Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 4
4 SlHA — ÞJöÐVmjINN — ÞriðjnKlagur 21. nóvember 1967. s OtgefandJ: Samemingarflofckur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (át>.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Eriðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 Unur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuöi. — Lausasöluverð krónur 7.00. Gengislækkun JJrezka ríkisstjórnin hefur skrifað nýjan kafla í hina ömurlegu hrakfallasögu sína með því að fella gengi sterlingspundsins, eftir að búið var um langt skeið að leggja á landsmenn þungar byrðar með þekn röksemdum að umfram allt þyrfti að tryggja gengi pundsins. Þessi ákvörðun raskar að sjálfsögðu högum þeirra þjóða sem h.afa haft mikil viðskipti við Bretland, þar á meðal okkar íslendinga. Svo er að sjá sem ríkisstjóm íslands sé staðráðin í því að fella gengi krónunnar a.m.k. sem svarar gengisfellingu sterlingspundsin^, og vitað er að sérfræðingar stjómarinnar eru ‘raunar að reikna út áhrifin af enn stórfelldari gengis- lækkun við þessar nýju aðstæður. í þessu sam- bandi er vert að minna á að það er að sjálfsögðu ekkert náttúrulögmál að gengi krónunnar þurfi sjálfkrafa að elta gengi sterlingspundsins. Margar þjóðir sem hafa mikil viðskipti við Breta hafa á- kveðið að framkvæma ekki gengisfellingu, þeirra á meðal Norðmenn sem hafa þó jafnan verið í mjög nánuim tengslum við sterlingssvæðið. Ástæð- an tií þess að íslenzk stjórnarvöld munu ekki telja um neitt val að ræða er sú að gengi íslenzku krón- unnar var ákaflega Valt:fyrir, óðavérðbólgan hef- ur jafnt og þétt grafið undan genginu á undan- fömum ámm. Hagstjómin á íslandi er þannig að við eltum allar gengislækkanir í helztu við- skiptalöndum okkar og framkvæmum svo einka- gengisfellingar á milli. Áhrif gengisfellingar yrðu að sjálfsögðu víðtæk hér á landi, enda þótt aðeins yrði fylgt fordæmi Breta.. Rú.mlega tveir þriðju af viðskiptum okkar eru við lönd sem ekki lækka gengið að þessu sinni, og sá hluti viðskiptanna breytist á sama hátt og um almenna gengisfellingu væri að ræða. Útflutn- ingsvömr til þeirra landa skila hærra verði í krónutölu, innflutningur frá þeim löndum hækk- ar í verði sem gengisfellingunni nemur, verðbólga magnast á nýjan leik innan lands og sú röskun færir verðbólgubröskurunum ný tækifæri. í sam- bandi við slíka ráðstöfun skiptir að sjálfsögðu meg- inmáli hvaða hliðarráðstafanir eru framkvæmd- ar til þess að tryggja óskertan kaupmátt launa og bæta stöðu útflutningsatvinnuveganna. Heildar- stefna ríkisstjórnarinnar er enn sem fyrr í brenni- deplinum. yerði gengið lækkað er trúlegt að efnahagsmála- frumvarp ríkisstjómarinnar gufi upp; þær ráð- stafanir sem þar er gert ráð fyrir myndu ekki lengur vera í snertingu við vemleikann. Gengis- lækkun imyndi til dæmis auka tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum til mikilla muna svo að tekju- þörf ríkisbáknsins yrði trúlega fullnægt. Hins veg- ar er það nú enn brýnna en áður að verklýðs'félög- in séu viðbúin því að beita mætti samtaka sinna til þes'S að