjör- inn Njörður P. Njarðvík cand. mag. menntaskólakennari. Aðrir i stjóm: Ingólfur A. Þorkelsson B.A.j Gestur Magnússon cand. mag., Guðmundur Hansen B.A., Lýður Bjömsson cand. mag. I varastjóm: Gunnar Finnboga- son cand. mag. og Flosi Sigur- bjömsson cand. mag. Fulltrúi félagsins í fulltrúaráð Banda- lags háskólamanna var kjörinn Njörður P. Njarðvík. Fyrrverandi formaður félags- ins, Jón Böðvarsson cand, mag., gaf eigi kost á sér til endur- kjörs, og voru honum færðar miklar þakkir félagsmanna fyr- ir ötula félagsstjóm. Á fundinum flutti dr. Bjarni Guðnason prófessor erindi um breytta tilhögun náms við helm- spekideild Háskóla íslands. Félag háskólamenntaðra kenn- ara telur nú 68 meðlimi, og em þeir allir starfandi kennarar við. Háskóla Islands, menntaskóla, kennaraskóla, verzlunarskóla, tækniskóla, auk gagnfræðaskóla- kennara. miSAIVÍH fimibH'VI msœlastir skartgripir ióhannes skólavörðustíq 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.