Þjóðviljinn - 24.12.1969, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1969, Blaðsíða 3
 ■ flf Ttn'á. «... ■ níiftÉii. I Það bar til á einum sólbjört- um sumardegi árið 1895, að ljósmyndasmiður (eins og þá var kaillað) kiom að Þinignesi í Borgarfirði- Ekki veit óg hvort, hann kom óitilfcvaiddur eða ekki, né hver hann var. Fólk var þá flestallt á engjuim, er hann kom, en var kvatt heim, og konurnar fóru úr vinnufötunum og fclæddust í peysufötin sín, en þær voru flestar ungar. Þá bjó í Þingnesi ekkjan Guðníður Jónsidóttir frá Deild- artungu, sonardóttir Jóns þess Þorvaidssonar bónda þar, sem einhver kynsælastur maður hefur orðið svo menn viti, og eru sagðir haifa komið út af honum 10.000, og a£ þeim flestir á lffi. Guðríður var fædd 1833, dó í hórri elli 1916, varð 11 barna mióðir, en ól upp sjö tötoubörn, auk bess sem hún fóstraði nok'kur börn uim lengri 74 dra gömul mynd af bóndabæ í Borgarfiröi, heimafólkinu og gestum eða skemtmri tíma. Af börnum hennar lifðu 9- Hún föstraði mig, og Anna dóttir hennar. Hjálmur Jónssan, maður henn- ar, dó 1894, 68 ára. Þau flutt- ust að Þingnesi 1866, frá Mó- feJlsstöðum, og bjuggu þar sið- an, höfðu mikið bú og rausn- arsamlegt meðan þau lifðu bæði. Þingnes taldist þó vera höfuðból. Afi minn hafði stór- ar hjarðir sauða og færði frá ánum. Hann stundaði iaxveiði í báðum ánum, Hvítá og Grímsá. Kýr hafði hann ekki ýkjamargar, enda voru þá eng- in rjómabú, og efcki mai'kaður fyrir mjólk. Hann átti ýmsar jarðir aðrar og leigð'i þær. Að honum látnuim tók Jón eddri, sonur þairra hjóna, við búsiorráðum meö móður sinmi, en hans naut etkki lemgi við, því hann dó úr lungnabólgu vorið 1899 og hlaut bróðir minn, sem fæddist þá um haustið, hafn hans. En hann lifði ekki. Að Jóni eldra látnum tók Jón yngri við- Hann var þar fýrst bústjóri, síðan bóndi. Hann andaðdst 1930. Árið 1890 var garrnli bærinn rifinn og reist timiburhús, nema hvað búr og eldlhús og eldivið- argeymsla voru lótin standa og innangengt x þetta úr aðalhús- inu. Bkki stóð hús þetta lengí, það þótti trekikvindsfuilt og ó- vandað og var rifið 1906, og byggt annað siem vera skyldi betra. Mig minnir það hiafa kostað 7 þúsund krónur. En ég sá eftir gaimla húsinu, þar sem kveðnar voru rímiur í norður- enda loftsins á kivöldvökum á veturna, þar sem farið var í leiki og siungið og dansað (ekki var fóíLk þietta hneigt fyrir söng og dans samt), haldnar stói'ar jólaveizlur og boðið til heidra fólki úr sveitinni, þar seim haldnir voru þingfundir í sitof- unni, sem köliuð var Stórastofa, þar sem myrkfælnin óist í mór eins og forynja, því þarna voru ýmsir rangalar dimmir, þar sem ég lærði að-lesa, og undur og gaildrar bóka laukst upn fyrir mér, já veröldin öii, þar sem söngur og ljóð og samitöl og lesti’ar þróuðust í Norður- enda, en sól sikein um glugga í Suðurenda og niðri var bló- miáluð stofa svo hæstmóðins, að þar voru páfuglsfjaðrir til skrauts í vasa, og í öðrurn, og kaus ég þar alltaf að vera, en fókk ekki. 1 staðinn kom stæri'a hús með 9 herbergjum auk þriiggja í kjalilara og tvístrað- ist þá hópúrinn, þar sem hver fékk sitt kamimers, em sumir voru þó tveir eða þrír um svefnstofu. Og gestirnir, sem áður komu fjöildamargir, og