tryggja hagsmuni launafólks. Áhrif gengislækkunar á lífskjörin geta orðið ennþá stór- felldari en afleiðimgamar af efnahagsmálatillög- um ríkisstjórnarinnar. — m. Fiskveiðar, verðlag og nýting Alþýðubandalagsmenn flytja nú frumvarp á Alþingi , um smíði 6 skuttogara af mismun- andi stærðum, sem síðan yrðu seldir togaraútgerðum og ein- stakllingum til fiskveiða. Allir sem eitthvert skyn bera á þessi mál, vita að endumýjun tog- araflotans hefur dregizt alltof lengi til stórskaða fyrir þjóð- arheildina. £>á vil ég telja það tilnokk- urra tíðinda, að formaðurBæj- arútgerðar Reykjavíkur og einn helzti trúnaðarmaður Sjálf- stæðisflokksins í útgerðarmál- um, Sveinn Benediktsson, lét þau orð falla á fundi í stjóm- málafélaginu Verði, samkvæmt frásögn Morgunblaðsins, að end- umýjun togaraflotans væri að- kallandi. Um framlag Reykja- víkurborgar til Bæjarútgerðar Reykjavíkur sagði Sveinnþetta: „Framlag og lán Framkvæmda- sjóðs Reykjavíkurborgar* tíi Bæjarútgerðarinnar hafði um s.l. áramót frá upphafi num- ið samtals kr. 88,7 miljónum króna, apk vaxta af framlag- inu 23,4 miljónum króna. Tel ég þessu fé hafa verið vel varið til þess að skapa atvinnu í borginni, og að það sé ekki tapað fé.“ Undir þessi orð Sveins Benediktssonar viil ég taka. Með íslenzkri togaraút- gerð hefst raunverulega saga Reykjavíkur sem borgar. £>ar til var Reykjavik aðeins fá- tækur fiskibær og verzlunar- staður en ekkert meira. Tog- araútgerðin lagði grundvöllinn að Reykjavík sem borg. Á tog- araútgerð. eru líka grundvölluð þau hraðfrystihús sem hérhafa risið. Á meðan togaraútgerðin hélt velli, þá blómguðust þessi fyrirtæki. En með hinni hrað- stígu hnignun togaraútgerðar- innar á síðasta . áratug hnignar líka þessum fyrirtækjum. öðru- vísi gat það ekki farið. Ég er búinn að hamra á því hér í þessum þáttum s.l. sjö ár, að stór, iðnvædd fiskiðiu- ver væri ekki hægt að reka með góðum árangri þegar til lengdar .léti, öðruvísi en láta togara tryggja nægjanlegt að- streymi af hráefni á þeim tim- um árs þegar erfiðast er að afla þess með útgerð minni skipa og báta. Uetta er ekki nein ný kenning, uppfundin af mér, heldur sameiginlegt álit allra útgerðarsérfraéðinga sem hafa krufið þetta mál tíl mergjar. Pessa kenningu höfðu forráðamenn stórfyrirtækisins Findus í Hammerfest tileinkað sér strax í upphafi, þegar fyr- irtækinu var hleypt af stokk- unum, og hafa æ síðan tryggt iðjuverinu hráefni mestanhluta eða allt árið með útgerð tog- ara. Nú er mikið af okkar tog- araútgerð á fallanda fæti, og verði hún ekki endurnýjuð án tafar, þá er mjog hætt við, að ýmsum þyki þröngt fyrir dyr- um, faltli hún í valinn, því að þá mun hraðfrystiihúsunum hætt, hvað svo sem líður verði frosinna fiskafurða á heims- markaði. 