Þjóðviljinn - 25.02.1968, Side 1
Sunnudagur 25. febrúar 1968 — 33. árgangur
47. tölublað.
Sósíalistafélag Reykjavíkur
□ Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur verður haldinn n.k.
þriðjudag, 27. febrúar, kl. 8.30 í Tjarnargötu 20.
$
Q Venjuleg aðalfundarstörf. — Nánar getið í þriðjudagsblaði.
VERKALYÐSFELOG UM LAND ALLT
HAFA BOÐAÐ VERKFALL 4. MARZ
ef ekki verSur fallizt á kröfu alþýSusamfakanna um verSfryggingu kaupsins
Alþýðubanda-
lagið í Reykja-
neskjördæmi
Aðalfundur Alþýðubandalags-
ins í Reykjaneskjördæmi verður
haldinn að Fólkvangi á Kjalar-
nesi, í dag, 6unnudag og hefst
klukkan 14.30.
DAGSKRA:
1. Skýrsla stjórnar og ársreikn-
ingar bandalagsins.
2. Fjárhagsáætlun og ákvörð-
un skattgjalda deildanna-
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar og endur-
skoðenda.
5. Önnur félagsmál.
— Stjórnin.
Sclja merki í dag
Hinn árlegi merkjasöludagur
Slysavamafélags íslands verður
í dag, en í 30 ár hefur deildin
eafnað fé með þessu móti á góu-
daginn.
Börn er vildu selja þessi
merki eru beðin að mæta í
bamaskóla borgarinnar snemma
í dag.
Benedikt Þórðar-
son látinn
Benedikt Þórðarson bóndi á
Kálfafelli í Suðursveit lézt í
Landspítalanum sl. stmnudag.
Hann verður jarðsettur frá
Kálfafellsstaðarkirkju á morgun,
mánudag, 26. febrúar.
□ Fjöldi verkalýðsfélaga um land allt hefur nú boðað verkfall frá og með
4. marz ef ekki hefur verið samið um aðalkröfu alþýðusamtakanna,
verðtryggingu kaups, fyrir þann tíma. Snorri Jónsson framkvæmda-
stjóri Alþýðusambands íslands fullyrti í gær að í félögum þeim sem
boðað hefðu verkföll þennan dag væri mikill meirihluti félagsmanna
Alþýðusambandsins.
□ Meðal þeirra félaga sem boðað hafa verkfall frá 4. marz* eru Verka-
mannafélagið Dagsbrún í Reykjavík, Verkamannafélagið Hlíf í Hafn-
arfirði, Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri, Verkalýðsfélagið Vaka á
Siglufirði, Iðja félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Trésmiðafél. Reykja-
víkur, Félag jámiðnaðarmanna í Reykjavík, Hið íslenzka prentarafé-
lag, Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi, félög bifvélavirkja, blikksmiða og
skipasmiða í Reykjavík, flest verk^Iýðsfélögin á Austurlandi, verkalýðs-
félögin á Akranesi og í Borgamesi,og er langt frá allt talið.
N. k. miðvikudag frumsýnir Lcikfélag Reykjavíkur nýtt leikrit
eftir Jökul Jakobsson og nefnist það „Sumarið 37“. Leilkstjóri og
einn af aðal'Ieikendum er Helgi Skúlason og sést hann hér á mynd-
inni í hlutverki sínu í leikritinu, en nánari frásögn og fleiri myndir
eru á 12. siðu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Viljum ekki kjaraskerðingu
segir Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar
• Þegar afnumdar eru vísitölu-
bætur á kaup, hrjá efnahagslíf
þjóðarinnar stórar sveiflur ýmist
í verðhækkunum eða kaupgjaldi
og er það óviðunandi ástand fyr-
ir allla aðila. Það er fyrst og
fremst verið að koma í vcg fyrir
slíkt ástand í efnahagslífinu,
þegar vcrkalýðshreyfingin lætur
nú sverfa til stáls með vcrkföll-
um 4. marz af því að hún fær
ekki að búa við verðtryggt kaup,
sagði Eðvarð Sfigurðsson, formað-
ur Dagsbrúnar í viðtali við
Þjóðviljann í gær.
• öll saga verkalýðshreyfingar-
innar hefur sýnt að ^Æfarasælast
er að búa við vísitölubundið
kaup og stuðlar það að jafnvægi
í efnahagslífinu. Það hefur verk-
að sem hemill á verðhækkanir,
sagði Eðvarð.
• Ég hef sérstaklega í huga
reynslu áranna frá 1960 til 1964
m°ð linnulausum ófriði á vinnu-
markaðnum borið saman við
Eðvarð Sigurðsson
tímabilið frá 1964 til 1. nóvem-
ber á síðastliðnu ári, þegar visi-
talan mældi uppbætur á kaup
í samræmi við verðhækkanir.
• Frá 1960 til 1964 var sífelldur
ófriður á vinnumarfcaðnum og
samið var um talsverðar kaup-
hækkanir í prósentuvís öðru
hvoru með löngum og stuttum
verkföllum, en þessar kaup-
hækkanir náðu aldrei kaupmætti
til þess að bæta fyrir verðhækk-
anir á öllum mögulegum svið-
um þá-
• Þetta snerist alveg við árið
1964, þegar vísi talan fór að mæla
uppbætur á kaupið eftir 1964 og
hefur hún mælt um 19% bætur
á kaup til 1. nóvember siðast-
liðinn og vorum við þá að nálg-
ast kaupmátt launanna 1959.
