Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1967, Blaðsíða 12
I Lífeyrisg reiðslurnar til togarasjó- manna og farmanna óeðlilega lágar Sjóðurinn er orðinn annar s tærsti lífeyrissjóðurinn □ Dregizt hefur of lengi að endurskoða lögin um líf- eyrissjóð togarasjómanna og undirmanna á farskipum svo réttindi sjóðfélagá hafa ekki breytzt til samræmis við t.d. aukm réttindi starfsmanna ríkisins. Geir Gunnarsson flytur á ný á Alþingi tillögu til þingsályktunar um, að fela ríkisstjóminni að láta end- urskoða lögin og leggja fyr- ir Alþingi frumvarp um breytingar á þann veg, að sjómennimir njóti eigi minni réttinda en aðilar að lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins. Tillagan er þannig: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta undirbúa og Ieggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breyting á lögum um lífeyrirsjóð togarasjómanna og undirmanna á farskipum á þann veg, ad sjóðfélögum verði tryggð eigi minni réttindi en aðilar að lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins njóta nú.“ I greinargerð segir m.a. Lög um Jífeyrissjóð togarasjó- rnánna voru sett árið 1958 og sniðin eftir lögum um lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins. Þó var hámarkslífeyrir, sem togarasjó- menn gátu fengið eftir 30 ára starfstima, aðeins 50 prósent af meðallaunum siðustu 10 starfs- ára viðkomándi sjóðfélaga, en í lífeyrirsjóði' starfsmanna ríkisins var miðað við 60 prósent. Frumvarp, sem flm. þessarar þingsályktunartillögu flutti haust- ið 1960 ásamt þáv. háttv. 11. landskjömum þm. - (Gunnari Jó- hannssyni), þar sem m.a. * var gert ráð fyrir, að togarasjómenn skyldu njóta sama réttar til há- marksgreiðslna lífeyris og starfs- menn ríkisins, fékkst ekki sam- þykkt. Meiri hluti heilbrigðis- og félagsmálanefndar Nd. Alþingis bár því við, að of stuttur tími vseri þá liðinn, síðan lögin um lífeyrissjóðinn voru sett, og full- nasgjandi reynsla því ekki feng- in iim framkvæmd laganna. Sú reynsla er fengin af fram- kvaemd laganna um sjóðinn, að hann mun nú vera næststærsti lífeyrissjóður í landinu, og námu eignir hans í árslok 1966 um 146 miljónum kr., en engar breyting- ar hafa þó verfð gerðar á lögum um þennan sjóð í þá átt að auka réttindi sjóðfélaga. Hámarkslíf-' eyrir, sem sjóðfélagar geta notið, er enn 50 prósent af meðallaun- um sjóðfélaga síðustu 10 starfs- érin. Á verðbólgutímum veldur slík viðmiðun því. að lífeyris- réttindi sjóðfélaga rýrna mjög. A sama tíma hafa hins vegar verið gerðar mjög veigamikilar breyt- ingar á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Má bar Framhald á 2. síðu. Þriðjudagur 21. nóvemiber 1967 — 32. árgangur — 264. tölublað. Verklýðshreyfingin sýni órofa samstöðu Frá ráðstefnu Læknafélags íslands. — (Ljósm. Þjóðv A.K.). 1 gær héldu byggingamenn með sér fund og voru þar gerð- ar eftirfarandi samþykktir: Múrarar felídu verkfallsheimild Fundur var haldinn í Múrara- félagi Reykjavíkur s.l. fimmtu- dag og var þar fjallað um til- mæli A.S.Í. til sambandsfélag- anna um að afla heimildar til vinnustöðvunar 1. desember. A fundinum var samiþykkt að alils- herjaratkvæðagrciðsla skyldi fara fram um málið og fór hún fram á laugardag og sunnudag. 76 greiddu atkvæði og varð útkom- an sú að 41 sagði nei og 35 já, þ.e.a.s. fellt var að veita verk- J fallsheimild. <S>----------:------------- Fjörugar umrœður á ráSstefnu Lœknafélags íslands Settar voru fram nýjar tillögur um skipun yfirstjórnar heilbrigðismála Q Ráðstefna, Læknafélags íslands um heil- brigðismál var haldin um síðustu helgi í Domus Medica við Egilsgötu hér í borg. Ráðstefnuna sátu nær tvö hundruð manns, — 60 aðil^r frá 40 til 50 félögum og um 120 læknar og læknastúdentar auk landlæknis og heilbrigðismálaráðherra. \ I i ★ Á þessari ráðstefnu voru að- heilbrigðismála og