Þjóðviljinn - 13.04.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Page 1
 Miðvikudagur 13. apríl 1966 — 31. árgangur — 82. tölublað. Orðsendingu de Gaulle frá 29. marz svarað Johnson krefst að Frakkar skili aftur kjarnahleðslum ■■■■■■■«■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■• Leppstjórnin í S-Vietnam mun falla þá og þegar Uppreisnin gegn henni mognast stöðugt og augljóst að búddatrúarmenn halda ófram baróttunni allt til sigurs SAIGON 12/4 — Aug- ljóst virðist að dagar leppstjómar Bandaríkja- manna í Saigon, herfor- ingjaklíku Kys og fé- laga, séu taldir og hún muni þá og þegar hrökklast frá. Uppreisn- ín gegn henni sem hófst í borgum Mið-Vietnams hefur stöðugt magnazt og leiðtogar búddatrú- irmanna sem fyrir henni hafa staðið virð- ’st staðráðnir að halda henni áfram þar til Ky hershöfðingja og félög- um hans hefur verið steypt. Ekkert lát varð á andróðrin- um gegn l^ppstjórninni i Saigon yfir páskana. Á hverjum degi voru farnar kröfugöngur og haldnir mótmælafundir, bæði í borgunum Hue og Danang í Mið-Vietnam og í höfuðborginni sjálfri. Þessum kröfugöngum og fundarhöldum var haldið áfram í dag, samtímis því að í Saigon kom saman ‘ fundur sem Ky „forsætisráðherra“ hafði neyðzt til að boða, en honum var ætlað að leggja á ráðin um með hvaða hætti komið yrði á stjórn í hin- um hernumda hluta landsins sem hægt væri að telja að færi með umboð íbúanna þar. Sá fundur varð þó með öllu mark- laus þar sem leiðtogar þúdda- trúarmanna, öflugustu samtak- anna á yfirráðasvæði Saigon- stjórnarinnar, höfnuðu boði um að taka þátt í honum. Leiðtogar kaþólskra í Saigon hafa einnig neitað að taka þátt í bessum fundi. Fundahöld Um 4.000 manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Danang í Segir að fresturinn til að flytja bandarískt herlið frá herstöðvum í Frakklandi sé allt of stuttur PARÍS 12/4 — Bandaríkjastjórn tilkynnti í dag frönsku stjórninni að hún yrði að skila fyrir 1. júlí þeim kjarna- hleðslum sem Bandaríkin hafa látið franska herinn í Vest- ur-Þýzkalandi fá tií umráða. Jafnframt lýsti hún yfir að hún teldi að frestur sá sem Frakkar hafa sett Bandaríkja- mönnum til að verða á brott úr herstöðvum sem þeir hafa haft í Frakklandi væri allt of naumur. Bandaríski sendiherrann í Par- ís, Charles Bohlen, afhenti í dág franska utanríkisráðuneytinu orð- sendingu frá stjóm sinni og er hún svar við orðsendingu de Gaulle frá 29. marz þegar hann tilkynnti Bandaríkjamönnum að Frakkar ætluðu að hætta þátt- töku í hernaðarsamstarfi Nato- ríkjanna, afnema bandarísku her- stöðvamar í Frakklandi, reka úr landi herstjómir Natos og taka franska herliðið í Vestur-Þýzka- landi undan sameiginlegri yfir- stjóm Natos. Frakkar ætla að hætta ftfern- aðarsamvinnunni við önnur Nato- ríki 1. júlí og þeir hafa gefið Bandaríkjamönnum frest til 1. apríl næsta ár að verða á brott með allt sitt herlið frá Frakk- landi. Skilja ckki 1 svari Bandaríkjastjómar sem er 1200 orð segir að hún geri sér Ijóst að Frakkar ætli að hætta aðild að sameiginlegum landvörnum Natos 1. júlí, en hún skilji ekki hvers vegna þetta þurfi endilega að hafa í för með sér að'aðalherstjóm bandalagsins í Evrópu (SHAPE) verði að fara frá Frakklandi. Þar sem franska herliðið í V- Þýzkalandi verði frá 1. júlí ekki lengur undiir sameiginlegri her- stjórn Natos, muni frá sama degi falla úr gildi samningur sem gerður var 6. september 1960 um að franski herinn fengi til um- ráða bandarískar kjamahleðslur. AUt of naumur frestur Bandarískjastjóm kveðst reiðu- Framhald á 2 síðu. ^■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■-•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■j ÆFR sýnir mynd eftir Eisenstein f kvöld kl. 8.30 verftur kvikmyndasýning á vegum ÆFR í Tjarnargötu 20. Að þessn sinni verður sýnd kvikmyndin Alexander Nevsky , eftir Eisenstein með tónlist eftir Prokoféf, gerð 1938. Þetta er ein- stakt tækifæri til að sjá hina viðfrægu mynd. Dpið