Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 5
) Miðvikudagur 13. aprfl 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 Frásögn frá Polar Cup keppninni í Kaupmannahöfn um páskana: CNN UNNU ÍSICNDINCAR DANIMCD CINU STI6I! — en nú fengust ekki úrslit fyrr en eftir framlengingu □ Þriðju Polar Cup keppninni er 1 lokið með sigri Finna, sem reyndar sigruðu einnig í hinum tveim fyrri. Svíar urðu númer tvö eftir aðhafa leikið úrslitaleik við Finna, þar sem Finnar sýndu Sví- um bvernig á að leika körfu- knattleik. íslendingar urðu númer 3 á mótinu, unnu Dani í úrslitaleik um 3. sæt- ið. Var sá leikur æsispenn- andi og jafn. Eftir venju- legan leiktíma var staðan jöfn, 60:60 (íhálfleik 32:32!), og var þá framlengt um 1x5 mínútur og þá unnu íslend- ingar loksins og urðu úrslit- in 68:67. □ Danir urðu númer 4 á mót- inu og Norðmenn sem sendu nú í fyrsta sinn lið á mótið urðu í fimmta sæti, töpuðu öllum sínum leikjum. Segja má að frammistaða ísl. liðs- ins hafi verið góð. Sumir leikmapna sýndu ekki eins góða léiki og búast hefði mátt við, borið saman við frammistöðu þeirra í leikj- um hér heima, aðrir sýndu bétri leik en búast mátti við. □ Dönsku blöðin skrifuðu mik- ið um mótið, og sögðu m.a. að nú loksins myndu Danir sigra íslendinga. Var því gleði íslendinga mikil er svo fór ekki og vonbrigði dönsku blaðanna var mikil. Aftur á móti tóku leikmenn danska liðsins úrslitunum með svo mikilli sannri íþróttamennsku að það mun seint eða aldrei gleymast ísl. landsliðsmönn- unum. Þar voru svo sannar- lega sannir íþróttamenn, sem kunnu að taka osigri. ísland — Noregur 74:39 (32:19) Fyrst; leikur íslenzka liðs- ins í keppninnj var gegn hlnu unga og óreynda liði Noregs, en samt fór svo í byrjun að Norðmenn náðu yfirhöndinni og héldu forystu fyrstu 9 mín- útumar komust í 5:0, síðan 11:6 en þá fyrst komst íslenzka liðið í gang og breytti stöðunni á skömmum tíma í 16:11 og átti Einar Matthíasson þar stærst- an þátt, en hann skoraði tíu stie i röð á örskömmum tíma Eftir þetta héldu íslendingarn- ir öruggri forystu og leiddu i hálfleik 32:19. Yfirburðir ís- lenzka liðsins jukust enn í síðari hálfleik og sýndi það þá oft skemmtileg tilþrif. Leiknum lauk síðan með öruggum sigri liðsins sem skoraði 74 stig en Norðmenn skoruðu 39 og voru úrslit þessi verðskulduð. Dóm- arar voru Arve .Tantunen (Finn- land) og Viggo Bertram !(Dan- mörku) LIÐIN Byrjun' leiksins var mjög slæm af hálfu ísl. liðsins. Þeir hittu ekki nógu vel og voru yf- irleitt óöruggir í spili, En eft- ir að Það komst í gang sýndi það oft skemmtilegan leik. bæði í vörn og sókn En sem fyrr segir var liðið of lengi að komast í gang. og var það einn aðalgalli í leik þeirra. Uppsetning fyrirfram ákveð- inna leikaðferða tókst yfirleitt vel og vömin var þétt ef frá er talin byrjun leiksins, Bezt- ur íslendinganna var Einar Matthíasson, en Þorsteinn Hallgrimsson og Kolbeinn Páls- son sýndu og góð tilþrif. Stigin skoruðu: Þorsteinn Hallgrímsson 16, Einar Matt- híasson 15, Kolbc inn Pálsson 15 Hólmsteinn Sigurðsson 9, Einar Bollason 7, Gunnar Gunnarsscn 6, Ólafur Thorlaci- us 4, og nýliðinn Hallgrímur Gunnarssop 2 stig. Lið Noregs sýndi oft ágætan leik ef miðað er við hve stutt- an tima þeir hafa lagt stund á