Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Midvikudagur 13. apríl 1966 Veitingahúsin séu opnuð ungu fólki til vínlausra skemmtana Bjórmálið svonefnda var til 2. umræðu í neðri deild AI- þinffis í g-ær og var það fram- hald umræðunnar. Töluðu EINAR OLGEIRSSON og SIG- URVIN EINARSSON og í ræðu sinni las Einar skriflega breytingartillöguna, sem birt er á forsíðunni, og yrði til þess að gerbreyta öllu málinu ef samþykkt yrði, svo að bjór- málið væri úr sögunni, og í stað þess komin athyglisverð og tímabær breyting á áfeng- islöggjöfinni, varðandi ráð- stafanir til að ungt fólk geti notið áfengislausra skemmtana. Ábyrgðarleysi „Ábyrgðarleysið sem felst í tillögunni um sterka bjórinn hryggir mig,“ sagði Einar í byrjun ræðu sinnar, og hann kvaðst hafa haldið að flestum alþingismönnum væri ljóst hvílíkt þjóðarböl drykkjuskap- urinn er, og hversu erfið bar- áttan gegn því böli væri. Taldi harin að tilkoma áfenga bjórs- ins hlyti að verða til þess að ástandið stórversnaði frá því sem nú er. Nú væri t.d. tiltölulega sjald- gæft hér á landi að verka- menn væru undir áhrifum á- fengis á vinnustöðum við vinnu sína. Reynslan frá ná- grannalöndunum, t.d. Dan- mörku, sýndi að mikil líkindi væri til þess að þetta breytt- , ist ef sterki bjórinn væri til- tækur, og yrði að hafa í huga þá áráttu flestra íslendinga se'm áfengis neyta að halda á- fram drykkju þegar þeir fara að finna á sér. f nafni frelsisins Þó nú væri sagt að útsölu- staðir ættu einungis að vera hinir sömu og *annars áfengis væri ekki að efa að eftirnokk- ur ár frá því að áfengur bjór væri lögleyfður hér í nafni frelsisins yrði farið að hafa hann á boðstólum í hverri búð, einnig í nafni frelsisins. Og ekki myndi slysahættan af ó- gætilegum akstri, t.d. unglinga, minnka ef þeir ætrtu greiðan aðgang að áfengum bjór. Áfengi lialdið að fólki Það eru aðrar ráðstafanir sem gera þarf, sagði Einar. Nú má segja að gerðar séu beinlínis ráðstafanir til þess að knýja ungt fólk til þess að drekka áfengi. Á aðalveitinga- stöðum Reykjavíkur er ungt fólk ekki velkomnir gestir nema það kaupi þar áfengi, gróðavonin ræðiy ein. Það sé beinlínis verið að reyna að gera það fólk útlægt af vín- veitingastöðunum sem ekki pantar vín. Eitt veitingahús í Reykjavík hafi reynt að halda uppi áfengislausum skemmt- unum fyrir ungt fólk, Lídó. Nú eigi að loka því líka og taka þar upp vínveitingar, og unga fólkið verði að fara í kröfugöngur um göturnar í ^eykjavíjj til þess að krefjast þess að því sé einhver staður opinn. STARFSMAT B.S.R.B. óskar að ráða mann til að kynna sér starfsmat erlend- ís á vegum bandalagsins í 3—6 mánuði. Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamálum nauðsynleg. Nánari upplýsingar á skrifstoiu B.S.R.B., Bræðraborgarstíg 9. Umsóknir sendist skrifstofunni fyrir 25. apríl 1966, þar sem tilgreindur sé aldur, menntun og fyrri störf. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Veitingahúsin opnuð æskufólki Einar lýsti síðan tillögu sinni þar sem fjármálaráð- herra heimilast að verja upp- hæð sem nú myndi láta nærri tveimur miljónum árlega af áfengis- 'og tóbaksgróða ríkis- ins til þess að tryggja að ungt. fólk ætti kost áfengislausra skemmtistaða í gó.ðum húsum með góðum danahljómsveitum, og gæti keypt sér þar veiting- ar á vægu verði. Og ennfrem- ur væri ekki nema eðlilegt að hið opinbera veitti vínveit- ingaleyfi með því skilyrði að veitingastaðirnir hefðu opið hús fyrir ungt fólk til áfengis- lausra skemmtana einu sinni 1 viku. Væri þetta skipulagt þannig í Reykjavík til dæmis að húsin skiptust á um slík kvöld, ætti ungt fólk oft kost á því að njóta þeirra skemmt- ana sem eðlilegt væri að það sæktist eftir. Þetta yrði til þess að setja meiri menningar- brag á veitingastaðina og ger- breytti aðstöðu æskufólks að þessu leyti. Það er ekki nóg að óskapast vegna spillingar æskunnar og tönnlast á Þjórsárdalshneyksl- um, sagði Einar. Slíkt tál verð- ur að einskærri hræsni ef ekki eru gerðar þær ráðstafanir sem þarf til þess að unga fólk- ið eigi kost á áfengislausum dansskemmtunum í skemmti- legu umhverfi. Á alþingis- mönnum hvílir sú ábyrgð að gera slíkar ráðstafanir. Einar óskaði eftir að um- ræðunni yrði frestað til þess að fjármálaráðherra gæti ver- ið viðstaddur