Þjóðviljinn - 21.11.1967, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Síða 2
2 SfÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 21. nóvember 1967. Gengi krónunnar verður fel/t Framhald af 1. síðu. síldarlýsi íara til dæmis að yf- irgnæfandi hluta til aterlings- svæðisins og nytu ekki neinnar hækkunar, en hins vegar yrði síldariðnaðurinn að bera aukinn tilkostnað innanlands. Gjaldeyriseignir og skuldir Eignir okkar og skuldir í er- lendum gjaldeyri eru sérstakt vandamál. Gjaldeyrisvarasjóður- inn, sem nú mun vera kominn niður fyrir einn miljarð, mun vera geymdur í dollurum og pundum svo að segja til helm- inga. Sá hluti sem geymdur er í dollurum hækkaði að krónu- tölu við gengislækkun. Skuldir ríkisins og bankanna eru að langmestu leyti í dollurum, og því munu afborganir og vextir hækka talsvert að krónutölu. Vz úiflutnings Framhald af 1. síðu. heildarinnflutningi frá öðrum löndum á tímabilinu janúar-sept- ember 1967 nemur innflutnrngur frá gengislækkunarlöndunum Bretlandi, Danmörku, Spáni, Ir- landi og Israel rúmlega 1/5 hluta, en af heiildarútflutningi flytjum við til þessara landa 1/3 og enn meira sé Portúgal reiknað með, en þar var fastlega reiknað með gengisfellingu í gær. Um áhrif gengislækkunarinnar á austurviðskipti Islendinga sagði hann að um þau væri enn ósam- ið og væri mismunandi í hvaða gjaldmiðli væri samið, pundum eða dollurum. Þannig hefði -t.d. olían verið reiknuð í dollurum, en fisfcur og fiskafurðir oft í sterlingspundum, en oft væri einnig samið í gjaldmiðHi við- komandi lands og væri um þetta engin algild regla. Hækkunin á þeim lánum sum- um hefði skjót áhrif á verðlag hér innanlands, t.d. hækkun á hitaveitulánunum sem tekin hafa verið í dollurum. Talsverð- ur hluti af stuttum vörukaupa- lánum heildsala, sem nema um 800 miljónum króna, er í Banda- ríkjunum og Vestur-Þýzkalandi og hækka að krónutölu — og munu heildsalar vafalaust krefj- ast þess að fá að velta þeirri hækkun yfir á neytendur. Svo að enn eitt dæmi séítekið munu skuldir útgerðarmanna í Noregi nema 500—600 miljónum króna. Þær eru reiknaðar í norskum gjaldeyri og myndu því hækka að krónutölu við gengislækkun. Rætt við verklýðs- hrpyfingu og stjórnarandstöðu Sú verðhækkun sem yrði hér innanlands myndi fljótlega hækka vísitöluna vcrulega. Fer sú hækkun eftir því hvor vísi- talan verður látin mælá hana, sú ^amla eða sú nýja/ Ríkis- stjórnin hefur boðið fram nýju vísitöluna og samtök launa- manna fallizt á hana í viðræð- um við ríkisstjórnina. Áhrif gengislækkunar myndu koma mun réttar fram samkvæmt henni, svo að launafólk fengi eftir á sæmilegar bætur fyrir verðhækkanirnar. Ríkisstjórnin hefur hins vegar farið fram á viðræður við Al' ■'!"samband íslands um ýms atriði sem tengd eru gengislækkun, og er ekki enn vitað hvaða liugmyndir rík- isstjórnin er með í því sam- bandi. Einnig hefur ríkisstjóm- in óskað þess að fá að ræða við formenn stjómarandstöðuflokk- anna um hugmyndir sínar. Það vakti athygli á þingfundi í gær að ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til að birta Alþingi neina skýrslu um hin nýju viðhorf. Hins vegar var greinilega mun léttara yfir ráðherrum en verið I hefur síðustu vikurnar. í" Æskulýðs- fylkingin ■fr Salurinn er opinn f •/r kvöld. — Félagar, lítið ■ír inn og takið með ykkur ■ár gesti. — Kaffi, gos- Zr drykkir og kökur á boð- ☆ stólum. Öruggur aksiur í dag og á morgun verður haldinn á Hótel Sögu fyrsti full- trúafundur klúbbanna Öruggur akstur. Senda 30 klúbbar full- trúa á fundinn. Fyrri fundurinn hefst