Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. nóvember U967 L. ÞJÖÐVtLJXNN — SÍÐA J ! HANDKNATTLEIKUR f SÁRUM Stórtap Fram í Júgóslavíu, og íslenzku stúlkurnar nr. 4 □ Ekki blés byrlega fyrir íslenzkum hand- kríattleiksmönnum, sem léku erlendis um Helg- ina. Framarar biðu mikinn ósigur í Júgóslavíu og íslenzka kvennalandsliðið tapaði ekki ein- ungis Norðurlandameis'taratitlinum, heldur varð að láta sér nsegja 4. saetið í keppninni, sem háð var í Korsör í Danmörku. Fregnir af leik Partízan og Fram í Júgóslavíu eru ekki f jölskrúðugar- t>ó er vitað að Gunnlaaigur Hjálmarsson, sem hafði farið með Válsmönnum tíl Ungverjalands. náði* ekki til keppnisstaðar fyrr en 20 mínútom áður en leikur áttí að hefjast, bg hafði hann þá ferðazt með járnbrautarlest langa vegu. ★ Júgóslavnesku meistanarnir skoruðu fyrstu sjö mörk leiks- ins; þá loks komust Framarar á blað en fyTri hálfleik lauk með sex marka mun, Júgó- slövum í hag, 10-4. Sömu yf- burðir Júgóslava héldust í síð- ari hálfleik, þá skoruðu þeir 14 mörk gegn 5 mörkum Framára, svo að leiknum lauk með miklum yfirburðasigri Parttzan, 24-9. í Norðurlandamótí- kvenna í handknattleik sigruðu norsku stúlkumar nokkuð óvænt, fyr- ir keppni höfðu flestir spáð Dönum sigri. íslenzku stúlk- «mar töpuðu öllum sínum leikjum nema einum, gegn Finnum. Heildarúrslit mótsins urðu þessi: Noregur Danmörk Svíþjóð Island Finnland 8 stig 55-18 mörk 6 - 60-34 — 4 - 40-34 — 2 - 36-49 — 0 - 26-82 — I Reykjavíkurmótið: i\cfK|aviiiui iiioiivt Aðsókn mjög lítil og öll liðin voru langt frá sínu bezta á sunnudag □ Það var mjög greinilegt að hin válegu tíðindi sem 2> *Haukur 2, Birgir 3, Helgi i leikhléi var staðan j bárust frá leik Fram o? Partizan sl. sunnudav hnfftu á- Þorvaldsson 2, Erlingur og Enn komust KR-ingar □ Það var mjög greinilegt að hin válegu tíðindi sem bárust frá leik Fram og Partizan sl. sunnudag höfðu á- hrif baeði á leikmenn og aðsókn að Reykj avíkurmótinu um kvöldið. Áhorfendur voru sárafáir og allir leikir kvöldsins daufir og flest liðin langt frá sínu bezta. Ann- ars bar það helzt til tíðinda, að Valnr, án þriggja sinna þeztu manna, sem enn eru erlendis með knattspyrnuliði félagsins, „þurstuðu“ ÍR með 18:13. Með Valsliðinu lék komungur piltur, Ólafur Jónsson, og vakti verðskuld- aða athygli fyrir góðan leik. Þar er mikið efni á ferð. Þessi leikur var allan tím- ann daufur og leiðinlegur á að horfa. Víkings-liðið, sem hefur sýnt prýðisgóða leiki undanfar- ið, var langt frá sinni beztu getu. Það sést á því, að lengst af var leikuririn jafn og ekki fyrr en á síðustu mínútunum að Víkingur tryggði sér sigur yfir Þrótti sem stendur nær á núlli handknattleikslega séð. Fyrsta markið skoraði Hauk- ur Þorvaldsson fyrir Þrótt, en Jón Hjaltalín jafnaði fyrir Vík- ing. Nær miðjum fyrri hálf- leik var staðan 3:3 og í leik- hléi var jafnt 5:5. Sama sagan hélt áfram í síðari hálfleik, að Þróttur hefur frumkvæðið en Víkingar jafna óðar. 6:6 — 7:6 — 7:7 — 8:7 o.s.frv. Svo var það þegar rúml. 2 mín. voru til leiksloka, að Víkingur jafn- aði 11:11 og þá loks, þótt seint væri, fór að rofa til hjá þeim. Rósmundur skoraði 12. markið og Páll Bjamason það 13. ' Þannig lauk leiknum 13:11 fyr- ir Víking. Hjá Víking bar mest á þeim Rósmundi Jónssyni, sem átti sinn bezta leik í haust, Einari Magnússyni og Jóni Hjaltalín. 