Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 7
T Þtíðjudiagur 21. nóvember 1367 — ÞJÖÐVTLJINN — SÍÐA J Bygging leiguíbúða eina lausnin á hús- næðisvanda þeirra sem verst eru settir Guðimmdwr Vigfússon. Við fulltruar Al'þýðu'banda- lágsins flytjown ihér tillögu um að samin verði áaetíun um byggingu leigufbúða á vegum borgarinnar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að áætiun þessi miðist við að reistar verði a.m.k. 300 Tiflaga Al- þýðubanda- lagsins „Borgarstjórnin ákveður að láta semja áætlun um bygg- ingu leiguíbúða á vegum borgarinnar, er miðist við að reisa a-mJt. 300 íbúðir á næstu i árum. Skulu íbúðir þessar til þess ætlaðar að útrýma ó- hæfu og heilsuspillandi hús- næðí, bæði í eigu borgarinn- ar og annarra, og að sjá fyrir húsnæðisþörf ungs og efnalit- lls fólks fyrstu búskaparárin, svo og annars Iáglaunafólks, sem er í húsnæðishraki eða býr við óheyriiega húsalcigu. Gerð íbúða þcssara og fyr- irkomulag sé við það miðað, að þær fullnægi sem bezt húsnæðisþörf o.g aðstæðum þess fólks, sem hér á hlut að máli. og skulu ákvarðanir í því efni byggðar á rannsókn er fram fari á vegum félags- máíaráðs. Fjármagns til framkvæmda þessara sé aflað með árlegum framlögum Byggingarsjóðs Reykjaxnkurborgar og lánum frá’ Húsnæðismálastjórn, er heimilt er, samkvæmt gild- andi lögum að veita, annars vegar til útrýmingar heilsu- spiílandi húsnæði og hins vegar til lciguíbúða, er rcist- ar eru á vegum sveitarfélaga. Borgarstjórnin telur mikils um vert, að undirbúningur að [ramkvæmdum þcssum vcrði sem vandaðastur, en honum þó hraðað svo sem auðið er. Telur borgarstjómin rétt, að athugaðir séu mögulcikar á samstarfi við Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar um byggíngu þcssara íbúða, cink- um ef það mætti verða til að tryggja nútímatækni við framkvæmdirnar og scm mesta hagkvæmni. Borgarstjórnin felur borgar- ráði og borgarstjóra undirbún- ing og framkvæmd þcssa máls og skal um • það haft samráð í við félagsmálaráð borgarinn- 5 ar.” slíkar ííbúðrr á mæsfcu 4 árum. Er þá að sjálfsögðu ráð fyrir því gert, aö þessar íbúöir komi tiil viðbótar þeiwi hluta bygg- ingaráætlunar, sem koma á i hlut borgarinnar. En sá hluti á að nema 250 íbúðum og mun ckki koma að ftrtiu í gagn fyrr en 1970-1971. 1 tillögu okkar AHþýðubancla- lagsmanna segir, að þessar 300 leigufbúðir, sem reistar verði saimkv. ráðgerðri áætlun, skuli til þess ætlaðar að útrýma ó- hæfu og heilsuspillandi hús- næði, bœði í eigu borgarinnar og annarra, og að sjá fyrir húsnæðisþörf ungs og efnalítiils fólks fyrstu búskaparárin, svo og armarrs láglaunafólks, sem er í húsnæðishraki eða býr við óheyrilega húsaleigu. Þá er gert ráð fyrir því í til- lögunni að gerð þessara íbúða og fyrirkomulag sé við það miðað, að þær fullnægi sem bezt húsnæðisþörf og aðstæðum þess fólks, sem hér á hlut að máli, og skuli ákvarðanir í því efni byggðar á rannsókn, er fram fari á vegum félagsmála- ráðs. Gert er ráð fyrir að fjár- magns til þessara framkvæmda sé aflað með áriegum framlög- um Byggingarsjóðs Reykjavík- urborgar og lánum frá Húsnæð- ismálastjórn, er heimilt er skv. gildandi lögum að veita, ann- arsvegar til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis og hinsvegar til leiguíbúða sem reistar eru á vegum sveitarfólaga. Á það er bent í tillögunni að mikils ér um það vert, að und- irbúningur að sh'kum fram- | kvæmdum verði sem vandað- astur, en honum þó hraðað svo sem auðið er. Rétt er talið að athugaðir séu mögxrleikar á samstarfl við Pramkvæmda- nefnd byggingaráæthmar um byggingu þessara ibúða, ef það mætti verða til að tryggja nú- tímatækni við framkvæmdimar og sem mesta hagkvæmni. Loks er í tillögunni gert ráð fyrir að borgarstjómin feli borgarráði og borgarstjóra und- irbúmng og framkvæmd þessa máls og að haft sé «m það samráð við hið nýstofnaða fé- lagsmálaráð borgarinnar. ( Enda þótt húsnæðismáll séu næsta þrautrædd hér í borgar- stjfeminni og þessi tillaga