körfuknattleiksíþróttina. Lið- jð er skipað ungum og leikglöð- um piltum, og eru margir þeirra mjög efnilegir. Er það spá mín, að Norðmenn eigi eft- ir að láta mikið að sér kveða í þessari íþrótt, ef svo fer sem horfir. Lið þeirra sýndi mjög vaxandi getu eftir því sem leið á mótið og síðasta leik sinn á því gegn Dönum, léku þeir mjög vel og héldu jöfnu vjð þá í hálfleik, eftir áð hafa leitt meiri hlutann af honum. En i síðari hálfleik unnu Danir á vegna leikreynsiu sinnar og sigruðu örugglega, 74:50. fsland — Svíþjóð 85:62 (43:29) Sama dag og leikið var við Norðmenn léku íslendingar aftur og nú við Svía, en sá leikur fór fram um kvöldið. Svíar höfðu skemmtilegu liði á að skipa og voru þrír menn ■ í því um 2 m á hæð, þannig að búast mátti við Því. fyrir- fram, a^ fslendingamir hefðu ekki mikið að segja í þessa^ risavöxnu menn. Svo fór og að Sviar unnu leikinn örugg- lega, en íslendingamir sýndu nú sinn bezta leik á mótinu. sérstaklega var fyrri hálfleik- urinn mjög vel leikinn og var vörn þeirra þá mjög þétt, en þeir léku hreyfanlega svæðis- vörn, ög gafst sú aðfcrð mjög vel gegn hinum hávöxnu leik- mönnum Svía. Fyrri hálfleik- urinn var nokkuð jafn en þó höfðu Sviar alltaf forystu. Kom- ast þeir mest í 17 stiga ftor- ystu, en Islendingarnir misstu aldrei móðinn en börðust og börðust, enda tókst þeim að minnka forskot Svía nokkuð trl loka hálfleiksins, en í leik- hléi var staðan 43:29 Svíum í hag., f síðari hálfleik juku Svíar nokkuð forskot sitt og sýndi íslenzka liðið ekki eins góðan leik og í fyrri hálfleik. Lauk leiknum með öruggum sigri Svía 85:62, sem er of mik- ill munur eftir gangi leiksins. Þess ber og að geta að þetta var fyrstj leikur Svía í keppn- inni en annar leikur íslending- anna sama daginn og vafalaust hefur það haft mikið að segja. Dómarar voru Dan Christensen (Danmörku) og Arve Jantun- en (Finnland). LIÐIN Þetta var eins og áður var sagt, bezti leikur fslendinganna í keppninni og á liðið sérstakt hrós skilið fyrir vamarleik sinn í seinni hluta fyrri hálfleiks, en hann var þá framúr skar- andi góður og gekk Svíum þá mjög illa að finna leiðina að körfunni. Enn voru þeir bezt- ir Þorsteinn Hallgrímsson og Einar Matthíasson með 19 og 18 stig en liðið í heild átti annars ágætan leik. f liði Svía voru þeir bezt- ir Hans Albertsson og Jörgen Hansson, og skoruðu þeir sam- tals 64 stig fyrir Svíþjóð, svo að sjá má að þeir vom langerf- iðustu mennirnir fyrir íslenzku vömina, enda eru þeir hvor um sig 2,03 m á hæð en hæsti fslendingurinn „aðeins“ 1,97. Einnig var Anders Grönlund (spilaði með Alvik gegn KR í Evrópubikarkeppninni á Kefla- víkurflugvelli sl. haust) góður og skoraði hann 10 stig. Þess ber og að geta að Svíar létu alltaf sitt sterkasta lið vera inná en í.d, móti Dönum létu þeir varamenn sína spila mik- inn hluta leiksins. Island — Danmörk 68:67 (60:60) (32:32) Strax daginn eftir að leikið hafði verið við Norðmenn og Svía var leikið við Dani og var þeim lefk sjónvarpað í danska sjónvarpinu. Fyrirfram var búizt við jöfnum og spennandi leik, en dönsku blöðin höfðu þó látið í það skína, að Danir myndu að líkindum sigra. en eins og mönnum er kunnugt, er sigur- vissa eitt aðaleinkenni danskr- ar blaðamennsku. í sem skemmstu máli er hægt að segja