Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 9
 Þríðjudagur 21. nóvemlber 1967 — ÞJÖÐVILJINN SÍÐA 9 Ræða Cuðmundar Framhald aí 7. síöu. lausn i>ess, eins og ráð er fyr- ir gert í þeirri tillögu sem hér iiggur fyrir. Og sú skylda sem á okkur í borgarstjóminni hvílir í þessu efni, er því þyngri og augljósari sem vitað er og viðurkennt, að veruleg- ur hluti þess húsnæðis, sem verst er og víkja þarf á undan flestu öðru, er einmitt í eigu borgarinnar og að hún ber því beint og óbeint ábyrgð á þeim vandkvæðum og tjóni sem það veldur íbúum sínum, þar á meðal t.d. hættu á varan- legu heilsutjóni. Það er von okkar, sem að tiHögunni stöndum, að borgar- stjórnin sé öll reiðubúin til að viðurkenna þessa skyldu sína í verki með því að fallast á efni tillögunnar. En þótt ég hafi gert þörfina á útrýmingu lélegs, heilsuspill- andi og óhæfs húsnæðis að meginefni máls míns og að höf- uðrökstuðningi fyrir þessari tillögu, þá eru fleiri þættir þessa máls sem gefa verður gaum og einnig að hafa í huga, þegar um það er rætt til hvers væntanlegt leiguhúsnæði borg- arinnar skuli nýtt. " Húsnæðismál unga fólksins Um þá aðra þætti þessa máls, sem tillagan drepur á vil ég einnig fara örfáum orðum. Unga fólkið gengur nú fyrr í hjónaband eða stofnar fyrr til sambúðar en áður var. Þetta gerist jafnhliða aukinni og lengri skólagöngu. Tekjur sem ungt fólk aflar sér t.d. með sumarvinnu fara yfirleitt til að standa undir kostnaði við nám að vetrinum. Því tekst yfirleitt ekki að leggj-a fyrir að neinu marki, a.m.k. ekki svo nægi til íbúðarbyggingar eða íbúðarkaupa þegar tíl bú- skapar er stofnað. Fyrir mörg ung og efnalítil hjón er því yfirleitt um tvennt að velja. og.er hvorugt gott eða æskilegt. Annað er að binda --------------------------- fískimál Framhald af 4. síðu. fljótandi f krapi. Fyrri aðferð- ina nota nú fullkomin hrað- frystihús í Noregi, svo sem hjá Findus og fileirum. En síðari aðferðina hafa Rússar notaðvið hin stóru fiskiðjuver sín í Murmansk, svo einhver dæmi séu nefnd. Ég veit aðeins um eitt hraðfrystihús, sem getur geymt fisk hér á landi í nið- urkældu saltvatni, en það er KirkjúSándur hf. í Ólafsvík, þar sem Arni Benediktsson frá Hofteigi stjórnar. Ég hygg að flestir íslending- ^ ar skilji þann sannleika að rekstrargrundvöllur fiskútgerð- ar og fiskiðnaðar þarf á öll- um tímum að vera sem beztur, þvi það varðar alþjóðarheill. Menn. getur greint á um Eeið- ir til að ná því marki í sum- um tilfellum. En það ættiékki að vera neitt ágreiningsmál hjá þeim, sem eru dómbærir á að ræða; þessi mái, hvort betra sé að láta fiskiðjuverin standa verklaus stóran hluta úr hverju ári, en vinna svo hinn hlutann úr gölluðu hráefni öðrum þræöi. Eða hvort bætt skuli úr hráefnisþörf hrað- frystihúsa og annarra vinnslu- stöðva með endurnýjuðum tog- araflota og' báta af heppilegri stærð, þar sem í alvöru verði unnið að auknum gæðum nýja fisksins, allt frá því hahn er veiddur og þar til hann hefur verið unninn í iðnaðarvöru. Þeir menn sem ræða og á- kveða íslenzk efnahagsmál í dag, án þess ^að láta sig nokkru ski'pta þenhán mikilsverðasta þátt þeirra, sjálfa undirstöð- una, þeir hljóta að villast af réttri leið o'g lenda í blindgötu, með sínar ráðstafanir þó þær hafi máske verið vel meintar. sér þunga og lítt bærilega bagga með töku leiguhúsnæð- is í einkaeign. Hitt er að setj- ast upp hjá foreldrum eða tengdáforeldrum og þá oft við þröng og ófullnægjandi sjdlyrði. í fyrra tilfellinu verður þung leigugreiðsla til húseigenda ekki aðeins erfiður baggi og mörgum lítt viðráðanlegur heldur torveldar hún og tefur fyrir möguleikum unga fólks- ’ins til þess að eignast eigið húsnæði og skapa sér á þessu sviði framtíðaröryggi. Veldur þetta