Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 12
Alúmínið til 2. umrœðu í nœstu viku Q Gert er ráð fyrir að frumvarpið um alúm- ínsamningana komi til 2. umræðu fyrstu dagana í næstu viku, en þing- nefnd hefur nú málið til meðferðar. Var með pytlu í rassvasanum og stórslasaðist Um þrjúleytið á skírdag var lögreglunni tilkynnt um slasaðan mann við Austurbæjarbíó. Var þarna um að ræða ölvaðan skip- verja á Þorkeli mána, sem hafði dottið í tröppum hússins að Snorrabraut 30, verið með í- rass- vasanum brennivínsfiösku, sem brotnaði og skarst maðurinn illa á baki. Hann var fyrst fluttur á Slysavarðstofuna, en sárið reyndist það mikið að legigja þurfti manninn á sjúkrahús. Drukkinn maður olli vinnuslyss Á laugardagsmorguninn varð vinnuslys um borð í m.s. Brúar- fossi. Þar var Guðbjörn Ásgeirs- son, til heimilis að Ásgarði 63, fyrir farangri sem verið var að skipa upp. Hafði vindumaðurinn sem vár alldrukkinn við vinnuna, híft í skakkann vír, en við það dróst trogið til og slóst utan í Guðbjörn. Færeyingar í skemmtiferð til íslands ★ Á skírdag lagðjst Krón- prins Frederik hér að bryggju - * með tæpa tvö hundruð Fær- * *- í eyinga oct ferðuðust Þeir hér um nágrenni Reykjavífcur meðal annars á hestbaki og heimsóttu ýmsa merkisstaði. ★ Þannig skoðuðu þeir dælu- stöðina að Reykjum í Mos- fellssveit og einnig heimsóttu þeir Reykjalund. Þá fóru þeir að Guilfossi og Geysi og einnig til Þingvalla. Gott veður var alla dagana og léku hinir færeysku ferða- menn á als oddí og slógu upp miklu balli í Tjamarbúð annan páskadag með fær- eyskum dönsum. Þeir héldu aftur heim með skipinu 'í gærdag. ★ Þetta er önnur páskahelg- in í röð. sem færeyskir íerða- menn fjölmenna hingað og skipuleggur ferðaskrifstofan Lönd og leiðir ferðimar hér innanlands í samráði við Föroya ferðamannafélag. ★ Myndin er tekin við komu Kronprins Frederik tii Rvíkur. — (Ljósm. A. K.). Migvikudagur 7. apríl 1966 — 31. árgangur — 82. tölublað Sjómannanám, siWarleit- arskip ot tollalækkanir Saga Hagbaris og Signýjar kvikmyndui hér í sumar Kona slasast við faSi Rétt eftir hádegi í gær féll kona í götuna við Snorrabraut og meiddist svo illa að Það varð að flytja hana á Slysavarðstof- | una. Konan heitir Aðalheiður i Amgrímsdóttir. til heimilis að | Leifsgötu 26. ■ 18. júlí n.k. mun hefjast hér á landi taka kvik- myndar sem Asa Film í Kaupmannahöfn, Bonniers Film í Stokkhólmi og. Eddafilm í Reykjavík standa að sameig- inlega, en efni hennar er sótt í söguna um Signýju og Hag- barð eins og hún er sögð af Saxa og í dönskum þjóðvísum. Verða leikarar í myndinni danskir, sænskir, norskir, ís- lenzkir og sovézkir. A arman páskadag áttu frétta- menn tal við danska leikarann og kvikmyndaleikstjórann Ga- briel Axel, er mun stjóma töku myndarinnar, og Benedjkt Ámason. er verður aðstoðarleik- stjóri við myndatökuna hér á landi. Brotizt ina á fjórum stöðum - einn náðist með þýfíð á sér Nokkuð var um innbrot í bæn- um um páskana og var lögregl- unni í gærmorgun tilkynnt, að , brotizt hefði verið inn i Gámla pakkhúsið hjáEjmskip einhvem- tíma um helgina, en ekki er vit- að .hvenær innbrotið var