að leikurinn hafi verið hreinasta martröð, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur, sem fylltu hina giæsilegu íþrótta- höll Dana sem er í Herlev, úthverfi Kaupmánnahafnar. Lei'kurinn var frá upphafi hnífjafn og eftir því spenn- andi. íslendingar náðu í upp- hafi nokkurra stiga forustu, eftir fjórar mín. stóðu leikar 7:3 fyrir þá. Þá sækja Danir á og nú 1 stigi yfir eða 10:9 eftir 7 mín. og 14:11 stuttu síð- ar. Þá nær ísl. liðið sér vel á strik. jafnar og kemst aft- ur yfir í 18:14 eftir tíu mín. Danir ná nú aftur yfirhönd- inni 19:18 eftir 12 mín. íslend- ingar jafna 19:19, en nú ná Danir mjög góðum leikkafla og skora næstu 7 stig þannig að eftir 16 mín. af fyrri hálf- leik var staðan 19:26 Dönum í vil. Þá jafnaðist leikurinn aft- ur og er um það 10 sekúndur eru til leiksloka jafna íslend- ingar í 32:32, en þá skeðu al- varleg mistök hjá hinum danska tímaverði. Danjr hefja sókn og tíminn líður. Sekúndu- vísirinn á klukkunni sýnir, að leiktíminn sé liðinn, en það var eins og tímavörðurinn væri að ,.leyfa“ Dönum að ljúka sókn . sinni, áður • en hann vildi flauta til hálfleiks. Þvi er Flemming Wich. einn bezti leikmaður Dana gerir skottilraun og Þorsteinn Hall- grímsson gerir tilraun til að Verja skot hans fær við það dæmda á sig villu, sýnir klukk- ' an að leiktíminn sé búinn og meira að segjá vel það! Klukk- an hafðj ekki verið stöðvuð fyrr en hún hafði gengið 7 sek. lengur en löglegúr leiktími í hálfleik er. Flemming Wich fékk síðan tvær vítakaststil- raunir, en hitti í hvorugri. Yf- ir þessu leiða atviki voru bor- in fram harðorð mótmæli af hálfu forráðamanna ísl. liðs- ins. en ekkert tjóaði að deila við hina dönsku starfsmenn mótsins. , Síðari hálfleikur var mjög líkur hinum fyrri. Liðin náðu 4—6 stiga forskoti til skiptis. en alltaf jafnaðist leikurinn á ný Er 4 mín voru til leiksloka var staðan 55:55: íslendingar komast yfir 58:55. er tæpar 2 mín voru til leiksloka, og er um 1 mín er til leiksloka er staðan 60:58 Islandi í hag, en Flemming Wich skoraði jöfn- unarkörfuna fyrir Ðani er nokkrar sek. voru til leiks- loka venjulegs leiktíma. Þess- vegna varð að framlengja leik- inn um 1x5 mín. Qg var sá tími hrein martröð, en KöK beinn Pálsson, 'fyrirliði ísl. liðsins kórónaði sinn mjög góða leik með því að skora úr tveim vitaköstum, er hann fékk um hálfa mínútu fyrir leikslok. og með því jafnaði hann leikinn í 67:67 og skoraði sigurstigið 68:67. Sem sagt; sama sagan endurtók sig frá síðasta Pólar- Cup í Finnlandi: Island vann Danmörku með 1 stigi, en nú fengust ekki úrslit fyrr en eft- ir framlengdan leik. LIÐIN Lið íslands átti nú ekki jafn góðan leik og * gegn Svíum kvöldið áður. Ef svo hefði ver- ið, hefði mátt reikna með Sr- lítið meiri mun fslandj i vil. miðað við þá leiki sem liðin höfðu leikið fram að þessum leik. En þetta hefur áður kom- Framhald á 9. síðu. HVAÐ FORD GERÐ? Það er ný gerð vörubtfreiða frá FORD í Englandi. Stærðir 3.-4.-5 -6 -7 -8 og 9 fonna. Ný kraftmiki! dieselvél. Vökvastýri. MótorhemiII. Vandað 3ja manna veltihús. Ryðstraumsrafall. Loftþrýstihemlar. Verð ótrúlega hagstætt. Greiðsluskilmálar. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 StMI 22466

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.