Þjóðviljinn - 07.07.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.07.1970, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. júlí 1970 — ÞJÓÐVrLJINN — SlÐA ’Jf Þegar þið nú, lcæru viniir, fairið um eitt af þeim svæð- um lands okkar, sem við köll- um blómlega byggð, þar sem sjá má sæmilegan húsakosit og mikla túnrækt siðustu áraituga, þá mætti ykkur við þá yfir- sýn lí'tast svo á, að við byggj- um í furðu góðu landi, miðað við hnattlegu og þrátt fyrir kal og öskufall, já þrátt fyrir öll þaiu grimmilegu áfelli af völdum harðinda og eldgosa, sem við hafum sögur af. — Og vissulega hefur þessi norð- læga ættjörð okkar marga kosti góða, og svipmikil er hún bæði vetur og sumar, ég þarf ekki að fara að breiða mig út um það. Og búsældar- leg hefur hún verið, alfriðuð og ósnortin, í auigum þeirra landnema, sem hér svipuðust um fyrstir manna, enda sögðu þeir að hér drypi smjör af hverju strái. F.n þegar þið nú horfið, ekki á fjöllin blá, langt í burtu, og ekki á reisulegar bygging- ar eða túnin í háigróandanum, heldur á leiðirnar millj bæja og hlíðamar ofar túnum. þá sjáið þið það land sem mis- þyrmt hefur verið í þúsund ár. Þá sjáið þið skiriður og rofa.börð þar sem áður var gróðuirfeldur kjarrs og grasa, þá sjáið þið holtin og melana, uppblásturinn, eyðilegginiguna. — Svo sannarlega erum við, nú og hé.r, stödd í laufgrænum birkiskógi, en héma fyrir sunnan okkur blasir við Bæj- arfellið, örfoka að mestu frá brúnum niður að túni. Þar var áður Bæjarfellsskóigur, fræ'gur að stórviðum. Biskupsstóllinn í Skálholti átti þar nafthöglg. Cg Bæjarfellið er ekfceirt eins- dæmi. Þeiss siaiga hefuir gerzt um landið allt. Því miður: svona höfum við búið að ætt- jörðinni, níðzt á hennj á all- an hugsanlegan hátt, löngum af illri nauðsyn, en eins oft af græðgi og fyri rhyggjuleysi. Ungmennafólö'gin gömlu sáu að vísu að hér vair eitthvað að og sögðu: Klæðum landið. En þeim var alls vant, og hvað varð úr herópinu? Eintómt hianagal. Nú loksins virðumst við komin á það stig vitsmuna að við sjáum hvað er að ger- ast og skiljum hvað viðverðum að gera. Og ég bið allar okkar stórskomu landvættir og allar okkar yndislegu huidur að styðja okkur í stiarfi. En einn kost hefuir jxstta land, sem enn hefur okki verið frá því tekinn: Það er slrjál- býlt. Þess vegna mun það inn- an tíðar litið gimdaraugum af þeim sem þéttbýlið þjáir því meir sem lengira líður. Því mannfjöldinn á Jörðinni stefn- ir í þá átt, að verða eins og ofboðsleg óþrif á einum vesa- lings líkamia. Skynsemi mín segir mér það samia og Páll Bergþórsson sagðj um daginn í útvarpserindi, sem sé: að þegaf íbúar annarra landia eiga ekki lengur stað til að standia á, en verða að brúga'St hver uppá annan, þá íer að vorða í efa direiginn réttur okkar til landrýmis. en hjairta mitt tek- ur undir með Jóni Rnfnsisyni: fsland fyrir fslendin.ga; enda mun okkur vissulega fjölga eins og öðrum. En sú hætta sem mér finnst að nú só næst, og að við land- ar, margir hverjir, gerum okk- ur ekki nægileg,a ljósa, ef m.airka má umræður og áætl- anir ráðamannia, er ásæln; er- lendra gróðafyrirtækja í alla þá mörgu möiguleik.a sem við eigum nú og í næstu framtíð, en höfum enn ekki notað. Þar munu margir ólmir í að