Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 3
I Þriðjudagur 21. nóvember 1967 — ÞJÖÐVIUTNN — SlÐA J LÆKKUNIN A GENGI PUNDSIN Gengi pundsins lækkað um 14,3 prósent — Danmörk, Spánn, Írland, ísrael og nokkur önnur ríki hafa einnig lækkað gengi myn^a sinna □ Tilkynnt var í London á laugardagskvöldið að gengi sterlingspundsins hefði verið fellt um 14,3%, og myndi það framvegis samsvara 2,40 doll- urum í stað 2,80 áður. Jafnframt voru boðaðar ýmsar aðgerðir í því skyni að auka útflutning Breta og bæta greiðslujöfnuð þeirra. Fréttin um gengisfellinguna kom ,eftir að orðrómur hafði gengið dögum saman um að hún stæðí til og gengi pundsins verið mjög valt. í gærkvöld höfðu ein tíu ríki farið að dæmi Bretlands og fellt gengi gjaldmiðla sinna. Danir urðu einna fyrstir til þess, en felldu þó gengi krónunnar aðeins um 7,9 prós- ent. | Evrópu höfðu í gærkvöld auk Danmerkur aðeins írland og Spánn fellt gengið, en nokkur • lönd utam Evrópu. Portúgalar og íslendingar höfðu enn ekki tekið ákvörðun. Engin af helztu ydðskipta- þjóðum heims hefur farið að daemi Breta. Helzta landið ut- an Evrópu sem hefur fellt geng- ið er ísrael, hin löndin eru flest brezkar hálfnýlendur, eins og Malta, Bermúda, Guyana, Malavi og Fijieyjar. Gengi ástr- alska dollarans verður ekki laskkað, en Ný-Sjálendingar hafa ekki tekið ákvörðun, heldur ekki Pakistan, Kýpur og ýms Afríkuríki. Indverjar munu ekki fella gengið, heldur ekki Suður- Afríka og Ródesía. EBE-ríkin ákváðu öll að halda gengi gjald- miðla sinna föstu, og sama máli gegndi um bandamenn Breta í EFTA, fyrir utan Dani og e.t.v. Portúgala. Ekki óvænt með öllu Gengisfelling sterlingspundsins kom ekki með öllu á óvar t,: enda þótt allar fregnir af því að hún stæði fyrir dyrum væru bornar til baka í London alveg fram á síðustu stundu. Orðróm- tir um að hún væri í aðsigi hafði komið upp um miðja vik- una og magnaðist um allan helming á laugardaginn, þegar sendiherra Breta í París gekk á fund Debré íj' mélaráðherra. Sumstaðar, eins og t.d. í Hel- sinki, fóru engin gjaldeyrisvið- skipti fram á laugardag vegna óvissunnar um' stöðu pundsins. Tilkynningin um gengisfell- inguna kom á níunda tímanum á laugardagskvöld, en hún hafði verið tekin á ráðuneytisfundi i London á fimmtudaginn. Callag- han fjármálaráðherra hafði þá lagt til að gengið yrði fellt og ráðuneytið samþykkti þá til- lögu hans einróma. Áður hafði fengizt samþykki helztu banda- manna Breta við gengisfelling- una og jafnframt höfðu Bretum borizt loforð um stórfelldar lánveitingar (samtals að fjár- hæð um 3 miljarðar dollara) til ^ð hindra frekari spákaup- | mennsku á hinum alþjóðlega gjaldeyrismarkaði. Greinargcrð Wilsons Á sunnudagskvöld flutti Har- old Wilson försætisráðherra ræðu í sjónvarp og útvarp þar sem hann gerði grein fyrir þeim ástæðum sem lágu til ákvörðun- arinnar um , getjgisfellinguna. Wilson sagði að gengið hefði verið fellt til þess að losa Breta úr þeirri spennitreyju sem slöð- ug óvissa um gengi sterlings- pundsins hefði verið þeim. Nú gætu þeir loks einbeitt sér að því að koma