Þjóðviljinn - 09.01.1968, Page 7
Þriöjudagur 9. janúar 1968 — ÞJÓÐVILJTNN — SlÐA ’J
Guðrún Helgadótfir:
Skotlandspistill
Hnípin þjóð í vanda
Sem barn vissi ég það eitt
um Rússa, að þeir væru skelíi-
legt fólk, sem héldi engin jól.
Hitt vissi ég ekki fyrr en núna,
að Skotar gera það eiginlega
ekki heldur. Jólaenglar nútím'-
ans, kaupmenn, skreyta aðvísu
verzlanir sínar löngu fyrir jól,
og menn skiptast á gjöfum,
a.m.k. krakkar, og lítil 'jólatré
eru í gluggum íbúðarhúsa allán
desember. Aðfangadagur er hér
almennur fylliríisdagur, og
verzlanir eru opnar fram eftir
öllu. Fjölmargir verkamenn
koma til vinnu sinnar á jöla-
dagsmorgun sem aðra daga, en
þeir, sem efni hafa á, halda
hátíð þann dag. Annar í jól-
um er enginn hér. Sáralítið er
um að vera í barnaskólum um
jólin. Áramótaléyfi eru þó frá
22. desember til 9. janúar, enda
lýkur þá haustönn. Áramótin
eru hinsvegar aðalhátíðin; hana
nefna Skotar HOGMANAY, sem
orðabækur geta ekki skýrt,
<S>
Slys í Fnjóskadal
Vatnsleysu í Fnjóskadal, 2/1.
— Hér hafa orðið tvö slysatilfelli
um áramótin. Daginn fyrir gaml-
ársdag ók Jón Geir Lúthersson,
bóndi í Sólvangi, bíl sinum út
af á leiðinni til Akureyrar, valt
bfllinn og hlaut Jón viðbeins-
brot en dóttir hans sem með
honum var slapp ómeidd. Þar
sem þetta vildi til voru frosnir
holgrafningar í veginn, hættu-
legir þeim sem ekki var kunn-
ugt um þá.
Á nýársdag datt frú Gertrud,
kona séra Friðriks A. Friðriks-
sonar á Hálsi, og meiddist mik-
ið. Var hún sótt á .sjúkrabíl frá
Húsavík og flutt í sjúkrahús
þar. Séra Friðrik hefur verið
þjónandi prestur á Hálsi undan-
farin ár og hafa þau hjónin ver-
ið mjög vinsæl í sveitinni.
hvað merkir. Þá drekka allir
Skotar og skemmta sér nótt og
dag. Englendingar halda jól
með svipaðra sniði og við.
Flestir íslenzkir stúdentar
fóru heim uffl jólin. Fjölskyldu-
fólk varð þó að halda kyrru
fyrir af f járhagsástæðum. Reynt
var að halda íslenzk jól eftir
mætti, og eiga Skipverjar á
Gullfossi sterkan þátt í, að það
var gerlegt. Það var þeim að
þakka, að iimandi hangikjöt,
laufabrauð og hvprs kyns góð-
gæti að heiman var á borðum
okkar um jólin, og það er ekki
í fyrsta skipti, sem þeir enu ís-
lenzkum stúdentum erlendis
hjálplégir. 1 lok hátíðarinnar
fæddist meira að segja lítið
jóllabarn af íslenzku kyni, son-
ur Jónu Bjargar Hjartar, en
i reyndar líka manns hennar, Páls
,van Buren hdskólakennara hér.
Venjulega er Edinborg eins
og dauðs manns gröf eftir kl. 8
á kvöldin, varla ljós í nokkr-
um glugga. í hinum nafntog-
uðu „dönsku blöðum“ hefurum
árabil verið auglýst róandi
hægðalyf. Á mynd sést yfir al-
dimmt þorp, en ‘ljós er í einum
glugga, og út um hann kemur
skýringin: „Jeg har glemtmm
Spinatin". Edinborg er afarlík
þessu þorpi. Maður getur geng-
ið eftir hverri húsalengjunni á
fætur annarri og hvergi séð
merki • um byggð, utan í ein-
staka glugga, hvort sem ástæð-
an er sú sama og í umvæddn
auglýsingu. 'En á nýórsnótt varð
skyndilega lífsmark með íbú-
urn þessarar ágætu borgar.