skýri sig að miklu. leyti sjálf, tel ég þó rétt að fylgja henni úr hlaði með nokkrum orðum, ef það mætti verða til að skýra fyrir borgarfulltrúum nánar en til- lagan sjálf gerir, hvað það er sem fyrir okkur Alþýðubanda- lagsmönnuim vakir, og hver nauðsyn er að borgin geri það átak við byggingu leigufbúða, sem í tililögunni felst. Það er kunnugra en svo að um það þurfi að fara mörgum orðum, að þrátt fyrrr byggingu mikils og góðs fbúðahúsnæðis hér í borgirmi s.l. tvo áratugi eru hér þó enn mörg hundruð fbúða í notkun, sem eru léleg- ar eða heilsuspillandi og jafn- vél óhæfar til fbúðar. Herskálaíbúðirmr era aðvisu sem betur fer flestar horfnar og þær hurfu flestar fyrir átak bæjarfélagsins, átak sem var ó- umflýjanlegt, en gekk þó ótrú- lega ilfla og seint að fá meiri- hlutaflokkinn í borgarstjórn til að fallast á. Ýrnsar aðrar tegundir heilsu- spillandi íbúða hafa einmg horfið ýmist að tilhlutan bæi- arfélagsins eða fyrir atbeina einstaklinganna sjálfra. Svo ór t.d. um nokkrar þyrpingar þæg- indalausra og óvandaðra skúr- bygginga, som gætti mjög á vissum stoðum í borginni fyrir nokkrum áram. Ekki svo að skiljá að slíkar skúrbyggingar eða hiliðstæður þeirra, séu með öllu úr sögunni, en þeim hef- ur óneitanlega fækkað. Þrátt £yrir þetta má það ekki gleymast, að enn búa hundruð reykvískra fjölskyldna í mjög lélegu, heilsuspillandi eða óhæfu húsnæði. Þetta hús- næði er ýmist í eigu borgarinn- ar sjálfrar eða einstakra manna, sem hafa drjúgar tekjur af út- leigu slíks húsnasðis, en eru ekki að sama skapi áthugasamir um endurbætur þess eða nauð- synlegt viðhald. Borgaríbúðirnar Borgin á sjálf um 290 leigu- íbúðir sem ætlaðar eru fil frambúðar. Af þeim hafa 170 íbúðir verið reistar síðustu fjögur árin, þ.e.a.s. leiguibúðir borgarinnar við Mesistaravelli, Kleppsveg og Austurbrún. Hin- ar eru flestar við Skúlagötu en aðrar dreiíðar viðsvegar um borgina, í húsum sem borgin hefur eignazt með ýms- um hætti á löngu árabili. Auk þessa eru í eigu borg- arinnar sjálfrar um 220 leigu- íbúðir sem ekki eru ætlaðar til frambúðar. þar af um 100 í Höfðaborg. Voru þær íbúðir reistar sem algjört braðabirgða- húsnæði fyrir meir en aldar- fjórðungi og írágnngur og gæði við það miðað að þæf yrðu rýmdar innan fárra ára. Þessar 100 íbúðir eru á einföldu og óeinangruðu timburgólfi, sjálf- ar Iítt einangraðar, án baðs og annarra nútímaþæginda. Hinar 120 leiguibúðirnar, sem borgin á og ekki eru ætl- aðar til frambúðar, samkv. yf- irlýsingu ráðamanna, eru lítt eða ekki betur íallnar til í- búðar en Höfðaborgin. Svo er t.d. um svonefndar Selbúðir við Vesturgötu, eitt hörmuleg- asta og ömurlegasta íbúðarhús- næði sem fyrir finnst í borg- 'V inni, og fleiri slik hús sem fá- tæklingum er vísað á af borg- inni í vandræðum þeirra. En það er fjölmargt annað íbúðarhúsnæði lclegt og óhæft í borginni en það sem borgin á sjálf. Hundruð íbúða í ein- staklingseign eru litlu eða ekki betur á sig komnar. Flestar í þessum flokki ■ eru niðurgraín- ar kjallaraíbúðir þar sem kuldi og raki sækir á íbúana og lítt eða ekki sést til sólar. Svipuðu máli gegnir um marg- ar risibúðir, einkum í gamla bænum. Þær eru þrörtgar, gisn- ar og gluggalítlar ag í þær margar vantar flest eða öll þægindi sem tflheyra nútím- anum. Ekki. þarf að skýra það í löngu máli, að það fólk sem einkum býr í heilsuspitlandi eða lélegu leiguhúsnæðk hef- ur yfírleitt lág laun eða býr við mikil fjölskylduþyngsli. Það eru ékki sízt, barnafjölskyld- urnar úr stétt verkamanna og annarra láglaunamanna, sem dæmast til vistar í slíkum í- búðum. Þetta leiðir af eðli málsins. Fjölskyldur með lágar tekjur hafa hvorki efni á að byggja yíir sig eigin íbúðir né að keppa um betri hluta leiguhúsnæðis á uppsprengdum okurmarkaði. Til þess hrökkva ekki tekjurnar. Þær eru því dæmdar til að búa í versta húsnæðinu og það jafnvel hús- næði, sem spillir heilsu bam- anna og eyðileggur lífsham- ingju fjölskyldunnar. Byggja verður leiguíbúðir