úrbætur BLAÐ- DREIFING Þjóðviljann vantar blaðbera í eftirtalin hverfi: Lönguhlíð. Blönduhlíð. Hjarðarhaga. Reykjavíkurveg. Tjamargötu. Þjóðviljinn Sími 17-500. eins settar fram hugmyndir og voru þær ræddar af miklu f jöri og með vísindalegu orða- lag-i, — hinsveggr gerði þessi ráðstefna engar samþykktir eða ályktanir í heilbrigðis- málum. + Níu framsöguerindi voru flutt á ráðstefnunni og vörðuðu stjórnun heilbrigðismála, sjúkrahúsmál, hjúkrunar- vandamálið, heimilislæknis- þjónustu og vandkvæði lækn- isþjónustu dreifbýlisins. ★ Formaður Læknafélags ís- lands, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir settí ráðstefnuna kl. 14 á laugardag og sleit henni kl. 16 á sunnudag. Arinbjörn reifaði gang ráðstefnunnar fyrir blaðamenn f gærdag á- samt fiestum þeim læknum er fiuttu framsögruerindi á ráðstefnunni. Á iæknaþingi í sumar hésr í Reykjavík var ályktað að boða til nokkurra upphafsráðstefna um ýmsa þætti heilbrigðismál- anna og er þessi ráðstefna um stjórnun heilbrigðismálanna einn liður í þeirri starfsemi. Læknar sjálfir hafa íundið sig knúða til þess að vinna að skipulagsbreytingu á sviði heil- brigðismála af því að alla for- ystu hefur vantað frá hendi rík- isvaldsins um árabil til þess að sinna þessum málum, — var ekki annað fyrirsjáanlegt en tvö hundruð ára gömul skipun landlæknisembættis ætti að duga um alla eilífð sem stjórnsýslun- arform í þessum efnum. Þetta úrelta skipulag er varð- ar heildarstjóm á heilbrigðis- málum í landinu var tekið til umræðu og voru fjögur fram- söguerindi flutt um stjórnun þessu skipulagi. Er það út af fyrir sig merkur áfangi að fá saman á einn stað fulltrúa frá viðkomandi stofnunum og sam- tökum til þess að skapa heild- arlínu í þessum efnum. Slíkt hefur ekki skeð áður. Sigurður Sigurðsson, land- læknir, flutti fyrsta framsögu- erindið og viðurkenndi embætti sitt sem úrelta stjórnskipan í þessum málum í dag. Þá greindi landlæknir frá skipan þessara mála í nágrannalöndum, einkum í Svíþjóð. Vantar heildarstjóm Þá flutti Helgi Þ. Valdimars- son læknir annað framsöguer- indi og kom fram með ákveðn- ar tillögur um heildarstjórn þessara mála. Helgi sagði meðal annars: ,,Ég Flytur erindi um gengisfellingm Stúdentafélag Reykjavíkur hef- ur fengið Guðlaug Þorvaldsson prófessor til þess að ræða um gengisfellingu sterlingspundsins bg þau vandamál sem hún skap- ar fyrir Islendinga. Mun próf- essor Guðlaugur flytja erindi um þetta efni í dag klukkan 3.30 síðdegis í Sigtúni. öllum er frjáls aðgangur og kaffiveitingar er hægt að fá, ef menn vilja. hef valið þessari hugmynd eink- unnarorðin Stjórnsýslukerfið stendur og fellur með upplýs- ingakerfinu. Höfuðágalli núver- andi stjórnskipunar í heilbrigð- ismálum virðist vera sá, að mjög skortir á skipulagða og kerfis- bundna upplýsingastarfsemi hjá þeim aðilum, sem eru. í náinni snertingu við þjóðfélagsbreyting- arnar, tæknilegar framfarir og taka virkán þátt í sjálfri heil- brigðisþjónustunni. í stað meira og minna tilviljunarkenndra nefndaskipana til að kanna mál á vegum heilbrigðisstjórnarinnar væri leitast við að finna leið til skipulagðrar pg gagnvirkrar upplýsingastarfsemi á breiðum grundvelli“. Þannig leggux Helgi til að stofnað verði Heilbrigðis- málaráð með gagnvirka upplýs- ingastarfsemi fyrir fram- kvæmdastjóm heilbrigðismála- ráðs, — landlækni og ráðherra. Framhald á 2. síðu. „Fundur sambandsstjórnar Sambahds byggingamanna hald- inn í Reykjavík 20. nóv. 1967, lýsir fullum stuðningí við þá á- kvörðun ráðstefnu Alþýðusam- bandsins að hvetja vérkalýðsfé- Iögin til varnarbaráttu fyrir lög- helguðum rétti verkalýðshreyf- ingarinnar með boðun verkfalls frá 1. des. n.k. Jafnframt Iýsir fundurinn yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun rílrisstjórnarinn- ar að ætla að ganga svo frekiega gcgn einhuga vilja