Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 7
/ Miðvikudagur 13. apríl 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Steinn Dofrí, œttfræðingur MinningarorS Árið 1941 var eg að drekka kaffi inni á kaffisölu í húsi nr. 16 við Hafnarstræti og veitti þá athygli gömlum manni sem sat þar einn við borð og dró þá strax að sér athygli mfna ósvikið. Þetta var ekki fríður maður og orðinn gamall að árum sýnilega, var fátæklega til fara en þósnyrti- legur og leit þannig út að mað- ur þóttist sjá og finna aðhann færi sínar eigin götrur en skeytti lítt um álit annarra. Það atvikaðist svo að við fór- um að tala saman og fann ég fljótt að hann var djarfur í máli og nokkuð heitur í skoð- unum sínum, bæði á mönnum og málefnum, sem hann lét ó- hikað í Ijós en þó vfer strax auðfundið að hann dæmdi menn ekki eftir persónuleikan- um einum, það voru verkin sem hann dæmdi menn eftir. Það atvikaðist þannig að við urðum samferða út á götuna og ég gekk með honum alla leið heim að húsinu sem hann bjó í. Hann sagði mér hann héti Steinn Dofri og hannhefði verið lengi í Ameríku, þá m.a. veiðimaður á vötnum Kanada eða úti í skógum þar einn í kofa og haft félagsskap aðeins við ketti. Hann bauð mér upp til sín og ég kom inn í herbergið hans. Þar var allt þokkalegt en ekki ríkmannlegt. Þar voru bóka- kassar með vængjaloki og hengilás. Húsbúnaður virtist sýna það jafnt og klæðaburður hans að þessi maður var haf- inn yfir allan hégómaskap en einhvemveginn fann maður það liggja í loftinu að þarna var einbúi, maður sem átti samleið með ákaflega fáum. Hannsagði um leið og ég kvaddi hann: — Þakka þér fyrir komuna,<s> komdu hvenær sem þig langar til, en aldrei fullur. Mér leið- ast fullir menn, þeir eru með slagsmál og læti og þau þoli ég ekki. Uppfrá þesisu var ég svo að segja daglegur gestur í herbergi hans allan veturinn. Ég eignað- ist ákaflega góðan, ákaflega ráðhollan vin, sérstakan í lund og háttum sínum, en mann sem alltaf var sami hollráði mað- urinn sem sýndi öðrum eins vafagemsa og ég var óvenju- , legt traust og vináttu. Ég komst að því fljótt að hann hét að skírnarnafni Jósafat Jónasson, hefði ungur farið til Ameríku, hefði ungur lent í fjárþröng í Reykjavík og ekki verið laginn í rándýrsvizku og gróðabralli sem þá tíðkaðist ekki síður en nú og sem endaði með því að hann fór sem flóttamaðúr til Ameríku og þegar hahn var kominn til Winnepeg átti hann eina krónu og fimmtíu aura i sjóði sín-um og er varla hægt að leggja út í lífið með minna í framandi heimsálfu. Áratugum síðar, 1937, hafði Steinn Dofri aftur komið heim til íslands jafnsnauður og hann fór. Að vísu var hann orðinn kunnur sem ættfræðingur, sem með ótrúlegum hætti hafði samið ættfræði í skógarútlegð sinni í Kanada, en þá reyndi hann eins og ekki er ný saga, að þeir sem, vjnna að andleg- um störfum á Islandi verða oft að svelta. Ég komst í nokkuð náin kynni við Stein Dofra á þessum árum. og fann hve einkenni- lega barngóður þessi maður var. Ef hann sá kött úti á götu þá kom svo glaðlegt blik í stól- gi'á augun sem svo oft voru hörð af þykkjuþungri lund, að krakkafansinn í húsunum í kring kallaði.hann afa og þetta andlit sem var orðið rúnum skráð á stormasamri ævi varð barnslega blítt þegar hann tók þau varlega upp og sagði „blessuð stráin“. Lífshættir mínir breyttust og Dofra líka. A.rn.k. gat nann leyft sér að neyta matar með sama hætti og aðrir menn en kunnings- skapur okkar hélzt áfram ó- breyttur. Það var 1947 á út- mánuðum að við hittum&t oft að kaffidrykkju á Ingólfskaffi og þar hafði orðið innlyksa gulbröndóttur köttur sem átti Dofra að