Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.04.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA « ÞJÖÐVILJINN — Miðvifcudagur 13. aprfl 1966 4. FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT | 13. landsþing \ I Slysavarnafélags Sslands verður sett í slysavamahúsinu í Reykjavík fimmtu- daginn 28. þ.m. og hefst með guðsþjónustu í Dóm- 'kífkjunni kl. 2 e.h. Félagsdeildir sem ekki hafa þegar sent kjörbréf fulltrúa sinna eru beðnar að gera það sem fyrst. Félagsstjórnin. ATVINNÁ Verkamenn óskast í stöðuga vinnu hjá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Gott kaup, dagleg eftir- vinna. frítt fæði og ferðir. Upplýsingar á daginn í síma: 32000 og á kvöldin kl. 7—9 í síma: 36681. Áburðarverksmiðjan h.f. * Aðalfundur Aðalfundur Samvinnutrygginga verður haldinn á Blönduósi þriðjudaginn 10. maí 1966 kl. 1.30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. / Tere/yne-buxur — Gullubuxur Leðurjakkar — Nylonúlpur — Peysur — Fermingarskyrtur. Margt fleira — Uóðar og Ödýrar vörur . Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi (móti Þjóðleikhúsinu). „Viking Princess" brennur Tvelr menn biðu bana þegar norska skemmtiferðaskipið „Viking Princess“ varð alelda skammt frá Kúbu, en myndin er af brenn- andi skipinu. 106 skipverjar sem voru ítalskir fóru með Loftleiða flugvél um Keflavíkurflugvöll heim til Genúa. Nato og de Gaulle Framhald af 1. siðu. búin að raeða við frönsku stjóm- ina um vandamál varðandi brott- flutning bandarísks herliðs frá Frakklandi, en tekur fram að frestur sá- sem franska stjómin hefur sett til bess að rýma her- stöðvarnar sé allt of stuttur. 1 viðtali við Dean Rusk utan- ríkisráðherra sem í dag birtist í franska vikublaðinu „Paris Match“ segir hann að de G-aulle hafi með ákvörðunum sínum höggvið nærri meginreglunni um órofagildi millirfkjasamninga. Hernaðarsamningar Frakklands og Bandaríkjanna séu allir falln- ur úr gildi þar sem annar aðilinn telji sig ekki lengur bundinn af ákvæðum þeirra, segir Rusk. Hann segir einnig að franska stjómin hafi aldrei lagt fram neinar tillögur um endurskipu- lagningu Atlanzbandalagsins. Hún hafi að vísu margsinnis gefið í skyn að umbætur væm nauð- synlegar, en ekki lagt fram nein- ar tillögur til úrbóta, heldur á- kveðið upþ á eigin spýtup og án nokkurs samráðs við bandamenn- ina að slíta hernaðarsamvinn- unni. Að hugga rökrétt Sú var tíð að það þótti mikill kostur á stjómmála- manni að hann •jteri rökvís, kynni að draga réttar álykt- anir af gefnum forsendum. Nú er sú íþrótt gersamlega að glatast niður eins og dæm- in sanna. Það hefur til að mynda kömið glöggt fram af samanburði Gylfa Þ. Gísla- sonar á alúmínsamningunum annarsvegar og hins _ vegar olíukaupasamningum íslend- inga og Rússa. Látum það vera ,þótt Gylfi telji samninga þessa alveg hliðstæða, leggi að jöfnu samninga milli ríkja annars- vegar og hins7 vegar samning ríkis við fýrirtæki, (sem meira að segja á að heita innleni) telji viðskiptasamn- ing algerlega sambærilegan við fjárfestingarsamning. Það hefur hent margan stjórn- málamann í vanda að gefa sér forsendur í því skyni að geta svo lagt út af þeim á rökréttan hátt. En hvað leið- ir af forsendum Gylfa Þ. Gíslasonar? Olíukaupasamningur okkar við Sovétríkin er í því fólg- inn að Rússar taka að sér að framleiða olíu, við kauþ- um hana síðan og flytjum hana úr landi. Báðir aðilar hafa fallizt á að um tiltek- in ágreiningsefni í þeim samningum skuli fjallað af sovézkum