Þjóðviljinn - 04.02.1968, Page 2

Þjóðviljinn - 04.02.1968, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. febrúar 1968. rÁitÍíflj - : ★ Hópur ungbarna í Köln, börn kennara við Þýzka í- þróttaskólann þar í borg, fer vikulega í.sundtíma. Ekki er þetta þó aðeins gert þeirra vegna, heldur fyrst og fremst fýrir vísindin, en sundkenn- arinn, Erika Fastrich. er að gera tilraunir með sund- kennslu barna. Hefur hún þegar komizt að raun um að langbezti aldurinn til að byrja að læra að synda er eins árs, að tveggja ára börn geta auðveldlega synteinmeð litla kúta og 3% árs gömul börn er óhætt að láta sleprin kútúnum. ★ I stað' venjulegra kúta á baki eru nótaðir við kennsl- una sundkútar sitt á hvorum haridlegg, eins og sést á myndunum. Nemendur Eriku eru allt frá þriggja mánaða gamlir og virðast ekki vatns- hræddir. Fyrsta- æfingin er sturta í baðkerinu, en sú vin- sælasta að láta kasta sér i loft upp og lenda með skvampi í lauginni. WmMmmm □ í byrjun næsta mánaðar er von á einum snjallasta handknattleiksmarkverði á Norðurlöndum hingað til lands, sænska landslilðsmanninum Ulf Johnsson frá Lundi. Svíinn kemur hingað á vegum Hand- knattleikssambands íslands 6. marz n.k. og dvelst hér í hálfan mánuð eða svo við þjálfun markvarða ísl. handknattleikslið- anna, jafnframt því sem hann veitir hand- knattleiksþjálfurum hér tilsögn. Ulf Johnsson er eins og áður var sagt einn af snjöllustu handknattleiksmark- vörðum á Norðurlöndum; hefur að baki marga leiki með A-landsliði Svía. Hann var í hópi sænsku leikmannanna sem komu hingað til Reykjavíkur í fyrra. Stjóm Handknattleikssambands íslands hefur lengi haft hug á að fá þennan snjalla leikmann og leiðbeinanda hingað því að markvarzlan hefur löngum verið veikasti hlekkurinn í leik íslenzka landsliðsins í handknattleik. m m Tveir leikir fóru fram í meistaraflakki tslandsmótsins í körfuknattleik sl. föstudags- kvöld. Fyrst léku KFR og Þór. og tókst KFR að hefna ófar- anna fyrir norðan. Síðan léku KR og Ármann og sigraði KR með nokkrum yfirburðum. Körfuknatfleikur: t KFR hefndi ófaranna fyrír norian og vann Þór 53:47 KFR Þór 53:47 KFR byrjaði leikinn mjög vel og innan skamms mátti sjá á töflunni 8:0. Þórsurum virt- ist hins vegar ganga illa að finna körfuna í byrjun, en Pét- ur Sigurðsson kom þeim loks á sporið. Jafnaðist nú leikur- inn fljótt og brátt var staðan orðin 14:12 KFR í hag. Þá taka KFR-ingar góðan sprétt og komast í 21:14. Þórsarar gefast samt ekki upp frekaren fyrri daginn og laga stöðuna. 22:24 fyrir hlé. Byrjun seinni hálfleiks var örlagarík fyrir Þór. Þá skorar KFR 10 stig í röð án þess að Þór fengi svarað fyrir sig. Var staðan brátí orðin 36:24 og nokkurn _ veginn útséð um leiksilok. Þór tókst samt með harðfylgi að minnka þennan mun niður í 4 stig skömmu fyrir leikslok, en Marinó, KFR átti síðasta orðið og endaði því leikurinn með 6 stiga sigri KFR, 53:47. KFR lék sama herbragð og KR gerði á Akureyri, þ.e. að setja einn mann til höfuðs Einari, en láta hina 4 leika svæðisvöm. Ólafur Thorlacius gætti Einars og gerði þaðmjög vel. Lokaði hann Einar einn- ig