Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 10
J Q SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13, april 1860 jL MORÐ MEÐ Patrick EFTSRMÁLA Winn fór að hugsa mig um, þá vissi ég heldur ekkj annað. Ég vissi ekkj einu sinni, hvers vegna Lyon hafði skipt um skoðun svo snögglega, vegna þess að ég vaT sannfærður um að hann hafði ekki haft í hyggju að tafca hann fastan þegar hann fór þangað. Þess vegna hefðu þeir eins getað handtekið hann fyrir morðið á Bellu Draffen og á Massey. En þó efaðist ég um það. Lyon hafði einmitt átt við það. þegar hann sagði, að þeir vaeru ekfci búnir enn. Ef þeir taekju ejnhvern fastan fyrir morðið á Bellu, þá yrði það Clegg, eiskhuginn mikli. Og mín vegna þurftu þeir ' ekkert að vera að draga það. Ég var ekk- ert of hrifinn af því að hafa hann í nágrenninu. Það gat ver- ið að hann færj að sjá eftir því að hafa sagt mér svona mikið — þótt það væri í raun- inni ekki svo merkilegt þegar allt kom til alls. Ég tók upp umslagið sem ég átti að afhenda honum, og ég hafði ekfcert samvizkubit af því að hnýsast í bréfið frá majórn- um, enda gerði ég ráð fyrir að umslagið hefði verið lokað ef um trúnaðarmál hefði verið að ræða. Ef Lyon mátti lesa það, þá var ví'St óhætt *að ég liti á það lika. Það var skrifað með gieiðri rithönd og hófst án nokkurrar yfirskriftar eða kveðju: ,,Fer ■ til borgarinnar með Lyon fulltrúa. Óvíst hve lengi ég verð. Hjálögð laun. Greiðsla í framtíðinni mánaðarlega. Ef maður að nafni Wellman spyr um mig. segðu honum þá að málið verði afgreitt eins og um- beðið. Cedric Houston“. Gaf ekki sérlega miklar upp- lýsingar en ,,óvíst hve lengi“ fíárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinn ocr Dðdá Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SIMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMl 33-968. D Ö M U R Hárgreiðsla við aiira hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnarg'^tu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustoía Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13. Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. og ..mánaðarleg greiðsla í fram- tíðinni“ bentj þó til þess að Clegg myndi verða einbúi býsna lengi. Það var dálítið kynlegt að minnzt skyldi vera á Well- man, Wellman. Ég mundi ekki eftir neinum með þvi nafni, en auðvitað voru margir í Moonig- urra hverfinu sem ég þekkti ekki. En þetta skipti ef til vill ekki miklu máli, Fjárhæðin kom mér á óvart. Það voru fimmtíu sterlingspund. Ég setti bréfið í umslagið aft- ur og hugsaði með mér að ég hefði komizt hjá því að segja Lyon að ég væri þegar búinn 30 að hitta Clegg. En næstum sam- tímis hvarf mér sú ánægja. Glösin okkar tvö stóðu enn á borðinu og síðasti ísinn var að bráðna á botninum. Og ég þótt- ist viss um að Lyon léti sér ekki sjást yfir slíkt. Þótt bann væri takmarkaður, þá hafði hann glögg augu, Nokkru seinna fór ég að heiman til að athuga hvort Da- víð værj kominn heim aftur. þótt ég hefði lítið þangað að gera eins og komið var. Málinu var að verða lokið, vegna þess að morðið á Bellu Draffen gát ekki haft nein áhrif á Masseymálið. Það var aðeins eitt sem mér þótti miður: að handtaka Houst- ons virtist leiða athyglina frá Brand. Ég hefði jafnvel fremur viljað, að það hefði verið hann sem tekinn var, og ég sá ekki betur en sannanirnar gegn hon- um væru alveg eins sterkar og sannanimar gegn majómum. Þótt ég