verkalýðs- hreyfingarinnar. Fundurinn heitir á öll verka- iýðsfélög að sýna órofa samstöðu í þcim átökum sem framundan eru og sem varða hag og heiður hreyfingarinnar". Fundur sambandsstjórnar Sambands byggingamanna hald- inn í Ueykjavík 20/11 1967 vill á þeim tímamótum, sem nú kunna að vera framundan í skípulagsmálum verkalýðshreyf- ingarinnar, enn á ný vekja at- hygli þeirra iðnsveina byggingur- iðnaðarins, sem ekki eru í slripu- lögðum verkalýðsfélögum, á nauðsyn á samstöðu allra laun- þega og þess að þcir tengist fag- lega öðrum iðnsveinum innan Sambands byggingamanna og Al- þýðusambandsins. Skorar fundurinn á iðnsveina utan verkalýðshreyfingarinnar að taka nú þessi mál til umræðu og ákvörðunar t>g heitir þeim fullum stuðningi Sambands byggingamanna í þeim efnum.“ VR tekur ekki þátt í varnar- aðgerðum Á fundi tmnaðarmannaráðs Verzlunarmannafélags Rvíkur, er haldinn var á laugardaginn, var samþykkt að veita ^kki heimild til verkfalls 1. desenjber n.k. Segir í ályktuninni að með til- liti til atvinnu- og efnahags- ástands þjóðarinnar sé varhuga- vert að efna til verkfalla aá svo stöddu. Á öðrum stað í Þjóðviljanum í dag er sagt frá fundum í nokkr- um öðrusm félögum innan Al- þýðusambands Islands. | Leit var hafin að Engey RE 11 tilkynningarreglurnar nýju brotnar t ! ! A sunnudaginn var hafin leit að síldveiðiskipinu Engey RE 11, sem fór frá Reykjavik á Iaugardaginn og ætiaði ann- að hvort norður eða suður fyrir land. Svaraði skipið ekki kalli frá Kcflavíkurradíói kl. 11 á sunnudagsmorguninn, en þá átti það að tilkynna sig samkvæmt reg’lum sem síld- velðisjómenn settu sjáifir eft- ir Stígandaslysið í sumar. Var því farið að óttast um bátinn. Hann hafði hinsvegar siglt inn til Patreksfjarðar á sunnudagsmorguninn án þess að iáta útgerðina vita eða til- kynna Keflavíkurradíói um það, en það áttS að hafa sam- band við bátinn samkvæmt regiunuim. Var búíð að aug- lýsa margsinnis í utvarptnu eftir bátnum á sunnudaginn áður en það upplýstist hvar hann var niður kominn. Varð þessi trassaskapur skipverja til þess að hafin var kostn- aðarsöm og umfangsmikii leit að bátnum og tóku þátt í henni tvær flugvélar svo og varðskip. Að því er Henry Hálfdán- ai-son hjá Slysavamafélagi ís- lands sagði Þjóðviljanum í gær fór báturinn héðan frá Reykjavík á laugardaginn í vitlausu veðri og var ekki á- kveðið er hann fór, hvort hann færi norður fyrir eða suður fyrir land. Kefllavfkur- radíó hafði síðast samband við bátinn milli kl. 9 og 19 á laugardagskvöldið og var hann þá á norðvesturleið. Kl. 11 á sunnudaginn kallaði radíóið bátinn upp en an árangurs. Gerði það þá út- gerðarmanniriurh, Einari Sig- urðssyni, aðvart og hringdi hann á nokkra staði til þess að spyrjast fyrir um ferðir bátsins, m.a. til Patreksfjarð- ar, en þar kannaðist enginn við að vita um ferðir hans. Mun báturinn þó hafa verið að koma inn til Patreksfjarð- ar um þær'mundir. Útgerðar- maðurinn snéri sér síðan til Slysavarnafélagsins og skipu- lagði það þegar leit að bátn- um. Leituðu Sif, filugvél land- helgisgæzlunnar og flugvél frá Flugþjónustunni að bátnum á sunnudaginn svo og varðskip. Jafnframt var margsinnis auglýst eftir bátnuih 1 út- varpinu, en ekki spurðist til ferða hans fyrr en um síðir að sýslumaðurinn á Patreks- •firði hringdi til Slysavarnafé- lagsins og sagði að báturinn lægi bar inni í höfninni. Það er að sjálfsögðu mjög vítaverður trassaskapur af skipstjóra og skipshöfn Eng- eyjar, að láta ekki Keflavík- urradíó vita að báturinn hafði leitað hafnar þar sem bátnum bar, samkvæmt reglunúm er ' sjómenn settu sjólfir 1 sumar, að hafa samband við radíóið’ kl. 11 á sunnudagsmorguninn. Það. hve fljótt leit var hafin, sýnir einmitt hve gagnleg þessi tilkynningai’skylda er, ef slys ber að höndum. I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.