Þjóðviljinn - 30.11.1965, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Qupperneq 9
Þriðjudagur 30. nóvembor 1063 — ÞJÖÐVILJINN — SISA Q 4500 tunnur af síld til Akraness Akranesi 29/11 — 1 dag lönd- uðu fjórir bátar 4500 tunnum síldar hér á Akranesi en aflann fengu þeir á Breiðamerkurdýpi. Bátarnir voru Höfrungur II. með 1700 tunnur. Höfrungur III. 16.00, Anna 800 og Haraldur 400. Megnið af síldinni fer í fryst- ingu og flökun en hitt í bræðslu. Iþróttahöllin Framhald af 1. síðu. bagga, — flestir úr Fram og unnið af miklum dugnaði við smíðina Oj» er fyrst og fremst þessum iðnaðarmönnum að þakka, að þessum áfanga í smíði hússins hefur verið náð. í nóvember 1957 gerði Borg- arstjórn Reykjavíkur, Sýningar- samtök atvinnuveganna, B.Æ.R. og íþróttabandalag Reykjavikur með sér samkomulag um smíði þessarar byggingar og voru framlög aðila til byggingafram- kvæmda og ábyrgð á skuld- bindingum vegna þeirra sem hér segir. Borgarsjóður Reykjavíkur 51%. BÆR og Í.B.R. 8% og Sýningarsamtök atvinnuveganna h.f. 41%. ÍBR hefur þó keypt síðar hlut BÆR. Skömmu síðar var skipuð bygginganefnd, — kaus borgar- stjórn þrjá menn borgarstjóri skipaði einn mann að fengnum tillögum BÆR og ÍBR og Sýn- ingarsamtök atvinnuveganna kaus þrjá menn í nefndina. Byggingarnefndin réði síðan til sín tvo arkitekta, — þá Gísla Halldórsson og Skarphéðinn Jó- hannsson og hafa þeir unnið teikningar hússins. Kostnaður við húsið til þessa er um 30 miljónir króna. Fullbú- ið mun það kosta um 40 milj- ónir króna.. Vegir teepast vramhald af 1. síðu. Holtavörðuheiði og til Blöndu- óss en er aðeins fær stærstu bílum þaðan um Langadal, Skagafjörð og Eyjafjörð. Bílar verða aðstoðaðir suður frá Ak- ureyri á morgun en norður á miðvikudag. Eftir það verða bif- reiðir á leiðinni Reykjavík—Ak- ureyri aðeins aðstoðaðar á þriðjudögum og föstudögum. Austurland Vegir í Eyjafirði eru orðnir ákaflega þungfærir og vegir í Þingeyjarsýslum báðum hafa lokazt að mestu. Sömu sögu er að segja um vegi á Austurlandi. enda hefur víðast snjóað þar mikið að undanfömu. Þó er snjóminna á sunnanverðum Austfjörðum og vegir þar færir á milli fjarða. Svaðilför Framhald af 12. síðu. son frá Reyðarfirði. Hjálpaði hann þeim niður á Jökuldal og komu þeir þangag á sunnudags- morgun. Ferðin niður Jökuldal- inn gekk vel en þegar kom nið- ur á Hérað var færð mjög slæm og hríðarveður og sóttist ferðin seint. Hingað til í Hallorms- stað kom Hrafn á sunnudags- kvöld. — sibl. SKiPAUTGCRÐ KIKISINS M.s. Hekla fer austur um land í hringferð laugardaginn 4. desember. Vöru- móttaka f dag og árdegis á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar. Eskifjarðar, Norðfjarðar. Seyðisfjarðar, Rauf- arhafnar og Húsavíkur. Farseðl- ar seldir á föstudag. M.s. Þróttur fer frá Reykjavík á fimmtudag- inn. Vörumóttaka á miðvikudag til Flateyrar, Gilsfjarðar, Hvammsfjarðar- og Snæfells- nesrhafna. Abó! handa SAM Framhald af 5. síðu. voru. En nú skal ég gera þér þann greiða að halda þessum spumingum þínum lengra á- fram. Við vitum báðir íafn vel. að kringum Keflavíkur- stöðina hefur skapazt óheilla- ástand vegna þess að ýmsir peninga- og valdamenn sækja þangað auð sinn og póiitísk völd. Sama sagan hefur gerzt hvarvetna þar sem smáþjóðir er.u hersetnar af Bandaríkja- mönnum. Gæti það því ekki hugsazt að það væru kænsku- leg viðbrögð einhvers eða ein- hverra þessara herra við ótta sínum gagnvart t.d. vaxandi andstöðu fólks, að binda allan þorra manna sem sjónvarps- notendur hermangsins, gera þá neytendur afurða. sem ein- ungis koma frá hernum en ekki eru til í landinu með sama hætti og vald þeirra er fremur frá hemum en fólk- fnu í landinu þrátt fyrir sýnd- arform lýðræðis. Aðgerðir þess- ara herra