6g hef margoft áður bent á það hér í þáttunum hve að- kallandi sé orðið að skipta miðunum hér við suðvestur- landið í veiðisvæði á vetrar- vertíð milli veiðiaðferða. Og það er mitt álit, að þar beri einnig togaraútgerðinni veiði- svæði fram yfir það sem hún hefur nú, á ytri helmingi fisk- veiðilögsögunnar. Með slíkri ráðstöfun ynnist tvennt sem hvorttveggja er mjög mikil- vægt: I fyrsta lagi yrðí rofin sú samfeHda netagirðing sem mesta bölvun hefur gert á okkar vertíðarmíðum s.l. tutt- ugu ár. 1 öðru ilagi mundi hag- ur togaraútgerðar batna, en undir því er nú margt kornið, að svo verði, ekki sfzt hagur fiskiðnaðarins á Islandi. Hver þarf að vera grund- völlur útgerðar og fisklðnaðar? Hvað eina lýtur sínum lög- málum og þessi lögmál verður að virða, ef allt .á að geta gengið stórslysalaust. Útgerð. og fiskiðnaður þurfa á hverj- um tíma ekki aðeins að fá borið uppi rekstrarkostnað sinn, heldur er líka naúðsynlegt að rekstrargrundvöllurinn séþann- ig lagður af þjóðfólaginu að endurnýjun sé tryggð, svo ekki verði hnignun í atvinnurekstr- inum. Sé þetta gjört, þá eiga jafnan að haldast f^ hendur tækflilegar framfarir og aúkin velmegun. Þar sem fiskútgerð og fisk- iðnaður eru svo til einu at- vinnuvegirnir sem verða í dag að standa undir öllum okkar margvislega innflutningi, á- samt bókmenningu og tækni- legum framförum á öllum sviðum, þá er það höfuðnauð- syn að svo vel og tryggilega sé gengið frá rekstrarskilyrðum að fjármagn sem til verður gegnum vinnu heila og handar ledti jafnan til' þessara at- vinnuvega, frekar heldur en eitthvað annað, þar sem þjóð- inni er minni þörf .á. ,Og verð- ur það að vera mælikvarði á hvort vel eða illa er stjórn- að fyrir þjóðarheildina, hvern- ig þetta tekst. Ef við lítum yfir farinn veg, þá kemur ótvírætt í Ijós, að" stjórn' 'efnahagsmála okkár heíur oft verið ærið brókkgeng og langt frá þvi sð hún hafi lagt þjóðfélagsgrund- völlinn þannig, eins og talið er æskidegt hér að' framan. í>essi síendurteknu mistök op- inberra stjómenda á íslandi eru alltaf að skapa ný og flöknari'vandamál, þar sem eitt rekur sig á annars horn. Nú í dag stöndum við hinir óbreyttu kjósendur frammi fyrir því, að atvinnuvegir okkar eru komn- ir að njðurfalli. Fiskútgerð okkar hefur ekki rekstrar- grundvöll nema í metaflaárum, og dugir þó ekki til, nema saman fari sí-hækkandi verð- lag fiskafurða á heimsmarkaði. Fiskiðnaður okkar er í svelti með hráefni til að vinna úr, og getur því ekki gengið óstudd- ur, þó að hann hafi ummargra ára skeið búýð við verðlægsta hráefni á norðurhelmingi jarðar, utan Grænllands. Þetta er ekki falleg lýsing en sönn. Annar ri'slenzkur iðnaður rið- ar til falls, þar sem velgengni hans er óhjákvæmilega háð velgengni fiskútgerðar og fisk- iðnaðar. • HeimatiTbúin íslenzk kreppa þjakar allt atvinnulíf. Stjóm- endur þjóðarskútunnar kalla á hjálp almennings, þegar verð- bólgan er við það að siglaöllu í kaf. En þrátt fyrir þessar ' staðreyndir, þá dettur ekki stjórendunum í hug að draga úr opinberri eyðslu, lækka seglin og tileinka sér spamað í opinberum rekstri. Nei, baö verður ekkert af því. Það er bara almenningur sem á að spara, og þeir mest sem minnst hafa að kaupa fyrir. Þetta er gamla sagan um að gerahærri kröfur til samborgaranna held- ur en til sjálfs sfn. Fi-ystihúsin segjast vera komin í þrot. Eins og ég sagði hér að fram- an, þá hefur íslenzkur fisk- iðnaður búið við miklu lægra