Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 10
J Q SÍÐA — ÞJÓÐVELJINN — Þriðjuctógur 21. nóvemtoer 1965. WINSTON GRAHAM: MARNIE 54 Hann lagði höndina á öxl mér, og mér til skelfingar þokaði hann náttkjólnum allt í einu enn neðar og lagði höndina á brjóst mér- Hann hélt um brjóstið á mér eins og bað væri eitthvað sem hann ætti sjálfur. — Slepptu mér, sagði ég. Hann sleppti mér. Ég hneppti fdoppinn upp í háls. Hann horfði á mig með sársaukasvip, næst- um vonsvikinn, og allt í eirtu sýpdist hann svo ósköp þreyttur og máttvana. Við dyrnar stanzaði hann og Ctlaði við hurðarhúninn stund- arkom og horfði á hann- — Mamie, þú spurðir mig rétt áðan hvort ég hefði gert hið sama ef mitt eigið frelsi hefði verið í húfi. Það er í húfi. Og þótt ekki sé beinlínis um frelsi mitt að ræða í eiginlegum skilningi, þá er hamingja mín í veði. Þetta HARÐVIÐAR ÚTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SK0LASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 ^fUo$ue EFNI SMAVÖRUR 1] TlZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreíðslu- og snyrtistofs Steinu og Dódó Laugav, 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SfM7 33-968 varðar mig og framtíð mína í nákvæmlega jafnríkum mæli pg þig og framtíð þína. Ég get ekki hrist þig af mér — ég hef reynt það en ég get það ekki. Ég settist aftur á rúmið, og hann sagði: — >að er líka 'um framtíð mína að ræða. Ef illa fer fyrir þér, þá fer illa fyrir mér. Það verðurðu alltaf að muna, Marnie. Þegar ég þagði, hélt hann áfram: — Reyndu að munaþetta. Mig tekur svo sárt að þurfa að standa í deilum við þig. Mér finnst ég enn standa með þér — og ég er fús til að berjast fyrir þig. Og ég ætla að gera það, hvort sem þér líkar betur eða verr. Við verðum að láta eitt yfir okkur ganga f þessu máli. Þegar hann var farinn, hugs- aði ég með mér, að þetta væri allt saman hreinasta geðveiki — því að meðan hann var að koma upp um mig og vega aftan að mér, þá sóttist hann samt sem áður eftir mér. Hann vildi fá mig og Terry vildi fá mig — og löggan vidi ná í mig og mamma vildi ekki sleppa mér. Allir komu og gerðu kröfur til mín, hver á sinn hátt. En ég gat hvorki látið undan kröfum hans né Terry, ekki heldur lög- reglunnar — já, ég gat ekki einu sinni sætt mig lengur við kröf- ur mömmu. Það var því bezt að ég hyrfi. 16. Á ^leiðinni til dr. Romans á þriðjudaginn fór ég inn í ferða- skrifstofú Cooks og spurði hvem- ig auðveldast væri að komast frá Torquay og yfir til meginlands- in.s. — Það hiýtur að vera auð- veldast að fara með einhverjum af Atlandshafsskipunum, sem koma við í Plymouth tvisvar í viku og taka farþega til Le Havre og við getum séð um farmiðann fyrir yður áfram til Parísar. Skipin fara frá Ply- mouth um miðjan dag, erunótt- ina á siglingu og koma til Le Havre næsta morgun. — Hvaða daga fara þessi skip fra Plymouth? — Eitt fer á fímmtudag og eitt á laugardag. — Eru aldrei neinar ferðir á föstudögum? — Jú, annan föstudag —þann átjánda.' Þá fer Flandre. Það er eftir tíu daga. Eigum við að panta far með Flandre fyrir yð- ur? — Tja —,:ég tala ekki frönsku, sagði ég. — En ég ætti nú að btarga mér samt. Hann brosti. — Þér bjargið vður áreiðanlega ungfrú — frú. Þér getið bjargað yður á ensku alls staðar í París. En ef þér viljið, þá getúm við fengið einn af starfsmönnum okkar til að taka á móti yður f París. — Nei, mikil ósköp. Ég þurfti þá að útvega franska peninga — og vesgabréf. Hann sagði mér hvert ég ætti að snúa mér til að fá vegabréf, og ég fór beint frá Cook e>g f eitt af þessum fyrirtækjum f Oxford St.reet, þar sem