efnahagi sínum í ákaplegt hórf. Þeim myndi nú gefast einstakt tækifæri til þess að koma lagi á greiðslujöfnuð- inn með ^tórauknum útflutn- ingi. Það færi ekki hj^ því að gengislækkunin hefði í för með sér hækkanir á vöruverði, en ríkisstjórnin myndi sjá til þess að þeir bæru þyngstar byrðar sem breiðust hefðu bökin. Ef verðhækkanirnar leiddu hinsveg- ar af sér óeðlilegar kauphækk- anir myndi allt hafa verið unn- ið fyrir gýg, og Bretar vera engu betur settir eftir en áður. Hann rakti einnig þær ráð- stafanir sem ríkisstjómin hyggst gera í kjölfar gengisfellingar- innar. Ráðgert er að draga úr vígbúnaðarútgjöldum um 100 miljónir sterlingspunda, aðrar 100 miljónir til útflutningsupp- bóta verða felldar niður, fjár- festing ríkisfyrirtækja og opin- berar framkvæmdir verða minnk- aðar um 200 miljónir punda. Þá hafa forvextir Englandsbanka enn verið hækkaðir, nú upp í 8 prósent og hafa ekki komizt svo hátt síðati 1914. Harold Wilson Nú hefði hann brotið gegn trúnaði þingsins og þvi bæri honum að segja af sér. Callag- han sagði að sér bæri þvert á móti skylda til þess að gegna embættinu áfram, sjá um fram- kvæmd þeirrar gengislækkunar sem hann hefði sjálfur átt tillög- una að. Við því hafði verið búizt að þingmenn úr vinstri armi flokks- ins myndu gagnrýna gengislækk- unina, en það fór á aðra leið. Hver þingmaður flokksins af öðr- um, úr öllum örmum hans, lýsti eindregnum stuðningi við ríkis- i stjómina. Gagnrýni mun þó hafa Skýrsla Callaghans , komið fram á lokuðum fundi 80 Callaghan fjármálaráðherra ‘ Þingmanna flokksins sem haldinn gerði brezka þinginu í dag, ' var að fn'mkvJGðl ^frinanna ur mánudag, grein fyrir gengis- : kolanamuheruðunum. fellingunni og mælti mjög á ' Umræður um gengislækkunma sömu leið og Wilson. Callaghan ^fjast i brezka hmgmu á morg- sagði að fyrirsjáanlegur hefði !un' %,ðludag' og standa *** 1 verið algerlega óviðunandi halli vo aHa' á greiðslujöfnuðinum næsta ár, ef ekkert hefði verið að gert. Neýzlan mýndi á næsta ári hafa aukizt um 3 prósent, með geng- islækkuninni og hliðarráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar myndi nú útflutningurinn aukast sem því svaraði. Ian Macleod, talsmaður Ihalds- flokksins í fjármálum, gerði harða hríð að Callaghan og þingmenn stjórnarandstöðunnar hrópuðu til hans að hann ætti að segja af sér. Macleod minnti Callaghan á að ekki væru liðn- ir nema nokkrir mánuðir síðan hann lýsti því yfir að gengið yrði ekki fellt, því að gengis- felling myndi vera trúnaðarbrot. Gengislækkun Dana Strax eftir að tilkynnt hafði verið á laugardaginn að gengi sterlingspundsins hefði verið fellt ákvað danska stjómin að fella gengi dönsku krónunnar, þó aðeins um 7,9 prósent, þann- ig að 18 d- kr. verða í pundinu, en 7,50 í dollaranum. Ekki er algert samkomulag um gengis- fellinguna í Danmörku, en hins vegar þingmeirihluti fyrir henni. SF og Radikalir hafa lýst fylgi við hana, auk sósíaldemókrata, Vinstri flokkurinn mun hafa vilj- að að krónan yrði felld a.m.k. jafnmikið og pundið. Hægri I Englandslbanka. Verð á hluta- flokkurinn