öllum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■' Frá óeirðunum í Saigon um helgina. dag gegn Saigonstjórninni og voru í þeim hópi 1.000 hermenn Saigonstjórnarinnar og 500 lög- reglumenn. Um 5.000 manns fóru fylktu liði um göturnar í Hue til að fylgja á eftir kröfu um að krvatt verði saman þjóðþing innan tveggja mánaða.. Rétt áður hafði þar verið haldinn fjöldafundur í sama skyni og voru um 8.000 manns á honum. Thieu hershöfðingi, „forseti" herforingjaklíkunnar, setti fund- inn í Saigon og sagði að herfor- ingjarnir væru fúsir til að af- sala sér völdum í hendur þjóð- inni „eins fljótt og auðið væri“. Sú yfirlýsing var staðfesting þess sem alltaf hefur verið aug- ljóst að í hinum hemumda hluta Suður-Vietnaiiíis er engin stjórn sem hefur umboð frá þjóðinni Framhald á 3. síðu. Framboí AlþýBubandalagsins í Neskaupstað ákveðiö í gær NESKAUPSTAÐ 12/4 — Á al- mennum fundi Alþýðubandalags- ins í Neskaupstað í kvöld var ejnróma samþykktur eftjrfarandi famboðslisti: 1. Bjarni Þórðarson bæjarstj. 2. Jóhannes Stefánsson. frkvstj. 3. Kristinn Jóhannsson, kenn- ari. 4. Jóhann Karl Sigurðsson, út- gerðarstjóri. 5. Lúðvík Jósepsson, alþm. 6. Ragnar Sigurðsson hafnar- stjórí. 7. Sigfinnur Karlsson. forseti Alþýðusamb. Austurlands, 8. Stefán Þorleifsson, sjúkra- húsráðsmaður. 9. Auður Bjamadóttir. hús- móðir. 10. Öm Scheving. form. Verk- lýðsféla'gs Norðfirðinga. 11. Guðjón Marteinsson, verk- stjóri. 12. Elma Guðmuhdsdóttir hús- móðir. 13. Hjálmar Ólafsson, iðnnemi. 14. Einar Guðmundsson, sjóm. 15. Hjaltj Ásgeirsson. vélstjóri, 16. Stefán Höskuldsson verka- maður. 17. Stefán Þorsteinsson útgerð- armaður. 18. Stefán Pétursson, vélstjóri. Tillaga Einars Olgeirssonar á þingi: Unglingar eigi völ skemmtana án víns ★ Vilja alþingismenn gera ráðstafanir til þess að unglingum verðl gert kleift að sækja beztu veitingastaði og danshús Iandsins án þess að verið sé að þrýsta að þeim áfengiskaupum? Cr því verður skorið einhvem næsta dag, þegar til atkvæða kemur í neðTÍ deild Alþingis tillaga frá Einari Olgeirssyni, sem hann flutti í gær við meðferð bjórfrumvarpsins airæmda. Leggur Einar til að í stað á- kvæða frumvarpsins um bjórinn verði frumvarpið um þessa breyt- ingu á áfengislöggjöfinni: ★ „Fjármálaráðherra er heimilt að nota allt að 0,5% af tekjum Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins til að tryggja á þann hátt, er hann telur hentugast, að hægt sé að halda uppi góðum skemmti- stöðum fyrir unglinga, þar sem eigi væru vínveitingar. ★ Þá er f jármálaráðherra og heimilt að ákveða að þeir gkemmti- staðir, sem hafa vínveitingaleyfi, skuli hafa opið til dansskemmt- ana fyrir unglinga einu sinni í viku og séu þá eigi vínveitingar, en veitingar seldar á verði er ráðuneytið ákveður.“ ★ Einar deildi fast á hræsnistalið um spillingu æskunnar og taldi undirtektir tillögu sinnar prófstein á vilja þingmanna til að gera ungu fólki kleift að sækja áfcngislausar skemmtanir í aðlaðandi veitingahúsum. Nánar er sagt frá ræðu Einars í,Þingsjá á 6. síðu. ALMENNUR FUNDUR UM ALÚMÍNMÁLIÐ Almennur fundur um alúmínmálið verður haldinn í Austur- bæjarbíói kl, 9 annað kvöld á vegum Alþýðubandalagsins í Reykiavík. Á fundinúm verður fiallað um ýmsa þætti binna fvrirhntniðu alúmínsamninga og afleiðingar þeirra. Ræður flytja: Magnús Kjartansson ritstjóri, Bjöm Jónsson alþingismaður, Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur og Ragnar Amalds alþingismaður. Alúmínmálið er nú að komast á lokastig, fyrstu umræðu lokið í neðri deild alþingis og önnur umræða framundan e’ftir helgina. Á fundinum annað kvöld hafa menn fækifæri til að afla sér aukinnar vitneskju um þetta ör- lagaríka mál og leggja áherzlu á þá kröfu sem nú er borin fram af sívaxandi þunga: að málinu verði ekki ráðið til lykta fyrr en landsmenn hafa fengið að láta í ljós vilja sinn í þjóðaratkvæða- Treiðslu. Fjölmennið á fundinn í Aust- urbæjarbíói annað kvöld kl. 9. I I I I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.