Menn létu þjóðarfþrótt sína,
sparnaðinn, og kuldann lönd og
leið, Ijós loguðu glattum hvei-ja
gátt, og'menn sungu og döns-
uðu innanheitir «f brennivíni.
Ókunnar fyllibyttur kysstustog
föðmuðust á götunum, menn
léku á harmonikkur með ann-
arri hendinni og héldu utanum
stúlkuna sina með hinni. Nú
er aftur dimmt, og utah um
amana hímir hnípin þjóð i
vanda.
Um þann vandánnhefurblöð-
um, útvarpi og sjónvarpi oröið
tíðrætt og -skraíað um ára-
mótin. StjórnmáHamenn eru
ekki heilagar kýr hérna, sem
enginn þorir eða má stjaka
við. Menn, sem gefa kost á
sér til þess áð stjórna „Brezka
heimsveldinu‘f, eins og i þeir
kalla það enn, vita það fyrir-
fram, að hver einasta athöfn,
hvert einasta skref, er undir
stöðugri gagnrýni þessara að-
ila. Pólitísk móðursýki virðist
,ekki eins áberandi hér og
heima. Ekkert þykir eðlilegi-a
ViUrWr
Hauslaus eða hvað?
Lesendur greta spreytt
sig á að finna út hvern-
ig þetta er hægt, en myndin er úr bókinni „Hlæjandi myndavél“
sem nokkrir þýzkir ljósmyndarar gáfu út nýlega.
George Brown
og sjálfsagðara en flokksfélag-
ar og þá ekki síður andstæð-
ingar deili opinskátt um rekstr-
arfyrirkomulag hinna ýmsu
fyrirtækja þjóðfélagsins. Það
ku vera vestrænt lýðræði. Á
því kann hins vegar að vera
sú bakihlið, að þeir menn, sem
opinskáast deila, geri það, af
því að þeir hafi allls enginvöld.
T.d. deildu tveir þingmenn
Verkamannaflokksins hatram-
lega í sjónvarpi nýlega um
brezkan iðnað. Voru það hinar
fróðlegustu upplýsingar, sem
þar komu fram. Þessir menn
geta gert þetta vegna þess að
þeir róða engu og breyta þar
af leiðandi engu. En eftir
stendur, að þeir geta haft tölu-
yerð áhrif á almenning. Ennþá
hef ég engan heyrt mæla bót
hroðalegum aðförum , Banda-
ríkjamanna í Vietnam í fjöl-
miðlunartækjum hér nemaráð-
herra ríkisstjórnarinnar, og
engum dettur í hug að heiðra
kommúnista eina með þeim
skoðunum. Ástæðan til þess, að
nokkurt gagn má hafa af fjöl-
miðlunartækjum eins ' og út-
varpi og sjónvarpi hér, er vit-
anlega sú, að útvarps- og sjón-
varpsráð hgfa aldrei látið standa
í sér þann vpðalega kökk, sem
kallaður er hlutleysi heima.
Fréttaflutningur þessara tækja er
að sjálfsögðu hlutlaus, en það,
sem utanaðkomandi fólk kann
að segja, kemur þeim ekkert
við. Það er á þess éigin ábyrgð.
Komið hefur fyrir, að spyrj-
endur í viðtalsþátturd hafa þótt
nærgöngulir, en þá hefur verið
um afhjúpun rfkisleynÖarmála
að ræða eða eitthvað því um
líkt.