oft margra ára töf fyrir unga fólkið á að komast í eig- ið húsnæði. Ég hygg að fáir eða engir telji æskilegt að ungt fólk, sem stofnað hefur til sambúðar. eða hjónabands, þurfi að sæta margra ára sambúð við for- eldra og tengdaforeldra, sam- búð sem hlýtur að þrengja að báðum aðilum og oft að valda árekstrum og erfiðleikum. Ungt og efnalítið fólk, sem er að hefja búskap þarf að eiga kost á litlum og ódýrum leigu- íbúðum fyrstu búskaparárin, meðan þáð er að koma undir sig fótum. Qg þetta hefur löggjafinn beinlinis viðurkennt. í gildandi lögum og reglugerðum um lán- veitingar Húsnæðismálastjórn- ar til byggingar leiguíbúða sveitarfélaga, er við þetta mið- áð og sérstaklega gert ráð fyr- ir að slíkar leiguíbúðir sveitar- félaga leysi vandá unga fólks- ins fyrstu ár búskapar þess. Mjög væri æskilegt og raun- ar alveg nauðsynlegt að nýtt og myndárlegt átak til bygg- ingar leiguíbúða á vegum borgarinnar yrði öðrum þræði til þess að leysa húsnæðisvand- ræði unga fólksins. Þessu hvorutveggj a, nauð- syninni á leiguíbúðum til að útrýma heilsuspillandi húsnæði og svo til þess að létta unga fólkinu róðurinn fyrstu ár bú- skapar eða sambúðar, kemur svo til ’ viðbótar sú almenna nauðsyn, sem er í j afn stórri borg og Reykjavík er orðin nú, á því að borgin geti leyst með sæmilegum hætti vanda fjöl- 'skyldna, sem lenda í húsnæðis- hraki af ýmsum ástæðum eða hafa neyðst til að taka á leigu húsnæði, sem svo hárrar leigu er krafizt fyrir, að hún er gjaldþoli viðkomanda ofvaxin og stefnir afkomu fjölskyldunn- ar í hættu. Enginn mun heita þörfinni á leiguíbúðum, sem borgin réði yfir til þess að leysa þessi vandamál. Munu fá eða engin viðfangsefni sem borgarstarfs- mönnum er ætlað að annast, á- reynslumeiri og torleystari, en þau sem snerta úrbætur á vanda þeirra húsnæðislausu. Auðvitað er reynt að greiða úr eins og efni og 'aðstæður leyfa. En aðbúnaðurinn að þeim, sem þessum málum sinna, svo sem félagsmálastjóra og húsnæðis- fulltrúa, er vægast sagt hörmu- legur. Það er ekki auðvelt að skammta og hjálpa þegar af litlu ,eða engu er að taka. Húsaleigan Hinn almenni skortur á leiguhúsnæði í borginni gerir það að verkum, að húsaleigan, sem er frjáls og eftirlitslaus af opinberri hálfu, hefur rokið upp úr öllu valdi. Tveggja herbergja íbúðir eru nú leigð- ar á 4—6 þús. á -mánuði og þrfggja til fjögurra herbergja íbúðir á 7—11 þús. kr. Þetta er að sliga f jáhhag mörg hundr- uð reykvískra launamanna og gengur auðvitað næst þeim, sem verst eru settir og hafa minnstar tekjur. Einnig þennan hóp manna er nauðsynlegt að aðstoða og leysa af honum okurfjötrana. Marga er hægt að aðstoða með því kerfi hárra lána, sem tengd eru byggingum Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar í Breiðholti. En mikið mun á vanta að það leysi allan vand- ann. Þeir sem ekki eiga fyrir fyrstu afborgun eða annarri eru ekki líklegir til að ráða við áframhaldið og því síður árleg- ar upphæðir ii afborgana og vaxta. Þeir eru því æði margir, sem ekki munu leysa húsnæð- ismál sín með kaupum eða byggingu eignaríbúða, jafnvel þótt lán séu hærri og kjör betri en almenpt gerist hér- lendis. Leiguíbúðir sem reistar yrðu á vegum Reykjavíkurborgar, samkv. tillögu okkar Alþýðu- bandalagsmanna, ættu og yrðu því einnig að þjóna því hlut- verki að sjá þeim láglauna- 'mönnum fyrir mannsæmandi húsnæði sem eru^ á hrakhólum með fjölskyldur sínar vegna húsnæðisskortsins. Ég tel ekki ástæðu til að orð- lengja frekar um meginefni1 þessarar tillögu. Ég hef reynt að gera grein fyrir eðli máls- ins og þörfinni á því átaki sem hér er lagt til, að ráðizt verði í af hálfu borgarinnar. Að lokum aðeins nokkur orð um þann þátt málsins, sem snýr að kostnaðarhlið þess og