í dag kl. 13. í Bláa salnum, eftir að fulltrúarnir hafa snætt hádegis- verð á hótelinu. Verða þar flutt erindi af nokkrum mönnum frá aðalskrif- stofu Samvinnutrygginga og for- svarsmönnum í umferðarmálum. Báða dagana verða umræður og fyrirspumir í sambandi _við er- indaflutninginn. Fyrri daginn flytja þeir er- indi: Ásmundur Matthíasson, lögregluvarðstjóri, Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðarmála og Sigurður Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Varúðar á vegum. Ræðumenn síðari daginn verða Valgarð Briem, formaður H- nefndar, Jón Birgir Jónssan, deildarverkfræðingur Vegagerð- ar ríkisins og Pétur Sveinbjam- arson, forstöðumaður Upplýs- inga- og fræðslumiðstöðvar H- umferðar. Skipun heilbrigðisstjórnar Fundi frestað , Stjómar- og fulltrúaráðsfundi Virinuveitendasambands íslands sem halda átti í dag hefur verið frestað þar til á morgun, mið- vikudag. Hefst hann þá klukkan 2 e.h. að Hótel Sögu. Framhald af 12. siðu. Og Helgi segir á öðrum stað í framsöguerindi sínu: „Mark- mið nýskipunar þessarar er tví- þætt. í fyrsta* lagi á hún að stuðla að margfalt betri nýtingu á því fé, sem nú er varið til heilbrigðismála. í öðru lagi mið- ar hún að því að afnema eins og unnt er það misræmi, sem þegar er orðið, og fer stöðugt vaxandi milli vísinda- og tækni- þróunar annars vegar og heil- brigðisþjónustunnar hins vegar, eins og hún er framkvæmd í dag...“ Þá flutti Ólafur Björnsson læknir þriðja framsöguérindi um stjómun heilbrigðismála og sagði, frá aðferðum til að kanna ýmsa þætti heilbrigðisþjónustu og þýðingu slíkrar könnunar. Hann vitnaði mjög til brezkrar reynslu í þessum efnum. Þannig j má leysa ýms verkefni með hagræð- ingu og stórum minni útgjöldum með slíka vitneskju til staðar. Ólafur kom með dæmj frá ír- landi. Á áruhum 1960 til 1964 tóku sjúkrahús á írlandi við auka- lega 44 þúsundum sjúklinga miðað við 1960 og hefðu þeir þarfnazt 2500 sjúkrarúma til viðbótar við þann rúmakost, sem fyrir var. En írarnir komu ekki upp rúmunum. Þeir töldu sig ekki hafa efni á því. Þeir styttu legutima á þeim sjúkrahúsum er voru fyrir í landinu hjá ein- stökum sjúklingum svo að unnt var að taka við þessu viðbótar- álagi. Fjórða framsöguerindið flutti ur eru einstaklingár eða félaga- samtök, sagði Ásmundur. Hjúkrunarvandamálið ✓ Þá var hjúkrunarvandamálið tekið á dagskrá. María Péturs- dóttir, formaður Hjúkrunarfé- lags íslands hafði framsögu fyr- ir því. María leiddi rök að því, að samband væri ekki fyrir hendi við yfirstjórn heilbrigðis- mála um stöðu hjúkrunarkon- unnar og kvað æskilegt, að hjúkrunarkonur ættu fulltrúa í hugsanlegu heilbrigðismálaráði til að huga að stöðu hennar í framtíðinni. María kvað fram- tíðina að hjúkrunarkonur væru háskólamenntaðar til dæmis með próf frá B.A.-deild Háskólans. Sjúkrahúsamál Þá höfðu framsögu fyrir sjúkrahúsmálum Ámi Björnsson læknir og Páll Gíslason læknir. Þeir félagar höfðu með sér verkaskiptingu og fjallaði er- indi Áma um sjúkrahúsmál höf- uðborgarinnar og nærliggjanöi bæja, en erindi Páls fjallaði um sjúkrahúsmálin úti á landi. Árni beindi athyglinni að því, hvemig læknar sjálfir hafa nú fundið sig knúða til þess að vinna að veigamiklum skipu- lagsbreytingum á sem flestum sviðum og drap á nefndarálit þriggja lækna um breytingar á innri stjóm sjúkrahúsa og setn- ingu lágmarksstaðals fyrir sjúkrahús hér á landi. Þetta nefndarálit var rækilega hafa týnt lífinu og úreltra starfs- ,,Þjóð- hollusta“ Að undanförnu hafa sam- tök launafólks og ríkisstjóm- in tekizt á um verðtryggingu