Sá maður, sem harðast er
gengið að um þessar mundir,
er hr. Harold Wilson. Það er
næstum öruggt, að ríkisstjórn
hans félli í kosningum nú. Hún
þykir hafa brugðizt illilega á
öllum sviðum. Ég veit ekki við
hverju fólk bjóst. Það hefur
farið fyrir ríkisstjóm Wilsons
eins og öllumöðrumrikisstjóm-
um sósíaldemókrata: Þær sætta
sig við auðvaldsþjóðfélag eða
öllu heldur gefa sér þann stöp-
ul til þess að standa á ogvinna
síðan sem eins konar ræstinga-
konur íhaldsins. Þannig hefur
það gengið æ ofan í æ, allls
staðar. Vist hefur Verkamanna-
flokkurinn brezki komið á
ýmsum góðum hlutum, svo
sem National Health Service
(brezka sjúkrasamlagið), sem
umfram allt heldur lífi í fú-
tæklingum hér, en ég er næst-
um viss um, að fyrr eða síð-
ar hefði íhaldsflokkurinn gert
það líka. Honum er eins farið
og Ihaldsflokknum heima, að
hann gerir sér ljóst, að þjóðfé-
lag þrífst ekki án þjóðfélags-
legrar lausnar mála, þó að
skilningur stanzi við ákveðna
línu. tOg lffinu verður að halda
í þrælunum með eimhverju móti,
annars er lítið upp úr þeim að
hafa. Wilson er bundinn í báða
skó, þvi að endanlega ræður
peningavaldið, og sósíaldemó-
krata brestur alltaf kjark til
róttækra ákvarðana. Auk þess
vita allir, að vestrænt lýðræði
byggist á harðsnúinni' klíku
bandarísks auðvalds, CIA hef-
ur tálsvert við athafnir brezka
forsætisráðherrans að afchuga,
svo að litlu máli skiptir, þó að
hann kynni að hafa einhverjar
óljósar sósíalistískar hugmynd-
ir. Og það sem ég hef heyrt
hr. Harold Wilson segja, gæti
sérhver snyrtilegur fhaldsmaður
á íslandi hafa sagt. Það á alla-
vega ekkert skylt við sósialisma
og hefur enda engu breytrt i
lífi alþýðu manna á Bretlands-
eyjum. Hann hefur því hlotið
þau sorgP.egu örlög ailra sósíal-
demókrata, að vera viðgeröar,
maður íhaldsins, óg það var
varla meiningin að annast við-
hald þess.
Þegar litið er yfir liðið ár,
kemur þetta ljóslega fram.
Verkamannaflokkurinn hefur
vissulega staðið í smáhrein-
gerningum. Hann getur þakkað
sér afnám laga um dauðarefs-
ingu (að vísu í næstu 5 ár til
reynslu), hann hefur afnumið
lög um, að kynferðisleg sam-
skipti manna af sama kyni séu
glæpur. Persónulega finnstmér,
að hann hefði átt að ganga
lengra, beinlínis hvetja menn
tiíl þess háttar kynlífs, þvi að
börn, sem verða til í Bretlandi
utan hjónabands, eru réttinda-
láusir einstaklingar, "sem fáa
varðar um. Þess vegna finnast
smábörn myrt í jórnbrautarlest-
um eða 5>firgefin hér og þar.
öi”vita mæður hafa ekki minnsta
möguleika til þess að standa
undir uppeldi þeirra, hvorki
efnislega eða andlega. En það
er önnur saga. Það er vissulega
aukning á persónufrelsi að íá
að hafa kynlff sitt í friði, og
gott, að eitt morð veldurekki
sjálfkrafa öðru. Þá hefur nú-
verandi ríkisstjórn eitthvað
samræmt lög hinna 1400 bæj-
■ar- og sveitarfélaga, sem hing-
að til höfðu hvert sína laga-
bók til þess að fletta upp í.
Jafnvel Bretum fannst það of
flókið.
Hráksmánarlegust hefur þó
verið utanríkisstefna stjórnar-
innar. Hr. George Brown verð-
ur svarafátt eins og kollega
hans á Islandi, a.m.k. þegar
hann er spurður um Vietnam-
málið. Vera má að bandarískt
auðvald geti stungið upp í tal-
anda brezku ríkisstjórnarinnar,
svo að hún æmti \ ekki né
skræmti. IJn Bretar styðja ekki
einungis aðgerðir Bandaríkja-
manna í Vietnam, heldur taka
beinlínis þátt í þeim. Sem
dæmi má nefna, að þeir halda
úti herjum í Malaysíu og Singa-
pore, og menn hafa undrazt
hvers vegna. Nýlega komfram,
að þetta er samningur við
Bandaríkjamenn, sem er í gildi,
þar til stríðinu í Vietnam Jýk-
Harold Wilson
ur. Þarna veita Bretar vinum
sínum Bandaríkjamönnum að-
skiljanlega aðstoð, þjálfa t.d.
