Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 21. nóvember 1967 — 92. árgangur — 264. tölublað. Gengi sterlingspunds fellt Síða 0 .<*>_ Gengi isl. krónunnar verður fellt um eða meira Ráðherrar og sérfrœðingar á stöðugum fundum; ákvörðun verður tekin eftir miðja viku r Fjórar gengis- 1 lækkanir á 18 ! árum — Sú 5ta er nú í aðsigi i 4 Þjóðviljinn snéri sér í gaer til Seðlabankans og leitaði upplýsinga um lækkanir þær sem orðið haía á gengi ís- lenzku krónunnar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari og til þessa dags svt> og um breytingar á gullgengi ís- lenzku krónunnar. Ólafur Tómasson hagfræð- ingur skýrði svo frá, að fyrsta gengislækkunin eftir slyrjöld- ina hefði orðið 1949 en þá var brezka pundið dinnig fellt eins og nú- Við þá gengisfellingu hækkaði verð Bandaríkjadoll- ars í verði úr kr. 6,50 í rösk- ar 9 krónur. Árið eftir. 1950, var stór- felld gengislækkun hér á landi og hækkaði Bandaríkjadollar- inn þá úr kr. 9 í kr. 16.32. Næsta stórbreyting á skráðu gengi íslenzku krónunnar er árið 1960 en við gengisfelling- una þá hækkaði Bandaríkja- dollarinn í kr. 38.00. Árið eftir varð enn gengis- felling og við hana hækkaði Bandaríkjadollarinn úr kr. 38.00 í 43 00 íslenzkar. Nú er enn raett um gOTgis- fellingu íslenzku krónunnar*í kjölfar gengisfellingar sterl- ingspundsins. Verði íslenzka krónan felld um 14,3% eins og sterlingspundið hækkar Bandaríkjadollar úr kr. 43,00 í um kr. 50.00 Og að sjálf- sögðu meira, verði gengis- fallið .stærra. Samkvæmt peningalögunym frá 1875 voru 0.403227 grömm af skiru gulli i íslenzkri krónu. Eftir gengisfellinguna 1961 var það komið niður í 0.0206668 grömm og hafði gullgildi krónunnar þá fall- ið niður í 5.12536% af upp- haflegu gullgildi hennar. Hvað skyldi það vera orðið mikið í vikulokin? Þess má að lokum geta, að samkvæmt lögum frá 1961 tekur Seðlabankinn ákvarð- anir um gengi íslenzku krón- unnar með samþykki ríkis- stjórnarinnar. Áður, eða frá árinu 1939 til 1961, var það vald í höndum Alþingis, en fyrir 1939 sá Landsbankinn dm gengisskráninguna. □ Fullvíst er talið að ríkisstjórn íslands hafi • afráðið að lækka gengi krónunnar. Hins veg- ar mun hún vera að velta því fyrir sér ásamt sérfræðingiim sínum hvort gengislækkunin eigi að nema 14,3% eins og lækkun sterlings- pundsins, eða hvort nota eigi tækifærið og framkvæma enn stórfelldari gengislækkun. □ Ekki er búizt við að ákvarðanir ríkisstjómar- innar liggi fyrir fyrr en eftir miðja viku. Þegar ríkisstjórninni bárust fréttir af lækkun sterlingspunds- ins á laugardag sneri hún sér til stjórnarandstöðuflokkanr.a og mæltist til þess að hætt yrði við 3. umræðu um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem útvarpa átti í gíórkvöld, þar sem um væri að ræða algerlega ný viðhorf. Var svo að heyra á i fulltrúum ríkisstjórnarinnar að í horfið yrði frá efnahagsmála- | frumvarpinu að mestu eða öllu j leyti en málin hins vegar leyst ! með lækkun íslenzku krónunn- ar og ráðstöfunum í sambandi við það. Um 14,3% - eða meira Þegar á laugardag tóku sér- fræðingar ríkisstjómarinnar til starfa til þess að reikna út á- hrifin af lækkun sterlingspunds- ins og þau tvö dæmi, hvað ger- ast myndi ef