fjár- öflun til framkvæmdanna. Gert er ráð fyrir að þær íbúðir sem reistar yrðu á grundvelli áætlunarinnar sem gerð verði samkvæmt tillögunni yrðu ekki færri en 300 og að . framkvæmdimar dreifðust á fjögur ár. Sé reiknað með 800 þús. kr. meðalkostnaði á íbúð, þá þyrfti til framkvæmdanna 240 milj. kr. Sá hluti íbúðanna sem færi beint til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis, ætti rétt á jafnháu framlagi sem C-láni frá Húsnæðismálastjóm oe borgin leggur sjálf fram, þ.e.a^. hálfan byggingarkostnaðinn. Þær sem yrðu leiguíbúðir án þess að útrýmt væri öðru hús- næði á móti ættu samkv. nú- gildandi reglum rétt á 380 þús. kr. láni á íbúð frá Húsnæðis- málastjóm eða nærfellt hálft kostnaðarverð. Á Byggingar- sjóð Reykjavíkurborgar kæmi því um 120 milj. kr. sem skipt yrði á fjögur ár eða ca. 30 milj. á ári. Fyrir þessu framkvæmdafé yrði að sjálfsögðu að sjá Bygg- ingarsjóðnum árlega við af- greiðslu fjárhagsáætlunar. Hygg ég að það sé ekki stærri vandi en svo að oft hafi Reykjavíkurborg lyft þyngra hlassi. Ég vil svo að síðustu ítreka það sem í tillögunni greinir, að það er vilji okkar flutnings- manna, að við undirbúning og framkvæmd þessara íbúða- bygginga sé haft sem nánast samráð við hið nýstofnaða fé- lagsmálaráð borgarinnar og að ákvarðanir um gerð og fyrir- komulag íbúðanna verði byggð- ar á rannsókn sem fram fari á þess vegum. Það er sannfæring okkar Alþýðubandalagsmanna, að hér sé hreyft miklu og brýnu nauð- synjamáli sem ekki þoli að dregið sé að snúa sér að og taka ákvörðun um. Það er von okkar að einnig aðrir borgar- fulltrúar líti líkt eða eins á málið. Sjúkraþjálfari Staða sjúikraþjálfara við Landspítalann er laus til umsóknar. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 30. nóvember n.k. Reykjavík, 17. nóvember 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. ÖNDUMST NILA HJÖLBARDAÞJÖNUSTU, FLJÓTT UG VEL, MED NÝTÍZKU TJEKJUM ÍW NÆG BÍLASTÆÐ! OPID ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJQLBARÐAVIÐGERÐ KOPAVOGS Kársnesbraot 1 Sími 40093 Sigrurjón Björnsson sálfræðingnr Viðtöl skv umtali. Símatími virka daga kl. 9—10 f.h Dragavegl 7 Simi 81964 RAFLAGNIR ■ Nýlagnir. ■ Viðgerðir. ■ Sími 41871. ÞORVALDUR HAFBERG rafvirkjameistari. Sængnrfatnaður — Hvítur og mlslitur - ÆÐAKDTJNSSÆN GUB GÆSADÚNSSÆNGUB DRALONSÆNGUB SÆNGURVEB LÖK KODDAVER úði* Skólavörðustíg 21. fÍAfÞÖR ÓUMUmX’* /NNHBiMTA cöamjsersrðnr Mávahlíð 48. Sfml 23970. SIGURÐUR BALDURSSON liæstaréttarlögmaður LAUGAVEGl 18, 3. hæð. Simar 215g0 og 21620. bjte-ltíí VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. OSKATÆKI Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 byigjum, þar á meðal FM og bátabyigju. • Allir stlllár fyrir útvarp og sjónvarp f læstri veitihurð • •ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, iengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um land. Aðalumboð: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. Smurt brauð Snittur brauð bœ við Oðinstorg Síml 20-4-90 HÖGNI JONSSON Lögfræði- og fastelgnastofa Bergstaðastræti 4 Simi 13036. Heima 17739. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannargæðin. BRIDGESTONE Veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brauíarholti 8 Sími 17-9-84 Allt til RAFLAGNA ■ Kafmagnsvorur. ■ Helmilistækl. ■ Útvarps- og sjón- varpstæki Rafmagnsvöru- búðin s.f. Suðurlandsbraut 12. Simi 81670. NÆG BÍLASTÆÐl. ♦etfur Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 Við getum boðið viðskipta- vinum okkar úrval af vönduðum barnafatnaði. ☆ ☆ ☆ Dagloga kemur eitthvað nýtt. ☆ ☆ ☆ Oog eins og jafnan áður póstsendum við um allt land. Vd tfuu+rcrf óezt KHRKI 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.