• Verðtrygging kaupsins er
þessvegna mikið atriði hjá
verkalýðshreyfingunni og mér
finnst allt í húfi þessa stund-
ina, að verkalýðshreyfingin fái
að halda áfram að búa við vísi-
tölubætur á kaup í samræmi við
verðhækkánir.
• Þetta er áreiðanlega hag-
Framhald á 12. síðu.
Erfitt reyndist í gærdag að fá^
heildaryfirlit yfir þau verkalýðs-
félög, sem tilkynnt höfðu um
verkfall fyrir hátegi í gær, þar
sem hvert félag tilkynnir um
verkfall fyrir sig til ríkissátta-
semjara eða héraðssáttasemjara.
Hafði enginn einm aðili heild-
aryfirlit ' yfir tilkynningu um
verkföll verkalýðsfélaga á land-
inu og voru verkfallstilkynning-
ar óðum að berast í gærdag
ýmist til ríkissáttasemjara eða
héraðssáttasemj ara.
Þegar Þjóðviljinn , hafði sam-
band við Torfa Hjartarson, rík-
issáttasemjara í gærdag vissi
hann um eftirtalin félög, sem
tilkynnt höfðu verkfall miðað
við 4. marz næstkomandi: Verka-
mannafélagið Dagsbrún, A.S.B.,
Trésmiðafélag Reykjavíkur, Fé-
lag járniðnafjarmanna, Félag bif-
vélavirkja, Félag blikksmiða, Fé-
lag jámiðnaðarmanna í Árnes-
sýslu, Iðja, félag verksmiðju-
fólks í Reykjavík, Mjólkurfræð-
ingafélag íslands, Bifreiðasljóra-
félagið Sleipnir, Félag kjötiðnað-
armanna, Félag bókbindara, Hið
islenzka prentarafélag, Nót,
sveinafélag netagerðarmanna,
Starfsstúlknafélagið Sókn, Félag
skipasmiða, Verkamannafélagið
Hlíf, Verkalýðsfélag Akraness,
Árvakur og Framtíðin á Eski-
firði1, Aldan á Sauðárkróki,
Verkalýðs- og sjómannafélagið á
Stöðvarfirði, Þór á Selfossi,
Bjarmj á Stokkseyri og Báran
á Eyrarbakka.
Þá höfðu þessi félög tilkynht
um verkfall 4. marz næstkom-
andi til Steindórs Steindórsson-
ar, sáttasemjara á Norðurlandi,
þegar Þjóðviljinn hafði sambapd
við Steindór skömmu fyrir há-
degi í gær:
Verkalýðsfélagið Eining á Ak-
ureyri, Bílstjórafélag Akureyr-
ar, Verkalýðsfélagið á Skaga-
strand og Verkcimannafélag
Raufarhafnar.
Áðalfundur í A.S.B:
ASB fól nefnd ASÍ
að boða til verkfalls
Liðsfundur ÆF
Verkalýðsmálanefnd Æ.F. ofnir
til liðsfundar um verkalýðsmál I
dag kl. 4 í Tjarnargötu 20 (uppi).
Skorað er á alla Fylkingarfélaga
scm eru meðlimir í aðildarfélög-
um A.S.Í. að mæta.
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur A.S.B., félags afgreiðslustúlkna
í brauða- og mjólkurbúðum.
Samþykkt var að veita 18 manna
nefnd A.S.I. umboð til að semja
um vísitölubætur á kaupið við
atvinnurekendur, svo og boða til
verkfalls í samvinnu við 18
manna nefndina, ef þurfa þykir.
Stjóm félagsins var endur-
kjörin, en hana skipa: Birgitta
Guðmundsdóttir, formaður, Auð-
björg Jónsd. Valborg H. Jónas-
son, Sigríður Guðmundsdóttir og
rósa Kolbeinsdóttir. I varastjórn
vom kosnar Ragnheiður Karls-
dóttir, Sesselja Jónsdóttir og Sig-
ríður Þórðardóttir.
Einnig var endurkcsið í trún-
aðarráð félagsins. I því em Guð-
rún Finnsdóttir, Elín Bjömsdótt-
ir, Hlíf Hjátoiarsdóttir, Hallvéig
Einarsdóttir, Sigfrið Sigurjóns-
dóttir og Hera Guðjónsdóttir.
Birgitta Guðmundsdóttir
Aöalfundurinn staðfestí. ein-
róma þá ákvörðun sem tekin
hóifði verið í trúnaðarmannaráði
Framhald á 12. síðu.
Góu fagnað íkvóld
Það er í kvöld sem Kvenfélag sósíalista heldur
góufagnað sinn í Tjamargötu 20 og ber á borð marg-
víslegan rammíslenzkan mat.
Borðhaldið hefst kl. 7 og dagskrá verður eftir-
farandi:
Upplestur: Jónas Árnason alþingismaður
Hljóðfœraleikur: Nemendur úr Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar.
Myndasýning: íslenzkar litskuggamyndir.
Almennur söngur verður við borðhaldið og eru
allir sósíalistar og velunnarar Kvenfélagsins vel-
komnir á fagnaðinn.
1