íslenzka krónan yrði lækkuð um 14,3% — og ef hún yrði lækkuð meira. Voru 63 Vld tökum upp _______ haogri umferö 1968 Kvenfélag sósíalista ★ Fundur á morgun, miðviku- ★ dag 22. nóvember, kl. 8,30 í ★ Tjamargötu 20. — Nánar aug- ★ lýst á morgun.. — Stjómin. , ýmsir starfsmenn gjaldeyris- 1 bankanna og Seðlabankans að ; störfum allan sunnudaginn og : áfram í gær til að mata ríkis- stjórnina og sérfræðinga henn- , ar á hverskonar útreikningum. , Sé gert ráð fyrir að rikisstjóm- j >n lækki gengið um 14,3% væri þar að sjálfsögðu um að ræða I miklu stórfetldari gengislækk- i un • en nemur áhrifunum af j lækkun sterlingspundsiná á j efnahagskerfi íslendinga. Dan- ir, sem hafa mjög mikilvæg Við- skipti við Breta, láta sér til dæmis nægja 7,9% gengislækk- un og munu þó fara allmikið fram yfir áhrifin á 'danskt efna- hagslíf. Norðmenn og Svíar meta áhrifin ekki meiri en svo að þeir geti haldið genginu á krón- um sínum óbreyttu. Víðtæk áhrif 14,3% gengislækkun — sem stjórnarliðið mun telja algert lágmark — myndi hafa miklar afleiðingar í för með sér. Hún myndi hafa tafarlaus áhrif á viðskipti okkar við Bandaríkin, Kanada og önnur Ameríkuriki, við löndin í Efnahagsbandalagi Evrópu, við Sovétrikin og Aust- ur-Evrópulönd, við Svíþjóð, Nor- eg, Finnland (þar sem gengið var fellt nýlega en beb't óbreytt nú), við Danmörku, þair sem gengislækkunin verður minni, og við ýms lönd önnur. Utan- rikisviðskipti okkar við þessi lönd nema rúmlega 2/3 af heild- arviðskiptum okkar. Géngis- lækkunin hefði það í för með sér að allur innflutningur frá þessum löndum hækkaði í verði hérlendis, ný verðbólguskriða yrði innan lands. Jtflutningur okkar til þessara landa hækk- aði í verði — í krónutölu — og mundi það auka tekjur út- flutningsatvinnuveganna sem því svarar. Sú hækkun í krónu- tölu kæmi hins vegar talsvert visjafnt niður; síldarmjöl og Framhald á 2. síðu. i ! Afstaða miðstjórnar 4.5./ til vinnustöðvunar óbreytt □ í fundi í miðstjórn Alþýðusambands íslands á sunnudaginn var samþykkt óbreytt afstaða frá því að sambandið mæltist til þess við sambandsfélögin að þau, með nægilegum fyrirvara, boðuðu til vinnustöðvunar 1. desember. □ Verkalýðsfélög um land allt halda um þessar. mundir fundi og er hér á eftir sagt frá þeim félögum sem Þjóðviljinn veit til að þegar hafa samþykkt verk- fallsheimild. I Samþyfckt miðstjórnar Al- þýðusambands Islands var á þá leið að miðstjómin sæi ekki að svo komnu máli á- stæðu til að breyta tilroælum sínum til verkaílýðsfélaganna um að afla sér heimildar til vinnustöðvunar. Hinsvegar muni miðstjómin fylgjastmeð málum og hafa samband við félögin, telji hún ástseðu til. Um hélgina voru haldnir fundir í verkalýðsfélögunum Einingu og Iðju á Akureyri. og voru þeir báðir mjög fjöl- sóttir. Var verkfallsheimild samþykkt í báðum félögunum. ,.