er tvístigandi, en bréfum í Tokio er nú lægra en kommúnistar einir á móti. I nokkru sinni sfðan 1945. Auðveldar Bretlandi ekki að komast í CBE □ Hafi brezka stjórnin gert sér vonir um að geng- islækkun sterlingspundsins myndi greiða henni götuna inn í Efnahagsbandalag Evr- ópu, mun hún hafa komizt á aðra skoðun eftir að frétt- ir bárust af ráðherrafundi Efnahagsbandalagsins, í Brus- sel í dag, mánudag. Brandt, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýzkalands, lagði til á íund- inum að þegar í stað yrðu hafn- ar viðræður milli íramkvæmda- nefndar bandalagsins og Breta og yrði að þeim loknum samin skýrsla um hvaða áhrif gengis- lækkun slerlingspúndsins myndi hafa á umsókn Breta. Jean Rey framkvæmdastjóri lagði til að þessar viðræður yrðu undanfari viðræðna um sjálfa aðildina. Couve de Murville, utanríkisráð- herra Frakka, lagðist gegn þessu og niðurstaðan varð sú að sam- komulag varð aðeins" um að framkvæmdanefndin semdi með hliðsjón af gengislækkuninni viðauka við þá skýrslu sem hún hefur þegar tekið saman um að- ild Breta. Fréttamanni brezka útvarpsins sagðist svo frá fundinum: Þessi viðaukaskýrsla verður lögð munnlega fyrir ráðherra- nefndina 11. desember, en síð- an rædd í einstökum atriðum þegar utanríkisráðherrarnir koma saman 18. eða 19. des- emöer og þá verður ákveðið hvernig skuli fjallað um brezku umsóknina. Það getur því vel verið að endanleg ákvörðun um hvort viðræður skuli hafnar við Breta eða ekki verði tekin fyr- ir jól, en þetta var eina jákvæða niðurstaðan af íundi utanrikis- ráðherra Efnahagsbandalagsins s«n lauk í dag í Brussel þrem- ur klukkustundum fyrr en ráð hafði verið fyrir gert. Harmel, utanríkisráðherra j Belgíu, æddi út úr fundarsaln- j um og sagði: Við verðum að komast að niðurstöðu. Ég mun ekki sitja út annan fund eins og þennan. Luns, utanríkisráð- herra Hollands, kvaðst ekki vita hvernig Frökkum liði, en engum hinna liði vel. Þessi ummæli áttu kannski við það mikilvæg- asta sem gerðist á fundi utan- ríkisráðherranna í dag. Lfkur á kreppu innan banda- lagsins eru nú meiri en þær voru áður. Bilið milli Frakka og bandamanna þeirra fimm hefur breikkað verulega. I umræðun- um í morgun hafði Couve de Mifrville í fyrsta sinn, svo vit- að sé, gefið í skyn að ríkin fimm hefðu svarizt saman gegn Frökk- um. Þessu var harðneitað, en mönnum er það mjög í huga að slíku hefur verið haldið fram. Ástæðan fyrir hinum aukna á- greimngi er sú að Frakkar neita Framhiald é 2. sfðu. Þegar brezki Verkamanha- flokkurinn tók við stjóm á þjóðarbúi Breta haustið 1964 vofði gjaldþrot yfir því. Hallinn á viðskiptajöfnuðinum við útlönd varð það ár um 800 miljónir . sterlingspunda og fyrirsjáanilegt var að Bretar myndu ekki geta staðið við skuldbindingar sinar, ef sér- stakar ráðstafanir yrðu ekki gerðar til að draga úr gjald- eyriseyðslunni eða til að auka gjaldeyristekjuriiar, nema þá hvort tveggja væri. Wilson hafði varla tekið við stjórn- artaumunum, þegar pundið féll í verði á hinum alþjóð- lega gjaldeyrismarkaði og gengi þess var aðeins bjargað* með stórfelldum