og sagt áiit sitt á tillögunni. Sigurvin Einarsson lýsti fylgi sínu við tillögu Einars, og skýrði frá að væntanlegar væru tillögur milliþinganefnd- ur sem endurskóðað hefði á- fengislögin, og væri ekki í til- lögum hennar nein ákvæði um sterkan bjór. Umræðunni var frestað. Aðalfundur ís- lenzk-þýzka menningarfé- lagsins > ■ Aðalfundur íslenzk-þýzka menningarfélagsins verður í kvöld kl. 20.30 í Lindárbæ uppi. Fundarefni; Venjuleg aðalfund- arstörf. Flutt verða skemmti- atriði með kvöldkaffinu. Siglfirðingar enn sigursælir Skíðamót íslands var haldið á ísafirði um páskana. Að venju urðu Siglfirðingar * sigursælir á mótinu og hlutu flesta meist- aratitla í keppni fullorðinna, sigruðu þeir í 5 greinum. Þórhallur Sveinsson Si’glu- firði sigraði í 15 km. göngu og norrænnj tvíkeppni. Árdís Þórðardóttir Siglufirði sigraði i svigi kvenna og Alpatvikeppni kvenna og sveit Siglufjarðar vann 4x10 km boðgöngu. Ámi Sigurðssorn ísafirði sigraði í svigj karla og Alpatvíkeppni karla og Kristján Guðmundsson ísafirði sigraði í 30 km göngu. Þá sigraði sveit ísafjarðar í flokkasvigi. ívar Sigmundsson Akureyri sigraði í stórsvigi karla 'og Karólína Guðmunds- dóttir Akurevrj í stórsv, kvenna Loks sigraði Svanberg Þórðar- son Ólafsfirði i stökkkeppninni. Sveit Halfs varð fslandsmeistari Sveit Halls Símonarsonar varð fslandsmeistari í bridge á fs- landsmótinu í bridge, sem lauk nú í páskavikunni hér í Reykja- vík. Sex sveitjr kepptu um tit- ilinn oe varð þetta jöfn og hörð keppni. Þessir menn tilheyra sveit Halls Símonarsonar: Þórir Sig- urðsson. Hallur Símonarson, Símon Símonarson Eggert Ben- ónýsson Þorgeir Sigurðsson og Stefán Guðjohnsen. Úrslit j meistaraflokki urðu þessi: 1. sveit Halls Símonarsonar BR 21 stig; 2. sveit Benedikts Jóhannssonar BR 20 stig; 3. sveit Gunnars Guðmundssonar BR 19 stig; 4, sveit Agnars Jörgens- sonar BR 17 stjg, 5 sveit Ól- afs Þorsteinssonar BR 8 stig; 6. sveit Hannesar Jónssonar BAK 5 stig. f fyrsta flokki í A-riðli varð efst sveit Böðvars Guðmunds- sonar BH með 34 stig og í B- riðli varð efst sveit Aðalstejns Snæbjömssonar BDB með 32 stig. Báðar þessar sveitir færast upp í meistaraflokk. Gott ferðaveður um páskana • • / Þórsmörkinni og Oræfunum Allmargir Reykvíkingar brugðu sér úr borginni að venju um páskaria til þess að teyga að sér fjallaloft og dusta af sér inniseturyk vetrarins. Þannig skipulögðu þrír aðilar hópferðir austur í Öræfi og inn á Þórsmörk fyrir utan fjöldan allan af einstaklingum er fóru á eigin bifreiðum. _ Guðmundur Jónasson og Úlf- ar Jacobsen skipulögðu hóp- ferðirnar í Öræfin en Ferðafé- lag íslands tvær ferðir í Þórs- mörk, — fimm daga ferð og tveggja daga ferð undir farar- stjórn Jóhannesar Kolbeins- sonar og Eyólfs Halldórssonar. Við náðum tali af Quðmundi Jónassyni í gærdag og var hann hress að vanda. Ég var með 11 manns á mín- um vegum og þurfti ekki einu sinni að binda um fingur á , manni í ferðinni, hvað þá meira, — allt gekk þetta prýði- lega. Á skírdag taldi ég 27 bíla á söndunum kringum Vík í Mýrdal og mætti segja mér, að þarna hafi verið á ferðinni um 250 manns. Þarna voru meðak annars sex gerðir af bílum og allir með Mercedes Benz vél og framhjóladrifi og þótti mér þetta merkilegt. Færðin á vegunum var góð og gætti þó sandbleyfu undan klaka við vötnin v&gna hægr- ar hláku og aurleðju á vegum, — vegirnir voru þó farnir að þorna á annan páskadag á heimleið í bæinn. Hæg hláka fer um aiit land Hlý austanátt var um allt 1-and um páskahelgina og hæg hláka. Fór hún vel að og oirsakaði hvergi flóð eft- ir snjóaþyngsli þorrans og gó- unnar. Færðin á vegum er þannig eftir vonum Þó að vart verði við aurbleytu hér sunn- anlands og vestcn. Þannig eru vegir skaplegir austur í Vík í Mýrdal og sömuleiðis vestur í Dalj og um Snæfellsnes og Vesturland, Um veslanvert Norðurland Húna- vatnssýslu og -Skagaf jarðar- sýslu eru vegir færir öllum bifrejðum, en frá Skagafirði yfir Öxnadalsheiði er færðin lakari og er aðeins fært stór- um bílum og jeppum. Þá hef- ur shjór sigið nokkuð í Þing- eyjarsýslum og á Austurladi og sömulejðis á Vestfjörðum, ep víða er þar ,ófært ennþá öllum bifrejðum Útlitið er hinsvegar gott næstu daga vegna áframhaldandj hláku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.