fram- ið né hvort einhverju hefur ver- ið stolið þar. Þá hafði verið brotizt inn í Sundlaug Vestur- bæjar í fyrrinótt, en engu stol- ið. Aðfaranótt föstudagsins var brotizt inn í nýbyggingu við Bogahlíð 8—10 og þar unnin talsverð spellvirki. Um fjögurleytið í fyrrinótt var lögreglunni tilkynnt um mann sem var að brjótast inn í verzl- unina Goðaborg að Freyjugötu 11. Þegar á staðinn kom, hafði verið brotin stór rúða á sýning- arg’ugga verzlunarinnar. Hóf lög- reglan leit um nágrennið og handtók grunsamlegan mann á Frakkastíg með riffii og skotfæri. Reyndist þetta ungur piltur tals- vert ölvaður og játaði hann að hafa verið að skoða í búðar- glugga, dottið í hug að fá sér byssu, brotið rúðuna með grjót- hnullungi og tekið byssu og tvo pákka að skotum. Hann var flutt- ur í geymslu lögreglunnar í Síðumúla. Þeir félagar skýrðu svo frá að Gabriel Axel hefði sjálfur gert myndatökuhandritið en danska skáldið Frank Jæger samið textann. Allar útimynda- tökur munu fara fram hér á landi en innimyndatökur í kvik- myndaveri Bonniers í Stokk- hólmi. Verður nokkur hluti myndarinnar tekinn við Jökulsá á Fjöllum, m. a. við Hljóðakletta, en einnig verður kvikmyndað víðar hér á landi. Ekki vildu þeir skýra frá skipun hlutverka að svo komnu máli en sögðu iþó að sovézkur kvikmyndaleikari yrði fenginn til að leika Hagbarð. Fimmtán meiriháttar hlutverk eru í myndinni og verða þau að öðru leyti skipuð dönskum, norskum, sænskum og íslenzkum leikur- um. Þá verða fengnir Islending- ar til að leika um 20 aukahlut- verk í þeim atriðum myndarinn- ar sem tekin verða hér. Enn- fremur vantar 30 íslenzka hesta til myndatökunnar og þurfa þeir flestir að vera gráir. Taka myndarjnnar hefst eins og áður segir hér á landi 18. júlí og á hennj að verða lok- ið í ágúst. Myridin á hins vegar að verða tilbúin til sýninga um næstu jól og verður hún vænt- anlega frumsýnd á sama tíma í Kaupmannahöfn, Stökkhólmi og Reykjavík og er ætlunin að setja íslenzkt tal jnn á myndina sem sýnd verður hér. Gabriel Axel hefur leikið bæði á sviði og í kvikmyndum en síðari ár hefur hann eink- um fengizt við stjórn kvikmynda oct sjónvarpsþátta. Hefur hann alls stjómað töku 10 kvikmynda og um 49 sjónvarpsþátta, m.a. stjómaði hann kvikmyndinni Det tosseðe Paradis sem hér hefur verið sýnd og margir munu kannast við. Meðal mála sem voru á dag- skrá Alþingis í gær var stjóm- arfrumvarpið úm smíði síldar- leitarskips og um sildargjald, sem var til 1. umræðu í efri deild. Fylgdi sjávarútvegsmála- ráðherra Eggert G. Þorsteinsson því úr hlaði. Var málinu að lok- inni umræðu vísað til 2. umræðu og nefndar. I neðri deild voru m.a. á dag- skrá frumvarpið um Stýrimanna- skólann í Reykjavík til 1. um- ræðu í síðari deildinni, og laga- bálkurinn um vélstjóranám, sem er til 2. umræðu í síðari deildinni, og var einróma sam- þykkt og vísað til 3. umræðu. Frumvarpið um tollskrá, um lækkun tolla af húsum og bygg- ingavörum, var til 1. umræðu í neðri deild og talaði Magnús Jónsson fjármálaráðherra fyrir málinu. Sagði hann að sam- komulag hefði orðið um það í efri deild að einskorða málið við þessa flokka, og taldi