Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 6
0 SÍÐA *— ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. nóvember 1963. Fyrsti morgunbj arminn lýsir á rauð þök í úthverfunum og garðana ofan á hótelunum í miðbænum Þyrla beygir út yfir ána og stefnir í átt til fjallanna í norðurhluta lands- ins. Borgin er Saigon og morg- unsárið boðar ósköp venjuleg- an dag, laugardag. Eins og venjulega mun umferðin setja svip á borgina og leikurínn, hávaðinn, hláturinn. Á vígvöllunum, sem eru oft- lega aðeins í nokkurra km. fjarlægð frá miðborginni vakna hermennimir til nýs dags — á þessum degi munu margir þeirra láta lífið eða verða ör- yrkjar. Vietnam er tveir heimar, sem lifa í skarpri andstæðu. Hcimarnir tveir eru Saigon og v.gvellimir. í stóru hvítu villunni við Doan Cong Buu no. 19 —' húsi, sem er dæmigert fyrir æðstu menn í bandarísku ný- lendunni, stoppar William C. Westmoreland vekjaraklukkuna sína. Klukkan er 6.15. 50 km. norðvestur af höfuð- staðnum, á hrísgrjónaökrunum, þar sem hundruð áveituskurða blika í morgunsólinni, skríður William Howard lautinant úpp úr skotgröf sinni. Leðjan kless- ist í gegn um einkennisbúning hans. Dósamatur eða morgunverðar- borð í Saigon var svalt næturregn- ið kaerkomin hressing. Úti á hrísgrjónaökrunum gerði það sitt til að eitra líf-ið fyrir Howard og flokki hans, sem hafast við til alls búnir vegna nokkurra skæruliða Vietkong sem eru í nágrenninu. Morgun- matur hermannanna er C- skammtur sem þeir fiska upp úr niðursuðudósum hersins: hveitilengjur. Morgunmatur í Saigon er undirstöðumeiri. Hressar viet- namskar stúlkur bera fram ný- bakaða brauðsnúða, heitt kaffi, ferska ávexti, hrærð egg og steikt flesk. Westmoreland hef- ur lokið árbítnum kl. 7. Að tíu mínútnum liðnum situr hann i bílnum sínum á leið gegnum þétta umferðina í nýju höfuð- stöðvar sínar sem kallaðar eru Pentagon eystra. Flestir aðrir Bandaríkjamenn í Saigon eru nú líka á leið til vinnu sinnar: snjallir einkarit- arar í stuttum pilsum, alls kon- ar sendiráðsstarfsmenn í óað- finnanlegum fötum frá Hong- kong. Að loknum vinnudegi getur þetta fólk farið að synda, leika golf eða dansa í sólskininu. Úti á hrísökrunum þar sem sólin er orðin brennandi bíður nýr kröfuharður dagur Howards og félaga hans. Klyfjaðir vopn- um og skotfærum skríða þeir gegnum frumskóginn í stöðug- um ótta við óvæntar árásir og gildrur. Þeir eru á ferðinni í útjaðri C-baráttusvæðis. Hlut- verk þeirra er að taka eins marga Vietkong hermenn og mögulegt er til fanga á næstu tólf tímum. eyðileggja neðan- jarðargöng óvinarins, skot- grafir og loftvarnabyrgi. Pappírsstríð í Saigon er stríðið orð, papp- ír, ritvélar og fundir. Barry Zorthian sem ber titilinn Di- rector of the Joint United States Public Affairs Office stjórnar hinum vikulega her- ráðsfundi. Klukkan er 9.15. Filmore Meams hershöfðingi og yfirmaður 24. herdeildarinn- ar hlustar á upptalningu yfir- manna í herráðinu á dauðum og særðum og greinargerð þeirra fyrir stórskotaliðsað- stoð sem hann á að veita í miklum hernaðaraðgerðum sem eiga að hefjast um hádegi. Hádegi nálgast. Fólk fer að hverfa af skrifstofunum, löng helgi er framundan. Leigubíl- ar, reiðhjólavagnar, litlir er- lendir bílar og bandarískar límúsínur safnast í hnúta á mjóum