Ég hygg, að vilji menn Kta með sanngirni og raunsæi á þau vandamál, sem brýnast er að borgin gefi sig að á sviði húsnæðismála, þá verði það að viðurkennast, bæði í orði og á borði, að , þessi vandi verður ekki leystur án byggingar veru- legs fjölda leiguíbúða. Og þetta hefur að vissu marki verið viðurkennt, einkum á seinni árum, t.d. með bygg- ingu íbúðanna við Meistara- velli, Kleppsveg og Austur- brún. Hins vegar hafa fram- kvæmdir á þessu sviði verið af alltof skornum skammti og í engu samræmi við raunveru- legar þarfir. Við stærum okkur oft af þvi, íslendingar, að við búum yfir- leitt í betra og dýrara húsnæði en aðrar þjóðir. Þessar fram- farir hafa einkum orðið' á síð- asta aldarfjórðungi með bætt- um efnahag þjóðarinnar og þær eru vissulega gleðilegar, þótt þær hafi einnig sínar skuggahliðar. í margar íbúðir okkar er borinn óþarfur og ó- íorsvaranlegur íburður og hús- næði er yfirleitt þungur baggi á mönnum, , sem útheimtir mikla vinnu og háar tekjur eigi menn að geta undir því risið. Kröfur okkar í húsnæð- ismálum, skipulagsleysi þeirra mála og óeðlilega hár bygging- arkostnaður, ásamt hærri kröfum um eigið fjárframlag en aðrar þjóðir gera, á stóran hlut að erfiðleikum undirstöðu- atvinnuveganna, því til fram- leiðslunnar er það íjármagn sótt með einum og öðrum hætti sem við verjum til hús- næðis og annarra lífsþarfa. Eigi að síður er það yfirlýst stefna allra flokka í landinu að styðja að því, að sem allra flestir geti búið í eignaríbúð- um. Og ég hygg að sú stefna sé í meginatriðum rétt og í samræmi við óskir og vilja flestra sem þess eiga nokkum kost. En hún má. ekki verða til þess, að hinum verði gleymt, sem þessa eiga ekki kost af ýmsum ástæðum, og þeirra hagsmunir fyrir borð bomir. Það hlýtur svo að verða í okkar þjóðfélagi eins og öðram að allir geta ekki búið í eig- in íbúðum og það jafnvel þótt reynt sé að skapa sómasam- legt lánakerfi fyrir íbúðabygg- ingar. Mikil fjármagnsþörf þeirra sem févana eru og ráð- andi vaxtapólitík krefst hárra upphæða árlega í afborganir og. vexti af lánum til eignar- íbúða, og það þarf háar og ör- uggar tekjur til þess að standa undir slíkum lánum þótt fáan- leg séu. Átak af hálfu borgarinnar Þeir sem verst erú settir og ekki geta keypt eða reist eigin íbúðir verða að eiga kost á mannsæmandi leiguíbúðum á viðráðanlegu verði. í svp- nefndu „velferðarþjóðfélagi" mega þeir sem erfitt eiga upp- dráttar ekki dæmast til neinn- ar utangarðsvistar í húsnæðis- málum. Það verður að sjá fyr- ir þeirra húsnæðisnauðsyn á sómasamlegan hátt. Þeir verða að eiga kost á að búa og ala sín börn upp í hollu og góðu húsnæði, eins og þorri þjóðfé- lagsþegn anna veitir sér nú á tímum. Og þetta vandamál verður, að áliti okkar Alþýðubandalags- manna, ekki leyst nema fyrir átak borgarinnar, að þvi er snertir útrýmingu lélegs, heilsu- spillandi og óhæfs húsnæðis hér í Reykjavík, sem mörg hundruð fjölskyldna eru nú dæmdar til að búa í. Það eru engar líkur txl að hið svonefnda einkaframtak gefi sig að byggingú leigu- íbúða, sem henta og eru við- ráðanlegar fyrir þorra þess fólks, sem býr í heilsuspillandi eða óhæfu húsnæði. Sú skoðun mun heldur ekki sækja á neinn, sem þekkir eðli þessa vandamáls. Aðstæður félagsframtaks, t.d. samvinnubyggingarfélaga eða Byggingarfélags verkarpanna, eru heldur ekki með þeim hætti, a.m.k. eins og nú standa sak- ir, að það sé á þess færi að leysa þennan vanda. Allt ber því að einum brunni, að bæjarfélagið verði að láta málið til sín taka og gera raunhæfa áætlun um Framhald á 9. síðu. „I svonefndu „velferftarþjóðfélagi“ mega þeir sem erfitt eiga uppdiráttar ekki dæmast til neinnar utangarftsvistar I húsnæftismálnm. Þaft verður aft sjá fyrir þeirra húsn æðisnauðsyn á sómasamlegan hátt“. Framsöguræða Guðmundar Vigfússonar íborgarstjórn sl. fimmtudag fyrir tíllögu Alþýðubandalagsins um byggingu 300 leiguíbúða á vegum Reykjavíkurborgar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.