oft boðið upp í Norðui-enda, því þar var ofninn kyntur, þeir hættu þá að koima neimia miklo færri, og var boðið inn í aðra hvora stofuna niðri, svo af þeim hafðist ekkert, nema þá reykjareámurinn, ef þeir reyktu pípu, en það gerði varla neinn nema læknirinn í Stafholtsey. Dálítið var sá eilmiur góður og hátíðleigur, en fullnægði engan veginn þöirf manns fyrir að hlusta á tail gests, sem sagði tíðindi. II Fólkið á myndinni, taiið frá vinstri: Hjörtur Hansson bóndi á Grjóteyri með dóttur sína, Sig- ríði, tæplega ársgaimilia- Hjörtur bjó á Grjótéyri all- an sinn búsfcaip og kona hans Gróa, og börn áttu þau sex, og tvö þeirra, Öskar og Kristrún, bjuggu á Grjóteyri lengi og eru fyrir stuttu farin þaðan. Sig- ríður er ein á lifi af þeim. sem sjást á myndinni. Hjöi'tur var talinn vei'a fá- tækur bóndi, en fríðleiksmaður var hann og snyrtimaður, svo sem sjá miá á mtyndinni. Næst kemur Anna Hálfdán- ardóttir vinniukona. Hún var kölluð Dána. Þetta mun hafa verið rösk stúlka og mjikil fyr- ir sér og heyrði ég nöfnu henn- ar Hjáimsdóttur oft tala uim það hve gaman hefði verið að hafa hana á heiimilinu- Ekki vissi ég neitt hvað um hana varð eftir að hún fór frá Þing- nesi. Næst kemur Margrét Hjálms- dóttir, komung m»r, 17 ára gö*mul kvennaskóilastúlka, grönn og keik, en vindlhviða hefur feykt til silifsinu svo ekki má greina hvort hún er frx'ð. Ég á mynd af henni níi-æðri og þar sýnist mér hún enn vera dálítið fríð. Hún dó í sumiar, 91 ái's og var að henni mikill skaði, en þó vair hún þrotin að heilsu fyrir no'kkra. Ég álít að rétt hefði verið að fá hana ul að kenna próiftessoram voram í heimspekideild að tala og lesa, leikuram vorum að segja fram og lesa, rithö.fundum vorum, hinum skástu af þeim, að tala og rita, þeim sem annax's má teljast kennandi. Já, og kienna hafðairkonum háttvísi- En hún var aldi'ei beðin að gera þetta. Og nú er hún dáin, og þefta gullna tækifæri runnið í gllat- kistuna, og gizka ég á að seint gefist betra tækifæi’i. Af hverju var það látið ónotað ? Ég spái að það eigi eftir að hefna sín, — Hún hefði ekki nennt að standa í neinu af þessu. Hún var oftastnær prúð og fremur hljóð, cg ríslaöi sér við saum- ana sína. Næst kemur Anna systir Margrétar. Hún las ved og tal- aði vel og líklega engu síður. (en málfæri hafði hún tæp- lega jafngott) enda hafði hún aldi’ei í neinn hálfdanskan kvennasikóla komið- Hún harm- aði það. En líkleiga vissi hún ekki hvað hún var að hax-ma. Anna varð áttræð, og dó fyrir aldur fram, en kjdr hennar voru þó ekki nógu góð, bví hún dó áður en hið blessaða annað hei'misstrið hófst. Amma mín, Guðríðui’, er á myndinni þax- sem hún siitur fyrir framan systui'nar rúmiega sextuig, en sýnist eidi'i, sem von er um húsfreyju, sem matseid- að hafði í ófullkomnu elldhúsi um tugi áx-a, í svælu og reyk, alið rúman tug barna, fóstrað annað eins, haft hálfan annan til tvo tugi heimilismanna vet- ur og sumar, fenigið laklegt uppeldi að því er séð varð1 af beinum hennar, sem sum voru úr lagi fæi'ð, og hivaið hún var lítil! Hún átti 10 aisystkini og 10 hálfsystkini, en reyndar dó af hinum síðartöldu flest, en nokkuð af hinum, í æsku. Um hana var þetta kveðið i bæjarímu: Guðríður í ríkum rann, ráðsnjöll