tekin er mynd af manni í flughasti og hún af- greidd eftir nokkra klukkutfma. Ég sagðist ætla að sækja mynd- imar seinna. En að einu leyti var ég í nokkrum vanda — hvar nseði ég f friðdómara eða lög- fræðing eða bankastjóra eða læknd sam vxidi votta að hann hefði þekkt mig í swo og svo mörg ár og vissi að upplýsingar þær sem ég léti í té á viðkom- andi eyðublaði væru réttar? Ég kom tiu mínútum of seint til dr. Eomans; en þegar þang- að kom fékk hann nokkuð fyrir snúð sinn. Ég var reglulega inn- blásin. Ég kom með þau býsn af „hugrenningatengslurrí', að hann hefði getað selt þau- Og meðan ég talaði og talaði hugsaði ég með mér, að ég þyrfti bara hreint ekkert að standa í því að fá neinn til að gefa vottorð í sambandi við vega- bréfið mitt. Ég get sjálf gefið öll tilskilin vottorð. Þekkir kannski nokkur skriftina mína? Og ég hugsaði: Lyklar Marks, lyklamir að prentsmiðjunni og skrifstofunni pg peningaskápn- um, — bá leggur hann frá sér: á borðið í svefnherbergi sínu á hverju kvöldi. Það eru tveir' smekkláslyklar og stór venjuleg- ur lykill og tveir mjög litlir lyklár, eins og þeir sem ganga að ferðatöskum, og gulur mess- inglykill . . . Og ég hugsaði: 1 næstu viku fer ég á veiðar með Mark og Rex og ég verð að útvega sams- konar lykla fyrir þann tíma- Ég fer að heiman á fimmtudags- kvöld og daginn eftir fer ég og heimsæki mömmu — og svo fer ég til Frakklands — Já, þannig hlýtur að vera hægt að koma því fyrir . . . Á eftir fór ég á vegabréfa- skrifstofuna og talaði þar við mann. Hann sagði að ef ég út- fyllti og undirritaði eyðublaðið sem hann fékk mér og sæi um ao fá það staðfest, þá gasti ég fengið vegabréfið mjög fljótlega. Ég fór inn í stóra jámvöru- verzlun í City og fékk að líta' á lykla- Þar var mjög mikið úrval. Það var auðvelt að finna smekkláslyklana, því að þeireru hver öðrum líkir. En ég keypti tvo eða þrjá messinglykla og ég keypti líka nokkra lyklahringi, ■því að ég mundi ekki nákvæm- lega hvemig hringurinn hans Marks var. Ég sagðist ætla að npta lyklana á leiksýningu hjá áhugafólki. Sama kvöldið talaði ég alvar- lega við Mark. Ég bað hann innilega um að bíða með það í eina eða tvær vikur að snúa sér til þessara manna í sam- bandi við endurgreiðslu á pen- ingum. Ég sagði að þetta hefði gerzt svo óværrt og ég yrði að fá tíma til að hugsa málið og fá einhverja sannfæringu um það sjálf, hvað væri rétta leið- in. Ég sagði að hálfur mánuður til eða frá gæti ekki skipt neinu máli- Og ég sagði að á hálfum mámiði gæti ég áreiðanlega safn- að kröftum til að fara með hon- um til þessara manna og ef ég færi sjálf með honum og lýsti því, hve innilega ég harínaði þetta allt saman og . . . Það var ekki auðvelt að telja honum hughvarf, en loks féllst hann þó á að bíða fyrst um sinn. ... En aðalvandamálið var Forio. Ég gat ekki tekið hann með mér, Pg ég var örvílnuð yfir því. Hann var bezti vinur minn og eigin- Tega var hann erni vinur minn. Við skildum hvort annað ’ svo vel. Það var eins og við til- heyrðum hvort öðru. Ég hefði getað fengið hann meðmérhvert á land sem var, næst.um laus- gangandi. Þegar hann nuddaði hausnum upp við mig, þá var harni að segja mér að hamn væri vinur mirm og gerðd engar kröfur til irn'n. Ég gat ekki einu simni selt hann neinum sem ég vissi að myndi reynast honum vel, því að enginn mátti vita, að ég var að fara burt. Bezt væri aðskrifa bréf til Garroös daginn áður en ég færi, láta peninga í bréfið og biðja hann að taka Forio til sín aftúr. Ég gæti auðvitað líka gefið Garrod hesitinn, en mér fannst það óbærileg til- hugsun að FPrio yrði leigður ókunnugu