götunum. í þessum sama hádegisverðartíma svipt- ir blossandi sprenging Howard niður í leðjuna á hrisakrinum, ekki langt frá honum liggur óbreyttur hermaður særður, sem Howard ætlaði að hjálpa, þegar hann rakst á jarðsprengj- una. Meðan sjúkraflugvél kemur særðum lautinantinum í sjúkra- skýli á vígvöllunum safnast yf- irmenn hersins sem staðséttir eru í Saigon saman á þaki byggingarinnar sem þeir hafa til umráðá í hjarta höfðuborg- arinnar, til að borða saman að venju einu sinni í viku. Á skemmtisnekkju bandaríska sendiráðsins á Saigonfljóti (í raun og veru er það bara upp- flikkaður landgönguprammi) safnast sendiráðsstarfsmenn til sólbaða og sundiðkana. Eða ■ þeir skunda til Cercle Sportif hinnar glæsilegu miðstöðvar, þar sem Westmoreland hers- höfðingi er þegar tekinn til við að leika tennis á 5. braut. Um sama leyti aka 92 vöru- bílar þétt s.aman í þykkri eðj- unni um 50 km. norðvestur af Saigon. Hjólin sökkva í upp að öxlum — og örfljótt berast þeim skilaboðin um stórfellda árás á óvininn sem gera á um helgina. í óshólmum Mekong í suðri hverfur hópur Vietkong-her- manna úr virki sínu eftir að hafa misst 204 dauða. Orustan hefur staðið í tvo sólarhringa og kostað Bandaríkjamenn 15 dauða og 125 særða. í Quang Nam, næstum 500 km. norðar, safna bandarísku landgöngulið- arnir líkum 127 félaga sinna sem hafa fallið í 11 daga orustu. Kl. 16 opna veðbankamir við skeiðvöllinn í Saigon og hvorki vantar spilafýkn né peninga. Glæsilegir Vietnam- ar í silkifötum, skáeygðar stúlkur í ao-dais, auðugir kaup- sýslumenn og míýgrútur Banda- ríkjamanna. t Klukkan 16.45. Róbert Horn, óbreyttur hermaður skríður gegnum kjarrlendi og heyrir skyndilega óljóst tikk ... Hann rís upp og þýtur af stað. Þrem sekúndum seinna springur sprengjan og þeytir honum í loft upp. Vietnam um nótt Um kl. 18 verða skuggarnir langir. Bandaríeki sendiherr- ann Ellsworth Bunker og kona hans fá sér skemmtigöngu um hinar fögru og skreyttu götur í systurbæ Saigon, Cholon. Eins og alls staðar í hita- beltinu dettur myrkrið skyndi- lega yfir. Fáum mínútum eft- ir að sólin er sezt bak við hrisakrana í vestri, iða þúsund- - ir neonljósa og götulukta í svörtu teppi næturinnar. Á Hotel Continental safnast vel- stæðir Vietnamar til að fá sér glas eða tvö fyrir kvöldmat. Vígvallafréttir sjónvarpsþul- arins drukkna í pöntunum og glasaglaumi. Úti í C-bardagasvæði grafa hermennirnir úr 4. herfylki sig niður. Danny Anderson er einn' af þessum- mönnum, sem búa sig undir langa nótt og smjatta á köldum dósamatnum. Það eru kjötbollur og baunir. Og nokkurn veginn á sama augna- bliki sem hann fær hvíslaða fyrirskipun frá liðsforingja sín- um — óvinurinn er á næstu grösum — skríðum áfram, safnast allt helzta fólkið í Sai- gon saman í samkvæmi, sem er helzti atburður þessa laug- ardags og umræðuefni næstu viku. Frá þakgarðinum á Hotel Majestic geta gestirnir séð Ijósbjarmana frá orustum næt- urinnar í nágrenni höfuðborg-' arinnar. En það eru fæstir sem svipast um efter þeim. Klukkan 21 er dansgólfið hjá „Jo Marcel", þar sem hvert staup kostar sjö dollara, þétt- pakkað. Nýr dagur Saigon deyr út eftir mið- nætti. Einstaká jeppi þýtur um göturnar. Og í Pentagon eystra fara .tölurnar um dauða og særða að berast fimm yfir- foringjum sem eiga