'Hjá Þrótti var aðeins einn leikmaður umtalsverður. Það^ er Halldór Bragason. Mörkin skoruðu fyrir Vík- ing, Rósmundur 3, Jón Hj. 4, Einar M. 4, Páll Bjarnason 2. Fyrir Þrótt: Halldór Bragason 2, >Haukur 2, Birgir 3, Helgi Þorvaldsson 2, Erlingur og Halldór Halldórsson 1 mark hvor Armann — KR 14:10 Árménningamir áttu ekki i neinum erfiðleikum með 1. deildar' kandidatana KR í þess- um leik. Mér segir svo hugur að dvöl KR-inga verði ekki löng í 1. deild að þessu sinni, að minnsta kosti verður eitt- hvað mikið að koma til ef svo á að verða. Aftur á móti kæmi það ekki á óvart þó Ármenn- ingar endurheimtu sæti sitt í 1. deild í vor. Það hefur verið svo í öllum leikjum KR í þessu Reykjavíkurmóti að þeir fara vel af stað. en síðan ekki sög- una meir. Þannig var það líka nú. K.R.-ingar komust í byrj- un í 3:1, Ármenningar jafna svo 4:4, ,en KR kopist í 6:4 en i leikhléi var staðan jöfn, 6:6. Enn komust KR-ingar yfir 7:6 og var það í síðasta sinn sem þeim tókst það. Ármenningar tóku forustuna 8:7 og .stuttu síðar var staðan 10:8 þeim í vil. Leiknum lauk svo 14—10 fyrir Ármann. Beztu menn Ármanns voru þeir Ástþór og Árni Samúels- son. Olfert og Hreinn áttu báð* ir góðan leik. Annars eru þess- ir fjórir menn máttarstoðir liðsins. Hjá KR þar mest á Karli Jóhannssyni og Hilmari Björnssyni. Mörkin skoruðu fyrir Ármann: Ástbór 6, Ámi 2, Guðmundur 3, Vilberg 2 og Hreinn 1. Fyrir KR: Hilmar 5, Gísli Bl. 2. Karl. Árni og Hall- dór Björnsson 1 mark hver. Valur — ÍR 18:13 Valsliðið kom mest á óvart þetta kvöld með því að sigra Framhald á 2. síðu. Yfirsjúkrajijálfari Staða yfirsjúkraþjálfara við Landspítalann er laus til umsóknar. Laun samkvæmt úrskurði Kjara- dóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu ríkis- spítalanna. Klapparstíg 29 fyrir 30. nóvember n.k. Reykjavík. 17. nóvemþer 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Æfingar KR í frjálsíþróttum Æfingar KR fram Fr j álsíþróttadeildar til áramóta, verða Aðalfundur T.B.R. Áður' auglýstur aðalfundur Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur, verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukk- an 8.30. — Venjuleg aðalfundarstörf. Sýnd verður ný dönsk kennslukvdkmynd í bad- minton. Stjórnin. sem hér , segiri: ÍÞRÓTTAHÚS HASKÓLANS: Mánudagar kl. 8-9: Stúlkur. Þjálfari Halldóra Helgadóttir. Mánudagar og föstudagar klukkan 9-10: Karlar — lyftingar. Þjálfari Valbjörn Þorláksson. KR-HEIMILIÐ: Þriðjudagar kl. 5,15-6,05: Karlar ■— stangarstökk og ýmsar tækniæfingar. Þjálf- ari Valbjöm Þorláksson. Miðvikudagar kl. 6,55-8,10: Byrjendur — stangarstökk og ýmsar tækniæfingar. Þjálfarar: Halldóra Helga- dóttir og Valbjöm Þorláks- son. Laugardagar kl. 1,40-3,00: * . Byrjendur — þrekæfingar pilta. Þjálfari