að lækkun- in væri gerð að nokkru leyti vegna samninganna við verka- lýðshreyfinguna á sil. sumri. En Börn fundu fimm miljónir marka Á annan í páskum var lög- reglunni tilkynnt, að börn hefðu fundið mikið af peningum og fatnaði í fjörunni neðan við Baugsveg í Skerjafirði. Er nán- ar var ag gætt hafði lögreglan þarna upp á karlmannsbuxum og regnkápu, en peningarnir reyndust aðallega vera útlend smámynt, mest frá Austur-Ev- rópulöndum og einn seðill sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en fimm miljónir þýzkra marka — frá 1920. hafin væri allsherjarendurskoðun stefnunnar í tollamálum sem værj óhjákvæmilegt ef íslénding- ar hygðu á milliríkjastarf í tollamálum eins og það sem haft er í efnahagsbandalögunum, en um það yrði að taka ákVörðun áður en langt um liði. Skíðofólk slasast Talsvert var um meiðsli og slys á fólki á skíðum um pásk- ana, flest smávægilegt, en þrennt þurfti að flytja mcð sjúkrabíl til Reykjavíkur. Laugardag fyrir páska skarst Erlingur Jónsson, Álftrög 5, á hné í -Jósepsdal og var fluttur á Slysavarðstbfuna. Frá skíðaskál- anum í Hveradölum var flutt á páskadag bandarísk stúlka Cindy Hoover skiptinemandi á vegum Þjóðkirkjunnar sem datt á skíð- um og hlaut mikið höfuðhögg. Þá var einnig á páskadag flutt- ur á sjúkrahús frá skíðaskála KR í Skálafelii Sigurjón Sigurðs- son forstjóri, sem -var með opið fótbrot eftir fall. • Telpa fyrir bíl Um tvöleytið á föstudaginn langa varð sex ára telpa fyrir bíl á mótum Hringbrautar og Kaplaskólsvegs. Slysið varð með þeim hætti að telpari Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Meistara- völlum 13, hljóp út á götuna og kom ökumaður bifreiðarinnar ekki auga á hana vegna annars bíls sem kom á móti. Kristjana hlgut höfuðhögg og liggur nú á Landakotsspítala, en er ekki tal- inn alvarlega slösuð. Mikii umferðarslys á Kefia- víkurveginum nýjaá páskunum 2 menn rændir að næturlagi Hver hefur séð bláan Mercedes Benz og mann með rautt skegg? Það fer að verða hættulegt að vera einn á ferli að næturlagi í höfuðborginni og gerist það nú æ oftar að ráðizt sé á menn og þeir rændir. Urðu tveir menn fyrir slíkum árásum um páskana. Fyrra ránið var framið að- faranótt föstudagsins langa í Suðurgötu á móts við hús nr. 3. Þar var á gangi ofurölvi maður og var á leið heim til sín þegar annar réðist á hann og tók af honum veski hans með 3—4000 krónum og persónuskilríkjum. Var maðurinn svo drukkinn, að hann vissi vart hvað fram fór, en þrír sjónarvottar tilkynntu lögreglunni ránið. Ránsmaður- inn náðist og reyndist vera gamall kunningi lögreglunnar. Um fimmleytið á laugardags- morgun var maður á gangi inn Laugaveg og ' beygðj inn á Höfðatún þegar bifreið er stöðv- uð hjá honum, út kemur maður og fær harin með sér inn í bíl- inn, hálfnauðugan þó. Maður- inn settist í framsætið, en þar var fyrir auk bílstjórans náungi með rautt skegg. Aka þeir síðan inn Miðtún, að því er maður- jnn telur og leggur maður í aftursætinu hendurnar fram yf- ir axlirnar á honum. Innundir Nóatúni er bifreiðir. stöðvuð og manninum skipað að stíga út, en nokkru síðar tekur hann eft- ir að veski hans er