Þjóðviljinn - 07.07.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.07.1970, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVI'LJINN — Þriðjudagur 7. júli 1970. JYTTE LYNGBIRK Tveir dagar r i nóvember (Ástarsaga) 8 ekki annað en bráðabirgðatilvera, sem þyrfti að þrauka. Hann hafði svo sem ekki mik- ið á móti sálmunum og bæn- uniBn. Það gat fylgf því viss sawikennd að syngjia eða biðja í samkomuhúsinu alveg út við hafið. Hann hafði tekið þátt í samkomunum með föður sínum í mörg ár og fyllzt eins konar ijó yfir þessari þunigu alvöru, sem Æyllti menn lotningu gagn- ■yart einhverju óskiljanlegu. En hanri gat ekiki sætt sig við loka- skilyrðið, kröfuna , um það að ! afneita gildi hinnar jarönesku tilveru. Og það var víst þess vegna sem hann hafði farið burt. Og einnig þess vegna sem hann var nú hér á ferð, á leið burt frá lifi sem hann hafði fyllt svo mikilli óhamingju, að tilgangur- inn varð ekki lengur greindur. Og það varð að vera hægt að eygja hann. Hann vildi ekki lifa hamingjusnauðu lífi. Hann varð að vera þakklátur fyrir það sem gerðist. Og væri hann HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. það ekki, yrði hann að láta eitthvað annað gerast. 5. kafli Það kom hlýtt loft upp um stálristina í gólfinu. Henni var hálfkalt og hún stóð stundar- korn á ristinni áður en hún gekk inn í ys og þys stór- verzlunarinnar, hrærigraut af fólki og hlutum og hljóðum. Henni fannst þetta ævinlega yfirþyrmandi, en aldrei eins og í dag, — þetta samansafn af fólki á hreyfingu, röddum, fóta- taki, tónlist úr hátalara skammt frá, hringingar í peningakössum — og hlutir, alls staðar hlutir. í dag var hún viðkvæm fyrir þessu, hljóðin voru of há, alls staðar var óró, — í annan tíma bafði hún hrifizt af þessari ör- tröð, hafði gengið til móts við hana, sogazt inn í hana. En ekkj nú, þegar áhrifin leituðu á hana með offorsi, svo að hún fylltist ótta og var að því kom- in að leggja á flótta, en gekk samt í áttina að rennistiganum, framihjá sætum lyktum í ilm- vatnadeildinni, gegnum setninga- brot, framhjá alls konar and- litum sem hún varð að brynja sig gegn. Hún flýði ekiki, en hún óttaðist að þetta yrði ef til viil allt í einu of ofboðslegt, of æðisgengið, myndi kremja hana, rétt eins og þegar hún var lítil og átti að fara að sofa og fannst allt í einu, að einhver steínn færi að stækika og stækka, þangað til hún komsf næstum ekki fyrir lengur, heldur varð að engu, kramin, kæfð undir þessum steini, sem óx og óx. Hún gekk framhjá borðinu þar sem hægt var að bragða á rétt- um, kræklingi, í litlum pappírs- formum og með tannstöngul rekinn gegnum sig, og henni varð næstum óglatt af að horfa á þessum græn-brúnu klumpa með rökum gljáa, En annað fólk bragaði á þeim. Hún sá hönd, umkringda skinni og með marga hringa á fingrunum, teygja sig eftir einum stönglinum og með- fram borðinu stóðu aðrir og biðu, margir aðrir. Svo var hún komin að renni- stiganum. Rétt á eftir sá hún kræklingaborðið ofanfrá og pels- klæddu konuna með hringana. Hún tuggði kræklinginn sinn með lokaðan munninn. Henni smakkaðist hann vel. Alls staðar var fólk. Það stóð í þrepunum fyrir ofan hana og neðan, staðnað í svip í hreyf- ingum sínum fram og aftur, sett á þrep í þessum stiga sem bar það hægt upp í móti, stirðnað með hendur á sléttu brúninni fyrir ofan handriðið sem fór ögn hraðar en stiginn. Og í rennistiganum sem fór niður í móti var fólkið líka samanþjappað. Þegar hún fór framhjá því sá hún þreytuleg andlit þess, líkami sem sigu saman og hví'ldust í andartak, vegna þess að þeir voru ekki á hreyfingu, heldur urðu að láta hraðann á stiganum ákveða fei'ð- ina niður í móti. Hann hefði ef til vill líka sýnt henni þessa tvo andstæöu fólks- strauma og gert þá að spennandi atriði sem hægt væri að nota í kvikmynd. Hann hefði etf til vill lotið niöur og látið sem hann héldi á myndavél í hend- innj og væri að leita að sér- stöku sjónarhomi, þar sem lín- urnar komu heim við mynd sem hann hafði í huga. Þau hefðu getað litið hvort á annað og brosað. Hún var komin svo hátt upp, að hún gat séð yfir stóran gólf- flötinn á neðstu hæðinni, sem skipt var á bása úr borðum og sýningarkössum og stíga úr fólki sem gekk hvert framhjá öðru, flest búið dökkum yfirhöfnum, sægur af hreyfanlegum frökkum og kápum milli óhreyfanlegra hluta. Hún stóð án þess að hreyfa sig og horfði niður yfir þetta á leiðinni hærra og hærra upp. Svo var hún komin á næstu hæð. Þar var kyrrláta-ra, hljóðin drukknuðu í teppum og efnis- ströngum sem héngu á ölilum grind-um. Hér var það sem Karin vann. Hún gekk hægt fi-amhjá lága pallinum með vaxbrúðum sem etóðu í mannlegum stell- ingum, eða í næstum því mann- legum stellingum og líktust myndum af lifandi sýnlngar- stúlkum, og