vakt. Hjá, háttsettum bandarískum sendiráðsstarfsmanni er enn Ijós. Harðsnúin pókernótt er senn á. enda, eftir að 2.500 dollarar hafa gengið milli spilamannanna. Klukkan 5 að morgni standa gestimir upp 'frá spilaborðinu. Stríðið hefur ekki verið nefnt einu orði. í fyrstu morgunskímunni hefur heil deild þyrla sig á loft og stefnir til norðurs, þar sem nýir fundir við óvininn eru framundan. Hávaðinn af hundrað þyrlum hristir meira að segja rúðurnar í ramm- byggðri villu Bunkers sendi- herra. Varðmaður horfir til lofts með kæruleysi. í dag er sunnudagur. Allir sofa fram eftir. Nú er um að gera að vera vel úthvíldur fyrir skeið- völlinn, golfholumar eða sund- laugamar. Guðrún Helgadóttir: Skotlandspistill Árið 1964 var hafizt handa um byggingu nýs húss fyrir háskólabókasafn Edinborgarhá- skóla, og var safnið flutt í bygginguna á þessu ári. Hinn 27. september s.l. var safnið síðan opnað. Öllum ber saman um, að hið nýja hús hafi tek- izt sérlega veT og sé öllum, sém að því unnu, til mikils sóma og þá ekki sízt aðalarki- tektinum, Sir Basil Spence. Hin nýja bygging er sex jafnstórar hæðir, en hin sjö- undan nokkru minni. Húsið stendur við George Square við hlið annarrar nýrrar bygging- ar, David Hume Tower. Húsið er stílhrein og fögur bygging. Fyrir framan það breiða Eng- in úr sér, en að baki þess er lítill og fallegur garður, sem háskólinn á. Þessar tvær ný- tízkulegu byggingar stinga að sjálfsögðu í stúf við gömlu byggingarnar allt í kring, og er mér sagt, að þær séu flest- ar dæmdar til niðurrifs. Bóka- safnsbyggingin mun hafa kost- að röskar 2 miljónir punda og þykir ódýr. f henni eru lestr- arsalir fyrir 2500 stúdenta, og bókahillur eru samanlagt 56 mílur, en allt gólfpláss húss- ins er sagt um 7 ekrur, hvað sem það nú merkir. Safdið er nú um ein miljón bóka en í framtíðinni stendur til að byggja annað hús fyrir lestr- arsali, og eiga þá að rúmast 5 miljónir bóka í húsinu. Nú getur það rúmað 2 miljónir. Það er unun að ganga um þetta glæsilega hús, sem allt er jafn snoturt yzt tem innst. Hvarvetna blasir við augum íburðarleysi og einfaldur glæsi- leiki, og manni finnst ein- hvern veginn, að einmitt þessi lausn þessa mikla verkefnis hafi verið augljós. Það fer ekki hjá því, að manni verði hugsað til staflanna hans Björns Sig- fússonar, sem hrúgast upp allt. í kringum hann, þegar horft er yfir endalausar hillurnar, þar sem alls staðar er rúm fyrir fleiri bækur. Bókaverðir hér þurfa ekki að vita eins mikið og Björ • allt er aðgengilegt og auðfundið, enda er staðar- lýsing á hverri hæð. í anddyri hússins er aimenn afgreiðsla og upplýsingaþjón- usta. Stúdentar ná sér sjálfir í bækur, en ef þeir taka þær með sér heim, eru þær skráð- ar í afgreiðslunni. Öllum bók- um sem teknar eru úr hillum, ber að skila í hillur, sem mál- aðar eru í öðrum lit en hinar,’ og i starfsfólk kemur þeim fyr- ir aftur. Aðalsafninu er raðað eftir Dewey-kerfi, og í anddyri eru doðrantar, sem hafa að geyma bókaskrár. Eru síður þeirra ýmist prentaðar, vélrit- aðar eða handskrífaðar, og eru það eina, sem úrelt getur talizt í þessu húsi. Stendur til að koma bókaskránni á tölvu- spjaldskrá síðar. Á neðstu hæðinni er salur, þar sem liggja frammi nýjustu bækur og tímarit, sem síðar flytjast á sinn stað í