launa, en þar er um að ræða aðra aðaluppistöðuna í kjara- samningum á íslandi. Þau á- tök verða ekki síður mikil- væg, þótt ríkisstjómin falli nú frá svokölluðum bjargráð- um sínum að einhverju eða öllu leyti og elti í staðinn Wilson hinn brezka á sprett- hlaupi hans norður og niður — eða .geysist jafnvel fram úr honum. Verðtrygging kaups er grundvallaratriði sem verk- lýðssamtökin geta efcki hvik- að frá, og skiptir engu máli í því sambandi hvort frávik- ið er talið mikið eða lítið — sé slakað á Verður eftirleik- urinn óvandari. En til eru menn sem ékki gera neitt úr grundvallarat- riðum verklýðshreyfingarinn- ar og telja sig þó gegna trúnaðarstörfum í þeim sam- tökum. Stjóm og trúnaðar- mannaráð Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur hafa sam- þykkt ályktun þess efnis að verklýðshreyfingin eigi ekki að standa á rétti sínum, heldur ástunda „ábyrgðartil- finningu“ og „þjóðhollustu" sem birtist í því að hinar þyngstu byrðar skuli lagðar á þá sem lægst kaup höfðu fyrir. Það er létt verk og löð- urmannlegt að flíka háfleyg- um órðum af því tagi; hitt hefði verið sýnu áhrifameira ef þeir sem ályktunina gerðu hefðu um leið neitað að taka á móti öllum frekari vísitölu- greiðslum á kaup sitt og tek- ið þannig persónulega ábyrgð á samþykktum sínum. Ef þeir rúmlega 4000 menn sem eru í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur sætta sig við ákvarðan- ir trúnaðármannaráðs og stjórnar bæri þeim einnig að hafna persónulega þeim vísi- töluuppbótum sem eiga sam- kvæmt samningum og lands- lögum að koma til fram- kvæmda um næstu mánaða- mót. Það er að sjálfsögðu á- stæðulaust að þeir sem and- vígir eru baráttu verklýðs- samtakanna njóti árangurs- ins af henni. Stjóm og trúnaðarmanna- ráð V.R. rökstyðja „ábyrgð- artilfinningu" síná og „þjóð- hollustu“ með því að útflutn- ingsatvinnuvegir landsmanna séu í vanda staddir. Hins veg- ar eru viðsemjendur V.R. ekki útflutningsatvinnuveg- irnir, heldur fyrst og fremst kaupmenn, heildsalar og aðr- ir fésýslumenn. Trúnaðar- menn verzlunarfólks hafa ekki upp á annað að bjóða en að gefa kaupsýslumönnum eftir hluta af umsömdum launum, og munu þó margir telja aðra „þjóðhollustu" brýnni um þessar mundir. — Austri. Bretar og EBE Framhald af 3. síðu. að viðurkenna að gengisfelling sterlingspundsins skipti nokkru -®máli fyrir umsókn Breta að bandalaginu. Þeir halda því Cram að hún sé algert einkamál Breta. I síðasta mánuði krafðist Couve de Murville þess í Lúx- emborg að Bretar kæmu efnahag sínum f lag eins og Frakkar hefðu gert áður en þeir. gengu í EBE. Þá minntust allir þess að Frakkar felldu þá gengi frank- ans. Nú halda Frakkar þvi fast fram að alls ekki sé hægt að iafna sáman Frakklandi þá og Bretlandi nú. Þessu sjónarmiði hofnuðu bandamenn Frakka, og sumir þeirra sögðu það kaldrifj- nð og vera mótað af pólitískum refjum. Ásmundur Brekkan, læknjr og kynnt hér, 1 Þjóðviljanum síðast- dró fram ýmsar staðreyndir um 1 hé*é vor í viðtali- við Ólaf Jens- hið úrelta skipulag. Ásmundur!son’ lækni, —- ástandið er svo vitnaði í Vilmund Jónsson, fyrr- j hörmulegt f þeim efnum, að verandi landlækni og kvað hann hafa sagt þetta um landlæknis- embættið: „Viðleitni embættisins og þeirrar stjórnafráðsdeildar, sem það er tengt, hefur verið og er að ráða fram úr og bj.arga mál- um frá degi til dags innan ramma laga og reglugerðar, sem aðeins að óverulegu leyti eru sniðin við raunhæfar aðstæður og með tilliti til lífrænnar þró- unar félagsheildarinnar." Og enn er vitnað í Vilmund: „Höfuðstarf landlæknis er hin daglega önn að hafa umsjón með og taumhald á framkvæmd þeirr- ar heilbrigðisskipunar sem er, samkvæmt gildandi lögum, regl- um og venjum, er árin hafa rétt- lætt og helgað, en samkvæmt skynsamlegu viti, þegar annað hrekkur ekki til.