verða okkur fyrr; til, og hafa í frammi bæði áróður og gýli- gjafir. — En nú vil ég ekki eyða ykkar litlum tíma í lang- ar ræður um þessa hluti, sem þegar eru orðnir ágrein- ingsefni milli okkar, sem hór erum saroan komin, og ým- issa annarra, heldur langar mig til að segja ykkur í sem stytztu máli söguna af Jónj í Skoru. Vorið 1926 stundaðj ég eyrar- vinnu við höfnina í Reykjavík, — og er það saga útaf fyrir sig, úttroðin af margvíslegri lífsreynslu, — en sleppum Ræða Guðmundar skálds Böðvarssonar á útisamkomu Alþýðubandalagsfólks í Húsafellsskógi SAGAN AF JÓNI í SKORU henni. Þamia í vinunnni kynnt- ist ég strá'k á líkum aldri og ég var sjálfur. Við unnum oft samian, bæði í kolum og salti og ýmsum öðrum þrældómi, sem nú heyrir fortíðinni einni. Oft drukkum við saman kaff- ið okkar í Verkamannaskýlinu. Og bann var leiðsögumaður mdnn ; bænum á nokkrum hlá- legum skemmtikvöldum. Það mun bafa verið rétt í upphafi kunningsskapar okkar sem ég spurði bann einu sinni í kaffinu, hvort hann væri ekki úr bænum. Jú, hann átti þar heáma, — en ég er ekki einu sinni ættaður úr þessum landshluta. — Hvaðan ertu þá? spurði ég. — Ég er ættaður frá Skoru, sagði bann og glotti. — Skoru! Hvaða hundsrass er það? — Talaðu virðulega um Skoruna. Þetta var erfðaóðal áfa gamla, með hlunnindum til lands og sjávar. — Stórbýli? spurði ég. — Já, já. Kallinn bafði fjörutíu kindur og eina belju. Svo var fugl. Allt fullt af fuigli. Kallinn áttd gamlan framhlað- inn frethólk, en hi.tti aldrei kvikindi, hefur sjálfsaigt aldrei þorað að hlaða nema hálfu skoti. Svo var fisfcur, fiskur upp í landsleinum alla tíð, en kallinn nennti ekki að róa, erf- itt að setja bátinn býst ég við og alltaf skíthrædduT á sjó. — Hvemig veiztu það? — Ja, mamma hefur ekki beinlínis sagt það, ég bara veit það. Og amma dó víst þegar mamma var fimmtán ára, hinir krakkamir voru famir, þá seldi kallinn Skor- una. Já, hann var bölvaður skussi. — og asni, ég bara veit það. — Það hefur þó einhver vilj- að kaupa. — Ekki vantaði það. Kall- amir báðumegin vildu ólmir kaupa, — fyrir ekkert. Þeir voru víst með töluverða út- gerð og Pollurinn bak við Skoruböfðann var ágætt lagi fyrir stærri báta. Nú, og ann- ar varð svo á undan hinum að fylla afa gamla og keypti, — fyrir ekkert, en afi fékk vinnu í grútnum. Ég spurði: — Hefurðu bom- ið þama? — Já, við vorum þama fyr- ir utan á lúðu í hittifyrra. Þá fórum við j land í eggjialeit. Það var ekkert að sjá, bless- aður vertu, moldarrúst og ekk- ert tún og skógurinn brunninn og dauður fyrir löngu. — Var skógur? — Svo segir mútta. Jú, það var vísit eitthvert kjarr innst í Skorunni, en það komst eld- ur í grútinn og þó brann sinan alveg innúr og skógurinn líka. Það bafa líklega verið þurrk- ar. — Ja, bver skrattinn. Annars hefðirðu getað byggt þér þama sumarhús þegar þú ert orðinn ríkur. Hann gegndi því ekki, en einhvemveginn fannst mér honum ekki vera alveg sama um þetta allt. — Og nú er afi þinn dauður og kominn til guðs, sagði ég, svo sem til að sveigja hugina á kristilegar brautir um leið og við stóðum upp til að nudda áfram við fiskuppskipun úr Jóni forseta. Pramlhald á 9. síðu. Þorpið eftir Jón úr Vör flutt á LH Þorpið eftir Jón úr Vör var flutt