verndara og vini. Þann kött nefndi Dofri Ingjald bis-kup hinn skaðmígandi og kom sú nafngift af því að hann taldi biskupinn vera valdan að lykt sem sumum þótti vond og var eitt sinn í afkima fordyrisins. Svona leið timinn og góan kom og þá sagði Dofri að Ingjaldur biskup syngi mjög messur á nóttunni og var það nefnt eitt- hvað í sambandi við góuvæl. Og áfram leið tíminn, innan stundar segir Dofri þá fregn brosandi að nú sé biskupinn búinn að gjóta frammi í for- dyrinu. Mörgum mun þykja þetta ekki viðeigandi frásögn íminn- ingargrein og kann líka svo að vera en Steinn Dofri volaði aldrei. Ég býst við að honum hafi verið eins fjarri skapi að kvarta og kveina eins og að vola og þessvegna finnst mér trúlegt að hlýlegt bros að bless- uðum fjórðungnum, en svo nefndi hann köttinn, hefði orð- ið honum betur að skapi. Steinn Dofri bað aldrei um miskunn, enda var hann víst hennar lítið aðnjótandi, minnsta kosti framanaf ævinni, og sjálf- sagt myndi hann nú snúa sér við í gröfinni ef hans væri minnzt með tepruskap og slepju- 'hætti: „fínnar' sórgar. Því miður skortir mig alla þekkingu á ritstörfum Steins Dofra, ég veit það eitt að hans helzta ættfræðirit hét „Festa og röð“ og voru að ég held orðin þrjú þykk og stór bindi. Ég veit það lika að hann rakti fornættir íslendinga til Róm- verja og tel vís,t að. þar hafi hann byggt á viðeigandi rök- um. En vitanlega gat hann ekki fremur en aðrir fjarlægt* veik- leika störfum sínum. Ég átti al'ltaf þau ár sem eftir voru sama trygga góða vininn, ráðhollán og skemmti- lega sérvitran þar sem Steinn Dofri var. Og það var einkenni- legt hvað yngri menn gátu um- gengizt Dofra án þess það væri þvingandi á neinn hátt. Hann var kurteis, háttprúður í fram- göngu alltaf, en djarfur í orð- um og miskunnarlaus er hann reiddist og þurfti oft ekki ann- að en pólitískan ágreining til þess hann bæri þunga þykkju til manna sem þó virtist þegar til kom ekki vera nema aðeins á yfirborðinu og fyndi hann að einn maður væri hrekklaus var hann alltaf sanngjarn í dómum um hann og sagði stundum að þessi eða hinn væri verstur sjálfum sér og felldi ekki ann- an dóm. \ En nú er þessi lundheiti og sérkennilegi maður horfinn til þeirrar veraldar sem hann taldi að örugglega biði manns handan við dauðann. Eftir lifir í vitund þeirra sem þekktu hann minningin um sérstæðan persónuleiká. Sjálfur vil ég þakka honum fyrir svo ótal margt á margra ára góðri vin- áttu og hve hollráður hann var mér ungum og óreyndum strák- bjána þegar ég fór fyrst út í lífið og kom til Reykjavíkur. Farðu heill og sæll vinur. Helgi Kristinsson. Steinn Dofri (eða Jósafat Jónasson eins og hann hét upphaflega) fæddist í Lækjar- koti í Þverárhlíð í Mýrasýslu 11. apríl 1875. Foreldrar hans voru Jónas Helgason og kona hans Margrét Gísladóttir. Steinn ólst upp við þau kjör, sem algengust voru meðal fá- tækari bænda í sveitum, við fjárgæzlu og önnur bústörf. Snemma bar á því, að hann var meir hneigður til bók- lesturs en búskapar, og að hon- um þótti betra sálufélag við Sturlungu og aðrar gamlar bækur en við sauði borgfirzkra bænda. Gerðist hann ungur stórlega fróður um fornar ættir. Með það veganesti hleypti hann heimdraganum rúmlega tvítugur og hélt til Reykjavíkur, í von um að eitt- hvað rættist úr um menntun og greiðari aðgang að fróð- leik. í Reykjavík réðst hann í þjónustu hins kunna ættfræð- ings Hannesar Þorsteinssonar, ritstjóra Þjóðólfs og síðar þjóðskjalavarðar. Var hann af- greiðslumaður blaðsins um skeið, en aðstoðaði Hannes að auki við ýmis önnur störf, er hann hafði með höndum um þær mundir. Sá Steinn meðal annars um