Á laugardaginn var haidinn fjöHmennur félaigsfundur í A. S.B., félagi afgreiðslustúlkna i brauða- og mjólkurbúðum. Fundurinn samþykkti einróma að gefa stjóm og trúnaðar- mannaráði félagsins heimild til vinnustöðvunar 1. des. Áður höfðu Verkamannafé- lagið Dagsíbrún og Félag jám- iðnaðarmanna þegar fengið verkfailsheimild. Fleiri verka- lýðsfélög héldu fvfndi um heJgina en hér greinir og verður vœntanJega getið um þá í blaðinu síðar. I Háskalegt ástand í læknamálum: 1/3 útflutningsins tfl gengislækkunarlandanna — fáum minna fyrir afurðirnar þar Láta mun nærri, að um þriðj- ungur heildarviðskipta okkar við önnur lönd sé við þau lönd sem nú hafa lækkað gengið, sagði framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands, Þorvarður Jón Júlíus- son, £ viðtali við Þjóðviljann í gær. Um álhrif gengislækkímanna í viðskiptalöndum Islendinga sagði hann, að minna fengist nú fyrir íslenzkar afurðir í þeim löndum sem lækkað hafa gengið og þar sem viðskiptin miðast við sterl- ingspund, nema gengi . íslenzku krónunnar lækkaði jafn mikið. Samsinnti Þorvarður því . að hagstæðast yrði fyrir Islendinga að selja sem mest til þeirra landa sem ekki lækkuðu gengi sitt og kaiupa sem mest fná hin- um, hvort sem gengið hér yrði fellt eða ekki. í hagskýrslum um viðskipti við önnur lönd á þessu ári kemur hinsvegar í ljós, að hlutfallið í þessu tililiti er okkur heldur óhagstætt. Af Framhald á 2. síðu. Um tuttugu og fimm lækna vantar út á landsbyggðina □ Talið er að 25 lækna vanti nú út á landsbyggðina til þess að sinna brýnustu þörfum læknisþjónustu. Hefur á- standið valdrei verið svona alvarlegt áður, sagði Örn Bjasmason, læknir í Vestmannaeyjum, á ráðstefnu um heil- brigðismál, sem Læknafélag íslands boðaði til og hélt um helgma hér í borg. Um síðustu áramót voru 130 íslenzkir læknar starfandi erlendis. örn Bjarnason sagði meðal aAnars: Um síðustu áramót voru sjö læknishéruð óskipuð og um næstu mánaðamót er fyrirsjáan- legt, að i tólf héruðum verði enginn læknir. Læknaskorturinn er mun meiri, en þessar tölur gefa til kynna. því að í flesta kaupstaðina og í mörg héruð, sem kauptún eru í, vantar einn eða fleiri lækna á hverjum stað, til þess að þar sé nægjanlegur fjöldi lækna og verður vikið að því síðar. Læknaskortur er að vísu ekki nýtt fyrirbæri t>g hef- ur alla tíð gengið illa að full- ski.pa héruðin, en aldrei sem nú. Alvarlegast er ástandið á austanverðu Iandinu Um næstu mánaðamót er lík- legt að enginn læknir verði í Kópaskers-, Raufarhafnar-, Þórs- hafnar- og Vopnafjarðar-héruð- um. Á Egilsstöðum er einn lækn- ir, sem gegnir þrem héruðum, með um 2500 íbúum og virðast engar líkur á, að hann fái ann- an eða fleiri lækna til starfa á næstunni. I Neshéraði í Norðfirði er eng- inn héraðslæknir og raunar eng- in skilyrði fyrir slíkan. Lækna- skipti hafa verið tíð f héraðinu að undanförnu og í ágúst síðast- iiðnum hvarf læknir úr héraðinu eftir tveggja daga veru og segir það nokkra sögu. Eskifjarðarhéraði er gegnt til áre af ungum lækni í veikinda- forföllum héraðslæknisins- Hérað þetta er erfitt og þar er mikið vinnuálag. Héraðslæknirinn í næsta héraði, Búðahéraði í Fá- skrúðsfirði. mun hætta störfum innan skamms og hann tjáir mér að útilokað sé, að nokkur lækn- ir muni setjast að í héraðinu, þegar hann hverfur þaðan. Mun þá Búðahérað leggjast til Eskifjarðarhéraðs og enn auka á erfiðleika læknisins þar. Og sams konar vandræðaástand og hér hefur verið rakið, er að skapast á Vestfjörðum, ef svo fer fram, sem nú horfir. 265.1968 lAGUMNN I l I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.