tvisvair sinnum á lista- hátíð, fimm leikarar lásu upp, þrír hljóðfæraleikarar fluttu tónlist eftir Þorkel Sig- uirbjömsson, sem gerð vair við þennan þálk og það var ó- venjuleg samsetning: hairmon- ikka, ílauta og klukikuispil. Það var ekki óskynsamlegt að velja einmitt Þorpið til slíks flutnings. Ég held, að texti fárra annairra ljóðabóka ok k ar áratuga hafi komið jafn vel tll skila, einmitt vegna þess, hve einfalt þetta ljóðmál er, staðreyndir Ijóð- anna og líkingar þeirra allar af sama sviði. Þorpið var ný- stárlegt, a.m.k. óvenjulegt við- fangsefni á sínum tím.a, en um leið einkar aðgengilegt fyrir lesendur; það flytur hugblæ bemskuminninga um líf í snauðu fiskiiþorpi og þetta er allt í það náinni fjarlæigð, að hver getur þekkt aftur sjálfan sig, mjög marg- ir að minnsta kosti. Svip- myndir af alkunnum mann- gerðum þorpsins, fyrstu kynni af kvíða og dauða, gleði bama yfir smáum atvikum, kaup- maðurinn og verkfallið, bát- arnir og fjöllin, kolavinna og Jesús Kristur — ekikert kem- ur á óvairt, menn lesa sig ör- uggir áfram eftir þessari festi. sálarlifið verður ekki fyrir stórum sveiflum, en þessi látlausa skýrslugerð býr yfir kurteislegri angurværð, sem er ósvikin. Flutningur leikaranna var vand;aður og virðingarverður Jón úr Vör yfirleitt, þótt þeim fipaðist stundum. Hitt er svo annað mál, að íslenzkur ljóðafluitn- ingur er langoftast fremur dauflegur, sjaldgæft að túlk- endur leggi mikið aí listrænu hugviti í framgöngu síma — og þetta kvöld gerðust ekki undur og kraftaverk, því mið- ur. Tónlistim var einkar lát- laus og skynsamleg, svo langt sem hún náði, en áform höf- undar likast til full hógvær. Það er því varla hægt að segja að ]»tta „samspil list- greina“ sem reynt var í Iðnó hafi færf mönnum nýja i eynslu af Þorpi Jóns úr Vör — það dugði til að koma ljóðunum vel til skila, til upplifunar á texta, sem hef- ur næiga kosti til að rísa und- ir ánægjulegri kvöldstund. Á.B. -VI &RTAOCH skaffa EN t-II<A0AIH l SVPRtCc£ OM vm CTANGES IN EN FÖRFATWRE I EN SATcur BÖR HÓNS HMSTRU px honorar Teiknað undir umræðum ríthöfundu • Fyrir skömmu komu stjórn- armenn rithöfundasamtaka á Norðurlöndum saman til fund- ar í Rcykjaxík. Meðal þeirra var Sviinn Torbjörn Tliörn- gven, scm er margt til lista lagt eins og sjá má af þessum skemmtilegu teikningum sem hann hefur leyft okkur að birta. Önnur er til orðin eftir Hekluferðalag rithöfunda, text- inn er: Svona þurfum við að fá okkur j Svíþjóð. Hin teikn- ingin er til orðin undir löng- um ræðum um kjaramál rit- höfunda, hvernig menn megi vinna fyrir sínu brauði eins og annað fólk í þjóðfélaginu: „Ef menn loka rithöfund inni í gervitungli á kona hans að fá ritlaun“, segir þar. Vel á minnzt: norrænum rithöfundum fannst það einna furðulegast af því sem þeir sáu og heyrðu á ísilandi. hve smá laun islenzkir rithofund- ar hafa fyrir störf sín. Kváð- ust þeir reiðubúnir til að sýna þeim virka samstöðu ef á þyrfti að halda. Um þessar mundix munu fara fram við- ræður milli fulltrúa Rithöf- undasambandsins og útvarps um greiðslur til höfunda, og er ekki síður ástæða til að fylgjast með þeim málum en hlutskipti pípulagnmgamanna og annarra góðra manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.