hráefnisverð heldur en enlend- ir keppmautar obkar á mörk- / uöunum; að því leyti hefði ís- lenzkur fiskiðnaður átt að standa bezt að vígi, hefði allt verið með felldu á öðrum svið- um, en svo ei sannarlega ekki. Ég hef hér áður í þessum þátt- um, bent á ýmis úrræði sem öll miða að því að okkar fisk- iðnaður komist yfir þá örðug- leika sem hann nú býr við. Ég vil segja að þar sé hrá- efnisvöntun hraðfrystihúsanna eitt stærsta atriðið, og sem mestu veldur hvort rekstrar- grundvöllur er fyi'ir hendi eða ekki. Hér hefur ekkert verið gert til úrbóta og hafa þes^ar staðreyndir þó varla farið fram hjá neinum. Þá er mikið af þvi fiskhrá- efni sem hér berst á iland, sét- staklega þó á vetrarvertíð< mjög gallað. Að nokkrum hluta stafa þessir gallar ' af veiðiaðferð, svo sem þegar þorskanet eru notuð úr hófi fram án fyrir- hyggju,- En ég vil þó halda því fram, að þessa galla mætti minnka mikið með skynsam- legri vinnubrögðum. En til þess er ekki gjörð minnsta tilraun. Sama er að segja um aðra galila á hráefninu, sem verða til frá því fiskurinn veiðistog þar til hann er kominn í vinnsluna. En á þessari leið verður oft mikil verðmætis- rýrnun á okkar vinnslufiski, bæði um borð í veiðiskipunum og eins eftir að komið er með aflann ,að landi. Mikið stefar þetta af beinni vankunnáttu. enda er ekkert gert til að fræða menn á þessu sviði. Hér fara mikil verðmæti for- görðum árlega sökum lélegrar nýtingar af þessum sökum í frystihúsunum. Og af sömu á- stæðu lendir mikið af saltfiski og skreið í verðlágum gæða- filokkum. Hér á að byrja á um- bótunum ' þegar undirbyggður er starfsgrundvöllur fiskiðnaö- arins, sé það ekki g$rt þáduga skammt verðlagsuppbætur úr rikissjóði eða aðrar slíkar að- gerðir, þvi að þær eru dæmd- ar til að renna ut í sandinn, sé sjálf undirstaðan vanrækt, sem er í þessu tilfelli nægjan- legt vinnsluhráefni sem hlýtur góða meðferð allt frá því að fiskurinn kemur um borð í veiðiskip og þar til hann er kominn á vinnuborð vinnslu- stöðvar. Á allri þessari leið er mik- iUa umbóta þörf, ef eitthvað verður aðhafzt. En það sorg- lega í þessu máli er, að menn sem standa á oddinum í sjálf- um fiskiðnaðinum virðast ekki ennþá skilja þetta allir, því að ef svo hefði verið þá hefði ekki Sölumiðstöð hraðfrystíhúsanna lagt margar miljónir í um- búðaverksmiðju, þegar hægt var að fá umbúðir á hóflegu verði hjá starfandi umb ’ða- verksmiðju, þar sem Kassagerð Reykjavíkur er. 1 þess stað, var áreiðanlegá meira aðkall- andi að breyta hráefnisgeymsl- um hjá hraðfrystihúsum Sölu- miðstöðvarinnar f það horf, sem nútfma þekking í geymslu á fiski ræður yfir. Því að ein- mitt á því sviði er óneitanlega veikur hlekkur í rekstri fs- lenzkra hnaðfrystihúsa, sem ekki hafa ennþá getað tileink- að sér það bezta sem nútíma- þekking ræður yfir á þessi sviði, sem eru lokaðar loftkældar og loft.ræstar hráefnisgeymslur þar sem fiskurinn bfður vinnslunn- ar ísaður í- kössum úr plasti eða málmi. Eða þá að hann er geymdur f niðurkældu saltvatni Framhald á 9. síðu. / i V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.