það var eitfitt að vita hvor líktist hvorri. Voiti það brúðumar sem áttu að Hta út eins og lifandi fólk eða áttu lifandi stúlkurnar að líta út eins og brúður? Henni hafði einu sinni orðið það á að ávarpa vax- brúðu. og það hafði skelft hana. Hún hafði orðið hrædd við tóm- legt andlit hennar með þöglan rauðan munninn eða öllu heldur hrædd við sjálfa sig, fyrir það fráleita að ávarpa dauðan hlut. Hún svipaðist um eftir Karinu milli grindanna í kjóladeildinni, en hún kom hvergi auga á hana og hún fór að efast um að hún hefði eiginlega átt erindi hingað. Hvað vildi hún Karin.u, ef hún fyndi hana? Þær höfðu setið saman meðan þær voru í skóla, þær höfðu verið vinkionur og verið samferða heim. Þær höfðu heimsótt hvor aðra á kvöldin og setið á rúmstokknum hvor hjá annarri og talað saman. Um hvað? Hún mundi það ©kki greinilega lengur, jú, um strák sem Karin hafði verið ástfangin af, bekkjarbróður þeirra, um kennarana trúlega, lexíurnar og prófin. Og líka stundum um til- ganginn með þessu öllu, um lífið og dauöann. Og svo aftur um strákinn sem Karin var sivo hrifin af Ðftir gagnfræðapróf hafði Karin orðið nemi hér og sjálf haifði hún farið að vinna í leikskól- anum. Þær höfðu hitzt stöku sinnum fyrst í stað, en sjaldnar og sjaldnar þegar frá leið. Karin bafð; kynnzt öðrum pilti, og sjálf var hún meira og meira sam- vistum við Carsten. Það var éins og ekkert annað skipti eins miklu máli lengur, og hún mátti varla vera að neinu öðru en vera með honum. Og eins hafði trúlega verið með Karinu. Það var meira en missiri síð- an bær höfðu sézt. Var ekki út I hött að heimsækja Karinu nún®, hvað gæti hún svo sem gert í þessu óleysanlega vanda- máli hennar sjálfrar? Hún gat elokl gert nokkurn skapaðan hlut. gat ekki einu sinni hugg- að hana. Því það var ekki neitt sem gat bætt úr þessum sökn- uði, þessum ömurlegu tóm- leika sem gerði það að verkum að hún var of þreytt til að vera hér, gat hvergi verið fyrir þreytu. En hvað var það þá sem hún vildi? Bara að segja írá því, taila um það, ekki í von um neina lausn, heldur vegna þess eins að sem snöggvast yrði það ef til vill léttbærara að vera ekki ein um það. Líklega var Karin ekki hér. Hún var búin að leita að henni milli allra grindanna. Þar voni ókunnugar afgreiðslustúlkur að tala saman og við viðskiptavin- ina. Hún stóð stundarkorn og horfði á hve ákalfar og spenntar konurnar voru þegar þær drógu fram herðatrén og sneru og horfðu á þessi föt sem héngu í þéttum röðum niður með stöngunum. Þær sögðu eittihvað í flýti hver við aðra, snertu kraga, belti, fuillar af áhuiga, næstum æstar. Við eina grind- ina stóð miðaldra kona og rót- aði með eirðariausum hreyf- ingum milli herðatrjánna, rétt eins og hún hefði týnt ein- hverju dýrmætu, sem hún ætti von á að finna aftur meðal kjólanna. Og aðrar gengu burt, brosandi, uippljómaðar hið innra af gleðinni yfir að kaupa. Af hverju voru þær svona glaðar þegar þær fóru, töluðu í hrifningu hver við aðra, með innkaupapoka eða pappakassa í höndunum? Mundu þær ekki frá því síðast lwe skamman tíma gleðin yfir kaupunum entist? Nei, trúlega mundu þær það ekki. Og sjálf var hún ekki vön að muna það heldur. Hún hafði líka látið heillast aí þvi að kaupa hluti, sem hún trúði á sem snöggvast. Hún var vön að finna þessa björtu innri uppljómun — einnig sömu lönguninia til að kaupa enn meira, eins og hún gat greint hjá konunum í dag. En nú sá hún það sem áhorfandi, sem va.r sviptur eigin óskum og þar með möguleikanum til að gleðj- ast. Húsið með öllum þess hreyf- ingum og hljóðum var dautt hús, því að hún gat ekki lengur óskað sér nelns, gat ekki fram- ar glaðzt yfir neinu. Ekikert skipti máli framar. Hún sneri sér við og gekk aftur í áttina að rennistiganum og sá um leið hvar Karin kom út úr einum mátunarfclefanum ásamt ungri stúlku, sem sagði eitthvað brosandi um leið og hún lagaði á sér hárið. Hún hiikaði sem snöggvast, en gekk síðan hægt til móts við Karinu, sem breyttist, brauzt einhvern veginn útum lokaðan andlits- svipinn, þegar hún kom auga á hana. VANTAR ATVINNU Sextán ára skólapilt vantar atvinnu. Vinsamlegast hringið í síma 84958. Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. carmen KlsSDDæimaS með carmen Frá Raznoexport, U.S.S.R. A D a tt ísis MarsTrading Companylif AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 9 v 3 sími 1 73 73 HúsráBendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. (giitineiiíal HINIR HEIMSÞEKKTU JEPPA HJÓLBARÐAR Opið alla daga frá kl. 8—22, einnig um helgar. CÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvsemar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 MANSIOlV-rósabón gefur þægflegan ilm í stofuna Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.