Þjóðviljinn - 24.12.1969, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1969, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ 21 UR ÞÁTTUNUM „MAGNÚS FRÆNDI MINN" EFTIR SVEIN BERGSVEINSSON KRONA Magnús frændi minn átti það til að senda mig út í hvaða veð- ur sem var- Samt átti ég ekki nein hlífðarföt að heitið gæti- Ég man alltaf eftir einni slikri ferð í skafrenningi á milli bæja- Heima á Kirkjubóli var kom- inn gestur- Ég man hann sat á rúmi okkar mömmu heitinnar við gluggiainn, eins og hann væri að bíða eftir prjóni, og Magnús frændi minn sat þar og prjón- aði. Að vísu datt mér strax i hug, að þetta væri heldur ÓMk- legur prjónagestur- Gesturinn Strandfjell- Ég haifði oft heyrt getið um barnakenmarann Jón Bassa, því að hann kenndi sig við Bassastaði á Selströndinmi. Hann hafði komið stundum áð- ur, em ferðalög hans voru frekar talin til flakiki9 en löglegra er- inda- Hann var þá orðimn hvítur fyrír hærum og tinaði. Mér var starsýnt á kallinn, fölan í and- liti, feitlaginn, pireygan með hátt og þunnt tóbaksnef. Auk þess hafði ég heyrt, að hann hefði átt bam með umgri stúlku, eftir að hann var kominn yfir sjötugt- Mér hafði alltaf fund- izt þetta ótrúlegt- En þegar ég sá kallinn fyrir mér, fannst mér það allt að því óhugnanleigt, þar sem hann tók í nefið og tinaði með dauðafölu höfðinu, og tó- bakskomin féllu niður á vestis- hru'ktournar á ístrumni- Þó að sikafrenningiUr væri á, vildi kallinn enidilega kornast niður að Hólum, næsta bæ. Lík- lega hafa þeir Magnús fræmdi minn ekki átt hug sarnian, því að ammars stóð aldrei að mínu viti á gistingu heima- Sem sagt, það var kólf þennam dag- Jón Basisi bað um fylgd og ég varð að sjálfsögðu fyrir valinu. Svo illa sem ég var búinn til ferða- laga, þá var þetta eikki nema hálftíma leið að skreppa niður að Hólum fyrir fullröskan strák, og Jón Bassi varð að sjá um sig- Það var gengið að því vísu, að ég rataði báðar leiðir, þótt of- ankafald bættist á. Nema við Jón Bassi lögðum af stað í Jesú nafni- 1 raun og veru skeði ekkert marfcvert á leiðinni. Hálftím- in,n niður að Hólum er miðaður við rösklegam gang í góðu veðri. Ég gefck á umdan með prik og Jón Strandfjell fylgdi mér más- andi eftir. Hræddastur var ég um hann, þegar ég stytti mér leið og fór rétt fyrir ofan Driss- hól, en þar eru íen. Að vísu var snjór á og frerar og frost þenman dag, en dýin lúmsk, vísast kaldaverms'L Karlinn tróð i fótspor mín, og ég reyndi fyrir mér með prikimu. Vindur- inn stóð beint í faogið, og mik- ið var mér kalt á títunni- Auk þess næddi um mig allan. Það sem hélt kjark í mér var tilhugsunin um það, að svoma gamall ferðalamgur eins og Jón Strandfjell mundi gefa mér krónu fyrir fylgdina, þeg- ar komið væri niður að Hólum- Einhvern veginn fannst mér, að hann hlyti að eiga peninga og hann væri svoleiðis maður, að í svona veðri gæfi hanm fylgdar- sveini sínum krónu, einkanlega úr því að hann hafði sjálfur^ beðið um fylgd- Og það mað- ur, sem hafði átt bam með ungri stúlku, eftir að hamm var kom- inn yfir sjötugt. Ég hafði nefni- lega aldrei áður eignazt krónu Þetta átti að vera mín fyrsta króna- Það var bréfkróna- Á þeim árum voru allar krómur bréfkrómur- Ég hugsaði sem sagt um krón- una alla leiðina og var nærri búinn að láta karlinn ana ofan í pytt, sem ég átti.að vita uni. Ég hopaði til baka á síðasta augnabliki og þreif í hann og gat með naumindum bjargað honum frá hraknimgum og jafn- vel dauða- Ég vissi, að ef ég missti karlinn út úr hömdunum á mér ofan í einhvem pyttinn þá