“ Hér virðist því vanta lífræn tengsl heilbrigðisstjórnarinnar við alla aðila, sem að heil- brigðismálum starfa, hvort held- Lífeyrissjóðu r togarasjómanna Framhald af 12. síðu. fyrst og fremst nefna, að í stað þess að lífeyrir var áður miðað- ur við meðallaun sjóðfélaga síð- ustu 10 starfsár h&ns, eru Hf- eyrisgreiðslur nú ákveðnar hundr- aðshluti af þeim launum, sem á hverjum tíma eru greidd fyrir það starf, er sjóðfélagi gegndi síðast, en í þeirri tilhögun felst verðtrygging lífeyrisgreiðslna, þar sem þær breytast samhliða breytingum á launum. Að ýmsu öðru íleyti veitir líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins meiri réttindi en lífeyrissjóður togarasjómanna og undirmanna á farskipum, en ekki er ástæða til þess að rekja það hór. Breytingar á lögum um lffeyr- issjóð togarasjómanna í þá átt, að togarasjómenn nytu eigi minni lífeyrisréttar en starfs- menn ríkisins, fengust ekki sam- þykktar á Alþingi fyrir 6 árum, vegna þess að þá taldi meiri hluti þeirrar nefndar, sem um málið fjallaði, að ekki væii feng- in nægileg reynsla af fram- kvæmd laganna. Sú reynsla ætti nú að liggja fyrir og virðist birt- ast í því, að eignir sjóðsins, sem nú tekur einnig til undirmanna á f&rsJdpum, aukist óðfíluga með ári hverju, og sjóðurinn er nú orðinn næststærsti lífeyrissjóður í landinu. Á sama tíma hefur enn aukizt mismunurinn á líf- eyrisréttindum sjóðfélaga í þess- um sjóði og þeim réttindum, sem starfsmenn ríkisins njóta. Virð- ist því tímabært, að lögin séu endurskoðuð og sjóðfélögum tryggð a.m.k. jaínmikil réttindi og starfsmönnum rikisins, eink- um að því er varðar verðtrygg- ingu lífeyrisgreiðslna. Sá háttur sem er á launagreiðslum til tog- arasjómanna, að þær miðast við aflahlut að mestu leyti, veldur því, að verðtryggingu lífeyris- greiðslna til þeirra þarf að haga á nokkum annan veg en iil þeirra, sem fá öll laun sín sem fastákveðið mánaðarkaup. A sama hátt þarf að taka tillit til þess, að hve miklu leyti laun undir- manna á farskipum eru fengin fyrir yfirvinnu. Naumast ættu að vera vandkvæði á því að finna lausn á þessum atriðum. ef vilji er fyrir hendi til þess að togara- sjómenn og undirmenn á far- skipum njóti eigi minni Iffeyris- réttinda en starfsmenn ríkisins. Þingsályktunartillaga þessi var flutt á síðasfa þingi, en náði þá eigi fram að ganga. Handknattleikur Framhald af 5. síðu. ÍR svona stórt, þrátt fyrir fjar- veru Hermanns Gunnarssonar, Gunnsteins Skúlasonar og Sig- urðar Dagssonar. í þeirra stað tefldu Valsmenn fram ungum mönnum sem stóðu sig allir mjög vel, einkum Ólafur Jóns- son sem vakti mikla athygli, tR-ingar tóku forustuna strax í byrjun og komust í 3:1 en Valsmenn jafna. ÍR náði aftur forustu 4’3, en Valsmenn jafna aftur. í leikhléi höfðu Valsmenn tekið forustu 7:5. 1 síðari hálfileik náði Valur í fimm marka forustu 10:5 en ÍR-ingar minnkuðu bilið í tvö mörk 11:9 og 12:10, en síðan komu fjögur Valsmörk í röð og staðan var orðin 16:10. Leiknum lauk svo 18:13 fyrir Val. Beztu menn Vals voru þeir Stefán Sandholt, Ólafur Jóns- son og Jón Karlsson. Hjá ÍR voru þeir Ásgeir Elíasson og Þórarinn Tyrfingsson beztir. Mörkin skoruðu fyrir Val: Bergur 5, Jón Karlsson 4, Ól. Jónsson 3, Jón Ág. 2, Ágúst Ögm. 2, Gunnar Ólafsson 2. Fyrir ÍR: Þórarinn Tyrf. 7, Jón Sigurjónss. 