hermenn í að berja á skæru-
liðum og lána þeim hunda,
sem sérstaklega hafa lært að
þefa skæruliða uppi. Þessar
kúnstir lærðu Bretar í upp-
reisninni á Malakkaskaga fyrir
nokkrum árum. Það er ekki
svo óskiljanlegt, að de Gaulle
er lítið um Breta gefið sem að-
ila að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu. Bandarikjamenn eru sagð-
ir eiga 40% helztu útflutnings-
afurða Breta, svo að vafamál
getur verið hvar Bandaríki
Norðurameriku byrja. Verst er,
ef Johnson ,er að verða gjald-
þrota, eins og margt bendir til,
þá höfum við öll veðjað á vit-
lausan hest, sem aldrei má gera
í braski. Ef til vill verðurblóð
limlestra fátæklinga austur í
Vietnam, til þess að opna augu
okkar fyrir þvi, hverjir reka
heimsvaldapólitík og hverjir
ekki.
V erkamannaflokksráðherrann,
sem getur Jitið glaður yfirfar-
inn veg og fundizt árangur
verka sinna nokkur, er reynd-
ar kona, frú Barbara Castle.
Hún daufheyrðist við harma-
kveinum kráreigenda og barði
í gegn lög um, að menn skyldu
vera ódrukknir við akstur öku-
tækja. Og frú Castle <?r bráð-
hress þessa dagana, þegar hún
veifar skýrslum um helmings-
fækkun dauðaslysa eftir hina
nýju lagasetningu. Menn hafa
í-eynt að finna þessu ýmsar or-
sakir aðrar, en frú Castle situr
föst við sinn keip: „A sober
driver is far better than a
drunken one“.
Eftip uppgjöf Wilsons, geng-
isfellinguna, líta menn meðugg
til nýs árs. Drottningin sagði,
að Bretland væri í vanda, en
mundi leysa hann með alkunn-
um manndómi. Islendingar eiga
Oíka vandasamt ár framundan.
Við skulum vona, að ennfræg-
ari manndómur leýsi hann. ís-
lendingum öllum, samherjum
sem andstæðingum, ósldp ég
farsællar lausnar, þó einkum
þeim, sem ég veit að getastuðl-
að að henn.i, islenzkum sósial-
istum, ef þeir snúa sér að >vi
verkefni strax.
4/1 1988.
G. H.
Kuldasálmur
Reykjavík nefnist reyklaus borg
ríklát í allan máta,
fer hennar hrós um fjarlæg torg
frekt gerum af því státa.
Vellur úr jörðu vatnið heitt,
víslega er það í húsin leitt,
grátna hyað gerir káta;
Þegar að blessuð sumarsól
sendir geislana heita
yfir gjörvalla byggð og ból
blómstrar þá hitaveita,
stofnunin telst þá til þess fús
að tengja við kerfið sérhvert hús,
fæstir því firðar neita.
I
Svo kemur haust með hregg og hríð
hyssugar norðan brælur,
brátt kólnar sumum borgarlýð
bömin reka upp skælur.
Hér bjargar, mælir hvert eitt sinn
Hitaveitunnar forstjórinn,
stór geymir, stærri dælur.
Aldrei má ljúka önnum þeim
áður en kemur vetur,
með því er boðið háska heim
hver maður séð þó getur,
sem að hefur á verki vit
vel á sannindum þekkir lit,
eða þau einhvers metur.
Hefur nokkur á heimsins storð
heyrt um ráðsmennsku slíka?
Árlega glymja ómerk orð,
einatt hrein skreytni líka.
Fólkið þó skjálfi er samt eitt
sem eflaust gjörir í sinni heitt:
— Innheimtan rosta-ríka. ?—
Kulvís.
i
j