gerðardómi. Alúmínsamningurinn er í því fólginn að við tökum að okkur að framleiða raforku. Svisslendingar kaupa hana síðán og flytja hana úr landi sem bráðið alúmín. Ef sov- ézku samningarnir ættu að vera fyrirmynd um lausn á- greiningsefna ætti augljós- lega að láta íslenzkan gerð- ardóm fjalla um þau. Þetta er ekki flókinn hugs- anaferill; hann jafngildir einfaldri þríliðu. Samt virð- ist það hafa verið Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi pró- fessor í viðskiptafræðum við Háskóla íslands, um megn að hugsa þessa hugsun til enda. Þess vegna lendir hann í þeim ógöngum að búa til dæmi með sjálfgefnum for- sendum sem sannar það sem hann ætlaði sér að afsanna! „Megin- vandamálið“ Jóhannes Nordal banka- stj qri flutti ræðu á ársfundi Seðlabankans fyrir páska og gerði þar grein fyrir afkomu síðasta árs. Hann skýrði þar frá því að íslendingar hefðu á síðasta ári dregið á land meiri afla en nokkru sinni fyrr í sögu sinni og jafn- framt hefðu viðskiptakjörin batnað til muna; af þeim á- stæðum hefði heildarverð- mæti útflutningsins aukizt um 16% jafnframt því sem útflutningsvörubirgðir hefðu aukizt verulega. Menn skyldu ætla að bankastjóranumhefði verið þetta gleðiefni, en því fer fjarri. Hann segir: „Eitt meginvandamálið í stjórn efnahagsmála á árinu 1965 var, eins og -undanfarin ár, mikil þensla í eftirspurn inn- an lands og verðhækkunar- þróun • sú, sem henni var samfara. Veigamesta orsök eftirspurnaraukningarinnar var mikil tekjuaukning í út- flutningsatvinnuvegunum og sú aukning endurkaupa og innstreymi fjár frá útlöndum sem henni fylgdi.“ Stóraukinn afli og hækk- andi verðlag á útflutnings- afurðum okkar er þannig „meginvandamál“ í auguro bankastjóráns. Eflaust reyn- ir hann að finna leiðir til að losa þjóðina við þann vand? í ár. — Austri. Innilega þakka ég öllum, er meö heimsókn- um, heillaskeytum og gjöfum gerðu mér sjö- tugsafmælið ógleymanlegt. JÚLÍANA EINARSDÓTTIR, Fremri-Langey. NÝJUNG FRÁ STODDARD « Wilton teppi úr ucrilun Þráðurinn fær sérstaka . hitameðferð,' sem gerir hann stinnan og' fjaðrandi. Kostir teppanna^eru þessir m.a.: 1) Þau bœlast ekki eða syorast, og skuggar myndast ekki á yfirborði. 2) Þau soga ekki i sig vætu og er því auðvelt að ná blettum úr þeim. 3) Þau halda litnum eftir langvarandi notkun og eru æ sem ný eftir hreinsun. 4) Þau eru öðrum teppum sterkari og endingar- betri og hæfa bæði á heimilum og í opin- berum byggingum. Teppin fást í 10 mildum og hlýlegum litum, sem fara vel við næstum hvaða umhverfi sem er, og í 5 mismunandi breiddum: 70 cm, 90 cm. 275 cm, 365 cm og 450 cm. Verð og sýnishom hjá umboðsmönnum: MAGNI GUÐMUNDSSON S.F. Austurstræti 17 — Sími 1-16-76. Sveiturstjóri Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis óskar eftir að ráða sveitarstjóra. — Úmsóknir ásamt upplysíng- um tim fyrri störf skulu hafa borízt hreppsnefnd- inni fyrir 1. júní n.k. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. Aðalfundur Aðalfundur Líftryggingafélagsins Andvöku verður haldinn á Blönduósi þriðjudaginn 10. maí 1966 kl. 1.30 e.h. Dagskrá: 'Venjuleg aðalfundarstör'f. STJÓRNIN. Ný sending Stretch-buxur. — Stærðir 1—8. Verð frá kr 139,— til kr. 179,—. R. Ó. búðin Skaft^hlíð 28 — Sími 34925. • Auglýsið í ÞJÓÐVILJANÚM ———————--------- Sendiferðubíll U. S. FORD 1959 til sölu' og sýnis við , Slökkvistöð Reykjavíkur. ' I Tílboð sendist Reykjavíkurdeild Raúða kross íslands, þósthólf 872.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.