bæði og lagin, stórbýlinu stýra kann, ýarfar flest í haginn. En um Hjáim, miann hennar þetta: Heldur Þingnes hraðvirkur, Hjálmur, gæddur auði, heiðursmaður hjálplegur, — hugsar um gull og sauði. Afi minn seldi sauði sána enskuim fjái'kaupmanni fyrir gullpeninga, en þeir týndust aliir- Bfcki líkaði . systkinunum síðasta línan í vísunni, því þau dýrkuðu gamia manninn, þenn- an notalega þýðleiksmann. Hann dó árið áður en myndin var tekin og er sikaði að hann var ekki með á henni. Hann var hreppstjóri lemgi. Einn pen- imgur úr safninu var til á flask- ingi, fyrst þegar ég man eftir, ógn lítiii, hann týndist eins og hinir. Guðríður situr á stód, en fyr- ix' aftan hana era dótturdaetur hennar tvær. Helga og Amý, 10 og 9 ána, oig sýnast vera hændar að ömmiu sinni. Nú flyt ég afltur yfir í efri röð, en bii er á milli og koma þá fyrst systur þrjár í röð: Rannveig Hjálmsdóttdi', Giuðrún og Kristín. Rannveig giftist aldrei, en bæklaðist af bein- kröm, því miður- Hún var væn og notaleg, en emginn skörung- ur svo vert sé að geta um Guði'ún systir hennar, mióðir Helgu og Árnýjai', kemur næst, og er hún þá oi'ðin ekkja fyrir löngu, og aldrei sá hún, eftir það, jafnglaðan dag sem áður og hafnaði gjafoi'ðuim, sean henni buðust. Hún hafði eid- húsvei'kin á þessu stóra heimdli, og kann vera að það hafi ver- ið henni um megn. Guðrún er 38 ára á myndinni. Hún átti Ár-na frænda sdnn Hjáimsson frá Hami'i. Næst kemur Kristín, semi þá var ógift, en giftist seinna Hans Hannessyni austanpósti, og er margt komið frá þeim. * Börn áttu þaiu 4 og lifa öli þeigar þetta er ritað. Ki'istín var kát og glaðlynd heima, og þótti að henni skemm,tun á heikndld og lfka eft- irsjá að henni þegar hún fór — Hún var sílesandi alla asvi. Hún aðhyllltist í pólitík konservat- isma en í trúmálum ortodoksíu og var staðföst í þessu tvenmu til æviloka og bað þess að aldi'- ei yrði getið um siig í Þjóðvilj- anum, og er ég nú að rjúfa trúnað á henni andaðri. Hún lézt af slysförum, á nítugasta ári, en kynmi að lifa enn ann- ars. Hjá henni stendur háifvax- inn piltur með hatt: Sigurður Sigtryggsson, síðar kennari við merintaskólann í Vejle, síðan adjunkt, síðan yfirikennari, sein- ast rektor menntaskólans í Lynigby, Kbh. Próf hafði hann mjög góð. Hann var hvei's manns hugljúfi á heimiilinu, og i'ækti við okkur tryggð meðan hann lifði- Hann dó 1944. 1 fremi-i röð sitja bræðumir þrír, sem heima vora: Jón eidri, Jón yngri og Askeii. Jón eldri var bófkamaður og áttd öll í'it Bókmienntafólaigsdns, og max-gt fleira: Fjölni, Skx'mi, Ár- bækur Esipolíns, Sýsiumanna- ævir, Ármann á alþingi o.fi. o.ffl. Af þessu var ekki til tanig- ur né tötuir þegar ég man fyrst eftir, ailt gei'horfið, og hvilík- ur hnekkur þetta var mér og harmiui' og baigi, því get ég ekki með orðum lýst, en ólukk- ans guðsoi'ðábaskumar, sem ég vissi ekki hver keypt hafði, og staflað haifði verið í stóra tré- kassa úti í pakEkhúsi, því það þótti óþrifnaður að þessu inni, þær vora aliar til, og límd sam- an blöðin, þvi enginn hafði nennt að opna þetta- Samt báru allir virðingu fyrir guðsorði, svo sem vert er. En þó að ekk- ert væri af bóktam, var þð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.