algjörlega út úr öllumsókn- arfráköstum, og gat hinn há- vaxni Sigurður Helgason þá hirt fráköstin í ró og næði. Sóknarleikur KFR er aftur á móti nokkuð einhæfur. Bygg- ist hann aðallega á því aðláta Þóri Magnússon skjóta sem mest. Að vísu er hittni Þóris alveg einstök, en hvað skeður, ef hann fær sterkan varnar- mann á sig eða hittnin bregst? Hljóta allir að sjá að slík leik- aðferð er ekki vænleg til ár- angurs. Þórir var langstigahæsti leikmaður KFR. Um tíma reyndu Þórsarár að setja mann til höfuðs honum, en hann skoraði jafn mikið eftir sem áður. Þá áttu Sigurður Helga- son og Ólafur Thorlacius ágæt- an leik, sérstaklega í vöminni, eins og fyrr segir. Marinó er alltaf traustur, og Rafn átti góðan kafla í upphafi síðari hálfleiks. Bjami gerði sig oft sekan um að gefa boltann frá sér í góðum skotfærum. Þórsarar verða að finna svar við hinni nýju „taktfk" andstæðinganna, ef þeir ætla ekki að falla aftur á henni. Að vísu fá leikmennirriir oft ágæt skotfæri fyrir utan, én hittnin er ekki það örugg, að þeir geti ógnað verulega. Ein- ar Bollason skoraði aðeins 4 stig í þessum ileik og var 6- venju daufur. Beztu menn liðsins voru Guðni, Jón Frið- riksson og Pétur. Liðið lék nú án Ævars og kom það sér illa, því að lítil breidd er í liðinu. Aðeins 6 menn léku allan leik- inn. Leikinn dæmdu Guðjón Magnússon og Hilmar Ingólfs- son. Er gaman að sjá Guðjón með flautuna aftur, þvf að hann var einn okkar albezti dómari. . KR — Ármann 70:46 Þama áttust við efsta og neðsta liðið f deildinni. Má furðuilegt teljast, að Ármann skuli sitja á botninum, þvf að liðið hefur mörgum góðum leikmönnum á að skipa. Framan af var leikurinn nokkuð jafn, og um miðjan hálfleik hefur Ármann 1 stig yfir, 11:10. Þá tekur KR tíu mínútna skorpu og tryggðisér þar með nokkuð örugga for- ustu í hálfleik, 30:21. í sfðari hálfleik breikkaði bilið smám saman enn meir og mátti þá greinilega sjá þreytumerki á Ármenningum. Varalið ICR lék mestan hluta síðari hálfleiks og hélt forskot- inu vel við. Úrslit leiksins urðu þau, að KR skoraði 70 stig gegn 46 stigum Ármanns. Það kom vel í Ijós í þessum leik, að ekkert lið hefur yfir jafnmikilli breidd að ráðasem KR. 1 því félst höfuðstyrkur liðsins. Liðið byggir ekki á neinum einstökum leikmanni, og gerir það andstæðingunum vissulega erfitt fyrir. Hjörtur Hansson lék ekki með KR í þessum leik og mun ekkileika meir í þessu móti. Hann á enn við meiðsli að stríða, sem hann hlaut í haust. Brynjólfur, Sigurður örn og Stefán eru verðugir arftakar Hjartar en eiga þó margt eftir ólært enn. Stig KR skoruðu: Guttorm- ur 16, Kolbeinn 12, Kristinn og Brynjólfur 9, Sigurður öm og Gunnar 7, Jón Otti og Þor- valdur 4 og Stefán 2. Ármenningar mega vissulega leggja höfuðið í bleyti og finna einhverja lausn á mál-r um sfnum. Það er ekki einleik- ið, að lið með 3—4 menh á landsliðsmælikvarða skuli ekki Framhald á 4. síðu. Útsala — Kjarakaup Úlpur — Kuldajakkar — Peysur — Buxur Hvítar fermingaTskyrtur — Skyrtupeysur og margt fleira Ó. L. Laugavegi 71 Sími 20171. 4 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.