Einar Gislason. ÍÞRÓTTAH ÖLLIN t LAtJG- ARDAL: Laugardagar kl. 3,50-5,30c Fullorðnir — ýmsar tækniæf- v ingar og hlaup. Þjálfari Val- björn Þorláksson. ★ Stjórn Frjálsíþróttadeildar KR vill hvetja alla þá, sem æft hafa hjá deildinni að und- anförnu. til að mæta vel og taka með sér nýja félaga. (Frá Frjálsíþróttadeild KR). Íþróttahátíð Menntaskólans í Reykjavík er í kvöld kl. 8 1 kvöld, þriðjudag, efnir í- þróttafélag Menntaskólans I Reykjavík til hinnar árlegu í- þróttahátíðar sinnar að Háloga- landi. Hefst hátíðin kl. 8. Eftir að íþróttaliátíðin hefur verið sett hefst keppni í handknattleik milli stúlkna úr MR og Kennaraskóla Islands. síðan keppa piltar úr MR og Menntaskólanum við Hamra- hlíð í knattspymu og þvínæst keppa piltar við stúlkur í sömu íþrótt. Þá fer fram handknatt- leikskeppni milli pilta úr MR og Verzlunarskóla íslands, nemendur úr máladeild og stærðfræðideild keppa í poka- hlaupi og nemendur MR keppa við nemendur úr Menntaskól- anum á Akureyri í körfuknatt- leik. Rúsínan i pylsuendanum er svo keppni nemenda og kenn- ara í handknattleik og má bú- ast við tvísýnum og jöfnum leik; á síðustu hátíð varð jafn- tefli, 11:11, eftir framlengdan leiktíma. Gera’ má ráð fyrir góðum leikjum, þar sem MR keppir við aðra skóla; lið MR hafa að þessu sinni á að skipa lands- liðsmönnum í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Vafalaust vekur pokahlaupið kátínu, svo og knattspyrnu- kappleikur pilta og stúlkna, en stúlkumar skoruðu á piltana til þessa leiks. Norfolk Vegna tilmæla frá ýmsum viðskiptavinum, munu skip vor, eftir 1. desember 1967, ferma vörur í Norfolk, Virginia, auk þess að ferma í New York. Er gert ráð fyrir, að framvegis verði farið hálfs- mánaðarlega frá hvorri þessara hafna, og mun hvert skip þá ferma fyrst í Norfolk og síðan í New York. Vér væntum þess, að vöruinnflytjendur muni sjá sér hag í að notfæra sér þessa auknu þjónustu Eimskipafélagsins, þar sem vitað er, að flutnings- kostnaður 'innan Bandaríkjanna er í mörgum til- fellum lægri til Norfolk heldur en til New York. Þegar svo er, gæti fob-verð vörunnar væníanlega lækkað við það, að henni verði útskipað í Norfolk í stað New York. Bókanir á vörum, hvort sem um útskipun í Norfolk eða New York er að ræða, annast aðalumboðsmenn vórir f New York: — Messrs. A. L. Burbank & Co., Ltd., 120 Wall Street. NEW YORK, 10005, N.Y., og er nauðsynlegt að þess sé jafnan greinilega getið, um leið og bókun er gerð, frá hvórri höfn- inni, Norfolk eða New York. vörurnar óskast fluttar. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Vatteraðir nylonjakkar hettuúlpur, peysur og terylenebuxur — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. Ný skóverzlun í nýtískulegu húsnœði (Við hliðina á Stjömubíói) Gerið svo vel og lítið á það nýjasta í skófatnaði. Glæsilegt úrval af kven-, karlmanna- og barnaskófatnaði. SKÖVERZLUN /4nd/iásscncvi VHHHHRBranHHRðtauMBflBBHHSUflSOHflHHnBnBflBHHHHnHHnBr Laugavegi 17 — LAUGAVEGI 96 — Framnesvegi 7. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.