Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvltoudagur 13. aprfl 1966 tltgefar.di: Ritstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jó'-iannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Sektarvitund f^ora alúmínmennirnir að leggja samningana v'ið * hið erlenda auðfélag undir þjóðaratkvæða- greiðslu? Hvers vegna láta þeir vandræðalega þögn vera eina svarið við kröfunni um þjóðarat- kvæðagreiðslu? Treysta þeir ekki málstaðnum bet- ur en svo, að þeir telji víst fall samninganna ef af þjóðaratkvæaðgreiðslu verður? Er samsektar- mönnum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um þessa afsalssamninga orðið ljóst, að eina leið- in til að koma einhverri formlegri amþykkt á þá er að treysta á þingmeirihluta sem kunnur er að þægð? Og hvers virði eru samningar sem þannig eru gerðir á móti vilja meirihluta þjóðarinnar? Hvernig verður með framkvæmd slíkra samninga, sem gerðir eru í óþökk meiri .hluta þjóðarinnar, a’f þingmönnum sem ekkert umboð hafa fengið til að gera slíka afsalssamninga? l^annið er spurt og þannig verður spurt. Andstað- * an gegn alúmínmálinu er nú þegar svo almenn að ljóst er að málinu verður ekki lokið meö ein- hverri málamyndasamþykkt handjárnaðs stjórnar- liðs á þingi. Málið verður ekki a£greitt í eitt skipti fyrir öll eina kvöldstund á Alþingi. Það er of stórt til þess og getur orðið of afdrifaríkt til þess að sú afgreiðsla nægi. Málið mun halda á’fram að verða baráttumál í íslenzkum þjóðmálum, þar til ís- lenzka málstaðnum er tryggður sigur. Baráttan hlýtur að halda áfram þar til ljóst er að íslend- ingar vilja hér eftir sem hingað til ráða landi sínu og atvinnuvegum sjálfir, en ekki afhenda auðlindir fslands erlendum auðfélögum til afno’ta. Við 'fyrstu umræðu alúmínmálsins á Alþingi lögðu þingmenn Alþýðubandalagsins þunga á- herzlu á hætturnar sem samningunum eru sam- fara, á hina gagngeru stefnubreytingu í íslenzku atvinnulífi ef samningamir yerða gebðir og fram- kvæmdir. „Við teljum að áhrifin af þeim fram- kvæmdum sem ráðgerðar eru samkvæmt þessum samningi muni verða mjög hættuleg fyrir þróun efnahagsmála á næstu árum og stórhættuleg fyrir byggðaþróunina í landinu“, sagði formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósepsson, í ræðu sinni en bætti við að fordæmið sem fælist í samningunum væri þó verst við samningsgerð- ina. „Við álítum að með þessari nýju stefnu sé verið að opna dyrnar fyrir erlendum gróðafélög- um til þátttöku í atvinnurekstri í landinu, og við óttumst framhaldið“, sagði'Lúðvík m.a.. „Við ótt- umst að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar geti orðið æði vaít ef langt verður ■ haldið á þessari braut. Við teljum engan vafa á því að meirihluti íslendinga sé andvígur þessari samningsgerð ... Af þeim ástæðum leggjum við áherzlu á að samn- ingagerðin sé borin undir þjóðina, leitað verði þjóðaratkvæðis um hana, og samningurinn ekki staðfestur af íslands hálfu án þess“. Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta stórmál er eðli- leg krafa. Verði henni hafnað er það vegna sektar- vitundar stjómarflokkanna, vegna ótta þeirra við meirihluta þjóðarinnar. —'s. Síðasti landsleikurinn á þessum vetri: íslendingar og Frakkar keppa í handknattleik annað kvöld □ Enn er ekki öll nótt úti hjá Handknatt- leikssambandi íslands, -— síðasti landsleikur ís- lendinga í handknattleik á þessum vetri verður háður í íþróttahöllinni í Laugardal annað kvöld, fimmtudaginn 14. apríl. Mæta íslendingar þá Frökkum í þriðja sinn í handknattleikskeppni. Qsk r 'Eir Franska landsliðið, sem heimsækir ísland að þessu sinni, er þannig skipáð: Jean Ferignac (Paris U.C.), kennari. Hefur leikið 62 sinn- um í landsliðL Bernard • Sellenet (C.S.L. Dijon), pylsugerðarmaður. Hefur leikið 14 sinnum í landsliði. Silvestro, Jean-Louis (FC Sochaux), skrífstofumaður. Hefur leikið 32 sinnum í lands- liði. Lambert, Marc (Paris U.C.), verkfræðingur. Hefur leikið 20 sinnum í landsliði. Lambert