2, Ásgeir, Vilhjálm- ur og Gunnar 1 mark hver, auk þess' eitt mark sem ég sá ekki hver skoraði. S.dór. skattborgarar vegna óreiðu hátta. i Ákveðnar tillögur liggja fyrir í þessum efnum til breytinga og væri merkilegt að frétta af því nánar, en núna eru læknarnir að knýja fram samsvarandi og tímabærar skipulagsbreytingar á heildarstjóm heilbrigðismála í landinu- Tvímælalaust voru mistök á sínum tíma að hefja smíði tveggja sjúkrahúsa fyrir akute sjúklinga hér í borginni, sagði Árni og hefur Borgarsjúkrahúsið nú verið nær tvo áratugi í smíð- um. Ef til vill hefði lífræn heild- arstjóm á þessum málum séð betur fram í framtíðina og ein- beitt sér að smíði eins sjúkra- húss fyrir akute sjúklinga er væri komið fyrir löngu í gagnið. Hinsvegar hefði það ekki verið eins mikið átak að hefja smíði sjúkrahúss fyrir langlegusjúk- inga jafnframt hinni smíðinni. Sama ringulreiðin virðist ríkja úti á landsbyggðinni í sjúkra- húsmálum að því er kom fram í erindi Páls Gíslasonar læknis og með virkri heildarstjóm hefði mátt nýta betur ýmsa kosti, sem eru til staðar víða úti á lands- byggðinni. Heimilislækna- þjónustan Á þessari ráðstefnu hélt Stefán Bogason læknir merkilegt fram- söguerindi um heimilislækna- þjónustu hér í borginni, en heim- ilislæknar anna nú hvergi nærri þeirri þörf, er/varðar almenna lækningu og skilgreiningu sjúk- dóma. Á þessu sviði eru heilbrigðis- málin í miklum ólestri bg kom Stefán fram með skynsamlegar ábendingar til lagfæringa. Sér- fræðistörfin þykja eftirsóknar- verðari og ríkir þannig bókstaf- lega læknaskortur í borginni að þvi er varðar heimilislækna- Heimilislæknir er stundar aðeins heimilislækningar hefur sífellt orðið að bæta á sig fleiri númer- um, — byggt á samkomulagi við Sjúkrasamlag Reykjavíkur, —. þannig hefur hámarkið nýlega hækkað úr 1750 númer í 2100 númer. Stefán kvað framhalds- menntun heimilislækna æskilega en ekki er vitað um nema einn lækni við slíkt nám sem stendur. Allt ber þetta að sama brunni. Engin virk heildarstjóm er í landinu til þess að huga að þess- um málum. Að lokum flutti öm Bjarna- son læknir, f Vestmannaeyjúm framsöguerindi um vandkvæði læknidþjónustu í dreifbýlinu. Þar vgj fjallað um læknamiðstöðvar sem æskilega lausrt þeirra mála. Björn hraðskák- meistars TR 1967 Sl- sunnudag fór fram hrað- skákmót á vegum - Taflfélags Reykjavíkur og vat- þar keppt um titilinn Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjávíkur 1967. Vora þátttakendur 42 og tefldu þeir níu umferðir eftir Monrad- kerfi, tvær skákir á tfu mínútum. tJrsíit í keppninni urðu þau að Björn Þorsteinsson sigraði með 14 vinninga og hlaut titilinn Hraðskákmeistari TR 1967. 1 öðra sæti varð Guðmundur Ág- ústsson með 13 vinninga, 3. Ing- var Ásmundsson með 121/? en Ingvar var hraðskákmeistari TR s.l- ár. Tveir háskóla- fyrirlestrar Prófessor B. N. Semevsky, för- stöðumaður deildar hagrænnar landafræði við Leningradháskólai, er staddur'hér á landi í boði’ Há- skóla Islands og mun flytja hér tvo fyrirlestra. Hinn fyrri, sem fluttur verð- ur f I. kennslustofu Háskólans í dag, þriðjudag 21. nóvember kl. 17.15, mun fjalla um meginregl- ur urn svæðaskiptingu í Sovét- ríkjunum. Síðari fyrirlesturinn verður fluttur á morgun, miðvikudag 22. nóvemberj á sama stað og tíma, og fjaillar hann um auðlinda- svæði í Sovétríkjunum og hag- nýtingu þeirra. Fyrirlestfarnir verða fluttir á ensku og er öllum heimill að- gan-gur. (Frá Háskóla íslands).. Kaupíð Minningakort Slysavarnafélaffs íslands fe \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.