í sjónvarpsmálinu eru nefnilega í engu frá- brugðnar aðgerðum þeirra í öðrum málum sem að hermang- inu lúta og einkennast af sí- vaxandj undanlátssemi vegna þess að valdalega verða þeir sifellt meiri ómagar herstöðv- arinnar. Þannig leiðir þetta okkur beint ag þeirri niður- stöðu, að lausnin á þessum hluta vandans sé engin önn- ur en BROTTFÖR HERSINS OG ALGJÖR UPPRÆTING Sjöiugur Framhald af 4. síðu. ríkið, en mátturinn og dýrðin eru þverrandi, því ósigur þess er óumflýjanlegur af þeirri einföldu ástæðu að barátta undirstéttanna fyrir réttlátara þjóðskipulagi getur ekki tapast —sá möguleiki er ekki til — það' getur aðeins tekið lengri eða skemmri tima að hún vinnist. Þegar huganum er rennt yfir langa baráttusögu er margt sem leitar á. Þó held ég að mér verði alltaí minnisstæð- ast er verkafólk árið 1947 átti í harðvítugu verkfalli, en bá var það að Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis, undir for- ustu Isleifs Högnasonar, dró aflið úr fylkingu afturhalds- ins með því að bjóða verk- fallsmönnum lán til kaupa á brýnustu nauðsynjum, meðan á baráttunni stæði — þar með var innsiglaður ósigur atvinnu- rekenda. Þes&i sérstæði stuðn- ingur, sem í fyrsta sinn í sög- unni var veittur alþýðu manna af hendi verzlunarfyrirtækis, í svo stórum stíl, varð til þess, að opna augu margra fyrir þvj að styrkja bæri samvinnuversl- un alþýðusamtakanna til að gegna slíku hlutverki. Og nú er minn ágæti vinur Isleifur Högnason orðinn sjö- tíu ára og sendi ég honum og konu hans mínar innilegustu kveðjur og heiUaóskir. Það hlýtur að vera ánægju- legt fyrir þá menn að ná full- orðinsárum, sem helgað hafa líf sitt baráttunni fyrir þvf sem þeir vita sannast og réttast og aldrei hafa brugðist þv£ bezta sem innra með þeim býr. Sjálfsagt er það rétt, að sannleikann sé ekki að finna í bókum — ekki einu sinni góðum bókum, heldur í fólki sem hefur gott hjartalag. Síg. Guttormsson. Isleifur verður að heiman í dag. Göbbels Framhald af 6. síðu. var fyrst birt árið 1945, til þess að auka ,,baráttuþrek“ fólksins. Þessi mynd svo og aðrar í sama dúr hvetja Þjóð- verja til þess að drepa komm- únista og prédika auk þess hatur á Sovétrikjunum og hat- ur á Gyðingum. Blaðið „Súddieutsdhe 2Seit- ung“ segir af þessu tilefni; ,.Það er sem maður sjáj dr. Goebbels hlæja . . .“ HERMANGSSTEFNUNNAR. En setjum nú svo. að okkur tækist að fjarlægja meinið með þessum hætti — herinn færi og tæki með sér bæði sjónvarp sitt og óskir íslenzkra valdhafa um það. Stæðum við þá ekki uppi með hinn hluta vandamálsins, þörfina fyrir sjónvarp, eðlilega þörf, sem is- lenzkij- valdamenn hafa notað sér í pólitískum tilgangi, fyrst Ojr fremst vegna þess að for- senda hennar var fyrir hendi og var í sjálfu sér fyllilegá eðlileg þótt afstaða valdhaf- anna til þeirrar þarfar væri óeðlilegt? Nú er jafnvel ekki einhlítt að reikna með því sem vísu að okkur takist að reka þennan her héðan á næstu árum —1 það er vandamál sem enn á ekki vísa úrlausn þó það sé leysanlegt. Hitt er öllu al- varlegra. að sjónvarpsmálið er orðið skærasta birtingarform þessa vandamáls um leið og vesældómur margræddrar vönt- unar í íslenzkt menningarstarf hefur eignazt hersetuna að skörpustu birtingarformi. Þann- ig verða þessi mál ekki að- skilin — sjónvarpsmálið er sá knýjandi hluti hemáms vandamálsins og hemámið stærsti háski sjónvarps o, kvikmyndamála í blindgötu. Þetta er það, sem ég kalla að sjá hlutina í öllu sínu sam- hengi og byggja matið á veru- leikanum. Ugglaust vantar enn marga drætti í þessa mynd en varla eru þeir þó eins afger- andi og það sem hér hefur verið dregið upp. í ljósi þessa finnst mér eng. inn hugsandi maður á þessu lándi undanþeginn ábyrgð þessara mála í