hefði æviníega gaman af að koma með fréttir þá dró það stórlega úr ánægju minni að vita það að þessar fréttir gerðu _sitt til að hreinsa elsk- huga Önnu. Ég kom fyrir bugðuna á veg- inum, sem hylur húsið sjónum, og bölvaði því með sjálfum mér að hafa ekki verið fyrr á ferð- inni. Bíll var að aka frá hús- inu, og þótt rykið skyggði á hann, sýndist mér hann kunnug- legun Hann var horfinn áður en ég gat gengið úr skugga um það. Anna stóð vjð hliðið eins og hún hefði verið að kveðja gest. Hún lagði af stað heim að hús- inu. en þá kom hún auga á mig og beið °g ljósgulur kjóll- inn hennar sýndist léttur og svalur þar sem hann bar við hávaxnar zinniur.' Þegar ég kom til hennar, heilsaði hún mér rólega og stillilega. — Davíð er ekki kominn til baka. — Það gerir ekkert til. Ég get beðið eftir honum. Það var hjá þér gestur, var það ekki? — Jú, Scott Forbeson. — Ég þóttist þekkja bílinn. Ég vissi ekki að hann væri vin- ur þinn. — Hann getur nú varla kall- azf það. Auðvitað þekkjum við hvort annað. Hann sagðist hafa komið til að láta í Ijós samúð sina — Hún hristi höfuðið °S var dálítið rjngluð á svipinn. — Ég held satt að segja að hann hafi komið hingað í þeirri von að hitta Lyon fulltrúa héma. Ég er viss um að hann hefur á- hyggjur af einhverju. — Eannski getur hann gefið einhverjar upplýsingar um Draffenstúlkuna. Hún vann hjá honum eins og þú veizt. —» Já. hann sagði mér það. Ef það er skýringin, þá vona ég. að það sé eitthvað sem get- ur upplýst hver banaði veslings stúlkunni. En komdu inn úr sól- skininu. Ég veit ekki hvað tef- ur Davíð og Jennifer, — Ég kem ekki út af sígarett- unum. Ég þurfti að tala við þig. — Jæja? Hún virtist dálítið hikandi og varfærin. — Má ég sæfcja drykk handa þér? — Nei, þökk fyrir.' Við gengum saman í áttina að húsinu. Hún gekk mjög hægt, eins og hún væri svo huguisöm að láta mig ráða hraðanum en það er eitt af þvi sem fer ó- skaplega í taugamar á mér. Hún spurði ekki hvaða erindi ég ætti við hana, svo að ég sagði hranalega: — Mér datt í hug að Þér þætti fróðlegt að vita, að Lyon er búinn að taka Houston með sér. Hún snarstanzaði, sneri sér að mér og bar hendurnar upp að munninum os þessi stelling var svo furðulega ólík henni. Rödd hennar var annarleg og nær óþekkjanleg þegar hún gat loks stunið upp: — Houston majór? Nei. nei. Það getur ekki verið — að hann — — Er það svona hræðilegt? Hann er aðeins tekinn til frefcari yfirheyrslu, eftir þvi sem Lyon segir. — En — þú veizt, þeir myndu ekki gera Það nema — — Nema þeir haldi að hann geti sagt þeim eitthvað mikil- vægt, viðurkenndi ég hrana- lega. Það kom illa við mig að sjá að hún virtist í meira upp- námi yfir þessu en nokkru öðru sem gerzt hafði síðustu dagana. — Viltu ekki, að einhver sé dæmdur fyrir morðið á mann- inum þínum? Hún svaraði ekki. Hún hélt áfram að horfa á mig og smám saman breyttist skelfingarsvipur- inn í augum henna i kuldalega ásökun. og hún sagði; | — Hann er nágranni — vin- |ur . . . . I — Það er ekki þar með sagt að haim geti efcfci verið morð- ingú Hún gekk aftur af stað og ég kom á eftir. — Ertu nú ekkj dólátið ósann- gjöm? Einhver varð það að vera. Nú geta allir aðrir slak- að á. Hún svaraði engu og ég gekk á eftir henni og horfði á falleg- ar línurnar í hálsi hennar og vanga. Þögn hennar örvaði mig til að halda áfram: — Hugs- aðu um allan ávinninginn. Da- víð getur lagt fé í þetta fyrir- tæki sem ,hann hefur dreymt um. Jennifer fær það sem hún vill helzt — peninga. Þú og Brand — Hún sneri til höfðinu. — Viltu gera svo vel að reyna ekki að vera /ógeðfelldarí en nauðsyn krefur. — O, ég er alltaf ógeðfelld- ur, það veiztu. En ég er að minnsta kosti sjálfum mér sam- kvæmur, og það er meira en sagt verður um þig. Þú sagð- ir mér í morgun að Þ:ú værir enginn hræsnari. Ertu ekki ein- mitt að hræsna núna? Við vorum komin að inn- ganginum og hún sneri sér að mér. — Nei alls ekki. Ég geri mér fullkomlega ljósan — ávinning- inn, eins og þú segir. — Auðvitað. Þú ert laus við gagnslausan og þreytandi eig- inmann. Þú ert rík. Þú átt elsk- huga sem gerir þig hamingju- sama. — Þótt hann hafi auðvit- að gert það lengi, er það ekki? En nú hefurðu sjálf töglin og hagldirnar. Þetta er allt eins gott og frekast verður á kosið, er það ekki? Og allt á kostnað bjálfalegrar karluglu. sem hef- ur ekki önnur áhugamól en leika hermann. Ég átti von á Því að hún yrði fokreið. Það varð hún ekki, þótt ég gizkáðj á að hún þyrfti að stilla sig til að láta ekki á neinu bera. — Hann er líka maður sem mér geðjaðist að og bar virð- ingu fyrir. Að öðru leyti er þetta ekki svara vert, Þú hefur sett þetta fram eins andstyggilega og þú getur, og það ®etti að duga. — Þú verður að viðurkenna að það er satt. — Það er óþarfi. Þannig sérð þú það, sagði hún kæruleysis- lega. —» Fáðu þér sæti, Ég ætla að biðja frú Bates að húa tjl te. Viltu ekki tebolla? Ég þakkaðj fyrir. Ég vissi ekki hvort ég átti að dást að rósemi hennar eða hata hana vegna hennar. En þegar ég horfði á hana ,ganga inn í húsið með þessu mjúka. liðlega göngu- lagi, fann ég til ofsalegrar öf- undar í garð Brands, vegna þess að hann þekkti þennan lík- ama en ég ekki Hún hafði evo fallegar hreyfingar, stillilegar en mjúkar os ávalar línumar og þrýstinn líkaminn tilheyrði konu sem sköpuð var til að elsfca og svara atlotum elskhug- ans með fögnuði. En ég mundi hvemig það hafði gengið til niður við ströndina. þegar ég hafðj sýnt henni áleitjnj og ár- angurinn hafði ekk; orðið ann- ar en rifinn hlíri og kuldaleg fyrirlitning ...» Hún var býsna lengi í burtu og ég velti fyrir mér, hvort það væri viljandi gert, en í sömu svifum kóm hún út með teið og um leið komu Davíð og þórður sjóari 4727 — Allt er nú tilbúið til ferðar og þeir bíða stúlknanna óþDlinmóðir. Bara að þær náist nú ekki á síðasta augnabliki .. • • — A meðan leitar Haderi stúlknanna árangurslaust. Hann hleyp- ur aftur niður til Mustafa, sem nú hefur verið handtekinn. „Hvar eru báðar stúlkumar?“ spyr hann hörkulega. „Eru þær komnar i dýflissuna?" — Fanginn yptir öxlum kæruleysis'ega. En ham, er í uppnám þótt hann sýni það ekki. Þetta líka! Skyldi þeim raunverulega hafa tekizt að komast undan...........? Fyrst konung- uriníi og svo þær! Þá er allt tapað! — Gömlu hjónin fóru út. Nú skulum við spila svo hátt að við vitum ekki hvað við heitum! Blaðadreifíng Blaðburðarfólk óskas.t strax til að bera blaðið til kaupenda við Hringbraut — Óðingsgötu — Laufás- veg — .Voga. ÞJÓÐVILJINN — SÍMI 17-500. Plast þakrennur 03 niðurfallspípur fyrírliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir selfuog sót þarf aldrei tíS mdla VORUTRYGGINGAR TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGÖTU 9 ■ REYKJAVÍIC ♦SÍMI 22122 — 21260 aaqmiBM—WBBBÉM—B———HBWB1—WHgBHBggBm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.