Þjóðviljinn - 24.12.1969, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 24.12.1969, Blaðsíða 22
22 — JÓLABLAÐ (Austurríska skóldkonan Berta v- Suttner hlaut Nóbelsverðlaun fyrir skáld- sögu sína Niður með vopn- ín árið 1905. Saga styrjalda hefiur frá upphafi verið skráð eftir frásögnum herforingja og annarra iþróttamanna á sviði eyðingar og tortím- ingar. I-Ierlæknar, grafar- ar, örvæntingarfullar mæður, sveltandi börn, stríðsgróðamenn og lík- ræningjar hafa ekki ver- ið látnir bera vitni á spjöldum annála og ekkert eftir þeim haft í námsbók, um. Skáldin skipuðu sér undir merki vígamanna og vegsömuðu iþrótt þeirra: Sverðin sungu, manndráp- in voru hildarleikur, blóð- völlurinn vigaslóð! I>að var kona, sem einna fyrst sagði sannleikann um styrjaldir í skáldskap- Hún fer þó ekki lengra en þekking hennar nær- Hún er ekki sjónarvottur or- ustunnar- Saga hennar gerist, að mestu í heima- húsum, hjá efnaðri fjöl- skyldu í Vínarborg. Hún segir frá þvi, hvemig ung kona liðsforingja, snýr balki við hetjudýrkun og aðdáun á öllu, sem styrjöld við kemur. „Hetjan“, sem verður eiginmaður hennar er sama simnis- Nakinn veruleikinn kemur, eins ug þruma úr heiðskíru lofti. þegar ungi eiginmaðurinn er sendur á blóðvöllinn og á ekki afturkvæmt. Marta les á ný frægðar- sögur styrjaldanna- Og af því að hún er einlæg og sönn í eðli sínu, sér hún margt í nýju ljósi. Það eru fleiri en hún. sem reynslan hefði átt að geta kennt. En þeir eru ekki menn til að játa fá- fræði sína, og himinhróp- andi sök- Þeir gala enn sína hetjusöngva og ha'fa stór orð um frægð og hetjudáðir- Marta er enn í nokkr- um vafa- Var það allt né- gómi, blekking og lygi. sem henni hafði verið kennt? Þá gerist það, fám árum eftir dauða manns hennar, að hún kynnist af hendingu manni, sem tal- ar á annan veg, en hún hafði áður heyrt rætt um hemað. Friðrik er mað- ur, sem má ekkert aumt sjá, viðkvæmur í iund, en skortir hvergi þrek til að kannast við hugsjónir sínar og framkvæma þær í verki. Hann segir Mörtu sannleikanm um vígvöll- inn, skýrir fyrir henni blekkingar stríðsæsinga- manna og glæpsamlegan tilgang þeirra. Þau fella hugi saman og ásetja sér að verja ævi sinni í þágu friðarins. ★ Enn skellur á styrjöld Marta er lögzt á sæng að fyrsta barni þeirra, þegar „kallið“ kemur. Elskand- urnir kveðjast telja mín- úturnar, telja augnablikin, en verða að skilja. Bam- ið deyr, og Marta er lengi milli heims og helju- Mað- ur hennar kemur afitur, eftir að hún hafði ætlað hann fallinn Friður er saminn. Marta og Friðrik vinna að friðar- málunum af dugnaði og fórnfýsi- Þau eru stödd í París árið 1871, í styrj- öld Frakka og Þjóðverj a- Friðrik er saklaus grun- aður um njósnir og skot- inn Endaslepp saga- Fima- ljót og undrafögur, eins og baráttan eilífa milli ills og góðs— Þýðandinn). --------Við giftum okkur á afmælisdaginn minn, þegar ég varð átján ára. Ég var þá far- in að taka þátt í samkvæmislíf- inu og var kynnt keisarafrúnni vegna trúlofunar okkar. BERTA V. SUTTNER Eftir brúðkaupið fóram við til ítalíu- Amó fékk orlof sitt lengt- Að leggja niður herþjón- ustu kom auðvitað ekki til máia- Vissulega vorum við bæði efn- uð. En. maðurinn minn unni starfi sínu, og það gerði ég lfka. Ég var hrifin af fallega liðs- foringjanum mínum og sá í anda, með fögnuði, hvemig hann mundi hækka í tign, stig af stigi: höfuðsmaður, ofursti, her- fbringi! Og hver vissi. nema nafn hans yrði einhvemtíma skráð meðal frægra herforingja á spjöld sögumnar.