stuðnings- kaupum Englandsbanka sem leitaði aðstoðar hjá Banda- ríkjastjóm og hjá seðlabönk- um meginHandsitts og fékk hana. Þessi aðstoð var ekki veitt án skilyrða, beinna eða óbeinna. Heimafyrir urðu Bretar að hlíta fyrirmælum „dverganna í Ziirich“, eins og Brown þáverandi efna- Norðmenn, Svíar og Finnar á- ! kváðu strax að fylgja ekki pund- • inu eftir. Finnar hafa nýlega lækkað sitt gengi, en Nbrðmenn j ákváðu að halda gengi sínu • föstu þrátt fyrir ýms vandkvæði. • Norski kaupskipaflotinn mun ■ verða fyrir miklum skakkaföllum ■ vegna gengisfellingar pundsins ■ og eru þau talin nema 800— j 1000 miljónum n. kr. Hins vegar j hefur flotinn hagnazt mjög að • undanföhnu vegna hækkaðra ■ flutningataxta og getur því borið j tapið. ■ ■ ■ Verkfall á kauphöllum Kauphöllin í London var lokuð ■ í dag, mánudag, bankar líka, og j var svo reyndar víðar- Mikið j framboð var á verðbréfum þegar ■ kauphöllin í New York bpnaði f ■ morgury og féll Dow Jones-vísi- : talan um 16 stig. Verðfallið nam : samtals 8 miljörðum dollara þeg- ! ar það var mest, en bréfin j hækkuðu aftur í verði og var j Dow Jones 7 stigum lægri við ; lokun en opnun. I Bandarikjun- j um hafá forvextir verið þækkað- j ir um t/, prósent, en um eitt f ; Kanada. Á kauphöllinni f París var : sérstaklega mikil eftirspum eftir j hlutabréfum í gullnámufélögum, ! svo mikil að viðskipti með þau ■ voru stöðvuð fyrst um sinn til : að hindra spákaupmennsku. Mikið verðfall varð á kauo- ! höllinni í Tokio og er það sett ! f samband við gengisfellingu . pundsins og hækkun forvaxta ; algerlega óviðunandi greiðslu- hailli á næsta ári. Síðustu vik- umar hefur gengi pundsins verið valt; með stuðnings- kaupúm hafði Englandsbanka tekizt að halda því rétt í því lágmarki sem það mátti ekki fara niður úr án þess að geng- ið yrði formlega fellt. Enn fór brezka stjórnin á stúfana með betlistafinn, en það mátti skilja á ræðu Wilsons í fyrra- kvöld að skilyrði þau sem sett voru' fyrir lánveitingu hefðu verið með öllu ’óaðgengileg. Telja má víst að þau skiilyrði hafi komið frá París, þar sem franska stjórnin var , kvödd saman á sérstakan ráðuneytisfund. Það hefur verið upplýst að þegar á fimmtudag hafi brezka stjórn- in tekið einróma þá ákvörð- un að fella gengi pundsins. Henni hefur þá verið orðið ljóst að enda þótt takast mvndi með neyðarúrræðum að bjarga gengi þess að sinni, myndi ekki líða á löngu, eins og í pottinn var búið, að sama vanda myndi bera að hönd- Óvissan ríkir enn hagsmálaráðherra kallaði hina erlendu seðlabankastjóra, og í utanríkismálum urðu Bretar algerir taglhnýtingar Banda- ríkjanna. Brezka stjómin skuldbatt sig til að viðhalda gengi sterlingspundsins hvað sem það kostaði og til þess fór hún sömu leið og ríkis- stjórnir íhaldsins sem áttu sök á viðskiilnaðinum 1964. Með vaxtahækkunum, tak- mörkun lána. og minnkuðum opinberum framkvæmdum skyldi dregið úr neyzlunni og þar með eftirspurn eftir er- lendum varningi, jafnframt þvi sem framleiðendur yrðu neyddir til að leita markaða enlendis fyrir vörur sínar. Út- flutningurinn