fólki til útreiðar. Þessa viku fór ég oft inn í svefnherbergi Marks meðan hann var að klæða sig til að líta nán- ar á lyklana og’ hringinn. Næsta þriðjudag 'skrópaði ég alveg í tímanum hjá Roman, en fór í iþess stað inn í City og keyþti fleiri lykla- Ég þurfti að útvega lykla og þring sem hann gat horft á á svefnherbergisborð- inu án þess að uppgötva að það voru ekki hans eigin lyklar. Síðan sótti ég vegabréfið mitt. Presturinn í Berknamsted hét Pearson, og enginn á skrifstof- unni efaðist um það, að undrr- skrift hans væri ósvikin. Égfékk farmiðann minn hjá Coo’k' og náði mér í franska peninga- Þetta gerði mig allt hræðilega taugaóstærka. Ég. kveið fyrir því að koma til framancfl landa með vesöl tvö hundruð pund í vas- anum, kvíðandi vegna þess að ég kunni ekki málið og kvið- andi við tilhugsunina um að illa færi fyrir mér þar fyrir handan. Ég velti fyrir mér hvað mamma myndi segja, þegar ég kæmi heim og segði herrrvi að hún hefði lifað af stolnum pen- ingum undánfarin fjögur ár. Jæja, hún var seigari en hún sýndist vei-a — og ég varð að segja henni þetta. Það var betra að hún' fengi að heyra bað af mínurn vörum en frá lögregl- uni. Á mánudag hefði Terry hríngt til mín af skrifstofunni. — Eruð þér uppteknar í dag? — Af hverju sipyrjið þér? — Ég vil gjaman fá að tala við yður. — Hvað er að? — Getum við drukkið te sam- an? Á hlutlausum stað? — Það geturrl við svo sem.. til að mynda í St. Albans. Þar er veitingastofa sem heitir The Lyonesse. — Ágætt. Við skulum hittast þar klukkan fjögur. Þegar ég kom í Lyonesse sat hann og beið eftir mér. Hann var með þennan tmdarlega, illskulefja svip á andlitiivu, sem hann fékk ævinlega þegar hann talaði um Mark- Ég hafði verið hrædd um, að hann ætlaði að rukka mig um peningana sem ég skuldaði honum, en hann nefndi þá ekki einu orði. Þegar hann var búinn að panta teið, sagði hann: — Hvað vitið þér eiginlega mikið um það sem ger- ist hjá Rutland & Co? Eruð það þér sem stancfið á bakvið þetta allt? — Bakvið hvað? — O, ég var bara að hugsa um heimsóknir yðar til rm'n — í spilakvöldin hjá mér. Þær heimsóknir eiga að þykjast vera gegn vilja Marks. En kannski. er það eintómur uppspuni og þér eruð ef til vill aðeins njósn- ari hans í herbúðum mfnum? — Og hvað ætti ég að njósna hjá yður? Og hvemig ætti ég að fara að því? t FÍFA auglýsir I Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- ur seldar með 10% — 50% afslætti. Verzlunin FfFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut). H ! ROBINSO^S ORANGE SQUASH má blanda 7 sinnuni með vai ni SKOTTA — Ég er að hugsa um að fara í hungurverkfaU til að fá hærri vikupeninga. Gætir þú ekki fært mér mat inn um gtaggann í svo sem vikutíma? * Einangrunargler Húseigendui — ByggingameistaKtr. Útvegum tvöfalt einangnmarcfter með mjöff stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskooair breytingar ð ?luggttm. Útvegum, tvöfalt gler f lausafös oe sfá- um um máttökm. Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með baulrevndu gúmmíefni Geríð svo vel og leitið tilboða. SÍMI 511 39. NÝKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxwr. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BfLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJONOSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnums't hjóla-, ijósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Órugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100 Hemiaviðgerðir • Rennun: bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. f Súðarvogi 14 — Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.