útgáfu nokkurs hluta Sýslumannaæva og gerði registur við nokkrar þeirra bóka, sem þá voru í smíðum. Hann var einn af stofnendum Sögufélagsins 1902 og fyrsti ritari þess. Samhliða las hann allt, sem hann festj hendur á um ættfræði, bæði í Landsbókasafni og hinu ágæta safni ættfræðirita, sem Hann- és átti sjálfur, en nú eru kom- in í Landsbókasafn. Svo sagði mér Páll Eggert Olason, að þekking Steins á Steinn Dofri Sturlungu hefði fyrst vakið athygli reykvískra mennta- manna á honum. Björn M. Ól- sen hafði um þær mundir í smíðum ritgerð um Sturlungu. Einhvern veginn fregnaði hann, að þessi borgfirzki piitur væri vel heima í þeim margslungna og mannmarga sagnabálki, og hve glögga grein hann kynni á innbyrðis afstöðu hins mikla mannfjölda, er rís upp afblöð- um bókarinnar. Vakti hann athygli annarra fróðleiks- manna á Steini, þeirra á með- al Hannesar Þorsteinssonar. Ekki taldi Páll vafamál, að þeir hefðu hjálpað Steini til nokkurrar menntunar, ef aðr- ir erfiðleikar hefðu ekki stað- ið í vegi. Hverjir þeir voru nefndi Páll ekki, en vel mætti geta sér til að árekstrar hafi orðið milli nokkurs steigur- lætis reykvískra góðborgara aldamótaáranna og þess metn- aðar, sem Steinn bar ævinlega í brjósti, því að auðmýkt var aldrei sterkur þáttur í fari hans. Steinn átti það líka til að vera nokkuð kerskinn og lét þá fjúka f ómjúkum kveð- lingum og orðaleppum, sem stundum kann að hafa verið ætlaður meiri hlutur en þeim bar. Svo var það að minnsta kosti á síðari árum, að flest voru það græskulaus gaman- yrði, sem Steinn lét falla í þá átt um menn og málefni og meir til gapians en alvöru, en margir voru fjarskalega hör- undsárir um þær mundir. Ameríka var enn um þessar mundir athvarf margra, sem veittist ' róðurinn þungur í heimalandi sínu. Vonleysi, fá» tækt og ill örlög, sem vafa- laust bjuggu að nokkru leyti í skapgerð Steins, ollu því, að hann ’brá á það róð sem verst gegndi, tók sig upp og fór til Ameríku árið 1903. Varla hefur í annað sinn borizt á fjörur Ameríku land- nemi, sem hlaut að eiga þang- að minna erindi. Steinn var einstefnumaður í öllu sínu lífi og hugur hans fast bundinn fræðum þess útskers, er ól hann. Hann skorti marglyndi til að semja sig að nýjum háttum, festa rætur <í annar- legu umhverfi fjarlægrar heimsálfu og finna sér þar- lend hugðarefni. Vestra biðu nans störf, sem áttu jafnvel ennþá minni tök í huga hans en sauðagæzla í Borgarfirði, störf sem vðrú aðeins ill nauð- syn til framdráttar. Vegavinna, lagning jórnbrauta og aðstoð við landmælingar á eyðislétt- um Norður-Kanada eru þeim manni fátækleg sálubót, sem ekki getur slitið hugann frá „ættanna kynlega blandi“ heima á íslandi undanfarin þúsund ár. Veiðimennska um skóga og við vötn norður þar gefur fá og takmörkuð tæki- færi til fræðiiðkana. En hvar sem leiðir Steins lágu um hið víðlenda meginland, flutti hann með sér kistur nokkrar, járnslegnar og rammlega um búnar, fullar af íslenzkum bók- um, sem hann aflaði sér á skotspónum og leitaði til hverja næðisstund. Við ein- dæma erfiðar aðstæður hélt hann áfram ættfræðiathugun- um sínum, þótt flest gögn til þeirra fanga vaeru honumfjar- læg, svo sem kirkjubækur, manntöl og óprentuð handrit og skjöl. Hann hafði fornritin og Fornbréfasafnið, þar sem margan fróðleik var að finna úm það fólk, sem bjó í land- inu frá upphafi fram undir lok 16. aldar. Þetta markaði athugunum Steins bás, oghygg Framhald , á"9. síðu. | Sovézk heimildarkvikmynd um heims- styrjöidina ! ! \ \ \ ! Heimildarkvikmyndum um ? stórviðburði nútímasögu fjölg- ð ar mjög ört á sídustuárum, og ^ hafa margar þeirra sætt góð- |j