Rober (F.S. Soc- haux) skrifstofumaður. Hefur leikið 30 sinnum í landsliði. Portes, Maurice (S. Mar- seille U.C.), kennari. Hefur leikig 17 sinnum í landsliði. Brunet Jean-Jacques (A.S. Police Paris), lögregluþjónn. Hefur leikið 13 sinnum í lands- liði. Alexandre.Alfred (Stella St. Maur), skrifstofumaður. Hefur leikið 9 sinnum í landsliði. Fay, Jean (A.S. Police Par- is), Jögregluþjónn. Hefur leik- ið 43 sinnum í landsliði. Etcheverry Jean Pierre (FC Sochaux), skrifstofumaður. Hefur leikið 43 sinnum í landp- liði. Sellenet André (C.S.L. Dij- on), kaupmaður. Hefur leikið 33 sinnum í landsliði. Fararstjórn: Nelson Paillou, aðalfarar- stjóri, formaður franska hand- knattleikssambandsins. Christian Picard, aðalritari franska handknattleikssam- bandsins. Rene Ricard, meðlimur TK/ IHF, ráðunautur franska hand- knattleikssambandsins. Jean-Pierre Lacoux. þjálfari. Jean Pinturault, fararstjóri. Einn nýliðj í íslenxka Iiðinu Landsliðsnefnd H.S.Í. hefur valið eftirtalda menn til að leika á móti Frökkunum: Þorsteinn Bjömsson Jón Breiðfjörð Birgir Bjömsson Geir Hallsteinsson Gunnlaugur Hjálmarsson, fyrirliði Hermann Gunnarsson Hörður Kristinsson Sigurður Einarsson Stefán Jónsson Stefán Sandholt. Eins og sjá má hafa verið gerðar nokkrar breytingar á íslenzka liðinu frá hinum sögufræga leik gegn Dönum 2. þ.m. Hjalti Einarsson mark- vörður hverfur nú úr liðinu, en í hans stað hefur Jón Breið- fjörð (Val) verið valinn til að verja markið ásamt Þorsteini Björnssyni. Er þetta fyrsti landsleikur Jóns, sem jafn- frapat er eini nýliðinn í ís- lenzka liðinu að þessu sinni. Þá hverfa úr liðinu Auðunn Oskarsson og Karl Jóhannsson, en í þeirra stað eru valdir Birgir Björnsson og Stefán Jónsson. Stefán hefur áður leikið einu sinni í landsliði, en leikurinn annað kvöld er 25. leikur Birgis. Sterkt lið Frakkanna Frönsku leikmennirnir komu hingað til lands sl. nótt með Loftleiðaflugvél. Þeir gista á Hótel Sögu. Frakkarnir hafa tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í handknattleik í Svíþjóð á næsta ári. í undankeppninni voru þeir með Ungverjum og Spánverjum og töpuðu ein- ungis einum leik, öðrum leikn- um gegn Ungverjum, en gerðu tvö jafntefli. íslendingar og Frakkar hafa áður mætzt tvívegis í lands- leikjum í handknattleik. Hið fyrra sinnið í heimsmeistara- keppninni árið 1961, þá sigr- uðu íslendingar með 20 mörk- um gegn 13, og í síðara skiptið í París 1963, en þá sigruðu heimamenn með yfirburðum, 24 mörkum gegn 14. Dómari í Laugardalshöliinni annað kvöld verður sænskur, Lennart Larsson að nafni. Verð aðgöngumiða verður hið sama og áður, 125 kr. fyr- ir fullorðna og 50 kr. fýrir börn. Forsala aðgöngumiða er hafin. Þess skal getið að forleikur verður enginn annað kvöld. Landsleikurinn hefst kl. 20.15, en áður mun Lúðrásveit Reykjavíkur leika göngulög, marsa og jerika. Sjá hér hve illan endi... Aðfaranótt föstudagsins valt bíil á Hraunteig og skérrimd- ist talsvert. ökumann sakaði ekki. Reyndist þarna um ungan pilt að ræða, sem var í eltinga- leik við annan bifreiðastjóra og óku þeir á mikilli ferð norður Reykjaveg og inn Hrauntejg meg fyrrgreindum afleiðingum. Talsvert er alltaf um ferðir leigubílstjóra og leynivínsala meg vínbirgðir í útgerðarbæina sunnanlands og tók lögreglan á skirdag einn slíkan sem var á leið til Þorlákshafnar með farm. ÞAÐ ER EKKI vandi að velja fermingargjöfina ef þér komið til okkar. JOMI Hárþurrkan frá JOMI sem fékk 1. eink- unn dönsku neytendasamtakanna. PEDIMAN og JOMI nuddtæki fást einnig í verzluninni PEDIMAN hand- og fótsnyrtitækið frá Sviss. JOMI NUDD- og FEGR- UNARTÆKIÐ. Ennfrem- ur fyrirliggjandi BÓK- , ? BANDSÁHÖLD fyrir ; * h > heimabókband. >;.rm Borgarfell hf. Laugavegi 18 gengið frá Vegamótastíg, sími 11372. Austurstræti. Tilvalin fermingargjöf er BROTHERDELUXE skóla- og ferðaritvélin MÍMIR hf. I Laugavegi 18 — Sími 11372. ODYR, STERK. FALLEG. EINS ÁRS ÁBYRGÐ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.