skyldi einnig aukinn með uppbótum og öðr- um ráðstöfunum. Enda þótt þessar ráðstafanir bænu nokkum árangur og svo virtist sem greiðslujöfnuð- urinn kynni að verða hag- stæðari áður en langt liði, óx ekki traustið á sterlingspund- inu. 1 júní í fyrra var aftur komið svo að ekki var annað sjmna en að óhjákvæmilegt yrði að lækka gengi þess. Enn var hlaupið undjr bagga með Bretum og jafnframt skuld- batt brezka stjómin sig til að herða enn þær „verðhjöðnun- arráðstafanir“ sem þegar höfðu leitt til stórversnandi afkomu almennings í Bret- landi. Atvinnuleysi hafði far- ið sívaxandi og nú í haust var svo komið að það var orðið meirg en nokkru sinni síð- an á kreppuárunum fyrir stríð. Minnkandi kaupgeta brezks almennings sem af þessu stafaði hafði haft í för með sér að „hagur landsins út á við“ hafði batnað, svo að um tíma var útlit fyrir að greiðslujöfnuðurinn yrði í ár ekki óbagstæður að ráði. En þá skall á stríð Israels og ar- abaríkjanna; lokun Súez- skurðarins er talin kosta Breta 20 miljónir sterlings- punda á mánuði. Þá var úti öll von um að greiðslujöfnuð- urinn yrði hagstæður i ár og Callaghan fjármálaráðherra sagði á brezka þinginu í gær að fyrirsjáanlegur hefði verið um; þessar stöðugu bráða- birgðaráðstafanir væru engin lausn titt frambúðar. En þó er það vafamál hvort gengislækkun sterlings- pundsins er einhlít til að leysa vandann. Ástæðan til þess að gengi þess hefur ver- ið vallt að undanfömu er ekki einungis sú að greiðslujöfnuð- ur Breta er óhagstæður — og hallinn hefur reyndar ver- ið minnkaður um þrjá fjórðu á þremur árum. Vantraustið á sterlingspundið á einnig rætur að rekja til þeirrar ó- vissu sem lengi hefur verið rfkiondi í alþjóðlegum gjald- eyrismálum, en sú óvissa hef- ur m.a. stafað af þeirri stefnu Bandaríkjanna að greiða kostnað af stríðinu í Vietnam og öðm hemaðarbrölti með skuldasöfnun erlendis. Hallinn á greiðslujöfnuði Bandarikj- anna hefur farið sívaxandi f ár, nam 1.750 miljónum doll- ara fyrstu níu mánuði ársins eða helmingi hærri fjárhæð en á sama tfma í fyrra. Bandaríkin gátu lengi vel stundað þessa skuldasöfnun vegna þess að þau gátu reitt sig á að skuldheimtumerin þeirra mmdu ekki nota sér rétt sinn til að breyta doRur- um sínum i gull. Vaxandi vantrú, ekki sfzt Frakka, á utanrfkisstefnuv Bandaríkjanna — og þá um leið á dollarann — hefur leitt til bess að gull- forði þeirra hefur minnkað um 50 prósent á átta árum, en það aftur stofnað öillu fjár- málakerfi auðvaldsheimsins í hættu. Fyrir nokkrum vikum komu seðlabankastjórar og fiármálaráðherrar frá 106 löndum saman í Rio de Jan- eiro tii að ráða fram úr þeim vanda, en það samkomulag sem þar tókst um nýja skip- an á hinu alþjöðlega gjald- . eyriskerfi er enn ekki komið til framkvæmda. Övissan rfk- ir því enn, og gengislækkun sterlingspundsins hefur ekki dregið úr henni. Fyrir 36 ár- um, f september 1931, var gengi pundsins lækkað um rúm 30 prósent. Hálfu öðru ári síðar hafði gengi ■dollarans verið felllt um 40 prósent. ás. ■ ■■■«■ *•■■■■! 4 t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.