------- NIOUR MEO VOPNIN Hann Rúru minn litli var sannarlega undrabam í mínum augum- — Æ. þú stóri, væni sonur minn, Rúdólf. Það eru aðrar tilfinningar, sem ég ber til þín núna. ólíkar þessari bamalegu aðdáun minni á hvít- voðungnum. (Sögukafli) Faðirinn ungi var ekki lltið stoltur yfir óðalserfingjanum og gerði glæsilegar áætlanir- Hvað áttf hann að verða? Spuming- unni var auðsvarað afi okkur báðum við vöggu hans: Her- maður. — Þó varð móðurinni sfurtdum á að segja hikandij „En hugsa sér, ef hann yrði fyrir slysi í orastu!“ Ég fókk rólegt og ákveðið svar: „Hugsaðu ekki um það. Enginn deyr fyrir sitt skapa- dægur ‘‘ Þar að auki átti Rúrú ekki að verða einkasonur ckkar. Ein- hver sona okkar gat orðið stjómmálamaður, annar herra- garðseigandi og þriðji andlegrar stéttar maður- En frumburður- inn! Hann varð að feta í fót- spor feðra sinna og gegna þeirri köllun, sem er öllum æðri- Hann átti að verða hermaður. Kaupmenn - Kaupfélög MUNIÐ NIÐURSUÐUVÖRUR Jfc MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN AÐEINS VAUN HRÁEFNI ORA-VÖRUR 1 HVERRI BÚÐ JJt ORA-VÖRUR Á HVERT BORÐ Niðursuðuverksmiðjan ORA h.f. Kársnesbraut 86. — Símar 41995 - 41996. Rúrú var ekki nema tveggja mánaða, þegar við ssemdum hann nafnbótinni liðþjálfi. Rík- iserfingjar fá hertoganafribot nýfæddir. Því var það gaman okkar að láta sem þvi væri eins farið með drenginn okkar- Þessi hermenniskuleikur okk- ar við drenginn var eftirlætis- gaman okkar- Arnó heilsaði með hermannakveðju í hvert skipti, sem bamfóstran kom inn með drenginn á handleggnum. Og hún var þá kölluð birgða- stjóri herdeildarinnar. Skræki drengsins kölluðum við hættu- merki- Og hvað það þýddi, þeg- ar sagt var: „Rúrú er setztur á heræfingavöllinn“. er auðvelt að gizka á — — — • Þegar maðurinn minn og fað- ir minn ræddu við stéttarbræð- ur sína, og einhver sagði: „Italir munu sjá okkur fjrrir verkefni áður en lýkur,“ hugsaði ég aldrel nánar um það- Ég hafði enga löngun til að brjóta heil- ann um stjómmál. Og þó að minnzt væri á vensnandi sam- búð Sardíníu og Austurríkis, og Napóleon 3. sem Gavour hafði gert sér vinveittan með því að taka þátt í Krímstríðinu, og jalfnvel þó að þetta bandalag vaeri talið okkur hættulegt, þá lét ég mig það engu skipta- En þá var það þann minnis- stæða dag 1- apríl, að maður- inn minn sagði við mig f alvar- legum tón: „Veiztu það, vina mín, að bráðum skellur það á“ '„Hvað er það, sem skellur á. góði?“ spurði ég. „Stríð við Sardíníu“. Ég varð óttaslegin. „Guð minn góður! Það er skelfilegt- Þarft þú þá að fara f stríð?“ „Vonandi" „Hvemig geturðu sagt þetta? Vonarðu, að þú verðir hrifsaður frá kbnu og bami?“ ;,Þegar skyldan kallar — „Þá verður þú að hlýða. Ég veát það. En að vona það, óska þess, að svo hræðileg skylda komi eíkld til framkvæmda" „Hræðileg! Svona ferskt >' hressilegt strið hlýtur að vera •ágætt- Þú ert hermannskona Mundu það“. Ég lagði hendurnar um háls honum. .Elsiku maðurinn minn. ég skal vera hugrökk. Ég, sem oft hef fengið hjartslátt af cð lesa um hetjudáðir í mannkyns- sögunni og óskað þess, að ég gæti sjálf barizt í styrjöld. Ó. að ég mætti fara með þér!