horfið úr vasanum en í því voru um 1600 krónur í peningum ásamt ávís- anahefti. Manninum sem rændur var. láðist að taka eftir númeri bif- reiðarinnar, en man að þetta var blár Mercedes Benz. Biður lögreglan alía er gefið gætu einhverjar frekari upplýsingar um þetta mál að gefa sig fram. Aðfaranótt páskadags varð mikið umferðarsiys á Keflavík- urveginum nýja, er bíl hvolfdi og valt þrjár vcltur. Fernt var í bílnum og siösuðust karl og kona það mikið, að flytja þurfti þau á sjúkrahús. Slysið varð um kl. hálffjögur um nóttina og var þetta fólks- bíll úr Reykjavík á leið til Keflavíkur. Um hálfum km vtst- Féstbræðralag í bléði og viskí Miðvikudagskvöldið fyrir páska var lögregla og sjúkrabíll kvödd að húsi einu hér í bær til að flytja tvo slasaða menn á Slysa-- varðstofuna. Var þarna um að ræða tvo menn ölvaða, sem set- ið höfðu að sumbli allan daginn og orðið svo kært með þeim að þeir ákváðu að sVerjast í fóst- bræðralag. Skáru báðir sig svöðusárum upp við olnboga, létu blóðið renna í skál, blönd- uðu með visk-'i og drukku síðan saman. Þegar til átti að taka, tókst ekki að stöðva blóðrennslið nema með íæknishjálp og tók fulla þrjá tíma að gera að sárum mannanna á Slysavarðstofunni, því þeir voru mikið ölvaðir og illir viðureignar þrátt fyrir blóð- missinn. an við afleggjaránn til Voga hvolfdi bifreiðinni skyndilega á veginum, fór þrjár veltur og stanzaði á hjólunum. Bifreiðin er mikið skemmd, yfirbyggingin algerlega ónýt. Ekki var þarna um of hraðan akstur að ræða, en líklegt talið, að eitthvað hafi bilað í stýrisútbúnaði bifreiðar- innar. Stúlka sem ók, Birna Gunn- arsdóttir, Hörgshlíð 4, og einn farþeginn, Kurt Sigurd Nielssen, Bergstaðastrætj 43A voru flutt á sjúkrahúsið í Keflavík og hafði Kurt, sem kastaðist út úr bif- reiðinni, fengið höfuðhögg og handleggsbrotriað, en Bima slas- aðist minna. Hinir- tveir farþeg- arnir sluppu með skrámur. Braggi brennur 111 kaldra kola Á laugardag fyrir páska brann til grunna braggaræksni að Bú- staðavegi 5. Slökkviliðið kom á vettvang, en tókst ekki að slökkva eldinn, enda bragginn mannlaus og átti hvort sem ef að rífa hann. Eldsupptök eru ó- kunn, en gizkað á að .þau hafi verið af mannavöldum. Dýrmætum bítlamyndum stol- ið ár sýningurkussu Kuldúls Um páskana hefur verið brot- inn upp sýningarkassi á ljós- myndastofu Kaldals að Lauga- vegi 11 og stolið þar tveimur dýrmætum bítlamyndum. Er það forsaga þessa máls, að síðan myndirnar-voru hengdar þarna til sýnis hefur verið ei- líft rennerí og ekkj flóafrjður á Ijósmyndastofunni fyrir urig- um Reykjavíkurstúlkum á aldr- inum 14—16 ára, sem vildu fá myndirnar keyptar og hefur þetta oft valdið stórtöfum. Þyk- ir sýnt, að nú hafi einhver dam- an ekki staðizt freistinguna lengur og afgreitt sig sjálf. Af hverjum myndirnar voru? — Jú, auðvitað af Pétri Öst- lund oct Rúnari í Hljómum. Dreogur fyrir bí! Rétt fyrir kl. 3 á skírdag hljóp lítill drengur, Hjörtur Kristins- son Othlíð 16, fyrir bíl á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar, meiddist eitthvað og var fluttur á Slysavarðstofuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.