um tíðindum. I þeim flokki ð má sjálfsagt telja þá kvik- h mynd um heimsstyrjöldina * síðari sem hinn þekkti sov- ézki kvikmyndamaður Roman Karmen hefur sett saman — en blaðamönnum gafst kostur á að sjá hana á dögunum. Það er komið víða við í ' þessari mynd: við sjáumþýzkt ungviði marséra á flokksþing- um, Chamberlain veifa Munc- henarsamkomulaginu framan í vongóða Breta, brugðið erupp stuttum skyndimyndum frá kafbátahernaði í Atlanzhafi, eyðimerkurhernaði Rommels, baráttu skæruliða í Frakk- landi og Júgóslavíu. Þó er þctta ekki kvikmynd um heimsstyrjöldina alla, heldur hefur Karmen sett sér þrengri' ramma — verk sitt hefur hann nefnt „Föðurlandsstríð- ið mikla“ og þar með er átt við aðild Sovétríkjanna að styrjöldinni. En þótt vissar takmarkanir séu þannig settar, þá er efni- viður sá sem Karmen hefur úr að velja fimamikill — það er einmitt eitt af þvi sem óhorfandinn man gleggst eftir, og mjög líklegt meir að segja, að hann leggi það til, að skærin verði notuð enn meir en gert hefur verið. En heimildaforðinm er einkum kominn úr tveim stöðum — annarsvegar fréttamyndasöfn Þjóðverja, hinsvegar starf um 300 sovézkra kvikmynda- manna; þess er og látið get- ið, að um f jörutíu þeirra féllu í orustum. Roman Karmen er reyndur heimildakvikmyndari, honum hefur tekizt að vera jafnan þar staddur sem stórtíðindi voru að gerast, hann var á Spáni í borgarastyrjóldinni, og hann kom til Kúbu skömmu eftir byltingu Castros og fé- laga hans og gerði þá kvik- mynd, sem víða hefur farið, og meðal annars verið sýnd hér. Það er því næsta eðlilegt að einmitt honum er falið að setja saman kvikmynd um styrjöidina og hefur reyndar tekizt mæta vel, hann er hug- kvæmur skeytari og fundvís á Rauði fáninn blaktir yfir Ríkisþingliúsinu í Berlín. minnisverða hluti. En þó efniviður hans sé mikill verð- ur hann samt sem áður sak- aður um ýmsar endurtekning- ar, sem kalla má þarflitlar. þannig hefur hann til að mynda heldur mikið dálæti á fallstykkjurri stórskotaliðsins svo og þeim þýðingarmikiu sprengjuvörpum, sem sovézkir kölluðu gælunafninu „katj- úsa“. Hefði þessi kvikmynd að líkindum orðið áhrifameiri ef skothríðin hefði verið skorin niður til þess að sýna betur þá merkilegu baráttu sem á þessum árum var háð án byssu og sprengju. Eru þó sögð frá henni ýms ógleym- anleg tíðindi: brauð er skorið í smáa bita handa sveltandi íbijum Leningrad, tærðir menn sitja kappklæddir í köldum bókasöfnum umsetinn- ar borgar, Moskvumæður hreiðra um sig með börn sín í neðanjarðarjámbrautarstöðv- um á næturnar meðan loftá- rásir geisa. Ærinn bálk mætti taka saman til myndfrásagnar af grimmdarverkum fasistaherj- anna, en Karmen heldur þeim þætti mjög í skefjum. Þeim mun eftirminnilegri eru þær stuttu frásagnir sem til eru færðar — ég nefni til að mynda það atriði, er þýzkur hermaður hrekur bóndakonu frá barni sinu með spörkum og brugðnum byssusting, móð- irin skal rekin upp í vagn og til Þýzkalands í nauðungar- vinnu. 1 þessari kvikmynd er, eins og búast njátti við, lögð sterk áherzla á úrslftaþýðingu framlags sovétmanna til sig- ursins yfir Hitler. Er ekki ó- líklegt að ýmsir Vesturlanda- menn kunni að saknamynd- frásagna um aðstoð þá sem Bandaríkjamenn veittu Sov- étríkjunum í vistum og her- gögnum. Við slíkum ásökun- um má finna gamalt og gott svar: Það er ekki undarlegt þótt það gleymist. að einhver flutningatæki Rauða hersins voru ættuð frá Detroit, þeg- ar þeir ungu menn. sem óku þeim til vígvallrnna. og komu ekki aftur. margir hverjir. voru frá Rjazgn, Smolensk og Kíef. —'A.B. wr 4 \ 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.