“ „Þú átt að heyja þitt stríð við vöggu drengsins okkar og ala hann upp til þess að berj- ast fyrir föðurlandið og til að verja heimili og eiginkonur-“ Ekki veit ég hvers vegna þsssi orð, sem ég hafði oft heyrt og álitið heilagan sannleika. létu nú í eyrum mínum eins og hé- gómlegt fleipur. Ekkert heimili var í hættu hjá ofckur- Enginn ræningjaher nálgaðist landa- mæri okkar. Þetta var deila milli tveggja annarra ríkis- stjórna- Maðurinn minn var alls ekki að bregða við í lífs- nauðsyn til að bjarga konu. bami og ættjörð. Þetta var bara nýjungagirni, löngun til frama og metnaðar. Jæja, metnaðurinn á víst rétt á sér, hugsaði ég að lokum, löngunin til að gera skyldu sína. Það var sjálfsagt fallegt af Arnó að hlakka til — ef hann yrði að fara- En bað var ekki víst, að hann þyrfti þess. Ef til vill kæmi ekkert stríð. Og svo færi líklega ekki allur herinn- Vonandi ekki Amó Svona vangaveltur ritaði ég um þetta leyti í dagbókins mína- — — — „Jæja þá, Guði sé lof fyrir, að þetta er loksins afráðið," sagði maðurinn minn, þegar hann kom heim frá heræfingum 19. apríl. „Við höfum sent úr- slitakbsti“. Ég varð óttaslegin- „Hvað — hvað merkir það?“ „Það þýðir, að viðræðum er lokið- Síðasta orðsendingin, áð- ur en við segjum þeim stríð á hendur, er þegar farin. Úrslita- tilboð okkar er það, að Sardír.ía afvopnist. Og Sardíníumenn ganga auðvitað ekki að þvi- Og svo gerum við innrás yfir landa- mærin.“ „Guð minn góður! En hver veit, nemia þeir leggi niður vopnin?" „Ójá, þá yrði náttúrlega ekki þörf á stríði“- Ég féll ósjálfrátt á kné- Þögul bæn, og þó tryllt, eins og ang- istaróp, brautzt upp úr djúp- um sálar minnar. Himinhróp- andi bæn um aðeins eitt: Frið! Amó reisti mig á fætur- „Hvað er að þér, aumingja bam?“ Ég vafði handleggjunum um háls honum og grét- Það var ekki af sorg. Enn hafði ekkert geirzt. En þessi fregn kom mér úr jafnvægi. Ég skalf og réði ekkert við grátinn. „Marta, Marta- Nú reytirðu mig til reiði“. sagði Arnó. „Ertu hugrökk hermarmskona? Manstu að þú ert herforingjadóttir, liös- ibringjakana og — — “ hann brosti: „Liðþjálfamóðir.“ „Nei, nei, eLsku Amó- Ég veit ekki, hvað að mér er- Ég sem er svo hrifin af heiðarlegu strlði. Það var bara þetta, að þú sagðir, að allt ylti á þvi, hvort sagt yrði já eða nei við orðsendingunni. Og þetta já oða nei sker úr því, hvort þúsundir manna lifa eða deyja — deyja í þessu yndislega verði. Og þá fannst mér eins og friðarorðið yrði einhver að segja tafarlaust. Þess vegna kraup ég niður og hrópaði til Guðs“ „Og lagðir málið allt siaman fyrir Guð, litli heimskinginn minn — — “ Ég þurrkaði mér um augun- Hver var að koma svona snemma dags? Það var faðir minn, sem kom inn. „Jæja, börnin góð!“ kallaði hann göngumóður og fleygði sér nið- ur í hægindastól- „Þið hafið frétt sólarsöguna- Frétt um úr- slitakosti okkar.“ „Ég var einmitt að segja konu minni það“, svaraði Amó. „En pabbi, hvað áttu við?“ spurði ég hrædd- „Kemur stríð?" „Ég hef aldrei vitað, að úr- <$>—■------------------------------- slitakostir þýddu neitt annað en stríð- Auðvitað væri skynsam- legast, ef Italahyskið sæi sóma sinn í því, að stuðla ekki að nýjum Navarraatburðum — “• „En pabbi, þú talar eins og stríðið sé komið- Og það er eins og það bara gleðji þig. Manstu það, að það getur verið, að Amó verði að fara-“ Tárin komu fram í aiugu mín- „Það vona ég- Og strákurinn er öfundsverður“. „En ég er svo hrædd- Hætt- an------“• „Hvað ertu að tala um hættu- m Þetta merki ættu allir karlmenn aö þekkja J! Hvers vegna? Jú, því að KORATRON buxur þarf aldrei að pressa,— sama hvað ó gengur, og eftir hvað marga þvotta. KORATRON buxur eru fyrir þá karlmenn, sem klæða sig af smekkvísi og snyrtimennsku. KORATRON buxur eru því kjörnar frístunda- og vinnubuxur fyrir snyrtimenni. V Gleðileg jól Farsœlt komandi ár ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNA ÁRINU. Samvinnubanki fslands hf. BANKASTRÆTI 7. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.