safninu. Þar er einnig setustofa, og er hún annað tveggja herbergja í húsinu, þar sem reykingar eru leyfilegar. Hitt er kaffi- stofa á 2. hæð. Eldvarnir húss- ins eru mjög fullkomnar, og segja stúdentar, að slökkvistöð borgarinnar fari á annan end- ann, ef kveikt er í sígarettu’ annars staðar í húsinu. Ekki veit ég hvað hæft er í því, en hitt veit ég, að lestrarsalir eru stærri en leyfilegt er vegna hins fullkomna eldvarnarkerf- is. Það yrði of langt mál að tíunda allt. sem fyrir augu ber, á rölti um húsið. Endalausar raðir heimsbókmenntanna í skipulegum svörtum hillunum, ungt fólk af ólíkustu þjóðern- um, svart, hvítt og allt þar á milli — stundum erfitt að sjá hvort leynist karl eða kona á bak við úfið hár, velktar buxur og bobdylan-gleraugun — allt er þetta ósköp fallegt í glæsilegu umhverfinu. Mikið væri gaman • ef allt fólk ætti aðgang að slíkri stofnun, alls staðar. Ég held nefnilega eins og Ragnar í Smára, að svoleið- is lagað sé mannkindinni hollt, dragi úr svinariinu. Okkur ber bara ekki saman um, hvaðan það á að koma. Og þar kemur göngu minni, að ég held á bók með merki, sem á stendur: LÆRUM MEÐ- AN LIFUM. Þar er ég komin að -bókasafni Sigfúsar heitins Blöndals, sem keypt var úr dánarbúi hans. Ekki er þetta þó allt safn hans; klassískar bækur hans eru í háskólabóka- safninu heima.' ^Þarna kennir margra grasa. Þar eru hugsanir Kristins E. Artdréssonar, Kiljans, Þór- bergs, Björns Franzsonar og Agöthu Christie, og ótal margt annað. Annars staðar í safn- inu má finna Skími, Andvara og Helgafell, fornritin og Helga Pjeturss allan. Einhvers staðar ér ritgerð dr. Tómasar Helga- sonar. um vitleysuna í oss ís- lendingum. Tveir elskulegir kallar standa við borð, sem ég verð að fara fram hjá á leið út, og gæta þess að ekkert sé haft á brott í óleyfi. Þeir hafa ærinn starfá, því að þarna ganga um sali tíu þúsund stúdentar háskól- ans, en ekki 8 þúsund, eins og ég fór ranglega með í síð- asta pistli. 11. nóv. 1967. G H Barnaverndarfé- lög söfnuðu 450 þús. kr. 1. vetrard. Félögin í Landssambandi ísl. bamavemdarfélaga höfðu ár- lega fjáröfflunar- og kynningar- Starfsemi sína 1. vetrardag. Kvöldið áður flutti Þórleifur Bjarnason ritihöfundur útvarps- erindi á vegum hreyfingarinnar og var erindið, sem nefndist Velferðarríkið og einstaklingur- inn, endurflutt í útvarpi réttum hálfum mánuði síðar. í heild gekk fjáröflunin vef, .alls söfnuðust 450 þúsund krón- ur, þar af 277 þúsund hjá R- víkurfélaginu, yfir 50 þúsund bæði á Akureyrí og ísafirði, en yfir 20 þúsund hjá flestum fé- lögum öðrum. Þessi áeæti árangur er að þakka vaxándi skilningi fólks á þeim vandamálum, sem barna- vemdarhreyfingin hefur bent á og vinnur að. AMur ágóði af söfnun þessari rennur til þess verkefnis, sem félögin hafa val- ið sér, hvert á sínum stað, t.d. rekstur leikskóla, dagheimilis, o.s.frv. eftir því sem brýnust er þörfin. Allur hagnaður af söfn- un Barnaverndarfélags Reykja- víkur rennur í Heimilissjóð taugaveiklaðra barna, en bygg- ing slíks heimilis mun hefjast á vori komanda. 1 því sambandi má minna á, að Heimilissjóður tekur þakklátlega á móti gjöf- um, smáum jafnt sem stórum. Gjaldkeri sjóðsins er séra Ing- ólfur Ástmarsson, skrifstofu biskups. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.