mumidi ég ekki geta unnið mér inn krónu. Ég kom honum því með erfiðismunum og eftir krókaleiðum niður að Hólum- Ég barði að dyrum og Magn- ús hreppstjóri kom sjálfur út eftir stundarkorm. Ég fór að kveðja Jón Bassa, á meðan komið var til dyra, til að veita honum tækifæri að stinga að mér krónunni, svo að ekkert bæri á. En hanm lét sem hann skildi það ekki- Hann tuldraði eitthvað í barm sér, sem hægt hefði verið með góðu móti að túlka sem þakklæti fyrir fylgd- ina- Magnús í Hólum bauð mér að sjálfsögðu inn til að hlýja mér. En mér var swo illa við karlinn fyrir að svíkja mig um krón- una, sem að vísu aldrei var sett upp, að ég þakkaði fyrir gott boð, kvaddi og hljóp aftur fram eftir- Þannig skildi með okkur Jóni Bassa- Mér hafði aldrei verið borgað fyrir það að fylgja manni bæjarleið. Því furða ég mig á því stundum emn þann dag í dag, hvers vegna ég hafði búizt við því, að Jón gamli Bassi styngi að mér krónu. SKULDIR Ég hef engan mann fyrir hitt á Mfsleiðinni, sem kunni eins að skulda og Magnús frændi minn. Hann skuldaðd við Riiis- verzlun- Hann sýndi okkur allt- af reikninigana sína um hwer áramót. Alltaf skuldaði hann tvö þúsund krónur. Ekki veit ég enn hvort hann sýndi okfcur reilcn- iniginn, af því að hann sfculd • aði tvö þúsund krónur eða a.f því að reikningurinn var svo vel skrifaður. Sdgurjón í Sölu- deildinni hafði sjálfur mjög faí- lega rithönd, en Magnús frændi minn verzlaði bara við Riis- verzlun, af því að hann var magnúsiarpétursson.ar-maður og vildi ekki verzla við pólitíska andisitæðinga. Einu bréfin, sem voru fallega skrifuð voru reikn- ingarnir- Ég yngássveinninn Sveiinn Bergsveinssan. til heim- ilis að Kirkjuböli átti oftast nær eitthvað inni. Mest af þvi voiru hagalagðar- Ekki vedt ég hvort Magnús frændi minn hefur haft grun um það, að ýtmisa af þess- um hagalögðum fann ég við kvíavegginn á vorin, þegar tek- ið var aÆ. sumt var beinit úr S'kemmunni, nerna ég átti alltaf inni.*) En Magnús frændi minn sikuldaði alltaf 2000 krónur. Það var einis og hann gæti aldrei *) 1 þágu sannleikans verð ég þó að segja, að ég fann stund- um hagalagða í smalamennsk- fundið hagalagða- Mér er enn óljóst, hvemdg Magnús frændi minn fór að þvi að stoulda víð Riisverzlun- Hann hafðd á ann- að hundrað fjár á fóðmm og keypti aðallega mjöl og kaffi og sykur fyrir utan það að hann var í lestrarfélaginu. Sjálfur vann hann sem aðalslétrari á haustin og prjónaði flíkur fyrir alla sveitina á veturna og þó víðar væri leitað og eini mun- aðurinn sem hann veitti sér var að taka i nefið. En hjá Riisverzl- un skuidaði hann um hver árá- mót 2000 krónur- Þegar seinni sityrjöldin skall á og allir kom- ust úr sikuddum var frægð Magn- úsar frænda míns búin að vera- Það var ekki lengur fyrir neinu að berjast. Riisverzlun seld, og hann sjálfur skuldlaus mað- ur. Þá flutti hann burt frá Kirkjubóli til Hólmavfkur og gekk í íshús. SvB NLF-búðin auglýsir: Náttúrulækningabúðin TÝSGÖTU8 hefur eingöngu úrvalsvörur, sem margar hverjar fást ekki annarsstaðar. Munið, að við sendum heim alla föstudaga. Bara hringja, þá kemur það. Síminn er 10263 FRAMLEIÐUM ÚR PLASTI ALLSKONAR UMBÚÐIR DÖSIR GLÖS FLÖSKUR BRÚSAR Sigurplast 1 Lækjarteig 6. Sími: 35590 hf. Húsgögn í alla íbúðina Glæsileg og vönduð sófasett, .)amleidd eftir ströngu gæðamati. — Fullkomin ábyrgðarþjónusta, mjög góðir afborgunarskilmálar. — Gjörið svo vel og lítið inn. BÍLASTÆÐI VIÐ BÚÐARVEGGINN. VALHÚSGÖGN Ármúla 4 — sími 82275.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.