heild; þau kalla á alla krafta. sem tiltækir eru og verða. f ljósi þessa ógurlega menn- ingarháska leyfi ég mér að kalla hvern þann, sem getur en vill ekki gera sér grein fyr- ir þessum málum í heild sinni og ljá úrbótum þess fylgi sitt, öllum illum nöfnum þangað til sá hinn sami hefur áttað sig og gerzt fyllilega virkur, kast- að fordómum sínum, látið þá rýma fyrir þeim nýju sjónar- miðum. sem eru fyrsta nauð- syn þessa máls, því enginn þarf að segja okkur það. Sig- urður. að það veiti af sam- anlögðu afli allra mennta- og listamanna hérlendra til að ýta svo vig opinberum aðilum ag dugi til ag bjarga þvj á þurrt.. sem ■ nú er á floti í sorabylgjunnt frá Keflavík. Með baráttukveðju, Þorgeir Þorgeirsson. Kviknaði í leigubíl AKRANES 29/11 — Síðast liðna nótt var leigubifreið frá Akranesi, E 160, á leið heimleið- is frá Reykjavík og ók með tvo farþega nokkuð greitt og var komin að Tíðarskarði á Kjalar- nesi, þegar eldur kom upp bílnum og varð brátt alelda að innan og branrí allt sem brunn- ið gat og er bíllinn svo til 6- nýtur. Farþegar og bflstjóri sluppu við meiðsli. Penkovskí Framhald af 6. sfðu. tveimur árum eftir að Penk ovskí var handtekinn. Einhver hefur ruglað saman tveimur atburðum og dagsetningum þeg- ar bókin var skrifuð. H.nir ýmsu kaflar bókarinn ar bera með sér mismunandi mikla þekkingu á því sem fjallað er um. Svo mætti virð- ast sem hver höfundur hefði skrifað sinn kafla. Þá væri gerð grein fyrir mörgum af skyssunum ef gert væri ráð fyr ir því að þegar bókin hefði verið orðin til að meginstofni hefði einhver farið yfir hana og skotið inn köflum hér og þar. SMÁAUGLÝSINGAR NITTO JAPÖNSKU NITT0 HJÓLBARÐARNIR I flostum sticrð.um fyrirliggjandi f Tollvörugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 — Sími 30 360 Fataviðgerðir Setjum skinn a jakka auk annarra fataviðgerða. Fljót og góð afgreiðsla Sanngjarnt verð Skipholtl 1. — SUnl 16-3-46. Siml 19443 BRlDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. B. R I DGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 „SJÓVA” TRVQQT ER VHC TRYOOT SJÓVATRVaGINOAFÉUQ ISLANDS H P Dragið ekki að stilla bílinn ■ MOTORSTILLINGAR ■ HJÓLASTILLINGAR Skiptum um kertí og platinur o.fl. BÍLASKOÐUN Skúlagðtu 32. simi 13-100. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængina. Eigum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐUR- HREINSUNIN Hverfisgötu 57 A Sími 16738. HiólborðaviSgerðÍr OPIÐ ALLA DACA (LfiCA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FXAKL.8TU.22. Gúmmívinnustofan ix/f SkÉdwltí 35, RcyVj.TÍk. Verkstæðið: SIMI: 3.10-55 Skriístoian: SlMI: 3-06-88. rvðverjið nvju bi* REIÐINA STRAX MEÐ TfCTYL Stml 30945. RADÍÓTÓNAR Laufásvegi 41. Skólavvr&ustícf 36 Símí 23970. Snittur Smurt brauð við óðinstorg. Sími 20-4-90. úr og skartgripir KORNELIUS JÚNSSON skólavördustig 8 AKIÐ SJÁLF NÝJUM BÍL Almenna bifreiðedeigan h.f. KJapparst. 40. — Sími 13776. Rest best koddar Endurnýjum gömlu sæng. urnar eigurn dún- og íið- urheld ver, æðardún*. og gæsadúnssængur og kodda af vmsuro stærðum. Dún- og fiður- hreinsun Vatnsstíg 3 Siml 18740 (Örta skref trá Laugavegi) INNHEIMTA CÖGFRÆVlSTðfíF Pússningarsandur Víkurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðlr ai pússningarsandl heimflutt- um og blásnum ínn Þurrkaðar vikurplötur og einangrun arp last Sandsalan við Elliðavog s.f. Elliðavogj 115 - slmt 30120 BIL A LÖKK Grnnnui Fyllir Snarsl . Þynnli BOn EINKAUMBOÐ ASGEIR OLAFSSON neildy Vonarstræti 12 Siml 11075 Stáleldhúshúsgögn Borð Bakstólar Kollar ki 950.00 - 450.00 - 145.00 F orn verzl unin Grettisgiitn 31 SERVIETTU- PRENTUN SIMI 32-101. STCIHI)ÍR»](Kö VB CR KHAK9 r

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.